Varanlega hreyfihömluð en fær ekki bíl vegna skorts á vottorði Árni Sæberg skrifar 24. janúar 2024 18:55 Margrét Lilja hefur notað hjólastól frá árinu 2017. Hún segir svo virðast sem Tryggingastofnun hafi áhyggjur af því að hún standi skyndilega upp úr stólnum. Margrét Lilja Arnheiðardóttir, formaður Sjálfsbjargar, landssambands hreyfihamlaðra, segir farir sínar ekki sléttar eftir samskipti við Tryggingastofnun ríkisins. Hún hefur í tuttugu mánuði undirbúið bílakaup en þarf að byrja upp á nýtt þar sem áður samþykktur styrkur hefur verið felldur úr gildi. Ástæðan er sú að hreyfihömlunarvottorð hennar rann út um áramót. Margrét Lilja er varanlega hreyfihömluð. „Þetta er bara ömurlegt, allt lífið er sett á bið á meðan maður veit ekki hvað þeir ákveða. Þetta virðist vera ákveðið eftir hentisemi. Ég fékk styrkinn og hann á að vera í gildi til 31. maí í ár en allt í einu er hann ekki í gildi,“ segir Margrét Lilja í samtali við Vísi. Færsla hennar á Facebook, þar sem hún fer yfir málið hefur vakið mikil og hörð viðbrögð. Sér nú fram á að eignast bíl eftir tvö ár Margrét Lilja segir ótrúlega marga koma að borðinu þegar keyptur er sérútbúinn bíll fyrir „mikið hreyfihamlaða“, eins og Tryggingastofnun orði það. Þar nefnir hún iðjuþjálfa, fyrirtæki sem sér um hjálpartæki, Sjúkratryggingar, bílaumboð og bifvélavirkja. „Þetta er ótrúlega stórt batterí og núna þarf ég að byrja upp á nýtt og miðað við það hvað það tók þá langan tíma allt ferlið, þá er maður að sjá fram á að geta keypt bíl og átt eðlilegt líf árið 2026.“ Fyrir neðan allar hellur Margrét Lilja segir það fyrir neðan allar hellur að ferlið standi og falli með því að hún sé með hreyfihömlunarvottorð í gildi. Tryggingastofnun hafi aðgang að öllum gögnum sem sýni fram á að ekkert hafi breyst hjá henni, en hún hefur verið varanlega hreyfihömluð frá árinu 2017. Margrét Lilja er formaður Sjálfsbjargar, landssambands hreyfihamlaðra. „Samt sem áður þarf maður að fara út um allan bæ að sækja vottorð hingað og þangað til þess að sanna að ég er í alvörunni fötluð. Ég er 150 prósent viss um að ef maður þyrfti ekki að eiga við Tryggingastofnun, þá myndi maður forðast það. Þeir halda einhvern veginn lífi manns í heljargreipum. Lífsgæði mín og sjálfstæði stoppa á Tryggingastofnun.“ Tvö til þrjú erindi á viku Margrét Lilja segir einsýnt að allt ferlið hvað varðar bílakaup fyrir fólk með hreyfihömlun þurfi að vera miklu skýrara. Það sé hvergi hægt að nálgast upplýsingar um hvernig ferlið er, hverja þarf að hafa samband við, hverju maður á rétt á. „Miðað við að stjórnsýslan hjá þeim er það góð, að þeir eru að svara fyrirspurn átta mánuðum eftir að hún er send inn, sýnir að það verður að taka til í þessu hjá þeim. Af því að ég alveg hundrað prósent viss um að ég er ekki sú eina sem lendir í þessu.“ Sem áður segir er Margrét Lilja formaður Sjálfsbjargar. Hún segir samtökunum berast tvö til þrjú erindi á viku frá hreyfihömluðu fólki vegna bílakaupa. „Maður þarf að vera með verkefnastjórnunargráðu til þess að ná að halda utan um þetta allt saman. Fólk er mjög týnt í kerfinu og það eru mjög margir, ef þeir eru ekki með sterkt stuðningsnet í kringum sig, sem gefast hreinlega upp á þessu.“ Málefni fatlaðs fólks Tryggingar Bílar Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
„Þetta er bara ömurlegt, allt lífið er sett á bið á meðan maður veit ekki hvað þeir ákveða. Þetta virðist vera ákveðið eftir hentisemi. Ég fékk styrkinn og hann á að vera í gildi til 31. maí í ár en allt í einu er hann ekki í gildi,“ segir Margrét Lilja í samtali við Vísi. Færsla hennar á Facebook, þar sem hún fer yfir málið hefur vakið mikil og hörð viðbrögð. Sér nú fram á að eignast bíl eftir tvö ár Margrét Lilja segir ótrúlega marga koma að borðinu þegar keyptur er sérútbúinn bíll fyrir „mikið hreyfihamlaða“, eins og Tryggingastofnun orði það. Þar nefnir hún iðjuþjálfa, fyrirtæki sem sér um hjálpartæki, Sjúkratryggingar, bílaumboð og bifvélavirkja. „Þetta er ótrúlega stórt batterí og núna þarf ég að byrja upp á nýtt og miðað við það hvað það tók þá langan tíma allt ferlið, þá er maður að sjá fram á að geta keypt bíl og átt eðlilegt líf árið 2026.“ Fyrir neðan allar hellur Margrét Lilja segir það fyrir neðan allar hellur að ferlið standi og falli með því að hún sé með hreyfihömlunarvottorð í gildi. Tryggingastofnun hafi aðgang að öllum gögnum sem sýni fram á að ekkert hafi breyst hjá henni, en hún hefur verið varanlega hreyfihömluð frá árinu 2017. Margrét Lilja er formaður Sjálfsbjargar, landssambands hreyfihamlaðra. „Samt sem áður þarf maður að fara út um allan bæ að sækja vottorð hingað og þangað til þess að sanna að ég er í alvörunni fötluð. Ég er 150 prósent viss um að ef maður þyrfti ekki að eiga við Tryggingastofnun, þá myndi maður forðast það. Þeir halda einhvern veginn lífi manns í heljargreipum. Lífsgæði mín og sjálfstæði stoppa á Tryggingastofnun.“ Tvö til þrjú erindi á viku Margrét Lilja segir einsýnt að allt ferlið hvað varðar bílakaup fyrir fólk með hreyfihömlun þurfi að vera miklu skýrara. Það sé hvergi hægt að nálgast upplýsingar um hvernig ferlið er, hverja þarf að hafa samband við, hverju maður á rétt á. „Miðað við að stjórnsýslan hjá þeim er það góð, að þeir eru að svara fyrirspurn átta mánuðum eftir að hún er send inn, sýnir að það verður að taka til í þessu hjá þeim. Af því að ég alveg hundrað prósent viss um að ég er ekki sú eina sem lendir í þessu.“ Sem áður segir er Margrét Lilja formaður Sjálfsbjargar. Hún segir samtökunum berast tvö til þrjú erindi á viku frá hreyfihömluðu fólki vegna bílakaupa. „Maður þarf að vera með verkefnastjórnunargráðu til þess að ná að halda utan um þetta allt saman. Fólk er mjög týnt í kerfinu og það eru mjög margir, ef þeir eru ekki með sterkt stuðningsnet í kringum sig, sem gefast hreinlega upp á þessu.“
Málefni fatlaðs fólks Tryggingar Bílar Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira