Meint framhjáhald gæti tafið málaferli gegn Trump um ár Samúel Karl Ólason skrifar 23. janúar 2024 13:48 Fani Willis, héraðssaksóknari Fulton-sýslu í Georgíu. AP/John Bazemore Fani Willis, héraðssaksóknari í Fulton-sýslu i Georgíu í Bandaríkjunum, hefur verið sökuð um að halda við saksóknarann sem hún réð til að halda utan um málaferli ríkisins gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta. Ásakanirnar gætu leitt til margra ára tafa á málaferlunum gegn Trump og öðrum sem voru ákærðir með honum. Willis réði Nathan Wade til að halda utan um málaferlin þó hann hefði litla reynslu í dómsal. Einn verjenda þeirra sem ákærðir voru með Trump hélt því fram fyrr í mánuðinum að þau tvö hefðu átt í ástarsambandi og hefur hún verið boðuð í vitnaleiðslur vegna skilnaðar Wade og eiginkonu hans. Áðurnefndur verjandi hélt því fram að Willis hefði greitt Wade þegar hann var ráðinn og hann hafi svo í kjölfarið notað þá peninga til að borga fyrir ferðalög þeirra tveggja. Hann hefur ekki fært neinar sannanir fyrir ásökunum en kreditkortaupplýsingar sem fylgdu gögnum frá eiginkonu Wades í málaferlum þeirra vegna skilnaðar, sýna að hann greiddi fyrir flugmiða fyrir sig og Willis til Miami og San Francisco, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Nathan Wade, saksóknari sem ráðinn var af Willis til að halda utan um málaferlin gegn Donald Trump.AP/Elijah Nouvelage Willis hefur varið ráðninguna á Wade og sagt að hann sé hæfur til að halda utan um málið, en hún hefur ekki neitað fyrir viðhaldsásakanirnar. Þá hefur hún ekki gefið til kynna að hún ætli að stíga til hliðar. Sjá einnig: Trump og átján aðrir ákærðir fyrir samsæri New York Times segir að nokkurs konar innri endurskoðandi Fulton-sýslu, þar sem Trump hefur verið ákærður, hafi sent Willis bréf á föstudaginn og krafið hana gagna vegna rannsóknar á því hvort hún hafi persónulega hagnast á opinberu fé sem Wade hafi fengið í laun. Trump og aðrir hafa verið ákærðir af yfirvöldum í Georgíu fyrir að reyna að stnúa úrslitum forsetakosninganna þar árið 2020. Nokkrir þeirra voru ákærðir fyrir að reyna að stela kjörgögnum og eiga við kosningavélar en kjarni ákæranna snýr að því að reynt hafi verið að fá hóp til Repúblikana í Georgíu til að staðfesta ranglega að þeir væru réttkjörnir kjörmenn ríkisins og senda Bandaríkjaþingi skjöl þess efnis þrátt fyrir að kjörmennirnir ættu með réttu að tilheyra Joe Biden. Fjórir af hinum ákærðu hafa lýst yfir sekt sinni. Þar á meðal eru Sidney Powell og Jenna Ellis. Þó meint samband Willis og Wade breyti staðreyndum málsins gegn Trump og hinum ekki, gæti það komið niður á málaferlunum. Verjandinn sem varpaði fyrst fram ásökununum hefur farið fram á að Willis verði vísað frá málinu. Dómarinn, Scott McAfee, þarf nú að segja til um það en hann gæti mögulega vísað Willis og öllum starfsmönnum hennar frá málinu. Það myndi líklega tefja málaferlin um langan tíma. Málið gæti verið fært á hendur annars héraðssaksóknara og það gæti leitt til nokkurra ára tafar. Í samtali við AP segir fyrrverandi héraðssaksóknari annarrar sýslu í Georgíu að erfitt yrði að finna nýjan héraðssaksóknara til að taka við málinu. Fáir hafi getu til að halda utan um svo stór og umfangsmikil mál. Þá segir hann að ef Willis myndi segja sig frá þessum tilteknu málum, væri líklegt að allir hennar starfsmenn þyrftu einnig að gera það. Mynduðu ráð til að refsa héraðssaksóknurum Nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins á ríkisþingi Georgíu hafa lagt til að ákæra Willis fyrir embættisbrot og víkja henni úr starfi og hefur Donald Trump tekið undir það opinberlega. Til þess þyrfti þó fleiri þingmenn en Repúblikanar hafa í ríkisþinginu. Repúblikanar mynduðu í fyrra sérstakt ráð sem á að vakta héraðssaksóknara, refsa þeim og jafnvel víkja úr starfi. Ráðið hefur þó ekki hafið störf þar sem hæstiréttur Georgíu neitaði að samþykkja starfsreglur ráðsins. Nú vinna ríkisþingmennirnir að því að fella úr lögum þá kröfu að hæstiréttur þurfi að staðfesta starfsreglurnar. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Haley tryggði sér öll atkvæðin í Dixville Notch Bandaríski forsetaframbjóðandinn Nikki Haley tryggði sér öll atkvæði í forvali Repúblikana í bænum Dixville Notch í New Hampshire í nótt. Forvali flokksins í New Hampshire fer fram í dag. 23. janúar 2024 07:42 Ron DeSantis dregur framboð sitt til baka Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, er hættur við að bjóða sig fram til embættis Bandaríkjaforseta. Hann lýsir yfir stuðningi við Donald Trump sem fulltrúa Repúblikana í forsetakosningunum sem fram fara í nóvember 21. janúar 2024 20:22 Skaut fast á Trump, sem ruglaðist á henni og Pelosi Nikki Haley, forsetaframbjóðandi í Repúblikanaflokknum, velti í gær vöngum yfir því hvort Donald Trump gæti setið annað kjörtímabil sem forseti Bandaríkjanna, eftir að hann ruglaðist ítrekað á henni og Nancy Pelosi, fyrrverandi þingforseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, í ræðu sem hann hélt á föstudagskvöldið. 21. janúar 2024 08:00 Þrýst á hæstarétt vegna kjörgengis Trumps Maine varð í gær annað ríki Bandaríkjanna þar sem Donald Trump, fyrrverandi forseta, var meinað að vera á kjörseðlum í nóvember á næsta ári. Hæstiréttur Colorado hafði áður komist að sömu niðurstöðu þar og hafa lögsóknir, sem ætlað er að koma í veg fyrir kjörgengi Trumps, verið höfðaðar í á annan tug ríkja til viðbótar. 29. desember 2023 16:00 Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjá meira
Willis réði Nathan Wade til að halda utan um málaferlin þó hann hefði litla reynslu í dómsal. Einn verjenda þeirra sem ákærðir voru með Trump hélt því fram fyrr í mánuðinum að þau tvö hefðu átt í ástarsambandi og hefur hún verið boðuð í vitnaleiðslur vegna skilnaðar Wade og eiginkonu hans. Áðurnefndur verjandi hélt því fram að Willis hefði greitt Wade þegar hann var ráðinn og hann hafi svo í kjölfarið notað þá peninga til að borga fyrir ferðalög þeirra tveggja. Hann hefur ekki fært neinar sannanir fyrir ásökunum en kreditkortaupplýsingar sem fylgdu gögnum frá eiginkonu Wades í málaferlum þeirra vegna skilnaðar, sýna að hann greiddi fyrir flugmiða fyrir sig og Willis til Miami og San Francisco, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Nathan Wade, saksóknari sem ráðinn var af Willis til að halda utan um málaferlin gegn Donald Trump.AP/Elijah Nouvelage Willis hefur varið ráðninguna á Wade og sagt að hann sé hæfur til að halda utan um málið, en hún hefur ekki neitað fyrir viðhaldsásakanirnar. Þá hefur hún ekki gefið til kynna að hún ætli að stíga til hliðar. Sjá einnig: Trump og átján aðrir ákærðir fyrir samsæri New York Times segir að nokkurs konar innri endurskoðandi Fulton-sýslu, þar sem Trump hefur verið ákærður, hafi sent Willis bréf á föstudaginn og krafið hana gagna vegna rannsóknar á því hvort hún hafi persónulega hagnast á opinberu fé sem Wade hafi fengið í laun. Trump og aðrir hafa verið ákærðir af yfirvöldum í Georgíu fyrir að reyna að stnúa úrslitum forsetakosninganna þar árið 2020. Nokkrir þeirra voru ákærðir fyrir að reyna að stela kjörgögnum og eiga við kosningavélar en kjarni ákæranna snýr að því að reynt hafi verið að fá hóp til Repúblikana í Georgíu til að staðfesta ranglega að þeir væru réttkjörnir kjörmenn ríkisins og senda Bandaríkjaþingi skjöl þess efnis þrátt fyrir að kjörmennirnir ættu með réttu að tilheyra Joe Biden. Fjórir af hinum ákærðu hafa lýst yfir sekt sinni. Þar á meðal eru Sidney Powell og Jenna Ellis. Þó meint samband Willis og Wade breyti staðreyndum málsins gegn Trump og hinum ekki, gæti það komið niður á málaferlunum. Verjandinn sem varpaði fyrst fram ásökununum hefur farið fram á að Willis verði vísað frá málinu. Dómarinn, Scott McAfee, þarf nú að segja til um það en hann gæti mögulega vísað Willis og öllum starfsmönnum hennar frá málinu. Það myndi líklega tefja málaferlin um langan tíma. Málið gæti verið fært á hendur annars héraðssaksóknara og það gæti leitt til nokkurra ára tafar. Í samtali við AP segir fyrrverandi héraðssaksóknari annarrar sýslu í Georgíu að erfitt yrði að finna nýjan héraðssaksóknara til að taka við málinu. Fáir hafi getu til að halda utan um svo stór og umfangsmikil mál. Þá segir hann að ef Willis myndi segja sig frá þessum tilteknu málum, væri líklegt að allir hennar starfsmenn þyrftu einnig að gera það. Mynduðu ráð til að refsa héraðssaksóknurum Nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins á ríkisþingi Georgíu hafa lagt til að ákæra Willis fyrir embættisbrot og víkja henni úr starfi og hefur Donald Trump tekið undir það opinberlega. Til þess þyrfti þó fleiri þingmenn en Repúblikanar hafa í ríkisþinginu. Repúblikanar mynduðu í fyrra sérstakt ráð sem á að vakta héraðssaksóknara, refsa þeim og jafnvel víkja úr starfi. Ráðið hefur þó ekki hafið störf þar sem hæstiréttur Georgíu neitaði að samþykkja starfsreglur ráðsins. Nú vinna ríkisþingmennirnir að því að fella úr lögum þá kröfu að hæstiréttur þurfi að staðfesta starfsreglurnar.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Haley tryggði sér öll atkvæðin í Dixville Notch Bandaríski forsetaframbjóðandinn Nikki Haley tryggði sér öll atkvæði í forvali Repúblikana í bænum Dixville Notch í New Hampshire í nótt. Forvali flokksins í New Hampshire fer fram í dag. 23. janúar 2024 07:42 Ron DeSantis dregur framboð sitt til baka Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, er hættur við að bjóða sig fram til embættis Bandaríkjaforseta. Hann lýsir yfir stuðningi við Donald Trump sem fulltrúa Repúblikana í forsetakosningunum sem fram fara í nóvember 21. janúar 2024 20:22 Skaut fast á Trump, sem ruglaðist á henni og Pelosi Nikki Haley, forsetaframbjóðandi í Repúblikanaflokknum, velti í gær vöngum yfir því hvort Donald Trump gæti setið annað kjörtímabil sem forseti Bandaríkjanna, eftir að hann ruglaðist ítrekað á henni og Nancy Pelosi, fyrrverandi þingforseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, í ræðu sem hann hélt á föstudagskvöldið. 21. janúar 2024 08:00 Þrýst á hæstarétt vegna kjörgengis Trumps Maine varð í gær annað ríki Bandaríkjanna þar sem Donald Trump, fyrrverandi forseta, var meinað að vera á kjörseðlum í nóvember á næsta ári. Hæstiréttur Colorado hafði áður komist að sömu niðurstöðu þar og hafa lögsóknir, sem ætlað er að koma í veg fyrir kjörgengi Trumps, verið höfðaðar í á annan tug ríkja til viðbótar. 29. desember 2023 16:00 Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjá meira
Haley tryggði sér öll atkvæðin í Dixville Notch Bandaríski forsetaframbjóðandinn Nikki Haley tryggði sér öll atkvæði í forvali Repúblikana í bænum Dixville Notch í New Hampshire í nótt. Forvali flokksins í New Hampshire fer fram í dag. 23. janúar 2024 07:42
Ron DeSantis dregur framboð sitt til baka Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, er hættur við að bjóða sig fram til embættis Bandaríkjaforseta. Hann lýsir yfir stuðningi við Donald Trump sem fulltrúa Repúblikana í forsetakosningunum sem fram fara í nóvember 21. janúar 2024 20:22
Skaut fast á Trump, sem ruglaðist á henni og Pelosi Nikki Haley, forsetaframbjóðandi í Repúblikanaflokknum, velti í gær vöngum yfir því hvort Donald Trump gæti setið annað kjörtímabil sem forseti Bandaríkjanna, eftir að hann ruglaðist ítrekað á henni og Nancy Pelosi, fyrrverandi þingforseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, í ræðu sem hann hélt á föstudagskvöldið. 21. janúar 2024 08:00
Þrýst á hæstarétt vegna kjörgengis Trumps Maine varð í gær annað ríki Bandaríkjanna þar sem Donald Trump, fyrrverandi forseta, var meinað að vera á kjörseðlum í nóvember á næsta ári. Hæstiréttur Colorado hafði áður komist að sömu niðurstöðu þar og hafa lögsóknir, sem ætlað er að koma í veg fyrir kjörgengi Trumps, verið höfðaðar í á annan tug ríkja til viðbótar. 29. desember 2023 16:00