Dagur ásamt eiginkonu sinni Örnu Dögg Einarsdóttur og börnunum Ragnheiði Huldu, Móeiði, Steinari Gauta og Eggerti.Róbert Reynisson
Dagur B. Eggertsson hélt kveðjupartý í Borgarleikhúsinu síðastliðinn laugardag með glæsibrag. Fjöldi fólks mætti og fagnaði tímamótunum í lífi Dags.
Dagur hætti sem borgarstjóri í síðustu viku eftir tíu ár og tók við sem formaður borgarráðs. Hann er enn borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og segir lítur á tímamótin sem tækifæri.
„Við erum að borga þetta saman, fjölskyldan,“ sagði Dagur og átti þá við sig og eiginkonu sína, Örnu Dögg Einarsdóttur.
„Ég veit ekki hvort þetta kosti álíka og brúðkaup en við Arna höfum sparað dálítið með því að gifta okkur bara einu sinni. Við ræddum þetta vel, en maður hættir bara einu sinni í svona stöðu. Mér leið eins og þetta væri það sem væri rétt að gera og ég vona að fólk finni þann hug sem að baki býr,“ sagði hann.
Meðal gesta voru leikkonan Ilmur Kristjánsdóttir, Brynhildur Guðjónsdóttir Borgarleikhússtjóri, Guðmundur Steingrímsson, Margrét Erla Maack skemmtikraftur, Logi Einarsson og Kristrún Frostadóttir úr þingflokki Samfylkingarinar auk Píratanna Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur og Dóru Bjartar Guðjónsdóttur, svo fáeinir séu nefndir.
Róbert ReynissonRóbert ReynissonRóbert ReynissonJóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar var mættur.Róbert ReynissonArna Dögg í góðra kvenna hópi.Róbert ReynissonRóbert ReynissonHildur Lilliendahl var á meðal gesta en hún starfar fyrir Reykjavíkurborg.Róbert ReynissonEva Bergþóra Guðbergsdóttir upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar.Róbert ReynissonSamfylkingafólk í banastuði.Róbert ReynissonRóbert ReynissonÞórey Vilhjálmsdóttir mætti ásamt manni sínum Magnúsi Orra Schram.Róbert ReynissonJóhannes Tryggvason hefur barist fyrir lægri umferðahraða á Hringbraut í vesturbænum. Hann skálaði fyrir Degi ásamt konu sinni Ólöfu Helgu Jakobsdóttur.Róbert ReynissonIlmur Kristjáns og Brynhildur Guðjóns voru í góðum gír.Róbert ReynissonRóbert ReynissonRóbert ReynissonRóbert ReynissonRóbert ReynissonGuðmundur Steingrímsson harmónikkuleikari með meiru og fyrrverandi þingmaður.Róbert ReynissonRóbert ReynissonRóbert ReynissonEðli máls samkvæmt voru fjölmargir félagar Dags úr Samfylkingunni á meðal gesta.Róbert ReynissonRóbert ReynissonVinkonur, við erum vinkonur fjórar.Róbert ReynissonRóbert ReynissonHeiða Björg Hilmisdóttir borgarfulltrúi Samfylkingarinnar var í góðum gír.Róbert ReynissonRóbert ReynissonDagbjört Hákonardóttir þingmaður Samfylkingarinnar tók börnin með í veisluna.Róbert ReynissonRóbert ReynissonRóbert ReynissonRóbert ReynissonRóbert ReynissonSigríður Thorlacius og Sigurður Guðmundsson tóku lagið.Róbert ReynissonRóbert ReynissonRóbert ReynissonRóbert ReynissonRóbert ReynissonRóbert ReynissonRóbert ReynissonRóbert ReynissonKristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar ásamt félögum úr þingflokknum.Róbert ReynissonRóbert ReynissonRóbert ReynissonRóbert ReynissonRóbert ReynissonRóbert ReynissonRóbert ReynissonRóbert ReynissonRóbert ReynissonRóbert ReynissonRóbert ReynissonRóbert ReynissonRóbert ReynissonBjarni Þór Sigurðsson mætti að sjálfsögðu í partýið.Róbert ReynissonRóbert ReynissonMagnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands var meðal gesta.Róbert ReynissonIngigerður Guðmundsdóttir heiðraði Dag með nærveru sinni.Róbert Reynisson
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar þakkaði Degi fyrir störf sín í einlægri færlsu á samfélagsmiðlum.
Dagur B. Eggertsson heldur kveðjupartý í Borgarleikhúsinu á laugardag. Mörg hundruð manns eru búin að svara boðinu á Facebook. Dagur greiðir sjálfur fyrir veisluna og fær engan afslátt af leigu á leikhúsinu.