Þakklæti og sorg í senn: „Búinn að móta líf mitt“ Valur Páll Eiríksson skrifar 26. janúar 2024 08:01 Hildur Björg gengur sátt frá körfuboltaferlinum, þó hún hefði kosið að hann væri lengri. Hún var útnefnd körfuboltakona ársins árin 2017 og 2018. Vísir/Arnar Landsliðskonan Hildur Björg Kjartansdóttir tilkynnti í gær að hún neyddist til að leggja körfuboltaskóna á hilluna vegna ítrekaðra höfuðmeiðsla. Ákvörðunin sé þungbær, en sú eina rétta í stöðunni. Hildur er aðeins tæplega þrítug og ætti að vera á toppi ferilsins. Tvö höfuðhögg með skömmu millibili á síðustu vikum, eftir önnur slæm högg síðustu ár, hafi hins vegar fengið hana til að staldra við. Hún segir síðustu daga hafa verið tilfinningaþrungna. „Maður finnur þakklæti fyrir allt sem ég er búin að fara í gegnum. Boltinn er búinn að móta líf mitt síðan ég var 16 ára; stjórnað því hverjir koma inn í líf mitt, hvernig ég mennta mig, hvar ég er í dag,“ Hildur fagnaði Íslandsmeistaratitli með Val í vor.Vísir/Hulda Margrét „Hann er ástæðan fyrir því að ég er eins og ég er.“ segir Hildur. Síðustu dagar hafi þó verið strembnir. „Svo er líka sorg að kveðja boltann. Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri, liðið mitt og stelpurnar. Ég vildi að aðstæður væru öðruvísi en eins og þær eru núna er þetta besta ákvörðunin fyrir mig. Maður þarf að hugsa út í framtíðina og hvernig lífið á að líta út.“ Gríðarleg vinna að eðlilegu lífi Höfuðhöggin á síðustu vikum hafi verið nýjustu dæmin á röð höfuðhögga sem Hildur hefur orðið fyrir á ferlinum. Meiðsli sem slík geta dregið töluverðan dilk á eftir sér og hún vill einfaldlega ekki taka sénsinn. Hildur lék með Snæfelli, Val og KR hér heima og spilaði einnig sem atvinnumaður á Spáni og í Belgíu.Vísir/Arnar „Ég er búin að fara í gegnum tvo heilahristinga. Fyrir tveimur árum fékk ég seinni heilahristinginn sem var örugglega sá versti. Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir vinnunni sem fylgir. Hvað það tekur á mig og fólkið í kringum mig. Þó maður sé með frábært fagfólk og teymi er svakaleg vinna sem maður þarf að leggja á sig til að komast aftur inn í eðlilegt líf,“ segir Hildur. Rataði ekki undir stýri Einkennin sem fylgi höfuðmeiðslunum séu afar erfið viðureignar. „Mikil hræðsla, kvíði, ég mundi ekki neitt, minnið var alveg svakalega lélegt. Ég rataði ekki þegar ég var að keyra. Fyrir utan það að geta ekki unnið eðlilega vinnu eða gert hluti með vinum og fjölskyldu.“ segir Hildur. „Ég var heppin að ná öllu til baka en við næsta högg veit ég ekki hvernig hausinn mun bregðast við. Ég veit ekki hvort það yrði jafn slæmt eða verra. Maður veit um fólk sem fær svona högg og nær ekki að koma til baka.“ Næsta verkefni að fylla frítímann Hún hefur þá náð sér að mestu af höggunum og lítur björtum augum á lífið utan körfuboltavallarsins. „Ég er heppin með það að vera með gott plan B. Ég er komin í vinnu og búin að mennta mig þannig að ég held fulla ferð áfram í því. Svo er ég með fullt af auka tíma sem ég veit ekki alveg hvað ég á að gera við núna, en það kemur í ljós. Það verður eitthvað skemmtilegt.“ segir Hildur brosandi að endingu. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Subway-deild kvenna Valur Landslið kvenna í körfubolta Tengdar fréttir Hildur Björg setur körfuboltaskóna á hilluna Landsliðskonan Hildur Björg Kjartansdóttir hefur ákveðið að ljúka körfuboltaferli sínum en þetta tilkynnti hún á samfélagsmiðlum í dag. 24. janúar 2024 13:29 Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
Hildur er aðeins tæplega þrítug og ætti að vera á toppi ferilsins. Tvö höfuðhögg með skömmu millibili á síðustu vikum, eftir önnur slæm högg síðustu ár, hafi hins vegar fengið hana til að staldra við. Hún segir síðustu daga hafa verið tilfinningaþrungna. „Maður finnur þakklæti fyrir allt sem ég er búin að fara í gegnum. Boltinn er búinn að móta líf mitt síðan ég var 16 ára; stjórnað því hverjir koma inn í líf mitt, hvernig ég mennta mig, hvar ég er í dag,“ Hildur fagnaði Íslandsmeistaratitli með Val í vor.Vísir/Hulda Margrét „Hann er ástæðan fyrir því að ég er eins og ég er.“ segir Hildur. Síðustu dagar hafi þó verið strembnir. „Svo er líka sorg að kveðja boltann. Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri, liðið mitt og stelpurnar. Ég vildi að aðstæður væru öðruvísi en eins og þær eru núna er þetta besta ákvörðunin fyrir mig. Maður þarf að hugsa út í framtíðina og hvernig lífið á að líta út.“ Gríðarleg vinna að eðlilegu lífi Höfuðhöggin á síðustu vikum hafi verið nýjustu dæmin á röð höfuðhögga sem Hildur hefur orðið fyrir á ferlinum. Meiðsli sem slík geta dregið töluverðan dilk á eftir sér og hún vill einfaldlega ekki taka sénsinn. Hildur lék með Snæfelli, Val og KR hér heima og spilaði einnig sem atvinnumaður á Spáni og í Belgíu.Vísir/Arnar „Ég er búin að fara í gegnum tvo heilahristinga. Fyrir tveimur árum fékk ég seinni heilahristinginn sem var örugglega sá versti. Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir vinnunni sem fylgir. Hvað það tekur á mig og fólkið í kringum mig. Þó maður sé með frábært fagfólk og teymi er svakaleg vinna sem maður þarf að leggja á sig til að komast aftur inn í eðlilegt líf,“ segir Hildur. Rataði ekki undir stýri Einkennin sem fylgi höfuðmeiðslunum séu afar erfið viðureignar. „Mikil hræðsla, kvíði, ég mundi ekki neitt, minnið var alveg svakalega lélegt. Ég rataði ekki þegar ég var að keyra. Fyrir utan það að geta ekki unnið eðlilega vinnu eða gert hluti með vinum og fjölskyldu.“ segir Hildur. „Ég var heppin að ná öllu til baka en við næsta högg veit ég ekki hvernig hausinn mun bregðast við. Ég veit ekki hvort það yrði jafn slæmt eða verra. Maður veit um fólk sem fær svona högg og nær ekki að koma til baka.“ Næsta verkefni að fylla frítímann Hún hefur þá náð sér að mestu af höggunum og lítur björtum augum á lífið utan körfuboltavallarsins. „Ég er heppin með það að vera með gott plan B. Ég er komin í vinnu og búin að mennta mig þannig að ég held fulla ferð áfram í því. Svo er ég með fullt af auka tíma sem ég veit ekki alveg hvað ég á að gera við núna, en það kemur í ljós. Það verður eitthvað skemmtilegt.“ segir Hildur brosandi að endingu. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Subway-deild kvenna Valur Landslið kvenna í körfubolta Tengdar fréttir Hildur Björg setur körfuboltaskóna á hilluna Landsliðskonan Hildur Björg Kjartansdóttir hefur ákveðið að ljúka körfuboltaferli sínum en þetta tilkynnti hún á samfélagsmiðlum í dag. 24. janúar 2024 13:29 Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
Hildur Björg setur körfuboltaskóna á hilluna Landsliðskonan Hildur Björg Kjartansdóttir hefur ákveðið að ljúka körfuboltaferli sínum en þetta tilkynnti hún á samfélagsmiðlum í dag. 24. janúar 2024 13:29
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum