Húsnæðisverð gæti hækkað um þrjú prósent án mótvægisaðgerða Árni Sæberg og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 22. janúar 2024 14:47 Sigurður Ingi Jóhannsson er innviðaráðherra. Vísir/Einar Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, segir vel koma til greina að tilbúin hús verði flutt inn til þess að hýsa Grindvíkinga. Byggingariðnaðurinn ráði ekki við að reisa nægilegt magn húsnæðis við þær aðstæður sem nú eru uppi á markaði. Hvað varðar staðsetningu þeirra húsa sem verða flutt inn sé það ekki yfirvalda að ákveða. Mikill fjöldi Grindvíkinga vilji búa áfram á Reykjanesskaganum og þar sé nokkur fjöldi lóða í boði. Ákvarðanir í þeim efnum verði tekin í samráði við Grindvíkinga og hlutaðeigandi bæjaryfirvöld. Þá segist hann trúa því að það sé Grindvíkingum mikilvægt að heyra frá stjórnvöldum að þau muni grípa þá og leysa undan átthaga- og skuldafjötrum, þrátt fyrir nokkur tími muni líða þar til þær aðgerðir sem ákveðið hefur verið að ráðast í koma til framkvæmda. „Þegar eitt prósent íbúa kemur inn á markaðinn þá hækkar húsnæðisverð“ Sigurður Ingi segir að stjórnvöld hafi látið vinna greiningu á áhrifum þess að Grindvíkingar komi allir inn á húsnæðismarkað. Niðurstaðan hafi verið einföld: „Þegar eitt prósent íbúa kemur inn á markaðinn þá hækkar húsnæðisverð,“ segir hann. Ljóst sé að án mótvægisaðgerða verði afleiðingar á húsnæðismarkaði sem er enn þröngur. Án þeirra mætti gera ráð fyrir um þriggja prósenta hækkun á húsnæðisverði. Mótvægisaðgerðir verði til að mynda að takmarka skammtímaleigu, halda áfram kaupum á leiguhúsnæði og innflutningur tilbúinna húsa. Íbúar muni eiga hús sín áfram Sigurður Ingi segir að gert sé ráð fyrir því að Grindvíkingar muni áfram eiga hús sín í bænum, þrátt fyrir aðgerðir ríkisins þeim til handa. „Við erum í rauninni bara að kaupa upp þeirra eigið fé og færa það til eða að þeir geti mögulega flutt með sér lán, til þess að eignast húsnæði tímabundið. Þeir myndu þá eiga greiða leið til baka sömu leið, að færa eigið féð til baka. “ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Hvað varðar staðsetningu þeirra húsa sem verða flutt inn sé það ekki yfirvalda að ákveða. Mikill fjöldi Grindvíkinga vilji búa áfram á Reykjanesskaganum og þar sé nokkur fjöldi lóða í boði. Ákvarðanir í þeim efnum verði tekin í samráði við Grindvíkinga og hlutaðeigandi bæjaryfirvöld. Þá segist hann trúa því að það sé Grindvíkingum mikilvægt að heyra frá stjórnvöldum að þau muni grípa þá og leysa undan átthaga- og skuldafjötrum, þrátt fyrir nokkur tími muni líða þar til þær aðgerðir sem ákveðið hefur verið að ráðast í koma til framkvæmda. „Þegar eitt prósent íbúa kemur inn á markaðinn þá hækkar húsnæðisverð“ Sigurður Ingi segir að stjórnvöld hafi látið vinna greiningu á áhrifum þess að Grindvíkingar komi allir inn á húsnæðismarkað. Niðurstaðan hafi verið einföld: „Þegar eitt prósent íbúa kemur inn á markaðinn þá hækkar húsnæðisverð,“ segir hann. Ljóst sé að án mótvægisaðgerða verði afleiðingar á húsnæðismarkaði sem er enn þröngur. Án þeirra mætti gera ráð fyrir um þriggja prósenta hækkun á húsnæðisverði. Mótvægisaðgerðir verði til að mynda að takmarka skammtímaleigu, halda áfram kaupum á leiguhúsnæði og innflutningur tilbúinna húsa. Íbúar muni eiga hús sín áfram Sigurður Ingi segir að gert sé ráð fyrir því að Grindvíkingar muni áfram eiga hús sín í bænum, þrátt fyrir aðgerðir ríkisins þeim til handa. „Við erum í rauninni bara að kaupa upp þeirra eigið fé og færa það til eða að þeir geti mögulega flutt með sér lán, til þess að eignast húsnæði tímabundið. Þeir myndu þá eiga greiða leið til baka sömu leið, að færa eigið féð til baka. “
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira