Stefnan sem fellur aldrei úr gildi Karen Kjartansdóttir skrifar 22. janúar 2024 11:00 Allt mitt líf hef ég talið mér trú um að ég sé ekki trúuð en undanfarið hef ég áttað mig á því að ég finn oft sterkt fyrir nærveru einhvers æðra. Ég finn fyrir því þegar ég ókunnugt fólk brosir til mín úti á götu. Ég finn fyrir því þegar ég fylgist með björgunarsveitarfólki hætta lífi sínu í þágu annarra. Þegar fólk leggur lykkju á leið sína til að gera góðverk án þess að vænta nokkurs í staðinn. Þessi tilfinning, sem kannski má kalla guðdóm, opinberast mér í samkennd og hlýju milli ókunnugra, í hlátri og samskiptum við annað fólk, og í ákvörðunum sem byggjast á innri siðferðiskennd. Ég hef hins vegar aldrei fundið fyrir neinu merkilegu þegar ég læt reiði grípa mig og veit ekki til þess að veigamikið verk hafi verið unnið á grundvelli gremju og ótta. Þegar ég hugsa til skrifa utanríkisráðherra sem birtust um helgina reyni ég að fyllast ekki sorg eða reiði heldur velti því fyrir mér hvernig hægt er að höfða til samkenndar á milli fólks sem greinir á. Mig langar til að trúa því að það hafi ekki vakað fyrir Bjarna Benediktssyni að skapa sundrungu og espa grimmd í hjörtum fólks gagnvart saklausu fólki. Mig langar til að trúa því að við getum undið ofan af þeirri skautun sem nú má greina í íslensku samfélagi. Mig langar að trúa því að við séum saman í liði. Þær stjórnmálaskoðanir sem sagan hefur dæmt hvað harðast eru þær sem hafa leitt til alvarlegra mannréttindabrota og mikilla þjáninga. Þótt boðberum þessara hugmynda hafi tekist að réttlæta þær fyrir sjálfum sér og öðrum á ákveðnum tímapunkti kveður sagan upp sinn dóm síðar. Fyrir rétt rúmum 75 árum í utanríkisráðherratíð Bjarna Benediktssonar, afabróður núverandi ráðherra, samþykkti Ísland Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna, „þar sem mannréttindi hafa verið vanvirt og smánuð hefur það leitt til siðlausra óhæfuverka, sem ofboðið hafa samvisku mannkynsins,“ eins og segir í inngangsorðunum. Sagan sýnir að fólk kann ekki að meta stjórnmálaskoðanir sem kalla á útskúfun og þjáningar þótt þær hafi byggt á útópískum hugmyndum og verið réttlættar á ýmsa vegu. Þess vegna sjáum við öll að apartheid-stefnan í Suður-Afríku var röng, réttlætingin um að aðskilnaður væri nauðsynlegur til að viðhalda friði og forðast átök milli kynþátta líðst ekki lengur. Við vitum að kynþáttahyggja Bandaríkjamanna var röng jafnvel þótt hún hafi hafi byggt á lögum þess tíma sem svo byggðu á rasískum vísindum og kenningum um líffræðilega og menningarlega yfirburði hvítra. Og vitum líka að stalínismi Sovétríkjanna var röng stefna þótt hún byggði í upphafi á drauminum um jafnrétti og bræðralag. Að sama skapi er öllum ljóst kynþáttahyggja Hitlers-Þýskalands sem kynt var undir með þjóðernistilfinningum, var röng. Réttlætingar fyrir órétti byggja iðulega á útópískum hugmyndum, þjóðerniskennd eða sérhagsmunum. Ég er ekki að líkja nokkrum núverandi stjórnmálaflokki á Íslandi við þá sem töluðu fyrir fyrrgreindum stefnum en tel að rétt sé að minna á þetta á ólgutímum þegar hræðsla og reiði geta auðveldlega tekið völdin. Talað hefur verið um tjaldbúðirnar á Austurvelli sem hörmung en fyrir mörgum eru þær vitnisburður um manneskjur sem berjast fyrir framtíð sinni og fjölskyldna sinna og þær eru vitnisburður um kærleikann sem býr í íslensku samfélagi. Jafnvægið milli öryggis og mannréttinda getur verið vandratað og viðbrögð við alþjóðlegum átökum er ekki öfundsvert úrlaunsarefni. Ég held því að við þurfum mörg, ég sjálf meðtalin, að reyna að haga orðum okkar af meiri varfærni og gjörðum okkar af meiri hluttekningu um þessar mundir. Ekki síst þegar kemur að valdalausu fólki sem hefur gengið í gegnum hörmungar sem fæst okkar geta ímyndað sér. Þegar hæðst er að fólki sem sýnir samkennd skulum við muna að ekkert stenst betur tímans tönn en kærleikur. Það er ekki tilfinningaklám eða fórnarlambsvæðing að varpa ljósi á mennskuna. Þegar fólk segir að Ísland geti ekki bjargað öllum heiminum þá er vert að nefna að enginn hefur haldið því fram. En við getum hjálpað því fólki sem hingað er þegar komið frá Palestínu og fjölskyldum þeirra. Fátt skapar jafn góðan grundvöll fyrir nýsköpun og hagsæld og það að gefa fólki tækifæri til að skapa virði fyrir samfélagið sem það tilheyrir. Tjaldbúðunum á Austurvelli er ekki ætlað að móðga nokkurn eða ráðast að neinum; þær eru tákn um von og samkennd. Ekkert þess fólks sem hingað er komið dreymir að leggjast upp á íslenska kerfið. Það dreymir um að nýta menntun sína, koma börnum sínum í skjól og það dreymir um frið. Þau sem hingað eru komin frá Palestínu hafa margt fram að færa fyrir íslenskt samfélag og ég er sannfærð um að hver sú manneskja sem gefur sér tíma til að setjast niður með einhverju þeirra muni sjá það. Það er mikil ólga í heiminum sem og íslensku samfélagi um þessar mundir og auðvelt að sundra fólki með reiði. En ég hef trú á íslensku samfélagi og tel að samhjálp og mannúð séu grunngildi þess. Við styðjum hvort annað og þau sem þurfa á því að halda og sköpum saman sterkt bakland. Höldum þessi gildi í heiðri því þau eru það sem gerir samfélagið okkar að góðum stað og þau falla aldrei úr gildi. Höfundur er ráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karen Kjartansdóttir Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Sjá meira
Allt mitt líf hef ég talið mér trú um að ég sé ekki trúuð en undanfarið hef ég áttað mig á því að ég finn oft sterkt fyrir nærveru einhvers æðra. Ég finn fyrir því þegar ég ókunnugt fólk brosir til mín úti á götu. Ég finn fyrir því þegar ég fylgist með björgunarsveitarfólki hætta lífi sínu í þágu annarra. Þegar fólk leggur lykkju á leið sína til að gera góðverk án þess að vænta nokkurs í staðinn. Þessi tilfinning, sem kannski má kalla guðdóm, opinberast mér í samkennd og hlýju milli ókunnugra, í hlátri og samskiptum við annað fólk, og í ákvörðunum sem byggjast á innri siðferðiskennd. Ég hef hins vegar aldrei fundið fyrir neinu merkilegu þegar ég læt reiði grípa mig og veit ekki til þess að veigamikið verk hafi verið unnið á grundvelli gremju og ótta. Þegar ég hugsa til skrifa utanríkisráðherra sem birtust um helgina reyni ég að fyllast ekki sorg eða reiði heldur velti því fyrir mér hvernig hægt er að höfða til samkenndar á milli fólks sem greinir á. Mig langar til að trúa því að það hafi ekki vakað fyrir Bjarna Benediktssyni að skapa sundrungu og espa grimmd í hjörtum fólks gagnvart saklausu fólki. Mig langar til að trúa því að við getum undið ofan af þeirri skautun sem nú má greina í íslensku samfélagi. Mig langar að trúa því að við séum saman í liði. Þær stjórnmálaskoðanir sem sagan hefur dæmt hvað harðast eru þær sem hafa leitt til alvarlegra mannréttindabrota og mikilla þjáninga. Þótt boðberum þessara hugmynda hafi tekist að réttlæta þær fyrir sjálfum sér og öðrum á ákveðnum tímapunkti kveður sagan upp sinn dóm síðar. Fyrir rétt rúmum 75 árum í utanríkisráðherratíð Bjarna Benediktssonar, afabróður núverandi ráðherra, samþykkti Ísland Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna, „þar sem mannréttindi hafa verið vanvirt og smánuð hefur það leitt til siðlausra óhæfuverka, sem ofboðið hafa samvisku mannkynsins,“ eins og segir í inngangsorðunum. Sagan sýnir að fólk kann ekki að meta stjórnmálaskoðanir sem kalla á útskúfun og þjáningar þótt þær hafi byggt á útópískum hugmyndum og verið réttlættar á ýmsa vegu. Þess vegna sjáum við öll að apartheid-stefnan í Suður-Afríku var röng, réttlætingin um að aðskilnaður væri nauðsynlegur til að viðhalda friði og forðast átök milli kynþátta líðst ekki lengur. Við vitum að kynþáttahyggja Bandaríkjamanna var röng jafnvel þótt hún hafi hafi byggt á lögum þess tíma sem svo byggðu á rasískum vísindum og kenningum um líffræðilega og menningarlega yfirburði hvítra. Og vitum líka að stalínismi Sovétríkjanna var röng stefna þótt hún byggði í upphafi á drauminum um jafnrétti og bræðralag. Að sama skapi er öllum ljóst kynþáttahyggja Hitlers-Þýskalands sem kynt var undir með þjóðernistilfinningum, var röng. Réttlætingar fyrir órétti byggja iðulega á útópískum hugmyndum, þjóðerniskennd eða sérhagsmunum. Ég er ekki að líkja nokkrum núverandi stjórnmálaflokki á Íslandi við þá sem töluðu fyrir fyrrgreindum stefnum en tel að rétt sé að minna á þetta á ólgutímum þegar hræðsla og reiði geta auðveldlega tekið völdin. Talað hefur verið um tjaldbúðirnar á Austurvelli sem hörmung en fyrir mörgum eru þær vitnisburður um manneskjur sem berjast fyrir framtíð sinni og fjölskyldna sinna og þær eru vitnisburður um kærleikann sem býr í íslensku samfélagi. Jafnvægið milli öryggis og mannréttinda getur verið vandratað og viðbrögð við alþjóðlegum átökum er ekki öfundsvert úrlaunsarefni. Ég held því að við þurfum mörg, ég sjálf meðtalin, að reyna að haga orðum okkar af meiri varfærni og gjörðum okkar af meiri hluttekningu um þessar mundir. Ekki síst þegar kemur að valdalausu fólki sem hefur gengið í gegnum hörmungar sem fæst okkar geta ímyndað sér. Þegar hæðst er að fólki sem sýnir samkennd skulum við muna að ekkert stenst betur tímans tönn en kærleikur. Það er ekki tilfinningaklám eða fórnarlambsvæðing að varpa ljósi á mennskuna. Þegar fólk segir að Ísland geti ekki bjargað öllum heiminum þá er vert að nefna að enginn hefur haldið því fram. En við getum hjálpað því fólki sem hingað er þegar komið frá Palestínu og fjölskyldum þeirra. Fátt skapar jafn góðan grundvöll fyrir nýsköpun og hagsæld og það að gefa fólki tækifæri til að skapa virði fyrir samfélagið sem það tilheyrir. Tjaldbúðunum á Austurvelli er ekki ætlað að móðga nokkurn eða ráðast að neinum; þær eru tákn um von og samkennd. Ekkert þess fólks sem hingað er komið dreymir að leggjast upp á íslenska kerfið. Það dreymir um að nýta menntun sína, koma börnum sínum í skjól og það dreymir um frið. Þau sem hingað eru komin frá Palestínu hafa margt fram að færa fyrir íslenskt samfélag og ég er sannfærð um að hver sú manneskja sem gefur sér tíma til að setjast niður með einhverju þeirra muni sjá það. Það er mikil ólga í heiminum sem og íslensku samfélagi um þessar mundir og auðvelt að sundra fólki með reiði. En ég hef trú á íslensku samfélagi og tel að samhjálp og mannúð séu grunngildi þess. Við styðjum hvort annað og þau sem þurfa á því að halda og sköpum saman sterkt bakland. Höldum þessi gildi í heiðri því þau eru það sem gerir samfélagið okkar að góðum stað og þau falla aldrei úr gildi. Höfundur er ráðgjafi.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun