Dæmdur til dauða fyrir fjöldamorð í anime myndveri Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. janúar 2024 10:58 Aoba kveikti í anddyri myndversins og öskraði „dettið niður dauð“. Getty/Carl Court Japanskur karlmaður hefur verið dæmdur til dauða fyrir að hafa myrt 36 þegar hann kveikti í anime myndveri í borginni Kyoto árið 2019. Árásin er ein sú blóðugasta á síðustu árum í Japan og vakti mikla athygli og hrylling í Kyoto, þar sem glæpatíðni er lág. Maðurinn, sem heitir Shiji Aoba og er nú 45 ára gamall, réðst inn í Kyoto Animation, eða KyoAni, og hellti miklu magni bensíns niður í inngangi skrifstofanna sem hann kveikti síðan í. Fram kemur í umfjöllun Guardian að eftirlifendur hafi heyrt Aoba kalla „dettið niður dauð“ á meðan hann kveikti í. Eins og áður segir fórust 36 í árásinni og 32 til viðbótar slösuðust illa. Flest fórnarlambanna voru ung að árum en Aoba sjálfur fékk slæm brunasár, sem tók tæpt ár að meðhöndla. Stúdíóið hefur framleitt fjölda vinsælla anime-sería.Getty/Carl Court Aoba var ákærður í fimm liðum, meðal annars fyrir morð, tilraun til manndráps og fyrir íkveikju. Aoba hefur haldið fram sakleysi sínu og hafa lögmenn hans fullyrt að hann hafi verið í geðrofi þegar hann framdi glæpinn og þar með ekki sakhæfur. Dómarinn í málinu, sem kvað upp dóm á þriðjudag, sagði Aoba ekki hafa glímt við neitt á þeim tíma sem glæpurinn var framinn sem hafi takmarkað getu hans til að dæma milli réttra og rangra athafna. Aoba er sagður hafa framið árásina fullviss um að stúdíóið, sem er þekkt fyrir teiknimyndaþættina Violet Evergarden til að mynda, hafi stolið hugmyndum úr bók sem hann skrifaði. KyoAni hefur hafnað þessum ásökunum. Japan er eitt fárra ríkja í heiminum sem enn beitir dauðarefsingu. Þeir sem fá þann dóm eru iðulega sakfelldir fyrir fleira en eitt morð. Dauðadæmdir menn sitja iðulega í árafjöld í fangelsi áður en þeir eru teknir af lífi og oftast fá þeir aðeins nokkurra klukkustunda fyrirvara. Síðast var maður tekinn af lífi í Japan árið 2022 en hann var hengdur. Í desember síðastliðnum sátu 107 í fangelsi með dauðadóm á bakinu Bíó og sjónvarp Japan Erlend sakamál Tengdar fréttir Rúmlega þrjátíu nú taldir af eftir íkveikju í myndveri Rúmlega fertugur karlmaður sem talinn er hafa kveikt í myndverinu er sagður hafa hrópað „deyið“ þegar hann úðaði bensíni á bygginguna. 18. júlí 2019 14:15 Kveikt í japönsku myndveri Hið minnsta 23 eru látin og tugir slasaðir eftir íkveikju í japönsku teiknimyndamyndveri í Kyoto í Japan í nótt. 18. júlí 2019 06:45 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Árásin er ein sú blóðugasta á síðustu árum í Japan og vakti mikla athygli og hrylling í Kyoto, þar sem glæpatíðni er lág. Maðurinn, sem heitir Shiji Aoba og er nú 45 ára gamall, réðst inn í Kyoto Animation, eða KyoAni, og hellti miklu magni bensíns niður í inngangi skrifstofanna sem hann kveikti síðan í. Fram kemur í umfjöllun Guardian að eftirlifendur hafi heyrt Aoba kalla „dettið niður dauð“ á meðan hann kveikti í. Eins og áður segir fórust 36 í árásinni og 32 til viðbótar slösuðust illa. Flest fórnarlambanna voru ung að árum en Aoba sjálfur fékk slæm brunasár, sem tók tæpt ár að meðhöndla. Stúdíóið hefur framleitt fjölda vinsælla anime-sería.Getty/Carl Court Aoba var ákærður í fimm liðum, meðal annars fyrir morð, tilraun til manndráps og fyrir íkveikju. Aoba hefur haldið fram sakleysi sínu og hafa lögmenn hans fullyrt að hann hafi verið í geðrofi þegar hann framdi glæpinn og þar með ekki sakhæfur. Dómarinn í málinu, sem kvað upp dóm á þriðjudag, sagði Aoba ekki hafa glímt við neitt á þeim tíma sem glæpurinn var framinn sem hafi takmarkað getu hans til að dæma milli réttra og rangra athafna. Aoba er sagður hafa framið árásina fullviss um að stúdíóið, sem er þekkt fyrir teiknimyndaþættina Violet Evergarden til að mynda, hafi stolið hugmyndum úr bók sem hann skrifaði. KyoAni hefur hafnað þessum ásökunum. Japan er eitt fárra ríkja í heiminum sem enn beitir dauðarefsingu. Þeir sem fá þann dóm eru iðulega sakfelldir fyrir fleira en eitt morð. Dauðadæmdir menn sitja iðulega í árafjöld í fangelsi áður en þeir eru teknir af lífi og oftast fá þeir aðeins nokkurra klukkustunda fyrirvara. Síðast var maður tekinn af lífi í Japan árið 2022 en hann var hengdur. Í desember síðastliðnum sátu 107 í fangelsi með dauðadóm á bakinu
Bíó og sjónvarp Japan Erlend sakamál Tengdar fréttir Rúmlega þrjátíu nú taldir af eftir íkveikju í myndveri Rúmlega fertugur karlmaður sem talinn er hafa kveikt í myndverinu er sagður hafa hrópað „deyið“ þegar hann úðaði bensíni á bygginguna. 18. júlí 2019 14:15 Kveikt í japönsku myndveri Hið minnsta 23 eru látin og tugir slasaðir eftir íkveikju í japönsku teiknimyndamyndveri í Kyoto í Japan í nótt. 18. júlí 2019 06:45 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Rúmlega þrjátíu nú taldir af eftir íkveikju í myndveri Rúmlega fertugur karlmaður sem talinn er hafa kveikt í myndverinu er sagður hafa hrópað „deyið“ þegar hann úðaði bensíni á bygginguna. 18. júlí 2019 14:15
Kveikt í japönsku myndveri Hið minnsta 23 eru látin og tugir slasaðir eftir íkveikju í japönsku teiknimyndamyndveri í Kyoto í Japan í nótt. 18. júlí 2019 06:45