Skilur ekki af hverju Haukur hefur ekki verið notaður meira Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. janúar 2024 09:00 Haukur Þrastarson átti eftirminnilega innkomu gegn Frökkum. vísir/vilhelm Hreiðar Levý Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður í handbolta, furðar sig á af hverju Haukur Þrastarson hefur ekki spilað meira á Evrópumótinu í Þýskalandi. Haukur átti stórgóða innkomu þegar Ísland tapaði fyrir Frakklandi, 39-32, í öðrum leik sínum í milliriðli 1 á laugardaginn. Hann skoraði fjögur mörk og gaf þrjár stoðsendingar á þeim sextán mínútum sem hann spilaði. Hreiðar og Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, fóru yfir leik Íslands og Frakklands í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar, ásamt Stefáni Árna Pálssyni. Haukur kom aðeins við sögu í leiknum gegn Ungverjalandi en hafði annars ekkert spilað á EM fyrr en gegn Frakklandi. Stefán Árni spurði þá Hreiðar og Bjarna hverju það sætti. „Ég held að hann sé að koma alltof seint inn, ef ég á vera alveg hreinskilinn,“ sagði Hreiðar. Bjarni tók upp hanskann fyrir landsliðsþjálfarann Snorra Stein Guðjónsson. „Þú veist samt ekkert, komandi inn í mótið, hvað muni gerast,“ sagði Bjarni en Hreiðar gaf sig ekki. „Við erum í fimmta leik og allir leikirnir eru búnir að vera svolítið keimlíkir,“ sagði markvörðurinn fyrrverandi. Bjarni benti líka á að Haukur væri að koma til baka eftir mjög erfið meiðsli en Selfyssingurinn hefur slitið krossband í báðum hnjám á undanförnum árum. Ísland mætir Króatíu í þriðja leik sínum í milliriðli 1 í dag og verður að vinna ef liðið ætlar sér að komast í forkeppni Ólympíuleikanna. Leikurinn hefst klukkan 14:30. Þáttinn má heyra í spilaranum að ofan. Besta sætið er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum, t.a.m. á Spotify hér. Hver einasti leikur Íslands á EM verður gerður upp af sérfræðingum í Besta sætinu. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Besta sætið Tengdar fréttir „Frakkarnir það eina sem stóð í vegi fyrir því að við yrðum besta lið í heimi“ Hreiðar Levý Guðmundsson og Bjarni Fritzson, fyrrverandi landsliðsmenn í handbolta, voru gestir í síðasta þætti Besta sætisins eftir tap Íslands gegn Frakklandi á EM í gær. 21. janúar 2024 14:00 Besta sætið: „Ég er ekki að sjá eitthvað lið“ Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta, ákvað að skafa ekki af hlutunum þegar hann ræddi sjö marka tap Íslands gegn Ólympíumeisturum Frakklands á EM karla í handbolta í dag. 20. janúar 2024 18:16 Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Sjá meira
Haukur átti stórgóða innkomu þegar Ísland tapaði fyrir Frakklandi, 39-32, í öðrum leik sínum í milliriðli 1 á laugardaginn. Hann skoraði fjögur mörk og gaf þrjár stoðsendingar á þeim sextán mínútum sem hann spilaði. Hreiðar og Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, fóru yfir leik Íslands og Frakklands í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar, ásamt Stefáni Árna Pálssyni. Haukur kom aðeins við sögu í leiknum gegn Ungverjalandi en hafði annars ekkert spilað á EM fyrr en gegn Frakklandi. Stefán Árni spurði þá Hreiðar og Bjarna hverju það sætti. „Ég held að hann sé að koma alltof seint inn, ef ég á vera alveg hreinskilinn,“ sagði Hreiðar. Bjarni tók upp hanskann fyrir landsliðsþjálfarann Snorra Stein Guðjónsson. „Þú veist samt ekkert, komandi inn í mótið, hvað muni gerast,“ sagði Bjarni en Hreiðar gaf sig ekki. „Við erum í fimmta leik og allir leikirnir eru búnir að vera svolítið keimlíkir,“ sagði markvörðurinn fyrrverandi. Bjarni benti líka á að Haukur væri að koma til baka eftir mjög erfið meiðsli en Selfyssingurinn hefur slitið krossband í báðum hnjám á undanförnum árum. Ísland mætir Króatíu í þriðja leik sínum í milliriðli 1 í dag og verður að vinna ef liðið ætlar sér að komast í forkeppni Ólympíuleikanna. Leikurinn hefst klukkan 14:30. Þáttinn má heyra í spilaranum að ofan. Besta sætið er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum, t.a.m. á Spotify hér. Hver einasti leikur Íslands á EM verður gerður upp af sérfræðingum í Besta sætinu.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Besta sætið Tengdar fréttir „Frakkarnir það eina sem stóð í vegi fyrir því að við yrðum besta lið í heimi“ Hreiðar Levý Guðmundsson og Bjarni Fritzson, fyrrverandi landsliðsmenn í handbolta, voru gestir í síðasta þætti Besta sætisins eftir tap Íslands gegn Frakklandi á EM í gær. 21. janúar 2024 14:00 Besta sætið: „Ég er ekki að sjá eitthvað lið“ Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta, ákvað að skafa ekki af hlutunum þegar hann ræddi sjö marka tap Íslands gegn Ólympíumeisturum Frakklands á EM karla í handbolta í dag. 20. janúar 2024 18:16 Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Sjá meira
„Frakkarnir það eina sem stóð í vegi fyrir því að við yrðum besta lið í heimi“ Hreiðar Levý Guðmundsson og Bjarni Fritzson, fyrrverandi landsliðsmenn í handbolta, voru gestir í síðasta þætti Besta sætisins eftir tap Íslands gegn Frakklandi á EM í gær. 21. janúar 2024 14:00
Besta sætið: „Ég er ekki að sjá eitthvað lið“ Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta, ákvað að skafa ekki af hlutunum þegar hann ræddi sjö marka tap Íslands gegn Ólympíumeisturum Frakklands á EM karla í handbolta í dag. 20. janúar 2024 18:16