Við erum sammála – að mestu Harpa Pétursdóttir skrifar 26. janúar 2024 07:01 Ef þú fylgist með fréttum og ert virk á facebook hefur ef til vill sú mynd dregist upp fyrir þér að það sé algert uppnám í raforkumálum þjóðarinnar. Að þú getir ekki látið ljósin loga og rafmagnsreikningurinn fari að slaga upp í sjónvarps- og netreikningana á næstu mánuðum. Ef fyrirtækin og stjórnvöld ákveða að vinna saman að lausninni þá mun það ekki gerast, jafnvel þótt vatnið standi lágt í Þórisvatni. Það er vissulega þröngt í raforkubúinu núna en engin ástæða er til örvæntingar líkt og þér kann að hafa verið talin trú um. Af öllu rafmagni í landinu framleiða fyrirtækin sem almenningur á – ríki eða sveitarfélög – meira en 90%. Þessi fyrirtæki og meira að segja líka sum þeirra sem eru í einkaeigu eru nefnilega sammála um að almenningur eigi að hafa forgang að rafmagni umfram aðra kaupendur. Þessi skilningur var skjalfestur af öllum stærstu framleiðendum rafmagns á Íslandi í hitteðfyrra þegar þau skrifuðu undir tillögu um að bera hlutfallslega ábyrgð á sínum hluta hvert. Um þetta eru raforkufyrirtækin sammála. Það er öllum raforkuframleiðendum augljóst að ef þjóðin ætlar að ná loftslagsmarkmiðum sem máli skipta, þá þarf að búa til meira rafmagn á Íslandi. Það muni ekki virka að bíða bara eftir að rafmagn losni úr langtímasamningum. Um þetta eru raforkufyrirtækin sammála. Það er öllum raforkuframleiðendum augljóst að ef þjóðin ætlar að viðhalda og byggja upp frekari hagsæld þá getur aukin orkuframleiðsla að minnsta kosti létt þar verulega undir. Um þetta eru raforkufyrirtækin sammála. Það skiptir engu máli hversu mikið rafmagn er framleitt í landinu, sú staða getur komið upp – jafnvel aftur og aftur – að heimilin verði útundan. Ef öflugir kaupendur eru ráðandi og ekki skilgreind ábyrgð á rafmagni til fólksins, sem þó á stærstu orkufyrirtækin, er hætta á það gleymist. Um þetta eru raforkufyrirtækin sammála. Þess vegna er áríðandi að ábyrgðinni sé skipað með skynsamlegum hætti til framtíðar. Raforkufyrirtækin eru sammála um að rétt sé að skipta þessari ábyrgð gagnvart almenningi í hlutfalli við raforkuframleiðslu þeirra. Það þýðir að Landsvirkjun þurfi að axla hlutfallslega meiri ábyrgð en hún hefur gert síðustu ár. Landsvirkjun er hins vegar ekki tilbúin til þess strax, eins og almannatengslaherferðir fyrirtækisins síðustu vikur og mánuði hafa undirstrikað. Við hjá Orku náttúrunnar, sem er líka fyrirtæki í eigu almennings, erum tilbúin að brúa bilið; að tryggja rafmagn á almennan markað umfram hlutfall okkar af heildarframleiðslunni þangað til Landsvirkjun getur ábyrgst sitt hlutfall. Það má ekki dragast í mörg ár en við hjá ON erum klár í nokkur misseri. Við erum hinsvegar ekki klár í að brúin - sem á að brúa bilið þangað til allir framleiðendur treysta sér til að standa við skuldbindingarnar - felist í því að þessi samkeppnisaðili okkar ráði öllu sem ráðið verður á markaðnum. Við erum ekki sammála um að lög frá Alþingi eigi að fela í sér eyðileggingu á 20 ára þróun samkeppnismarkaðar í raforkusölu á Íslandi, sem almenningur hefur óumdeilanlega notið góðs af. Þar er hættan. Höfundur er stjórnandi málefna haghafa og stjórnsýslu hjá Orku náttúrunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Mest lesið Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Skoðun Skoðun Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon skrifar Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ef þú fylgist með fréttum og ert virk á facebook hefur ef til vill sú mynd dregist upp fyrir þér að það sé algert uppnám í raforkumálum þjóðarinnar. Að þú getir ekki látið ljósin loga og rafmagnsreikningurinn fari að slaga upp í sjónvarps- og netreikningana á næstu mánuðum. Ef fyrirtækin og stjórnvöld ákveða að vinna saman að lausninni þá mun það ekki gerast, jafnvel þótt vatnið standi lágt í Þórisvatni. Það er vissulega þröngt í raforkubúinu núna en engin ástæða er til örvæntingar líkt og þér kann að hafa verið talin trú um. Af öllu rafmagni í landinu framleiða fyrirtækin sem almenningur á – ríki eða sveitarfélög – meira en 90%. Þessi fyrirtæki og meira að segja líka sum þeirra sem eru í einkaeigu eru nefnilega sammála um að almenningur eigi að hafa forgang að rafmagni umfram aðra kaupendur. Þessi skilningur var skjalfestur af öllum stærstu framleiðendum rafmagns á Íslandi í hitteðfyrra þegar þau skrifuðu undir tillögu um að bera hlutfallslega ábyrgð á sínum hluta hvert. Um þetta eru raforkufyrirtækin sammála. Það er öllum raforkuframleiðendum augljóst að ef þjóðin ætlar að ná loftslagsmarkmiðum sem máli skipta, þá þarf að búa til meira rafmagn á Íslandi. Það muni ekki virka að bíða bara eftir að rafmagn losni úr langtímasamningum. Um þetta eru raforkufyrirtækin sammála. Það er öllum raforkuframleiðendum augljóst að ef þjóðin ætlar að viðhalda og byggja upp frekari hagsæld þá getur aukin orkuframleiðsla að minnsta kosti létt þar verulega undir. Um þetta eru raforkufyrirtækin sammála. Það skiptir engu máli hversu mikið rafmagn er framleitt í landinu, sú staða getur komið upp – jafnvel aftur og aftur – að heimilin verði útundan. Ef öflugir kaupendur eru ráðandi og ekki skilgreind ábyrgð á rafmagni til fólksins, sem þó á stærstu orkufyrirtækin, er hætta á það gleymist. Um þetta eru raforkufyrirtækin sammála. Þess vegna er áríðandi að ábyrgðinni sé skipað með skynsamlegum hætti til framtíðar. Raforkufyrirtækin eru sammála um að rétt sé að skipta þessari ábyrgð gagnvart almenningi í hlutfalli við raforkuframleiðslu þeirra. Það þýðir að Landsvirkjun þurfi að axla hlutfallslega meiri ábyrgð en hún hefur gert síðustu ár. Landsvirkjun er hins vegar ekki tilbúin til þess strax, eins og almannatengslaherferðir fyrirtækisins síðustu vikur og mánuði hafa undirstrikað. Við hjá Orku náttúrunnar, sem er líka fyrirtæki í eigu almennings, erum tilbúin að brúa bilið; að tryggja rafmagn á almennan markað umfram hlutfall okkar af heildarframleiðslunni þangað til Landsvirkjun getur ábyrgst sitt hlutfall. Það má ekki dragast í mörg ár en við hjá ON erum klár í nokkur misseri. Við erum hinsvegar ekki klár í að brúin - sem á að brúa bilið þangað til allir framleiðendur treysta sér til að standa við skuldbindingarnar - felist í því að þessi samkeppnisaðili okkar ráði öllu sem ráðið verður á markaðnum. Við erum ekki sammála um að lög frá Alþingi eigi að fela í sér eyðileggingu á 20 ára þróun samkeppnismarkaðar í raforkusölu á Íslandi, sem almenningur hefur óumdeilanlega notið góðs af. Þar er hættan. Höfundur er stjórnandi málefna haghafa og stjórnsýslu hjá Orku náttúrunnar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun