Vill sjá minnisvarða um MeToo rísa í Reykjavík Atli Ísleifsson skrifar 24. janúar 2024 14:57 Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, reynsluheimur kvenna hafi lengi verið ósýnilegur og enn séu öfl allt í kringum okkur sem vilji halda því þannig. Vísir/Vilhelm Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, vill sjá minnisvarða um MeToo rísa í Reykjavík. Tillaga Lífar um að farið verði í samkeppni um slíkan minnisvarða fyrir þolendur kynferðislegs ofbeldis, áreitni og nauðgana, hefur verið vísað til meðferðar í mannréttinda- og ofbeldisvarnarráði borgarinnar. Tillagan var lögð fyrir í borgarstjórn í gær, en í rökstuðningi Lífar segir að víða um heim séu hundruð þúsunda minnisvarða sem tileinkuð eru körlum sem hafi lagt eitthvað til mannkynssögunnar. Sjaldan sé konu eða konum og veruleika þeirra lyft upp í almannarýminu. Sífellt þaggað niður Í bókun Lífar um málið segir að með því að ávarpa kynferðislegt ofbeldi í opinberum rýmum væri verið að krefjast þess af þeim sem eigi leið hjá og virða fyrir sér verk eða minnisvarða að velta fyrir sér því kerfislega kynferðisofbeldi sem eigi sér stað í samfélaginu okkar. „Þannig getur hafist gagnrýnið samtal um þá normalíseringu sem fyrirfinnst á kynferðislegu ofbeldi, nauðgunum og áreitni í samtímanum. Í gegnum söguna hefur þetta sífellt verið þaggað niður og enn finnum við fyrir þögguninni í dag. Allt í kringum okkur, bæði hér heima og erlendis, eru styttur af merkilegum körlum. Hundruð þúsunda minnisvarða víða um heim eru tileinkuð körlum sem hafa lagt eitthvað til mannkynssögunnar. Sjaldan er konu eða konum og veruleika þeirra lyft upp í almannarýminu. Reynsluheimur kvenna hefur lengi verið ósýnilegur og enn eru öfl allt í kringum okkur sem vilja halda því þannig. Með því að búa til minnisvarða, listaverk eða minnisrými tileinkað þolendum kynferðislegs ofbeldis sendir Reykjavík skýr skilaboð: Reykjavíkurborg líður ekki kynferðislegt ofbeldi og áreitni og stendur með öllum þeim sem hafa þurft að þola það,“ segir í bókun borgarfulltrúans. Vísað til ráðs Borgarfulltrúar meirihlutaflokkanna segja í sinni bókun að kynbundið ofbeldi og áreitni sé samfélagsmein sem mikilvægt sé að vinna gegn með markvissum hætti. „Meirihluti borgarstjórnar tekur það verkefni alvarlega og mun gera áfram. Sú hugmynd að reisa minnisvarða til að minnast samstöðu kvenna gegn ofbeldi er góðra gjalda verð og því er samþykkt að senda hana til afgreiðslu í mannréttinda- ofbeldisvarnarráði þar sem kallað verður eftir umsögnum og samráði við hagsmunaaðila,“ segir í bókun borgarfulltrúa meirihlutans. Líf segir á móti að sterkast hefði verið að samþykkja tillögu Vinstri grænna í borgarstjórn frekar en að vísa henni til fagráðs „þar sem afdrif hennar verða óljós.“ Reykjavík Borgarstjórn Vinstri græn MeToo Kynferðisofbeldi Styttur og útilistaverk Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Tillagan var lögð fyrir í borgarstjórn í gær, en í rökstuðningi Lífar segir að víða um heim séu hundruð þúsunda minnisvarða sem tileinkuð eru körlum sem hafi lagt eitthvað til mannkynssögunnar. Sjaldan sé konu eða konum og veruleika þeirra lyft upp í almannarýminu. Sífellt þaggað niður Í bókun Lífar um málið segir að með því að ávarpa kynferðislegt ofbeldi í opinberum rýmum væri verið að krefjast þess af þeim sem eigi leið hjá og virða fyrir sér verk eða minnisvarða að velta fyrir sér því kerfislega kynferðisofbeldi sem eigi sér stað í samfélaginu okkar. „Þannig getur hafist gagnrýnið samtal um þá normalíseringu sem fyrirfinnst á kynferðislegu ofbeldi, nauðgunum og áreitni í samtímanum. Í gegnum söguna hefur þetta sífellt verið þaggað niður og enn finnum við fyrir þögguninni í dag. Allt í kringum okkur, bæði hér heima og erlendis, eru styttur af merkilegum körlum. Hundruð þúsunda minnisvarða víða um heim eru tileinkuð körlum sem hafa lagt eitthvað til mannkynssögunnar. Sjaldan er konu eða konum og veruleika þeirra lyft upp í almannarýminu. Reynsluheimur kvenna hefur lengi verið ósýnilegur og enn eru öfl allt í kringum okkur sem vilja halda því þannig. Með því að búa til minnisvarða, listaverk eða minnisrými tileinkað þolendum kynferðislegs ofbeldis sendir Reykjavík skýr skilaboð: Reykjavíkurborg líður ekki kynferðislegt ofbeldi og áreitni og stendur með öllum þeim sem hafa þurft að þola það,“ segir í bókun borgarfulltrúans. Vísað til ráðs Borgarfulltrúar meirihlutaflokkanna segja í sinni bókun að kynbundið ofbeldi og áreitni sé samfélagsmein sem mikilvægt sé að vinna gegn með markvissum hætti. „Meirihluti borgarstjórnar tekur það verkefni alvarlega og mun gera áfram. Sú hugmynd að reisa minnisvarða til að minnast samstöðu kvenna gegn ofbeldi er góðra gjalda verð og því er samþykkt að senda hana til afgreiðslu í mannréttinda- ofbeldisvarnarráði þar sem kallað verður eftir umsögnum og samráði við hagsmunaaðila,“ segir í bókun borgarfulltrúa meirihlutans. Líf segir á móti að sterkast hefði verið að samþykkja tillögu Vinstri grænna í borgarstjórn frekar en að vísa henni til fagráðs „þar sem afdrif hennar verða óljós.“
Reykjavík Borgarstjórn Vinstri græn MeToo Kynferðisofbeldi Styttur og útilistaverk Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira