Fritzl fluttur í venjulegt fangelsi Lovísa Arnardóttir skrifar 25. janúar 2024 10:06 Fritzl er 88 ára og er með vitglöp. Hann læsti dóttur sína í kjallara í 24 ár og nauðgaði henni og beitti hana ofbeldi. Vísir/Getty Dómstóll í Austurríki samþykkti í morgun að flytja Josef Fritzl af réttargeðdeild í öryggisfangelsi í venjulegt fangelsi. Fritzl var fangelsaður árið 2009 fyrir að hafa læst dóttur sína í kjallara heimilis þeirra í 24 ár og nauðgað henni og beitt hana ofbeldi. Hún eignaðist sjö börn í haldi hans. Hann var sakfelldur fyrir nauðgun, vanrækslu og manndráp, en eitt barnanna lést vegna vanrækslu.Greint er frá á vef Reuters. Greint var frá því í síðustu viku að það væri til skoðunar að sleppa honum úr fangelsi. Fritzl er 88 ára gamall og er sagður með vitglöp. Hann hefur hingað til verið vistaður á réttargeðdeild. Til hans sást í vikunni á kaffihúsi nærri fangelsinu þar sem hann afplánar í Krems an der Donau nærri borginni Vín. Það er í fyrsta sinn í fimmtán ár sem hann sást utan fangelsis. „Hann var við það að tárast þegar hann sagðist enn og aftur hafa gert hræðilegan hlut, og að honum þætti það afskaplega leitt og vildi að hann gæti tekið það til baka,“ sagði lögmaður hans Astrid Wagner, eftir áheyrnina þar sem ákveðið var að flytja hann í venjulegt fangelsi. Wagner segir að Fritzl muni óska þess eftir flutninginn að vera sleppt úr fangelsi. Það mun hann líklega gera á næsta ári en hann fær heimild til þess í venjulegu fangelsi. „Líf hans verður með svipuðu sniði. Fangelsi er fangelsi,“ sagði Wagner um það hvort að líf hans myndi breytast eftir flutninginn í venjulegt fangelsi. Hún sagði að hann myndi halda áfram sálfræðimeðferð eftir flutninginn. Mál Josef Fritzl Austurríki Ofbeldi gegn börnum Erlend sakamál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Fylla kjallara Fritzls með steypu Í gær hófst vinna við að dæla steypu niður í kjallarann þar sem Josef Fritzl, eða skrímslið frá Amstetten, hélt Elisabeth dóttur sinni fanginni í 24 ár. Þar ól hún honum 7 börn. 21. júní 2013 09:40 Josef Fritzl fer fram á skilnað Austurríkismaðurinn Josef Fritzl, einnig þekktur sem Skrímslið í Amstetten, hefur sótt um skilnað frá eiginkonu sinni til margra ára. Mál Fritzl vakti heimsathygli en hann var fundinn sekur um að hafa nauðgað dóttur sinni og haldið henni fanginni í 24 ár. 25. október 2012 12:18 Sakaður um að hafa nauðgað dóttur sinni 500 sinnum Réttarhöld eru hafin yfir þýskum karlmanni sem sakaður er um að hafa nauðgað dóttur sinni oftar en 500 sinnum. Hún eignaðist þrjú börn eftir föður sinn. 28. nóvember 2011 22:30 Skrímslið í Austurríki barnaði ekki dætur sínar Saksóknari í Austurríki, sem rannsakar nú ásakanir þess efnis að áttræður maður hafi misnotað tvær þroskaheftar dætur sínar síðustu fjörutíu ár, segir að konurnar hafi ekki getið manninum börn. Málið hefur vakið gríðarlega athygli enda þykir margt líkt með því og máli Josefs Fritzl, sem einnig er austurrískur. Fritzl hélt dóttur sinni fanginni í 24 ár og eignaðist hún sjö börn á meðan hún var í prísundinni. 26. ágúst 2011 13:12 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Innlent Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Erlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Réttindalaus dreginn af öðrum Innlent Fleiri fréttir Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Sjá meira
Fritzl var fangelsaður árið 2009 fyrir að hafa læst dóttur sína í kjallara heimilis þeirra í 24 ár og nauðgað henni og beitt hana ofbeldi. Hún eignaðist sjö börn í haldi hans. Hann var sakfelldur fyrir nauðgun, vanrækslu og manndráp, en eitt barnanna lést vegna vanrækslu.Greint er frá á vef Reuters. Greint var frá því í síðustu viku að það væri til skoðunar að sleppa honum úr fangelsi. Fritzl er 88 ára gamall og er sagður með vitglöp. Hann hefur hingað til verið vistaður á réttargeðdeild. Til hans sást í vikunni á kaffihúsi nærri fangelsinu þar sem hann afplánar í Krems an der Donau nærri borginni Vín. Það er í fyrsta sinn í fimmtán ár sem hann sást utan fangelsis. „Hann var við það að tárast þegar hann sagðist enn og aftur hafa gert hræðilegan hlut, og að honum þætti það afskaplega leitt og vildi að hann gæti tekið það til baka,“ sagði lögmaður hans Astrid Wagner, eftir áheyrnina þar sem ákveðið var að flytja hann í venjulegt fangelsi. Wagner segir að Fritzl muni óska þess eftir flutninginn að vera sleppt úr fangelsi. Það mun hann líklega gera á næsta ári en hann fær heimild til þess í venjulegu fangelsi. „Líf hans verður með svipuðu sniði. Fangelsi er fangelsi,“ sagði Wagner um það hvort að líf hans myndi breytast eftir flutninginn í venjulegt fangelsi. Hún sagði að hann myndi halda áfram sálfræðimeðferð eftir flutninginn.
Mál Josef Fritzl Austurríki Ofbeldi gegn börnum Erlend sakamál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Fylla kjallara Fritzls með steypu Í gær hófst vinna við að dæla steypu niður í kjallarann þar sem Josef Fritzl, eða skrímslið frá Amstetten, hélt Elisabeth dóttur sinni fanginni í 24 ár. Þar ól hún honum 7 börn. 21. júní 2013 09:40 Josef Fritzl fer fram á skilnað Austurríkismaðurinn Josef Fritzl, einnig þekktur sem Skrímslið í Amstetten, hefur sótt um skilnað frá eiginkonu sinni til margra ára. Mál Fritzl vakti heimsathygli en hann var fundinn sekur um að hafa nauðgað dóttur sinni og haldið henni fanginni í 24 ár. 25. október 2012 12:18 Sakaður um að hafa nauðgað dóttur sinni 500 sinnum Réttarhöld eru hafin yfir þýskum karlmanni sem sakaður er um að hafa nauðgað dóttur sinni oftar en 500 sinnum. Hún eignaðist þrjú börn eftir föður sinn. 28. nóvember 2011 22:30 Skrímslið í Austurríki barnaði ekki dætur sínar Saksóknari í Austurríki, sem rannsakar nú ásakanir þess efnis að áttræður maður hafi misnotað tvær þroskaheftar dætur sínar síðustu fjörutíu ár, segir að konurnar hafi ekki getið manninum börn. Málið hefur vakið gríðarlega athygli enda þykir margt líkt með því og máli Josefs Fritzl, sem einnig er austurrískur. Fritzl hélt dóttur sinni fanginni í 24 ár og eignaðist hún sjö börn á meðan hún var í prísundinni. 26. ágúst 2011 13:12 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Innlent Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Erlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Réttindalaus dreginn af öðrum Innlent Fleiri fréttir Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Sjá meira
Fylla kjallara Fritzls með steypu Í gær hófst vinna við að dæla steypu niður í kjallarann þar sem Josef Fritzl, eða skrímslið frá Amstetten, hélt Elisabeth dóttur sinni fanginni í 24 ár. Þar ól hún honum 7 börn. 21. júní 2013 09:40
Josef Fritzl fer fram á skilnað Austurríkismaðurinn Josef Fritzl, einnig þekktur sem Skrímslið í Amstetten, hefur sótt um skilnað frá eiginkonu sinni til margra ára. Mál Fritzl vakti heimsathygli en hann var fundinn sekur um að hafa nauðgað dóttur sinni og haldið henni fanginni í 24 ár. 25. október 2012 12:18
Sakaður um að hafa nauðgað dóttur sinni 500 sinnum Réttarhöld eru hafin yfir þýskum karlmanni sem sakaður er um að hafa nauðgað dóttur sinni oftar en 500 sinnum. Hún eignaðist þrjú börn eftir föður sinn. 28. nóvember 2011 22:30
Skrímslið í Austurríki barnaði ekki dætur sínar Saksóknari í Austurríki, sem rannsakar nú ásakanir þess efnis að áttræður maður hafi misnotað tvær þroskaheftar dætur sínar síðustu fjörutíu ár, segir að konurnar hafi ekki getið manninum börn. Málið hefur vakið gríðarlega athygli enda þykir margt líkt með því og máli Josefs Fritzl, sem einnig er austurrískur. Fritzl hélt dóttur sinni fanginni í 24 ár og eignaðist hún sjö börn á meðan hún var í prísundinni. 26. ágúst 2011 13:12