Meiðsli Salah alvarlegri en áður var talið Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. janúar 2024 17:46 Mohamed Salah verður líklega ekki meira með Egyptum á Afríkumótinu og hann gæti misst af allt að sex leikjum með Liverpool. MB Media/Getty Images Mohamed Salah, framherji Liverpool og egypska landsliðsins í knattspyrnu, missir að öllum líkindum af því sem eftir er af Afríkumótinu eftir að hafa orðið fyrir vöðvameiðslum í leik gegn Gana á dögunum. Salah þurfti að fara af velli í 2-2 jafntefli gegn Gana í riðlakeppni Afríkumótsins, en Egyptar vonuðust til þess að leikmaðurinn yrði klár í slaginn í undanúrslitum ef liðið kæmist svo langt. Nú er hins vegar orðið ljóst að Salah verður frá keppni í þrjár til fjórar vikur og getur hann því í allra besta falli náð úrslitaleik Afríkumótsins þann 11. febrúar ef liðsfélagar hans koma Egyptum alla leið. Salah flýgur til Englands á morgun til að ganga í gegnum endurhæfingu á æfingasvæði Liverpool og segir Pep Lijnders, aðstoðarþjálfari félagsins, að Egyptinn sé með „alvöru rifu í lærvöðva.“ „Við búumst við því að hann verði klár eftir þrjár til fjórar vikur ef allt gengur að óskum,“ sagði Lijnders. „Það mun allt ganga að óskum og þetta mun ganga vel af því að við höfum gert þetta áður,“ bætti Lijnders við. 🗣️ Liverpool assistant manager Pep Lijnders says Mo Salah has a "proper tear in his hamstring" and will be out for "three to four weeks if everything goes smooth." 🇪🇬 pic.twitter.com/qchC3G9ubT— Ben Jacobs (@JacobsBen) January 23, 2024 Fari hins vegar allt á versta veg og Salah verður frá í fjórar vikur mun hann ekki aðeins missa af restinni af Afríkumótinu með Egyptum, heldur mun hann einnig missa af næstu sex leikjum með Liverpool. Þar af mun hann missa af seinni undanúrslitaleik liðsins gegn Fulham í enska deildarbikarnum á morgun og leik gegn Norwich í FA-bikarnum um helgina. Þá gæti hann einnig misst af næstu fjórum deildarleikjum sem eru gegn Chelsea, Arsenal, Burnley og Arsenal. Enski boltinn Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tottenham - Aston Villa | Úrvalsdeildarslagur í bikarnum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Í beinni: Newcastle - Bournemouth | Gerir Howe sínu gamla félagi grikk Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar Sjá meira
Salah þurfti að fara af velli í 2-2 jafntefli gegn Gana í riðlakeppni Afríkumótsins, en Egyptar vonuðust til þess að leikmaðurinn yrði klár í slaginn í undanúrslitum ef liðið kæmist svo langt. Nú er hins vegar orðið ljóst að Salah verður frá keppni í þrjár til fjórar vikur og getur hann því í allra besta falli náð úrslitaleik Afríkumótsins þann 11. febrúar ef liðsfélagar hans koma Egyptum alla leið. Salah flýgur til Englands á morgun til að ganga í gegnum endurhæfingu á æfingasvæði Liverpool og segir Pep Lijnders, aðstoðarþjálfari félagsins, að Egyptinn sé með „alvöru rifu í lærvöðva.“ „Við búumst við því að hann verði klár eftir þrjár til fjórar vikur ef allt gengur að óskum,“ sagði Lijnders. „Það mun allt ganga að óskum og þetta mun ganga vel af því að við höfum gert þetta áður,“ bætti Lijnders við. 🗣️ Liverpool assistant manager Pep Lijnders says Mo Salah has a "proper tear in his hamstring" and will be out for "three to four weeks if everything goes smooth." 🇪🇬 pic.twitter.com/qchC3G9ubT— Ben Jacobs (@JacobsBen) January 23, 2024 Fari hins vegar allt á versta veg og Salah verður frá í fjórar vikur mun hann ekki aðeins missa af restinni af Afríkumótinu með Egyptum, heldur mun hann einnig missa af næstu sex leikjum með Liverpool. Þar af mun hann missa af seinni undanúrslitaleik liðsins gegn Fulham í enska deildarbikarnum á morgun og leik gegn Norwich í FA-bikarnum um helgina. Þá gæti hann einnig misst af næstu fjórum deildarleikjum sem eru gegn Chelsea, Arsenal, Burnley og Arsenal.
Enski boltinn Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tottenham - Aston Villa | Úrvalsdeildarslagur í bikarnum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Í beinni: Newcastle - Bournemouth | Gerir Howe sínu gamla félagi grikk Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar Sjá meira