„Tökum ekki að okkur að semja um launaskrið hærri launaðra hópa“ Magnús Jochum Pálsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 22. janúar 2024 20:27 Sólveig Anna segir kjaraviðræður breiðfylkingar stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði og Samtaka Atvinnulífsins í viðkvæmri stöðu. Hún segir kröfu breiðfylkingarinnar skýra. Vísir/Arnar Breiðfylking stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði og Samtök atvinnulífsins funduðu í Karphúsinu í dag vegna kjaraviðræðna. Formaður Eflingar segir breiðfylkinguna vilja semja um flata krónutöluhækkun og hún taki ekki að sér að semja um launaskrið hærri launaðra hópa. Fundurinn stóð í rúma þrjá tíma en báðir aðilar hafa sagt tilganginn að ná sátt um langtímakjarasamninga sem myndu auka fyrirsjáanleika og stöðugleika í atvinnulífinu. Lillý Valgerður ræddi við Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar, um fundinn og stöðu viðræðnanna. Geturðu sagt okkur eitthvað hvað kom fram á þessum fundi? „Ég get reyndar ekki sagt mikið en þetta var langur fundur. Samtök Atvinnulífsins komu með viss viðbrögð við okkar tilboði. Við munum funda aftur á morgun, hefjum fund fyrir hádegi. Við skulum sjá hvað gerist á morgun. Hvort okkur tekst að mjaka þessu eitthvað áfram,“ sagði Sólveig Anna. Þið eruð að tala saman og lengur en þið hafið gert undanfarið þannig ykkur hefur eitthvað litist á þetta? „Eins og ég segi, við skulum sjá hvort okkur tekst að mjaka þessu eitthvað áfram. Það er asnalegt að vera hér í viðtali og geta lítið sagt en staðan er viðkvæm akkúrat núna þannig því miður get ég ekki upplýst um neitt meira,“ sagði hún. Þú mátt í raun og veru ekkert greina frá því sem var lagt fram? „Nei, ég er auðvitað bara hér með mitt fólk í húsi og fer yfir þetta með þeim en læt það duga að sinni,“ sagði Sólveig. Afstaða breiðfylkingarinnar skýr Samtök Atvinnulífsins óttuðust eitthvað launaskrið. Er þetta eitthvað sem gæti hentað öllum betur, það sem var rætt í dag? „Við erum ennþá föst í því að ræða flókin úrlausnaratriði. Okkar afstaða í breiðfylkingunni er auðvitað alveg skýr, við viljum semja um flata krónutöluhækkun. Við tökum ekki að okkur að semja um launaksrið hærri launaðra hópa og ég vona að þau skilaboð séu orðin nokkuð skýr yfir borðið til samtakanna,“ Þú ert hérna í húsi með þína samninganefnd. Hvernig er hljóðið í þínu fólki sem þú ert að ræða við um þessi mál og það sem var á fundinum í dag? „Fólk er auðvitað mjög forvitið að fá að vita hvernig fram vindur og við í samninganefnd Eflingar og í félaginu erum auðvitað í mikilli ábyrgðarstöðu. Við erum að gera kjarasamninga fyrir risastóran hóp af verka- og láglaunafólki. Þannig það skiptir mjög miklu máli fyrir okkur öll sem hér erum saman komin að það takist vel til og við vonum að svo fari að lokum,“ sagði hún að lokum. Stéttarfélög Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Sjá meira
Fundurinn stóð í rúma þrjá tíma en báðir aðilar hafa sagt tilganginn að ná sátt um langtímakjarasamninga sem myndu auka fyrirsjáanleika og stöðugleika í atvinnulífinu. Lillý Valgerður ræddi við Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar, um fundinn og stöðu viðræðnanna. Geturðu sagt okkur eitthvað hvað kom fram á þessum fundi? „Ég get reyndar ekki sagt mikið en þetta var langur fundur. Samtök Atvinnulífsins komu með viss viðbrögð við okkar tilboði. Við munum funda aftur á morgun, hefjum fund fyrir hádegi. Við skulum sjá hvað gerist á morgun. Hvort okkur tekst að mjaka þessu eitthvað áfram,“ sagði Sólveig Anna. Þið eruð að tala saman og lengur en þið hafið gert undanfarið þannig ykkur hefur eitthvað litist á þetta? „Eins og ég segi, við skulum sjá hvort okkur tekst að mjaka þessu eitthvað áfram. Það er asnalegt að vera hér í viðtali og geta lítið sagt en staðan er viðkvæm akkúrat núna þannig því miður get ég ekki upplýst um neitt meira,“ sagði hún. Þú mátt í raun og veru ekkert greina frá því sem var lagt fram? „Nei, ég er auðvitað bara hér með mitt fólk í húsi og fer yfir þetta með þeim en læt það duga að sinni,“ sagði Sólveig. Afstaða breiðfylkingarinnar skýr Samtök Atvinnulífsins óttuðust eitthvað launaskrið. Er þetta eitthvað sem gæti hentað öllum betur, það sem var rætt í dag? „Við erum ennþá föst í því að ræða flókin úrlausnaratriði. Okkar afstaða í breiðfylkingunni er auðvitað alveg skýr, við viljum semja um flata krónutöluhækkun. Við tökum ekki að okkur að semja um launaksrið hærri launaðra hópa og ég vona að þau skilaboð séu orðin nokkuð skýr yfir borðið til samtakanna,“ Þú ert hérna í húsi með þína samninganefnd. Hvernig er hljóðið í þínu fólki sem þú ert að ræða við um þessi mál og það sem var á fundinum í dag? „Fólk er auðvitað mjög forvitið að fá að vita hvernig fram vindur og við í samninganefnd Eflingar og í félaginu erum auðvitað í mikilli ábyrgðarstöðu. Við erum að gera kjarasamninga fyrir risastóran hóp af verka- og láglaunafólki. Þannig það skiptir mjög miklu máli fyrir okkur öll sem hér erum saman komin að það takist vel til og við vonum að svo fari að lokum,“ sagði hún að lokum.
Stéttarfélög Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Sjá meira