Þing kemur saman og ríkisstjórn fundar Lovísa Arnardóttir skrifar 22. janúar 2024 06:37 Myndin er tekin á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í október. Vísir/Vilhelm Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí. Þingið hefst klukkan 15 í dag. Á dagskrá þingsins eru sjö mál. Þar á meðal eru málefni Grindavíkur en ríkisstjórnin kemur einnig saman í dag á sérstökum fundi til að ræða málefni bæjarins. Eftir fundinn verða kynntar aðgerðir vegna Grindavíkur. Forsætisráðherra gefur svo síðdegis munnlega skýrslu um stöðuna í Grindavík á þinginu. Önnur mál á dagskrá þingsins í dag eru háskólar, fullgilding fríverslunarsamnings milli EFTA-ríkjanna og Moldóvu og framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks fyrir árin 2024–2027. Þá er einnig óundirbúinn fyrirspurnartími. Vantraust á þingi Gera má ráð fyrir því að lögð verði fram vantrauststillaga á þingi í dag í garð Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, vegna ákvarðana hennar um að banna hvalveiðar með stuttum fyrirvara síðasta sumar. Inga Sæland í Flokki fólksins hefur gefið það út að hún muni leggja slíka tillögu fram. Ekki er ljóst hvernig þingmenn stjórnarflokkanna muni greiða atkvæða með slíkri tillögu en þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sagði um helgina að þau biðu viðbragða Vinstri grænna. Þingmaður Viðreisnar sagði pískrað inni í Alþingi um að hvalveiðar verði færðar úr matvælaráðuneytinu yfir í umhverfisráðuneytið. Svandísi verði þannig forðað frá vantrausti í nafni náttúruverndar og um leið fái Sjálfstæðisflokkurinn stjórn á málaflokknum. Utanríkisráðherra var einnig gagnrýndur af stjórnarandstöðu um helgina fyrir orðalag sitt um mótmæli og mótmælendur á Austurvelli. Þar hafa mótmælendur haft til í tjaldbúðum frá því fyrir áramót til að vekja athygli á því að þau bíða þess að sameinast við fjölskyldur sínar, sem hafa fengið samþykkta fjölskyldusameiningu, en eru föst á Gasa. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flokkur fólksins Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Ríkisstjórnin kynnir aðgerðir varðandi Grindavík á morgun Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra, lofar tillögum frá ríkisstjórn á morgun varðandi Grindavík. Skilaboðin til Grindvíkinga séu skýr: „Við ráðum við þetta og gerum það sem þarf.“ 21. janúar 2024 13:27 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Sjá meira
Eftir fundinn verða kynntar aðgerðir vegna Grindavíkur. Forsætisráðherra gefur svo síðdegis munnlega skýrslu um stöðuna í Grindavík á þinginu. Önnur mál á dagskrá þingsins í dag eru háskólar, fullgilding fríverslunarsamnings milli EFTA-ríkjanna og Moldóvu og framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks fyrir árin 2024–2027. Þá er einnig óundirbúinn fyrirspurnartími. Vantraust á þingi Gera má ráð fyrir því að lögð verði fram vantrauststillaga á þingi í dag í garð Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, vegna ákvarðana hennar um að banna hvalveiðar með stuttum fyrirvara síðasta sumar. Inga Sæland í Flokki fólksins hefur gefið það út að hún muni leggja slíka tillögu fram. Ekki er ljóst hvernig þingmenn stjórnarflokkanna muni greiða atkvæða með slíkri tillögu en þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sagði um helgina að þau biðu viðbragða Vinstri grænna. Þingmaður Viðreisnar sagði pískrað inni í Alþingi um að hvalveiðar verði færðar úr matvælaráðuneytinu yfir í umhverfisráðuneytið. Svandísi verði þannig forðað frá vantrausti í nafni náttúruverndar og um leið fái Sjálfstæðisflokkurinn stjórn á málaflokknum. Utanríkisráðherra var einnig gagnrýndur af stjórnarandstöðu um helgina fyrir orðalag sitt um mótmæli og mótmælendur á Austurvelli. Þar hafa mótmælendur haft til í tjaldbúðum frá því fyrir áramót til að vekja athygli á því að þau bíða þess að sameinast við fjölskyldur sínar, sem hafa fengið samþykkta fjölskyldusameiningu, en eru föst á Gasa.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flokkur fólksins Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Ríkisstjórnin kynnir aðgerðir varðandi Grindavík á morgun Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra, lofar tillögum frá ríkisstjórn á morgun varðandi Grindavík. Skilaboðin til Grindvíkinga séu skýr: „Við ráðum við þetta og gerum það sem þarf.“ 21. janúar 2024 13:27 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Sjá meira
Ríkisstjórnin kynnir aðgerðir varðandi Grindavík á morgun Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra, lofar tillögum frá ríkisstjórn á morgun varðandi Grindavík. Skilaboðin til Grindvíkinga séu skýr: „Við ráðum við þetta og gerum það sem þarf.“ 21. janúar 2024 13:27