Fékk formann flokksins í hundrað ára afmælisgjöf Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 24. janúar 2024 13:37 Bjarni og Áslaug á tímamótadegi en Áslaug fæddist þann 24. janúar árið 1924. Bjarni Ben Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins tók sér hlé frá önnum við að sinna utanríkismálunum og heimsótti hundrað ára afmælisbarn á hjúkrunarheimili í dag. Áslaug Sigurðardóttir Sigurz, íbúi á Grund við Hringbrautina í Vesturbæ Reykjavíkur, er 100 ára í dag. Hún fékk heimsókn úr efstu hillu Sjálfstæðismanna. „Ég skrapp í stutta heimsókn að Grund í Vesturbænum til að óska henni til hamingju og færði henni konfekt og kaffikönnu,“ segir Bjarni í færslu á Facebook. „Eftir stutta stund sagðist hún aðeins einu sinni hafa rætt við mig áður. Það var á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Ég mundi í fyrstu ekki glögglega eftir því samtali enda mun það hafa verið árið 2010. En eftir að hún sagði mér hvað hún sagði við mig á fundinum mundi ég það eins og gerst hefði í gær og ávallt verið þakklátur fyrir þau hlýju orð.“ Bjarni náði endurkjöri sem formaður flokksins árið 2010 eftir baráttu við Pétur heitinn Blöndal. „Áslaug hefur alla ævi haft mikinn áhuga á sögu. Þótt minnið væri aðeins farið að gefa sig sagði hún það hafa verið mjög sterkt í gegnum tíðina. „Manstu hvenær Jón Arason var hálshöggvinn, Bjarni?“ Meðan ég hugsaði mig um sagði hún: „7. nóvember 1550“. Svo kom næsta spurning: ,,Manstu hvenær Tyrkjaránið var, Bjarni? Það var 1627.“,“ segir Bjarni og óskar Áslaugu og fjölskyldu til hamingju með daginn. „Megi hún lengi lifa enn.“ Fylgjendur Bjarna á Facebook hrósa honum margir hverjir í hástert fyrir að gleyma ekki gamla fólkinu. Bjarni hefur staðið í ströngu undanfarna daga í umræðu um hælisleitendur þar sem hann hefur varað við þeim fjölda sem sækja um hæli hér á landi. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hafi þó frumvörp í vinnslu sem eigi að bæta úr hvað það varði. Sjálfstæðisflokkurinn Tímamót Eldri borgarar Hjúkrunarheimili Reykjavík Mest lesið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Sjá meira
Áslaug Sigurðardóttir Sigurz, íbúi á Grund við Hringbrautina í Vesturbæ Reykjavíkur, er 100 ára í dag. Hún fékk heimsókn úr efstu hillu Sjálfstæðismanna. „Ég skrapp í stutta heimsókn að Grund í Vesturbænum til að óska henni til hamingju og færði henni konfekt og kaffikönnu,“ segir Bjarni í færslu á Facebook. „Eftir stutta stund sagðist hún aðeins einu sinni hafa rætt við mig áður. Það var á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Ég mundi í fyrstu ekki glögglega eftir því samtali enda mun það hafa verið árið 2010. En eftir að hún sagði mér hvað hún sagði við mig á fundinum mundi ég það eins og gerst hefði í gær og ávallt verið þakklátur fyrir þau hlýju orð.“ Bjarni náði endurkjöri sem formaður flokksins árið 2010 eftir baráttu við Pétur heitinn Blöndal. „Áslaug hefur alla ævi haft mikinn áhuga á sögu. Þótt minnið væri aðeins farið að gefa sig sagði hún það hafa verið mjög sterkt í gegnum tíðina. „Manstu hvenær Jón Arason var hálshöggvinn, Bjarni?“ Meðan ég hugsaði mig um sagði hún: „7. nóvember 1550“. Svo kom næsta spurning: ,,Manstu hvenær Tyrkjaránið var, Bjarni? Það var 1627.“,“ segir Bjarni og óskar Áslaugu og fjölskyldu til hamingju með daginn. „Megi hún lengi lifa enn.“ Fylgjendur Bjarna á Facebook hrósa honum margir hverjir í hástert fyrir að gleyma ekki gamla fólkinu. Bjarni hefur staðið í ströngu undanfarna daga í umræðu um hælisleitendur þar sem hann hefur varað við þeim fjölda sem sækja um hæli hér á landi. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hafi þó frumvörp í vinnslu sem eigi að bæta úr hvað það varði.
Sjálfstæðisflokkurinn Tímamót Eldri borgarar Hjúkrunarheimili Reykjavík Mest lesið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Sjá meira