Enn óráðið með förgunargjald í Grindavík Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 25. janúar 2024 13:00 Altjón hefur verið metið í 23 húsum í Grindavík. Eigendur húsanna fá hins vegar ekki fullnaðarbætur því hluti þeirra er tekin til hliðar vegna förgunargjalds. Vísir/Vilhelm Eigendur altjónshúsa í Grindavík fá aðeins hluta bóta greiddan því enn liggur ekki fyrir hvernig staðið verður að förgun og niðurrifi slíkra húsa. Enn á eftir að koma hita og rafmagni á tugi húsa í bænum. Veðurstofan birtir nýtt hættumat í dag. Náttúruhamfaratrygging Íslands hefur nú þegar metið að altjón hafi orðið í tuttugu og fimm eignum í Grindavík. Af þeim eru tuttugu og þrjú altjón á húsnæði og tvö á innbúi. Fleiri mál eru til skoðunar. Stofnunin hefur í framhaldinu lokið tjónamati á tuttugu og einu máli og eru tjónabætur í þeim samtals um einn komma tveir milljarða króna. Þetta kemur fram í svörum Náttúruhamfaratryggingar Íslands Fá ekki allar bæturnar Bæturnar í altjóni miðast við brunabótamat. Náttúruhamfaratrygging hefur hins vegar þurft að fresta útborgun þess hluta bóta sem ætlaður er til að standa straum af niðurrifi húseignanna þar sem enn ekki liggur fyrir hvernig staðið verður að förgun og niðurrifi þeirra. Húsnæðis-og mannvirkjastofnun ákveður hversu hátt förgunargjald er hverju sinni en yfirleitt er það um tólf prósent. Alls er brunabótamat ríflega tólf hundruð fasteigna í Grindavík um 78.5 milljarða króna. Svör væntanleg Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir að síðustu vikur hafi áhersla verið lögð á að bjarga verðmætum í Grindavík með því að tryggja að þar sé heitt vatn og rafmagn. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum segir svör væntanleg um það hvenær Grindvíkingar komist í bæinn að bjarga verðmætum. Vísir „Það er komið hiti og rafmagn á flest hús í Grindavík. Ég myndi skjóta á að það væru svona 50-60 hús sem væru í vinnslu hjá viðbragðsaðilum. Það eru helst hús sem liggja að höfninni í Grindavík,“ segir Úlfar. Bæjarfulltrúar Grindavíkur lögðu á fundi sínum í gær ríka áherslu á verðmætabjörgun hjá einstaklingum og fyrirtækjum í bænum eins fljótt og öryggi og aðstæður leyfi Úlfar segir að svör við því séu á næsta leiti. „Ég vona að það verði mjög fljótlega sem við getum svarað því hvenær íbúar geta komið og sótt eigur sínar í bænum. Það er mikil og vandasöm vinna sem er í gangi þannig að ég get ekki svarað því öðruvísi en því,“ segir hann Veðurstofan gefur út nýtt hættumat fyrir Grindavík í dag en það sem liggur nú fyrir rennur út klukkan þrjú. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fleiri fréttir Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Sjá meira
Náttúruhamfaratrygging Íslands hefur nú þegar metið að altjón hafi orðið í tuttugu og fimm eignum í Grindavík. Af þeim eru tuttugu og þrjú altjón á húsnæði og tvö á innbúi. Fleiri mál eru til skoðunar. Stofnunin hefur í framhaldinu lokið tjónamati á tuttugu og einu máli og eru tjónabætur í þeim samtals um einn komma tveir milljarða króna. Þetta kemur fram í svörum Náttúruhamfaratryggingar Íslands Fá ekki allar bæturnar Bæturnar í altjóni miðast við brunabótamat. Náttúruhamfaratrygging hefur hins vegar þurft að fresta útborgun þess hluta bóta sem ætlaður er til að standa straum af niðurrifi húseignanna þar sem enn ekki liggur fyrir hvernig staðið verður að förgun og niðurrifi þeirra. Húsnæðis-og mannvirkjastofnun ákveður hversu hátt förgunargjald er hverju sinni en yfirleitt er það um tólf prósent. Alls er brunabótamat ríflega tólf hundruð fasteigna í Grindavík um 78.5 milljarða króna. Svör væntanleg Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir að síðustu vikur hafi áhersla verið lögð á að bjarga verðmætum í Grindavík með því að tryggja að þar sé heitt vatn og rafmagn. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum segir svör væntanleg um það hvenær Grindvíkingar komist í bæinn að bjarga verðmætum. Vísir „Það er komið hiti og rafmagn á flest hús í Grindavík. Ég myndi skjóta á að það væru svona 50-60 hús sem væru í vinnslu hjá viðbragðsaðilum. Það eru helst hús sem liggja að höfninni í Grindavík,“ segir Úlfar. Bæjarfulltrúar Grindavíkur lögðu á fundi sínum í gær ríka áherslu á verðmætabjörgun hjá einstaklingum og fyrirtækjum í bænum eins fljótt og öryggi og aðstæður leyfi Úlfar segir að svör við því séu á næsta leiti. „Ég vona að það verði mjög fljótlega sem við getum svarað því hvenær íbúar geta komið og sótt eigur sínar í bænum. Það er mikil og vandasöm vinna sem er í gangi þannig að ég get ekki svarað því öðruvísi en því,“ segir hann Veðurstofan gefur út nýtt hættumat fyrir Grindavík í dag en það sem liggur nú fyrir rennur út klukkan þrjú.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fleiri fréttir Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Sjá meira