Þjóðverjar snýttu Ungverjum eftir slaka byrjun Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. janúar 2024 21:30 Julian Koster var frábær í kvöld. Sanjin Strukic/Getty Images Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Þýskalandi unnu Ungverjaland með sjö marka mun í milliriðli Evrópumóts karla í handbolta, lokatölur 35-28. Sigur Þýskalands hefur því miður ekki jákvæð áhrif á Ólympíudrauma Íslands. Ungverjar byrjuðu leikinn nokkuð vel og voru yfir lengi vel í fyrri hálfleik en á endanum voru það Þjóðverjar sem voru einu marki yfir þegar liðin gengu til búningsherbergja. Í síðari hálfleik var aðeins eitt lið á vellinum og fór það svo að Þýskaland vann gríðarlega öruggan sigur, lokatölur 35-28. Julian Koster skoraði 8 mörk í liði Þýskalands á meðan Gabor Ancsin og Miklos Rosta skoruðu 6 mörk hvor í liði Ungverjalands. Julian Köster is on fire 7 goals already #ehfeuro2024 #heretoplay #GERHUN @DHB_Teams pic.twitter.com/Ij68mtoxWu— EHF EURO (@EHFEURO) January 22, 2024 Sigurinn gerir það að verkum að Þýskaland er við það að komast í undanúrslit Evrópumótsins. Lærisveinar Alfreðs mæta Króatíu í lokaumferð milliriðilsins og tryggja sér sæti í undanúrslitum með sigri. Hvað varðar Ólympíuvonir Íslands þá gerir sigur Þýskalands það að verkum að Ísland, Ungverjaland og Austurríki gætu öll endað með fjögur stig, fari svo að Ísland vinni Austurríki í lokaumferðinni. Fari svo að þjóðirnar endi allar með fjögur stig verður farið í innbyrðis viðureignir liðanna og þar er Ísland í vondum málum eftir stórt tap gegn Ungverjalandi fyrr í mótinu. Taki Ungverjar stig gegn Frakklandi þá dugir Íslandi að vinna Austurríki. Ef Ungverjar tapa fyrir Frakklandi þá þarf Ísland 5 marka sigur gegn Austurríki. Jæja, við þurfum að vinna Austurríki með 5+ til að komast upp fyrir þá í innbyrðisstöðu okkar, Austurríkis og Ungverjalands (þá öll með 4 stig). Stórtap gegn Ungverjum að skemma smá. Til vara nægir að vinna Austurríki ef Ungverjar taka stig gegn Frökkum.— Einar Örn Jónsson (@RanieNro) January 22, 2024 Staðan í riðlinum er sem stendur svona: 1. Frakkland - 8 stig (+17 í markatölu) 2. Þýskaland - 5 stig (+6) 3. Austurríki - 4 stig (-4) 4. Ungverjaland - 4 stig (+3) 5. Ísland - 2 stig (-12) 6. Króatía - 1 stig (-10) Fréttin hefur verið uppfærð. Handbolti EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Frakkar réttu Íslendingum hjálparhönd Frakkland lagði Austurríki með fimm marka mun í milliriðli EM karla í handbolta í dag, lokatölur 33-28. Sigurinn tryggir Frökkum sæti í undanúrslitum EM og heldur Ólympíudraumi okkar Íslendinga á lífi. 22. janúar 2024 18:55 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira
Ungverjar byrjuðu leikinn nokkuð vel og voru yfir lengi vel í fyrri hálfleik en á endanum voru það Þjóðverjar sem voru einu marki yfir þegar liðin gengu til búningsherbergja. Í síðari hálfleik var aðeins eitt lið á vellinum og fór það svo að Þýskaland vann gríðarlega öruggan sigur, lokatölur 35-28. Julian Koster skoraði 8 mörk í liði Þýskalands á meðan Gabor Ancsin og Miklos Rosta skoruðu 6 mörk hvor í liði Ungverjalands. Julian Köster is on fire 7 goals already #ehfeuro2024 #heretoplay #GERHUN @DHB_Teams pic.twitter.com/Ij68mtoxWu— EHF EURO (@EHFEURO) January 22, 2024 Sigurinn gerir það að verkum að Þýskaland er við það að komast í undanúrslit Evrópumótsins. Lærisveinar Alfreðs mæta Króatíu í lokaumferð milliriðilsins og tryggja sér sæti í undanúrslitum með sigri. Hvað varðar Ólympíuvonir Íslands þá gerir sigur Þýskalands það að verkum að Ísland, Ungverjaland og Austurríki gætu öll endað með fjögur stig, fari svo að Ísland vinni Austurríki í lokaumferðinni. Fari svo að þjóðirnar endi allar með fjögur stig verður farið í innbyrðis viðureignir liðanna og þar er Ísland í vondum málum eftir stórt tap gegn Ungverjalandi fyrr í mótinu. Taki Ungverjar stig gegn Frakklandi þá dugir Íslandi að vinna Austurríki. Ef Ungverjar tapa fyrir Frakklandi þá þarf Ísland 5 marka sigur gegn Austurríki. Jæja, við þurfum að vinna Austurríki með 5+ til að komast upp fyrir þá í innbyrðisstöðu okkar, Austurríkis og Ungverjalands (þá öll með 4 stig). Stórtap gegn Ungverjum að skemma smá. Til vara nægir að vinna Austurríki ef Ungverjar taka stig gegn Frökkum.— Einar Örn Jónsson (@RanieNro) January 22, 2024 Staðan í riðlinum er sem stendur svona: 1. Frakkland - 8 stig (+17 í markatölu) 2. Þýskaland - 5 stig (+6) 3. Austurríki - 4 stig (-4) 4. Ungverjaland - 4 stig (+3) 5. Ísland - 2 stig (-12) 6. Króatía - 1 stig (-10) Fréttin hefur verið uppfærð.
Handbolti EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Frakkar réttu Íslendingum hjálparhönd Frakkland lagði Austurríki með fimm marka mun í milliriðli EM karla í handbolta í dag, lokatölur 33-28. Sigurinn tryggir Frökkum sæti í undanúrslitum EM og heldur Ólympíudraumi okkar Íslendinga á lífi. 22. janúar 2024 18:55 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira
Frakkar réttu Íslendingum hjálparhönd Frakkland lagði Austurríki með fimm marka mun í milliriðli EM karla í handbolta í dag, lokatölur 33-28. Sigurinn tryggir Frökkum sæti í undanúrslitum EM og heldur Ólympíudraumi okkar Íslendinga á lífi. 22. janúar 2024 18:55