Austurríki byrjaði af krafti og komst nokkuð óvænt 4-1 yfir. Það tók Frakkana þó ekki langan tíma að jafna og komast yfir en þeir leiddu um miðbik fyrri hálfleiks. Austurríki er hins vegar sýnd veiði en ekki gefin og kom til baka, staðan 16-15 Austurríki í vil í hálfleik.
Is Ludovic Fabregas made of steel? #ehfeuro2024 #heretoplay #FRAAUT @FRAHandball pic.twitter.com/nH1k2KITgj
— EHF EURO (@EHFEURO) January 22, 2024
Frakkar tóku áhlaup í upphafi síðari hálfleiks en Austurríkismenn neituðu að gefast upp. Það er þangað til tæpar tíu mínútur voru til leiksloka, þá skoraði Austurríki ekki í fimm mínútur og munurinn fór úr 27-26 Frakklandi í vil í 30-26 og leikurinn í raun búinn.
Lokatölur 33-28 og Frakkland situr sem fastast á toppi milliriðilsins með fullt hús stiga. Þar á eftir koma Ungverjaland og Austurríki með 4 stig, Þýskaland er með 3 á meðan Ísland er með 2 stig og Króatía rekur lestina með aðeins eitt stig. Ungverjaland og Þýskaland mætast síðar í kvöld á meðan Ísland mætir Austurríki á miðvikudag.
Samir Bellahcene % #ehfeuro2024 #heretoplay #FRAAUT @FRAHandball pic.twitter.com/iZCzS77ZTf
— EHF EURO (@EHFEURO) January 22, 2024
Dika Mem og Ludovic Fabregas skoruðu 7 mörk í liði Frakklands á meðan Nikola Bilyk og Lukas Hutecek skoruðu 6 fyrir Austurríki. Samir Bellahcene varði 15 skot í marki Frakklands.