Er Psilocybin hættulegt dóp eða kröftugt verkfæri til heilunar? Gunnar Dan Wiium skrifar 26. janúar 2024 16:00 Psilocybin er einn af þeim þáttum ef svo má kalla sem hefur haft afgerandi áhrif á líðan mína og heilsu. Um er að ræða efni, svepp sem vex í náttúrunni út um allan heim. Ég tek sveppinn sem hluta af minni rútínu saman með vítamínum og öðrum fæðubótarefnum eins og CBD, Ashwagandha og Shilajit. Ég tek sveppinn ekki daglega heldur meira svona vikulega þó stundum oftar og stundum sjaldnar. Ég tek hann í smáskammta formi eða sem svokallað “microdose” sem þýðir að í hver skammtur inniheldur frá 0.1-0.3 gr af svepp sem þýðir að breytingar á skynjun er ekki til staðar. Þegar ég meina breytingar á skynjun þá á ég við að ég upplifi ekki nein vímuáhrif þó svo að ákveðið “kítl” geti komið fram í stutta stund við vissar aðstæður. Margir notast við svokallað 5/2 kerfi sem þýðir að sveppurinn er tekin fimm daga og svo hvíld í tvo. Ég hef tekið svoleiðis tímabil en fann fljótt að fyrir mig persónulega er það of mikið. Það er auðvitað gríðarlega einstaklingsbundið en ég upplifði vissa aftengingu sem ég get ekki lýst betur en að missa örlitil jarðtengsl en eins og ég segi þá eru áhrifin mismunandi eftir hverjum og einum. Ég hef einnig ekki kosið að svo stöddu að taka stærri skammta þó svo að ég útiloki það ekki er fram líða stundir. Bottom line er að ég hef kosið að fara varlega í sakirnar þar sem visst samfélagslegt forrit segir mér að Psilocybin-sveppurinn sé hættulegur óvirkum alkahólistum og fíklum eins og mér og kannski því tengt má benda á þessa grein sem fjallar um tabúið í kringum hugvíkkandi efni innan 12 spora samtaka. Þetta samfélagslega forrit hef ég komist að með nú nokkra ára reynslu af sveppnum að er alfarið rangt enda er það sannað að Psilocybin er ekki fíkniefni þó svo að tekið sé í ákveðnu magni valdi vímu eða einna heldur hugvíkkandi áhrifum. Þegar talað er um magn sem veldur “vímu” þá er talað um þetta frá 0.5- 5 gr og er 5 gr skammtur oft nefndur hetju skammtur og alls ekki mælt með að sé tekin nema að viðkomandi sé vanur eða í félagsskap ábyrgar manneskju sem vakir yfir viðkomandi þessa 5-8 klst sem áhrifin vara. Einnig hef ég heyrt mikið talað um undirbúning sem getur snúið að hreinu matarræði og margir kjósa að taka undirbúningssömtöl með fagfólki sem svo er oft fylgt eftir með úrvinnslusamtölum að ferðalagi loknu. Einnig er talað um ásetning sem mikilvægan þátt í því ferðalagi sem sveppurinn bíður upp á. Ég til dæmis sem ungur maður notaði mikið svepp en þá saman með öðrum efnum eins og THC og alkóhóli, bara partý þar sem leitin að hinu óþekkta fór fram og oft á tíðum í vafasömum aðstæðum og af röngum forsendum. Hvað varðar hættu á ofnotkun eða overdose af Psilocybin svepp þá er það næstum því ómögulegt því meðal maður þyrfti að innbyrða um eitt og hálft kíló af þurrkuðum svepp svo að “overdose” gæti átt sér stað. Ég ætla ekki að fara út í kosti og afleiðingar þessa hetjuferðalaga sem svo margir taka í dag í tilgangi heilunar. Eins og ég segi þá bý ég ekki yfir þeirri reynslu sjálfur og held skoðunum mínum og ályktunum alveg til hliðar hvað það varðar að svo stöddu en smáskömtunin er eitthvað sem ég get tjáð um og reynsla mín af smáskömtun er orðin talsverð. Svo spurningin er, hvað er smáskömtunin að gera fyrir mig, sleðan mig? Til að kjarna þetta niður þá er ásetningur hvers og eins ekki bara mismunandi heldur misskýr. Fyrir mitt leiti þá hef ég tilhneigingu til að verða þröngsýnn, alvarlegur þó svo að ég feli það vel. Ég hef tilhneigingu til neikvæðni, leiða og þyngdar og ekki er langur vetur að hjálpa til sem og tindótt og pólariserað íslenskt samfélag. Ég verð fljótt Skúli fúli ef ég ekki passa upp á mig og það þýðir auðvitað að ég þarf að passa upp á hreyfingu og mataræði og svefn osfrv. en svo er það þessi álagamara sem hvílir en dýpra og mér hefur oft á tíðum liðið eins og ég finni fyrir henni en komi ekki orðum að hver hún er. Það er bara þetta suð eða ómur sem kemur einhvers staðar frá og kannski er ómnum best lýst sem hátíðni suð sársaukalíkamans. Smátt og smátt hefur sveppurinn í bland við vítamínin mín og kannabínóðana eins og CBD gert mér kleyft að rata að uppsprettu ómsins og mér hefur tekist að éta þessa orku upp og umbreyta henni í eitthvað fallegt með víðum huga og sköpunarkraftI og gleði. Sveppurinn eykur á sköpunargáfu mína og víkkar hug minn fyrir fegurð og lausnum, hann léttir mig og gerir mig umburðarlyndari fyrir eigin búllshitti sem og búllshitti annara. Þessi súperkraftur gerir vandamál og hindranir að skemmtilegum verkefnum sem ég reyni ekki né kýs að flýja, ég einfaldlega tekst á við það sem er án þess að vilja hafa raunveruleikan öðruvísi. Ólíkt neyslu á alkóhóli og öðrum efnum sem ég hef notað í gegnum tíðina þá finn ég ekki fyrir vanmætti gagnvart eða neinni fíkn í Psilocybin sveppinn, ef hann er ekki í lífi mínu þá bara er hann það ekki þangað til næst hann er það og það er barasta ekkert mál. Margir gætu í svona pistli farið í verkfræðina, tegundirnar og mismunandi virkni þeirra sveppa sem innihalda töfraefnið en ég er ekki einn af þeim sem skynja svoleiðis og fyrir vikið kem ég ekki orðunum frá mér á þann hátt. Ég er meira svona eftir reynslunni “kind of guy” og ég les í stemninguna innra með mér og leitast ekkert endilega eftir að skilja nákvæmlega hvað er í gangi heldur bara finna fyrir líðan eins óljós og hún nú er mér oft á tíðum. Sveppurinn er búin að vera í þúsundir ára, maðurinn hefur notað hann svo vitað sé í tíu þúsund ár og þá oftast í tengslum við trúarlegar athafnir sem og í neyslu kröftugra náttúruefna sem stuðla að heilun vitundar því sveppurinn stuðlar að samkennd ólíkt öllum þeim efnum sem ég hef verið háður í gegnum tíðina. Ég sé aðra betur, ég sé sjálfan mig í öðrum betur og þjáning heimsins verður mín eigin sem og gleðin, og heimurinn er ríkur af gleði og ég er heimurinn eins og hann leggur sig. Þú ert heimurinn eins og hann leggur sig. Höfundur starfar sem búðarkall, umboðsmaður, stjórnarmaður Hampfélagsins og þáttarstjórnandi hlaðvarps Þvottahússins og Hampkastsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Dan Wiium Mest lesið Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Sjá meira
Psilocybin er einn af þeim þáttum ef svo má kalla sem hefur haft afgerandi áhrif á líðan mína og heilsu. Um er að ræða efni, svepp sem vex í náttúrunni út um allan heim. Ég tek sveppinn sem hluta af minni rútínu saman með vítamínum og öðrum fæðubótarefnum eins og CBD, Ashwagandha og Shilajit. Ég tek sveppinn ekki daglega heldur meira svona vikulega þó stundum oftar og stundum sjaldnar. Ég tek hann í smáskammta formi eða sem svokallað “microdose” sem þýðir að í hver skammtur inniheldur frá 0.1-0.3 gr af svepp sem þýðir að breytingar á skynjun er ekki til staðar. Þegar ég meina breytingar á skynjun þá á ég við að ég upplifi ekki nein vímuáhrif þó svo að ákveðið “kítl” geti komið fram í stutta stund við vissar aðstæður. Margir notast við svokallað 5/2 kerfi sem þýðir að sveppurinn er tekin fimm daga og svo hvíld í tvo. Ég hef tekið svoleiðis tímabil en fann fljótt að fyrir mig persónulega er það of mikið. Það er auðvitað gríðarlega einstaklingsbundið en ég upplifði vissa aftengingu sem ég get ekki lýst betur en að missa örlitil jarðtengsl en eins og ég segi þá eru áhrifin mismunandi eftir hverjum og einum. Ég hef einnig ekki kosið að svo stöddu að taka stærri skammta þó svo að ég útiloki það ekki er fram líða stundir. Bottom line er að ég hef kosið að fara varlega í sakirnar þar sem visst samfélagslegt forrit segir mér að Psilocybin-sveppurinn sé hættulegur óvirkum alkahólistum og fíklum eins og mér og kannski því tengt má benda á þessa grein sem fjallar um tabúið í kringum hugvíkkandi efni innan 12 spora samtaka. Þetta samfélagslega forrit hef ég komist að með nú nokkra ára reynslu af sveppnum að er alfarið rangt enda er það sannað að Psilocybin er ekki fíkniefni þó svo að tekið sé í ákveðnu magni valdi vímu eða einna heldur hugvíkkandi áhrifum. Þegar talað er um magn sem veldur “vímu” þá er talað um þetta frá 0.5- 5 gr og er 5 gr skammtur oft nefndur hetju skammtur og alls ekki mælt með að sé tekin nema að viðkomandi sé vanur eða í félagsskap ábyrgar manneskju sem vakir yfir viðkomandi þessa 5-8 klst sem áhrifin vara. Einnig hef ég heyrt mikið talað um undirbúning sem getur snúið að hreinu matarræði og margir kjósa að taka undirbúningssömtöl með fagfólki sem svo er oft fylgt eftir með úrvinnslusamtölum að ferðalagi loknu. Einnig er talað um ásetning sem mikilvægan þátt í því ferðalagi sem sveppurinn bíður upp á. Ég til dæmis sem ungur maður notaði mikið svepp en þá saman með öðrum efnum eins og THC og alkóhóli, bara partý þar sem leitin að hinu óþekkta fór fram og oft á tíðum í vafasömum aðstæðum og af röngum forsendum. Hvað varðar hættu á ofnotkun eða overdose af Psilocybin svepp þá er það næstum því ómögulegt því meðal maður þyrfti að innbyrða um eitt og hálft kíló af þurrkuðum svepp svo að “overdose” gæti átt sér stað. Ég ætla ekki að fara út í kosti og afleiðingar þessa hetjuferðalaga sem svo margir taka í dag í tilgangi heilunar. Eins og ég segi þá bý ég ekki yfir þeirri reynslu sjálfur og held skoðunum mínum og ályktunum alveg til hliðar hvað það varðar að svo stöddu en smáskömtunin er eitthvað sem ég get tjáð um og reynsla mín af smáskömtun er orðin talsverð. Svo spurningin er, hvað er smáskömtunin að gera fyrir mig, sleðan mig? Til að kjarna þetta niður þá er ásetningur hvers og eins ekki bara mismunandi heldur misskýr. Fyrir mitt leiti þá hef ég tilhneigingu til að verða þröngsýnn, alvarlegur þó svo að ég feli það vel. Ég hef tilhneigingu til neikvæðni, leiða og þyngdar og ekki er langur vetur að hjálpa til sem og tindótt og pólariserað íslenskt samfélag. Ég verð fljótt Skúli fúli ef ég ekki passa upp á mig og það þýðir auðvitað að ég þarf að passa upp á hreyfingu og mataræði og svefn osfrv. en svo er það þessi álagamara sem hvílir en dýpra og mér hefur oft á tíðum liðið eins og ég finni fyrir henni en komi ekki orðum að hver hún er. Það er bara þetta suð eða ómur sem kemur einhvers staðar frá og kannski er ómnum best lýst sem hátíðni suð sársaukalíkamans. Smátt og smátt hefur sveppurinn í bland við vítamínin mín og kannabínóðana eins og CBD gert mér kleyft að rata að uppsprettu ómsins og mér hefur tekist að éta þessa orku upp og umbreyta henni í eitthvað fallegt með víðum huga og sköpunarkraftI og gleði. Sveppurinn eykur á sköpunargáfu mína og víkkar hug minn fyrir fegurð og lausnum, hann léttir mig og gerir mig umburðarlyndari fyrir eigin búllshitti sem og búllshitti annara. Þessi súperkraftur gerir vandamál og hindranir að skemmtilegum verkefnum sem ég reyni ekki né kýs að flýja, ég einfaldlega tekst á við það sem er án þess að vilja hafa raunveruleikan öðruvísi. Ólíkt neyslu á alkóhóli og öðrum efnum sem ég hef notað í gegnum tíðina þá finn ég ekki fyrir vanmætti gagnvart eða neinni fíkn í Psilocybin sveppinn, ef hann er ekki í lífi mínu þá bara er hann það ekki þangað til næst hann er það og það er barasta ekkert mál. Margir gætu í svona pistli farið í verkfræðina, tegundirnar og mismunandi virkni þeirra sveppa sem innihalda töfraefnið en ég er ekki einn af þeim sem skynja svoleiðis og fyrir vikið kem ég ekki orðunum frá mér á þann hátt. Ég er meira svona eftir reynslunni “kind of guy” og ég les í stemninguna innra með mér og leitast ekkert endilega eftir að skilja nákvæmlega hvað er í gangi heldur bara finna fyrir líðan eins óljós og hún nú er mér oft á tíðum. Sveppurinn er búin að vera í þúsundir ára, maðurinn hefur notað hann svo vitað sé í tíu þúsund ár og þá oftast í tengslum við trúarlegar athafnir sem og í neyslu kröftugra náttúruefna sem stuðla að heilun vitundar því sveppurinn stuðlar að samkennd ólíkt öllum þeim efnum sem ég hef verið háður í gegnum tíðina. Ég sé aðra betur, ég sé sjálfan mig í öðrum betur og þjáning heimsins verður mín eigin sem og gleðin, og heimurinn er ríkur af gleði og ég er heimurinn eins og hann leggur sig. Þú ert heimurinn eins og hann leggur sig. Höfundur starfar sem búðarkall, umboðsmaður, stjórnarmaður Hampfélagsins og þáttarstjórnandi hlaðvarps Þvottahússins og Hampkastsins.
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar