Marsþyrlan sem fór langt fram úr væntingum biluð Samúel Karl Ólason skrifar 26. janúar 2024 10:48 Þyrlan Ingenuity og vélmennið Perseverance á yfirborði Mars, fyrir um þremur árum. Litla Marsþyrlan Ingenuity mun ekki fljúga aftur. Þyrlan var flutt til Mars um borð í vélmenninu Perseverance, sem lenti á plánetunni rauðu í febrúar 2021. Upprunalega átti Ingenuity eingöngu að fljúga fimm sinnum og virka í einn mánuð en markmið vísindamanna var að reyna að sanna að hægt væri að fljúga á Mars. Ingenuity fór langt fram úr væntingum vísindamanna og flaug alls 72 sinnum og fjórtán sinnum lengra en upprunalegar áætlanir gerðu ráð fyrir. Í heildina flaug þyrlan í rúmar tvær klukkustundir og virkaði í tæp þrjú ár, 35 mánuðum lengur en upprunalega stóð til. Haft er eftir Bill Nelson, yfirmanni Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA), á vef stofnunarinnar að sögulegu ferðalagi Ingenuity sé nú lokið. „Þessi merka þyrla flaug hærra og lengra en við höfðum ímyndað okkur og hjálpaði NASA að gera það sem við gerum best, að gera hið ómögulega mögulegt.“ Þyrlan var fyrsta farartækið sem flaug undir eigin afli á öðrum hnetti en andrúmsloft plánetunnar rauðu er mun þynnra en andrúmsloft jarðarinnar. Þéttleiki þess er í raun bara eitt prósent af því sem við eru vön hér á jörðinni en á móti kemur að þyngdaraflið á mars er einungis þriðjungur af þyngdarafli jarðarinnar. Þyrluspaðar Ingenuity munu snúast um 2.400 sinnum á mínútu, sem er um átta sinnum hraðar en hefðbundnar þyrlur gera á jörðinni. Nú hefur að minnsta kosti einn af spöðum Ingenuity orðið fyrir skemmdum og er ekki talið að hægt sé að fljúga þyrlunni aftur. Hún stendur þó í réttri stöðu á yfirborði Mars og vísindamenn ná enn samskiptum við þyrluna. A snapshot from Mars showing the damage to Ingenuity's rotor blade sustained during its Flight 72 landing.The #MarsHelicopter is no longer capable of flight, but we are celebrating its achievements and its legacy. Participate here: https://t.co/n0yIdA24Yy pic.twitter.com/VqDruhy3sE— NASA JPL (@NASAJPL) January 25, 2024 Eins og áður segir lenti Perseverance á Mars þann 18. febrúar 2021. Ingenuity fór svo fyrstu flugferðina þann 19. apríl. Hún var svo notuð um nokkuð skeið til að finna leiðir fyrir Perseverance í gegnum landslag Mars. Þann 18. janúar var Ingenuity send á loft svo hægt væri að finna út hvar þyrlan hefði framkvæmt neyðarlendingu í flugferðinni þar áður. Þyrlan fór í tólf metra hæð og sveif þar í um 4,5 sekúndur. Þegar þyrlan var að lenda aftur missti hún sambandið við Perseverance og þar með við vísindamenn á jörðinni. Samband náðist aftur við þyrluna degi síður og nokkrum dögum eftir það bárust myndir sem sýna að minnst einn spaði varð fyrir skemmdum. Enn er verið að rannsaka af hverju sambandið við þyrluna slitnaði. The sols won t be the same without the #MarsHelicopter.#ThanksIngenuity, for being my partner in exploration from the very beginning. https://t.co/mFAg7Lwxnp pic.twitter.com/uoi4bXXa9Y— NASA's Perseverance Mars Rover (@NASAPersevere) January 25, 2024 Mars Bandaríkin Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Boraði fyrstu holuna á Mars Vélmennið Perseverance boraði í morgun sína fyrstu holu á Mars. Úr holunni tók vélmennið sýni sem vísindamenn vonast til að bera ummerki fornra lífvera. 6. ágúst 2021 15:00 Ingenuity lenti í vandræðum í sjöttu flugferðinni á Mars Þyrlan Ingenuity flaug í sjötta sinn á Mars síðasta laugardag. Þyrlan flaug um rúmlega tvö hundruð metra vegalengd í um tíu metra hæð, þó bilun hafi komið upp þegar þyrlan átti um 65 metra eftir. 28. maí 2021 12:07 Ingenuity flaug hærra og lengra en áður Tilraunir með þyrilvængjuna Ingenuity á reikistjörnunni Mars héldu áfram um helgina. Þá fór litla þyrlan í þriðju tilraunaflugferð sína og sveif hærra og lengra en hún hafði nokkru sinni gert áður. Verkfræðingar leiðangursins ætla Ingenuity enn djarfari ferðir á næstunni. 26. apríl 2021 09:25 Litlu Marsþyrlunni tókst ætlunarverkið Fyrsta tilraunaflug þyrilvængjunnar Ingenuity á reikistjörnunni Mars gekk að óskum í morgun. Leiðangursstjórn bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA bárust fyrstu gögnin sem staðfestu að þyrlan hefði flogið og fyrstu myndirnar af tilrauninni. 19. apríl 2021 11:15 Þyrlan á Mars: Fyrsta tilraunaflugferðin í morgun Þyrilvængjan Ingenuity átti að reyna að fljúga í fyrsta skipti á reikistjörnunni Mars nú í morgun. Búist er við að upplýsingar um hvernig til tókst berist til jarðar nú fyrir hádegið. Hægt verður að fylgjast með því í beinni útsendingu á Vísi. 19. apríl 2021 09:26 Nýtt háþróað vélmenni sent til Mars: Ætla að fljúga lítilli þyrlu og leita lífs Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, stefnir á að skjóta geimfari af stað til Mars í vikunni. 28. júlí 2020 11:30 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira
Ingenuity fór langt fram úr væntingum vísindamanna og flaug alls 72 sinnum og fjórtán sinnum lengra en upprunalegar áætlanir gerðu ráð fyrir. Í heildina flaug þyrlan í rúmar tvær klukkustundir og virkaði í tæp þrjú ár, 35 mánuðum lengur en upprunalega stóð til. Haft er eftir Bill Nelson, yfirmanni Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA), á vef stofnunarinnar að sögulegu ferðalagi Ingenuity sé nú lokið. „Þessi merka þyrla flaug hærra og lengra en við höfðum ímyndað okkur og hjálpaði NASA að gera það sem við gerum best, að gera hið ómögulega mögulegt.“ Þyrlan var fyrsta farartækið sem flaug undir eigin afli á öðrum hnetti en andrúmsloft plánetunnar rauðu er mun þynnra en andrúmsloft jarðarinnar. Þéttleiki þess er í raun bara eitt prósent af því sem við eru vön hér á jörðinni en á móti kemur að þyngdaraflið á mars er einungis þriðjungur af þyngdarafli jarðarinnar. Þyrluspaðar Ingenuity munu snúast um 2.400 sinnum á mínútu, sem er um átta sinnum hraðar en hefðbundnar þyrlur gera á jörðinni. Nú hefur að minnsta kosti einn af spöðum Ingenuity orðið fyrir skemmdum og er ekki talið að hægt sé að fljúga þyrlunni aftur. Hún stendur þó í réttri stöðu á yfirborði Mars og vísindamenn ná enn samskiptum við þyrluna. A snapshot from Mars showing the damage to Ingenuity's rotor blade sustained during its Flight 72 landing.The #MarsHelicopter is no longer capable of flight, but we are celebrating its achievements and its legacy. Participate here: https://t.co/n0yIdA24Yy pic.twitter.com/VqDruhy3sE— NASA JPL (@NASAJPL) January 25, 2024 Eins og áður segir lenti Perseverance á Mars þann 18. febrúar 2021. Ingenuity fór svo fyrstu flugferðina þann 19. apríl. Hún var svo notuð um nokkuð skeið til að finna leiðir fyrir Perseverance í gegnum landslag Mars. Þann 18. janúar var Ingenuity send á loft svo hægt væri að finna út hvar þyrlan hefði framkvæmt neyðarlendingu í flugferðinni þar áður. Þyrlan fór í tólf metra hæð og sveif þar í um 4,5 sekúndur. Þegar þyrlan var að lenda aftur missti hún sambandið við Perseverance og þar með við vísindamenn á jörðinni. Samband náðist aftur við þyrluna degi síður og nokkrum dögum eftir það bárust myndir sem sýna að minnst einn spaði varð fyrir skemmdum. Enn er verið að rannsaka af hverju sambandið við þyrluna slitnaði. The sols won t be the same without the #MarsHelicopter.#ThanksIngenuity, for being my partner in exploration from the very beginning. https://t.co/mFAg7Lwxnp pic.twitter.com/uoi4bXXa9Y— NASA's Perseverance Mars Rover (@NASAPersevere) January 25, 2024
Mars Bandaríkin Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Boraði fyrstu holuna á Mars Vélmennið Perseverance boraði í morgun sína fyrstu holu á Mars. Úr holunni tók vélmennið sýni sem vísindamenn vonast til að bera ummerki fornra lífvera. 6. ágúst 2021 15:00 Ingenuity lenti í vandræðum í sjöttu flugferðinni á Mars Þyrlan Ingenuity flaug í sjötta sinn á Mars síðasta laugardag. Þyrlan flaug um rúmlega tvö hundruð metra vegalengd í um tíu metra hæð, þó bilun hafi komið upp þegar þyrlan átti um 65 metra eftir. 28. maí 2021 12:07 Ingenuity flaug hærra og lengra en áður Tilraunir með þyrilvængjuna Ingenuity á reikistjörnunni Mars héldu áfram um helgina. Þá fór litla þyrlan í þriðju tilraunaflugferð sína og sveif hærra og lengra en hún hafði nokkru sinni gert áður. Verkfræðingar leiðangursins ætla Ingenuity enn djarfari ferðir á næstunni. 26. apríl 2021 09:25 Litlu Marsþyrlunni tókst ætlunarverkið Fyrsta tilraunaflug þyrilvængjunnar Ingenuity á reikistjörnunni Mars gekk að óskum í morgun. Leiðangursstjórn bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA bárust fyrstu gögnin sem staðfestu að þyrlan hefði flogið og fyrstu myndirnar af tilrauninni. 19. apríl 2021 11:15 Þyrlan á Mars: Fyrsta tilraunaflugferðin í morgun Þyrilvængjan Ingenuity átti að reyna að fljúga í fyrsta skipti á reikistjörnunni Mars nú í morgun. Búist er við að upplýsingar um hvernig til tókst berist til jarðar nú fyrir hádegið. Hægt verður að fylgjast með því í beinni útsendingu á Vísi. 19. apríl 2021 09:26 Nýtt háþróað vélmenni sent til Mars: Ætla að fljúga lítilli þyrlu og leita lífs Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, stefnir á að skjóta geimfari af stað til Mars í vikunni. 28. júlí 2020 11:30 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira
Boraði fyrstu holuna á Mars Vélmennið Perseverance boraði í morgun sína fyrstu holu á Mars. Úr holunni tók vélmennið sýni sem vísindamenn vonast til að bera ummerki fornra lífvera. 6. ágúst 2021 15:00
Ingenuity lenti í vandræðum í sjöttu flugferðinni á Mars Þyrlan Ingenuity flaug í sjötta sinn á Mars síðasta laugardag. Þyrlan flaug um rúmlega tvö hundruð metra vegalengd í um tíu metra hæð, þó bilun hafi komið upp þegar þyrlan átti um 65 metra eftir. 28. maí 2021 12:07
Ingenuity flaug hærra og lengra en áður Tilraunir með þyrilvængjuna Ingenuity á reikistjörnunni Mars héldu áfram um helgina. Þá fór litla þyrlan í þriðju tilraunaflugferð sína og sveif hærra og lengra en hún hafði nokkru sinni gert áður. Verkfræðingar leiðangursins ætla Ingenuity enn djarfari ferðir á næstunni. 26. apríl 2021 09:25
Litlu Marsþyrlunni tókst ætlunarverkið Fyrsta tilraunaflug þyrilvængjunnar Ingenuity á reikistjörnunni Mars gekk að óskum í morgun. Leiðangursstjórn bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA bárust fyrstu gögnin sem staðfestu að þyrlan hefði flogið og fyrstu myndirnar af tilrauninni. 19. apríl 2021 11:15
Þyrlan á Mars: Fyrsta tilraunaflugferðin í morgun Þyrilvængjan Ingenuity átti að reyna að fljúga í fyrsta skipti á reikistjörnunni Mars nú í morgun. Búist er við að upplýsingar um hvernig til tókst berist til jarðar nú fyrir hádegið. Hægt verður að fylgjast með því í beinni útsendingu á Vísi. 19. apríl 2021 09:26
Nýtt háþróað vélmenni sent til Mars: Ætla að fljúga lítilli þyrlu og leita lífs Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, stefnir á að skjóta geimfari af stað til Mars í vikunni. 28. júlí 2020 11:30