Þjóðverjar snýttu Ungverjum eftir slaka byrjun Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. janúar 2024 21:30 Julian Koster var frábær í kvöld. Sanjin Strukic/Getty Images Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Þýskalandi unnu Ungverjaland með sjö marka mun í milliriðli Evrópumóts karla í handbolta, lokatölur 35-28. Sigur Þýskalands hefur því miður ekki jákvæð áhrif á Ólympíudrauma Íslands. Ungverjar byrjuðu leikinn nokkuð vel og voru yfir lengi vel í fyrri hálfleik en á endanum voru það Þjóðverjar sem voru einu marki yfir þegar liðin gengu til búningsherbergja. Í síðari hálfleik var aðeins eitt lið á vellinum og fór það svo að Þýskaland vann gríðarlega öruggan sigur, lokatölur 35-28. Julian Koster skoraði 8 mörk í liði Þýskalands á meðan Gabor Ancsin og Miklos Rosta skoruðu 6 mörk hvor í liði Ungverjalands. Julian Köster is on fire 7 goals already #ehfeuro2024 #heretoplay #GERHUN @DHB_Teams pic.twitter.com/Ij68mtoxWu— EHF EURO (@EHFEURO) January 22, 2024 Sigurinn gerir það að verkum að Þýskaland er við það að komast í undanúrslit Evrópumótsins. Lærisveinar Alfreðs mæta Króatíu í lokaumferð milliriðilsins og tryggja sér sæti í undanúrslitum með sigri. Hvað varðar Ólympíuvonir Íslands þá gerir sigur Þýskalands það að verkum að Ísland, Ungverjaland og Austurríki gætu öll endað með fjögur stig, fari svo að Ísland vinni Austurríki í lokaumferðinni. Fari svo að þjóðirnar endi allar með fjögur stig verður farið í innbyrðis viðureignir liðanna og þar er Ísland í vondum málum eftir stórt tap gegn Ungverjalandi fyrr í mótinu. Taki Ungverjar stig gegn Frakklandi þá dugir Íslandi að vinna Austurríki. Ef Ungverjar tapa fyrir Frakklandi þá þarf Ísland 5 marka sigur gegn Austurríki. Jæja, við þurfum að vinna Austurríki með 5+ til að komast upp fyrir þá í innbyrðisstöðu okkar, Austurríkis og Ungverjalands (þá öll með 4 stig). Stórtap gegn Ungverjum að skemma smá. Til vara nægir að vinna Austurríki ef Ungverjar taka stig gegn Frökkum.— Einar Örn Jónsson (@RanieNro) January 22, 2024 Staðan í riðlinum er sem stendur svona: 1. Frakkland - 8 stig (+17 í markatölu) 2. Þýskaland - 5 stig (+6) 3. Austurríki - 4 stig (-4) 4. Ungverjaland - 4 stig (+3) 5. Ísland - 2 stig (-12) 6. Króatía - 1 stig (-10) Fréttin hefur verið uppfærð. Handbolti EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Frakkar réttu Íslendingum hjálparhönd Frakkland lagði Austurríki með fimm marka mun í milliriðli EM karla í handbolta í dag, lokatölur 33-28. Sigurinn tryggir Frökkum sæti í undanúrslitum EM og heldur Ólympíudraumi okkar Íslendinga á lífi. 22. janúar 2024 18:55 Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Sjá meira
Ungverjar byrjuðu leikinn nokkuð vel og voru yfir lengi vel í fyrri hálfleik en á endanum voru það Þjóðverjar sem voru einu marki yfir þegar liðin gengu til búningsherbergja. Í síðari hálfleik var aðeins eitt lið á vellinum og fór það svo að Þýskaland vann gríðarlega öruggan sigur, lokatölur 35-28. Julian Koster skoraði 8 mörk í liði Þýskalands á meðan Gabor Ancsin og Miklos Rosta skoruðu 6 mörk hvor í liði Ungverjalands. Julian Köster is on fire 7 goals already #ehfeuro2024 #heretoplay #GERHUN @DHB_Teams pic.twitter.com/Ij68mtoxWu— EHF EURO (@EHFEURO) January 22, 2024 Sigurinn gerir það að verkum að Þýskaland er við það að komast í undanúrslit Evrópumótsins. Lærisveinar Alfreðs mæta Króatíu í lokaumferð milliriðilsins og tryggja sér sæti í undanúrslitum með sigri. Hvað varðar Ólympíuvonir Íslands þá gerir sigur Þýskalands það að verkum að Ísland, Ungverjaland og Austurríki gætu öll endað með fjögur stig, fari svo að Ísland vinni Austurríki í lokaumferðinni. Fari svo að þjóðirnar endi allar með fjögur stig verður farið í innbyrðis viðureignir liðanna og þar er Ísland í vondum málum eftir stórt tap gegn Ungverjalandi fyrr í mótinu. Taki Ungverjar stig gegn Frakklandi þá dugir Íslandi að vinna Austurríki. Ef Ungverjar tapa fyrir Frakklandi þá þarf Ísland 5 marka sigur gegn Austurríki. Jæja, við þurfum að vinna Austurríki með 5+ til að komast upp fyrir þá í innbyrðisstöðu okkar, Austurríkis og Ungverjalands (þá öll með 4 stig). Stórtap gegn Ungverjum að skemma smá. Til vara nægir að vinna Austurríki ef Ungverjar taka stig gegn Frökkum.— Einar Örn Jónsson (@RanieNro) January 22, 2024 Staðan í riðlinum er sem stendur svona: 1. Frakkland - 8 stig (+17 í markatölu) 2. Þýskaland - 5 stig (+6) 3. Austurríki - 4 stig (-4) 4. Ungverjaland - 4 stig (+3) 5. Ísland - 2 stig (-12) 6. Króatía - 1 stig (-10) Fréttin hefur verið uppfærð.
Handbolti EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Frakkar réttu Íslendingum hjálparhönd Frakkland lagði Austurríki með fimm marka mun í milliriðli EM karla í handbolta í dag, lokatölur 33-28. Sigurinn tryggir Frökkum sæti í undanúrslitum EM og heldur Ólympíudraumi okkar Íslendinga á lífi. 22. janúar 2024 18:55 Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Sjá meira
Frakkar réttu Íslendingum hjálparhönd Frakkland lagði Austurríki með fimm marka mun í milliriðli EM karla í handbolta í dag, lokatölur 33-28. Sigurinn tryggir Frökkum sæti í undanúrslitum EM og heldur Ólympíudraumi okkar Íslendinga á lífi. 22. janúar 2024 18:55