„Björt framtíð hjá Barcelona með eða án mín“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. janúar 2024 13:00 Xavi Hernandez sést hér áhyggjufullur á hliðarlínunni í tapi Barcelona í gær. Getty/Ion Alcoba Beitia Pressan jókst enn frekar á Xavi Hernández, þjálfara Barcelona, eftir að liðið datt út úr spænsku bikarkeppninni í gær. Barcelona tapaði þá 4-2 fyrir Athletic Club Bilbao en aðeins tíu dögum fyrr steinlá liðið 4-1 á móti Real Madrid í úrslitaleik Ofurbikarsins. Einu vonir Barcelona um titil á tímabilinu liggja því í spænsku deildinni og Meistaradeildinni. „Allir þjálfarar hjá stóru klúbbunum verða að vinna titla en ég stoltur yfir því hvernig við héldum áfram allt til enda á móti frábæru liði og þá sérstaklega ungu strákarnir,“ sagði Xavi Hernández eftir leikinn. „Við erum að nota krakka og hópurinn er lítill. Það er það sem ég er að meina þegar ég tala um að við séum í uppbyggingu. Ég held að þetta sé byrjunin á einhverju stóru. Það er björt framtíð hjá Barcelona með eða án mín,“ sagði Xavi. ESPN segir frá. „Það er virkilegt gott verkefni í gangi og ekki hvað varðar mig sem þjálfara heldur er að koma upp góð kynslóð. Strákar eins og Cubarsí, Fort, Lamine, Guiu og fleiri ... Fermín López. Þetta er upphafið að einhverju stóru en við verðum að leggja mikið á okkur og vinna. Þetta snýst alltaf um að vinna hjá Barca,“ sagði Xavi. Barcelona lenti undir eftir aðeins 36 sekúndna leik en komst yfir með mörkum Robert Lewandowski og Yamal. Athletic jafnaði metin og leikurinn fór í framlengingu. Yamal, hafði skorað frábært mark í fyrri hálfleiknum en fór illa með tvö upplögð færi sem hefðu tryggt sigurinn. „Ég er vonsvikinn með að hann hafi ekki nýtt færin sín í stöðunni 2-2 en ég ætla ekki að skrifa það á strákinn. Hann er bara sextán ára og er að spila stórkostlega. Hann býr til þessi færi sjálfur,“ sagði Xavi. Bræðurnir Inaki og Nico Williams tryggðu Athletic sigurinn með mörkum í framlengingunni. „Ef við erum ekki að keppa um hluti í lok tímabilsins þá verð ég að fara. Það á ekki bara við um mig heldur um alla þjálfara. Þetta er stór klúbbur. Þetta er Barca. Ég veit hvar ég er og hverjar kröfurnar eru. Við verðum að vinna titla og að minnsta kosti keppa af alvöru um þá,“ sagði Xavi. Xavi: "Trust me, Barcelona have very good future and I'm not talking about myself"."I'm talking about the youngsters. That's why I'm playing them, I really want them to be ready for the future"."It's not about me being the manager or not. These guys are special". pic.twitter.com/VlxD2fo1JV— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 25, 2024 Spænski boltinn Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
Barcelona tapaði þá 4-2 fyrir Athletic Club Bilbao en aðeins tíu dögum fyrr steinlá liðið 4-1 á móti Real Madrid í úrslitaleik Ofurbikarsins. Einu vonir Barcelona um titil á tímabilinu liggja því í spænsku deildinni og Meistaradeildinni. „Allir þjálfarar hjá stóru klúbbunum verða að vinna titla en ég stoltur yfir því hvernig við héldum áfram allt til enda á móti frábæru liði og þá sérstaklega ungu strákarnir,“ sagði Xavi Hernández eftir leikinn. „Við erum að nota krakka og hópurinn er lítill. Það er það sem ég er að meina þegar ég tala um að við séum í uppbyggingu. Ég held að þetta sé byrjunin á einhverju stóru. Það er björt framtíð hjá Barcelona með eða án mín,“ sagði Xavi. ESPN segir frá. „Það er virkilegt gott verkefni í gangi og ekki hvað varðar mig sem þjálfara heldur er að koma upp góð kynslóð. Strákar eins og Cubarsí, Fort, Lamine, Guiu og fleiri ... Fermín López. Þetta er upphafið að einhverju stóru en við verðum að leggja mikið á okkur og vinna. Þetta snýst alltaf um að vinna hjá Barca,“ sagði Xavi. Barcelona lenti undir eftir aðeins 36 sekúndna leik en komst yfir með mörkum Robert Lewandowski og Yamal. Athletic jafnaði metin og leikurinn fór í framlengingu. Yamal, hafði skorað frábært mark í fyrri hálfleiknum en fór illa með tvö upplögð færi sem hefðu tryggt sigurinn. „Ég er vonsvikinn með að hann hafi ekki nýtt færin sín í stöðunni 2-2 en ég ætla ekki að skrifa það á strákinn. Hann er bara sextán ára og er að spila stórkostlega. Hann býr til þessi færi sjálfur,“ sagði Xavi. Bræðurnir Inaki og Nico Williams tryggðu Athletic sigurinn með mörkum í framlengingunni. „Ef við erum ekki að keppa um hluti í lok tímabilsins þá verð ég að fara. Það á ekki bara við um mig heldur um alla þjálfara. Þetta er stór klúbbur. Þetta er Barca. Ég veit hvar ég er og hverjar kröfurnar eru. Við verðum að vinna titla og að minnsta kosti keppa af alvöru um þá,“ sagði Xavi. Xavi: "Trust me, Barcelona have very good future and I'm not talking about myself"."I'm talking about the youngsters. That's why I'm playing them, I really want them to be ready for the future"."It's not about me being the manager or not. These guys are special". pic.twitter.com/VlxD2fo1JV— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 25, 2024
Spænski boltinn Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira