Morðin á Rósu Luxemburg og Karli Liebknecht 1919 Erlingur Hansson skrifar 24. janúar 2024 14:30 15. janúar 2024 eru 105 ár liðin frá því Rósa Luxemburg og Karl Liebknecht voru myrt án dóms og laga í Berlín. Heimsstyrjöldin sem hófst fyrir 110 árum átti sér aðdraganda. Á áratugunum fyrir 1914 höfðu starfað víða í Evrópu og öðrum heimsálfum jafnaðarmannaflokkar. Þeir byggðu fylgi sinn á sífellt vaxandi verkamannastétt. Í öllum styrjöldum fyrir 1914 höfðu stjórnvöld sótt mannafla í hernaði með því að kveða unga karla í herinn. Þeir voru notaðir á 19. og á 20. öld sem fallbyssufóður og att út á vígvöllinn. Stefna allra sósíaldemókrata frá stofnun 2. alþjóðasambandsins árið 1889 var að beita sér gegn hernaðarhyggju stjórnvalda og beita sér gegn þeirri stefnu valdhafa að senda unga karla sem fótgönguliða í stríð en allir vissu að án óbreyttra hermanna virkaði ekki stríðsvél valdhafanna í Berlín, París, Pétursborg, Vín eða í London. Jafnaðarmannaflokkar höfðu hvergi náð völdum en margítrekuð stefna þeirra var að þeir ætluðu ekki að samþykkja að verkafólk ætti að taka þátt í stríðsbrölti valdhafa í hverju landi fyrir sig. Langöflugasti flokkur jafnaðarmanna var í Þýskalandi í byrjun 20. aldar. Sá flokkur var langstærstur þeirra flokka sem áttu sæti í þýska löggjafarsamkundunni. Þessi flokkur gaf út tugi dagblaða og naut stuðnings launafólks víða í Þýskalandi. Aðrir sósíaldemókratar víðs vegar í veröldinni litu til þýska flokksins sem var þeirra fyrirmynd. Í kosningum árið 1912 fékk þýski jafnaðarmannaflokkurinn 35% atkvæða. Þingið í Berlín var hins vegar valdalítið. Keisarinn og ráðgjafar hans hundsuðu flokkinn en fóru sínu fram Keisarinn valdi sér ríkisstjórn en þurfti ekki að taka við fyrirmælum frá löggjafarþinginu. Þingræði var ekki í Þýskalandi árið 1914. En þingið hafði fjárveitingavald. 4. ágúst 1914 var fjárveiting til stríðsrekstursins samþykkt í þýska þinginu. Allir þingmenn jafnaðarmanna samþykktu fjárveitinguna. Þessi nýja stefna jafnaðarmanna í ágúst 1914 kom ýmsum á óvart. Hún braut algerlega gegn margítrekuðum samþykktum jafnaðarmanna á ýmsum flokksþingum og á þingum Annars alþjóðsambandsins. Keisarinn og áhangendur hans lofuðu sumarið 1914 þýsku þjóðinni skjótum sigri en svo fór ekki. Sósíaldemókrataflokkurinn klofnaði. Í desember 1914 var enn á ný borin undir þýska þingið beiðni um fjárveitingu til stríðsrekstarins. Þá greiddi Karl Liebknecht atkvæði gegn tillögunni. Rósa Luxemburg hafði verið dæmd sek fyrir að halda ræðu á opinberum vettvangi gegn stríðsundirbúningi valdstjórnarinnar. Í febrúar 1915 var hún fangelsuð. Hún sat eftir það mestöll stríðsárin í fangelsi. Karl Liebknecht losnaði úr fangelsi 23. október 1918 en Rósa Luxemburg 9. nóvember 1918. Þau höfðu bæði verið virkir félagar í jafnaðarmannaflokknum árum saman fyrir árið 1914. Stríðinu lauk 11. nóvember 1918 þegar ritað undir vopnahléssamninga. Keisarinn flúði land en Þýskalandi var eftir það stjórnað af sósíaldemókrataforingjunum Noske, Scheidemann og Ebert. Gustav Noske fór með stjórn hersins. Hann skipaði Waldimar Pabst að fara með herdeild sína til Berlínar. Sú herdeild bældi niður uppreisn byltingarmanna í Berlín árslok 1918. Noske og Pabst töluðu saman í síma og voru allar aðgerðir herdeildarinnar framkvæmdar í samráði við Noske. Karl Liebknecht og Rósa Luxemburg voru tekin af lífi án dóms og laga þann 15. janúar 1919 að boði Noske með fullu samþykki hinna krataforingjanna. Þröstur Ólafsson gaf út bók á liðnu ári sem hann nefnir Horfinn heimur-minningaglefsur. Á blaðsíðu 31 í þeirri bók lýsir hann því ófriðarástandi sem upp kom eftir að þýska stórveldið tapaði styrjöldinni í árslok 1918. Hann segir:“Ófriðarseggir óðu uppi og götuvígi voru reist um alla borg.“ Hann velur þó helsta ófriðarseggjum álfunnar ekki þetta orð. Fyrri heimsstyrjöldin var mannskæður ófriður. Þeir valdamenn sem hófu þann ófrið árið 1914 eru réttnefndir ófriðarseggir. Ber þá fyrst og fremst að nefna þrjá keisara sem hófu ófrið sumarið 1914 en þeir stjórnuðu í Pétursborg, Vínarborg og Berlín. Þröstur velur þeim virðulegri heiti en í umfjöllun sinni segir hann alþýðu manna sem gerði uppreisn í árslok 1918 ófriðarseggi. Það lýsir afstöðu Þrastar til þessa fólks. Keisarar sem árið 1914 hófu styrjöld sem kostaði að lokum milljónir mannslífa voru þeir sem rétt væri að nefna ófriðarseggi. Sjóliðar, verkafólk og öll alþýða í Þýskalandi sem blekkt var af stjórnvöldum sumarið 1914 til að styðja stríðsrekstur keisarans var í réttmætri uppreisn gegn kúgurum sínum í árslok 1918 og í ársbyrjun 1919. Þetta fólk var alls ekki ófriðarseggir. Pabst sem stjórnaði herdeild þeirri er myrti Luxemburg og Liebknecht slapp vel frá þessum tímum. Hann lifði fram til ársins 1970. Hann starfaði sem herforingi alla stjórnartíð Hitlers. Hann var auðugur vopnasali er hann lést árið 1970. Ebert, Scheidemann og Noske höfðu setið lengi í forystu þingflokks þýskra jafnaðarmanna. Þeir og flokkbræður þeirra báru pólitíska ábyrgð á morðunum á Rósu Luxemburg og Karli Liebknecht þó Pabst og undirmenn hans hafi séð um illvirkin. Höfundur er áhugamaður um sögu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fyrri heimsstyrjöldin Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
15. janúar 2024 eru 105 ár liðin frá því Rósa Luxemburg og Karl Liebknecht voru myrt án dóms og laga í Berlín. Heimsstyrjöldin sem hófst fyrir 110 árum átti sér aðdraganda. Á áratugunum fyrir 1914 höfðu starfað víða í Evrópu og öðrum heimsálfum jafnaðarmannaflokkar. Þeir byggðu fylgi sinn á sífellt vaxandi verkamannastétt. Í öllum styrjöldum fyrir 1914 höfðu stjórnvöld sótt mannafla í hernaði með því að kveða unga karla í herinn. Þeir voru notaðir á 19. og á 20. öld sem fallbyssufóður og att út á vígvöllinn. Stefna allra sósíaldemókrata frá stofnun 2. alþjóðasambandsins árið 1889 var að beita sér gegn hernaðarhyggju stjórnvalda og beita sér gegn þeirri stefnu valdhafa að senda unga karla sem fótgönguliða í stríð en allir vissu að án óbreyttra hermanna virkaði ekki stríðsvél valdhafanna í Berlín, París, Pétursborg, Vín eða í London. Jafnaðarmannaflokkar höfðu hvergi náð völdum en margítrekuð stefna þeirra var að þeir ætluðu ekki að samþykkja að verkafólk ætti að taka þátt í stríðsbrölti valdhafa í hverju landi fyrir sig. Langöflugasti flokkur jafnaðarmanna var í Þýskalandi í byrjun 20. aldar. Sá flokkur var langstærstur þeirra flokka sem áttu sæti í þýska löggjafarsamkundunni. Þessi flokkur gaf út tugi dagblaða og naut stuðnings launafólks víða í Þýskalandi. Aðrir sósíaldemókratar víðs vegar í veröldinni litu til þýska flokksins sem var þeirra fyrirmynd. Í kosningum árið 1912 fékk þýski jafnaðarmannaflokkurinn 35% atkvæða. Þingið í Berlín var hins vegar valdalítið. Keisarinn og ráðgjafar hans hundsuðu flokkinn en fóru sínu fram Keisarinn valdi sér ríkisstjórn en þurfti ekki að taka við fyrirmælum frá löggjafarþinginu. Þingræði var ekki í Þýskalandi árið 1914. En þingið hafði fjárveitingavald. 4. ágúst 1914 var fjárveiting til stríðsrekstursins samþykkt í þýska þinginu. Allir þingmenn jafnaðarmanna samþykktu fjárveitinguna. Þessi nýja stefna jafnaðarmanna í ágúst 1914 kom ýmsum á óvart. Hún braut algerlega gegn margítrekuðum samþykktum jafnaðarmanna á ýmsum flokksþingum og á þingum Annars alþjóðsambandsins. Keisarinn og áhangendur hans lofuðu sumarið 1914 þýsku þjóðinni skjótum sigri en svo fór ekki. Sósíaldemókrataflokkurinn klofnaði. Í desember 1914 var enn á ný borin undir þýska þingið beiðni um fjárveitingu til stríðsrekstarins. Þá greiddi Karl Liebknecht atkvæði gegn tillögunni. Rósa Luxemburg hafði verið dæmd sek fyrir að halda ræðu á opinberum vettvangi gegn stríðsundirbúningi valdstjórnarinnar. Í febrúar 1915 var hún fangelsuð. Hún sat eftir það mestöll stríðsárin í fangelsi. Karl Liebknecht losnaði úr fangelsi 23. október 1918 en Rósa Luxemburg 9. nóvember 1918. Þau höfðu bæði verið virkir félagar í jafnaðarmannaflokknum árum saman fyrir árið 1914. Stríðinu lauk 11. nóvember 1918 þegar ritað undir vopnahléssamninga. Keisarinn flúði land en Þýskalandi var eftir það stjórnað af sósíaldemókrataforingjunum Noske, Scheidemann og Ebert. Gustav Noske fór með stjórn hersins. Hann skipaði Waldimar Pabst að fara með herdeild sína til Berlínar. Sú herdeild bældi niður uppreisn byltingarmanna í Berlín árslok 1918. Noske og Pabst töluðu saman í síma og voru allar aðgerðir herdeildarinnar framkvæmdar í samráði við Noske. Karl Liebknecht og Rósa Luxemburg voru tekin af lífi án dóms og laga þann 15. janúar 1919 að boði Noske með fullu samþykki hinna krataforingjanna. Þröstur Ólafsson gaf út bók á liðnu ári sem hann nefnir Horfinn heimur-minningaglefsur. Á blaðsíðu 31 í þeirri bók lýsir hann því ófriðarástandi sem upp kom eftir að þýska stórveldið tapaði styrjöldinni í árslok 1918. Hann segir:“Ófriðarseggir óðu uppi og götuvígi voru reist um alla borg.“ Hann velur þó helsta ófriðarseggjum álfunnar ekki þetta orð. Fyrri heimsstyrjöldin var mannskæður ófriður. Þeir valdamenn sem hófu þann ófrið árið 1914 eru réttnefndir ófriðarseggir. Ber þá fyrst og fremst að nefna þrjá keisara sem hófu ófrið sumarið 1914 en þeir stjórnuðu í Pétursborg, Vínarborg og Berlín. Þröstur velur þeim virðulegri heiti en í umfjöllun sinni segir hann alþýðu manna sem gerði uppreisn í árslok 1918 ófriðarseggi. Það lýsir afstöðu Þrastar til þessa fólks. Keisarar sem árið 1914 hófu styrjöld sem kostaði að lokum milljónir mannslífa voru þeir sem rétt væri að nefna ófriðarseggi. Sjóliðar, verkafólk og öll alþýða í Þýskalandi sem blekkt var af stjórnvöldum sumarið 1914 til að styðja stríðsrekstur keisarans var í réttmætri uppreisn gegn kúgurum sínum í árslok 1918 og í ársbyrjun 1919. Þetta fólk var alls ekki ófriðarseggir. Pabst sem stjórnaði herdeild þeirri er myrti Luxemburg og Liebknecht slapp vel frá þessum tímum. Hann lifði fram til ársins 1970. Hann starfaði sem herforingi alla stjórnartíð Hitlers. Hann var auðugur vopnasali er hann lést árið 1970. Ebert, Scheidemann og Noske höfðu setið lengi í forystu þingflokks þýskra jafnaðarmanna. Þeir og flokkbræður þeirra báru pólitíska ábyrgð á morðunum á Rósu Luxemburg og Karli Liebknecht þó Pabst og undirmenn hans hafi séð um illvirkin. Höfundur er áhugamaður um sögu.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun