Ræða veru bandarískra hermanna í Írak Samúel Karl Ólason skrifar 26. janúar 2024 14:59 Meðlimir Kataib Hezbollah jarða mann sem féll í einni af loftárásum Bandaríkjanna í Írak. AP/Hadi Mizban Ráðamenn í Bandaríkjunum og Írak munu á næstunni hefja viðræður um að binda enda á bandalagið gegn Íslamska ríkinu, sem stofnað var til að berjast gegn vígamönnum hryðjuverkasamtakanna í Írak. Meðal þess sem ræða á um er hvort bandarískir hermenn verða áfram í landinu og þá hve umfangsmikil viðvera þeirra verður. Bandarískir hermenn í Írak hafa orðið fyrir fjölmörgum árásum þar í landi frá vopnahópum, sem eru óformlegur hluti af írakska hernum en eru studdir og jafnvel fjármagnaðir af yfirvöldum í Íran og tengjast klerkastjórninni nánum böndum. Hóparnir voru myndaðir þegar baráttan gegn vígamönnum ISIS stóð hvað hæst. Her Bandaríkjanna hefur svarað þessum árásum með loftárásum innan landamæra Íraks og hefur ríkisstjórn Íraks kvartað yfir þeim. Forsætisráðherra Íraks hefur sagt að hann muni ræða við ráðamenn í Bandaríkjunum um að flytja hermenn þeirra úr landinu. Sjá einnig: Fordæma Bandaríkjamenn vegna drónaárásar í Baghdad AP fréttaveitan hefur þó eftir embættismönnum í Bandaríkjunum að viðræðurnar hafi verið skipulagðar um síðasta sumar, áður en þessar árásir hófust. Talskona varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna sagði svo í gær að engin beiðni um að flytja hermenn á brott hefði borist frá ríkisstjórn Íraks. Allra fyrstu viðræðurnar eiga að fara fram á morgun en þær á að nota til að leggja línurnar fyrir áframhaldandi viðræður. Ítrekaðar árásir á hermenn Frá því stríð Ísrael og Hamas hófst hafa að minnsta kosti sextíu árásir verið gerðar á bandaríska hermenn í Írak og Sýrlandi. Þær hafa verið gerðar með drónum, eldflaugum, bæði skamm- og langdrægum, og sprenguvörpum. Um síðustu helgi skutu meðlimir hóps sem kallast Kataib Hezbollah nokkrum langdrægum eldflaugum að stórri herstöð í Vesturhluta Íraks, þar sem bandarískir hermenn hafa þjálfað írakskar öryggissveitir. Þeirri árás var svarað með loftárásum gegn hópum tengdum Íran og féllu einhverjir meðlimir hópanna í þeim árásum. Ríkisstjórn Íraks mótmælti loftárásunum en meðlimir hennar hafa einnig mótmælt skæðri eldflaugaárás Írana á borgina Erbil í norðurhluta Íraks. Írak Bandaríkin Hernaður Sýrland Íran Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Bandarískir hermenn í Írak hafa orðið fyrir fjölmörgum árásum þar í landi frá vopnahópum, sem eru óformlegur hluti af írakska hernum en eru studdir og jafnvel fjármagnaðir af yfirvöldum í Íran og tengjast klerkastjórninni nánum böndum. Hóparnir voru myndaðir þegar baráttan gegn vígamönnum ISIS stóð hvað hæst. Her Bandaríkjanna hefur svarað þessum árásum með loftárásum innan landamæra Íraks og hefur ríkisstjórn Íraks kvartað yfir þeim. Forsætisráðherra Íraks hefur sagt að hann muni ræða við ráðamenn í Bandaríkjunum um að flytja hermenn þeirra úr landinu. Sjá einnig: Fordæma Bandaríkjamenn vegna drónaárásar í Baghdad AP fréttaveitan hefur þó eftir embættismönnum í Bandaríkjunum að viðræðurnar hafi verið skipulagðar um síðasta sumar, áður en þessar árásir hófust. Talskona varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna sagði svo í gær að engin beiðni um að flytja hermenn á brott hefði borist frá ríkisstjórn Íraks. Allra fyrstu viðræðurnar eiga að fara fram á morgun en þær á að nota til að leggja línurnar fyrir áframhaldandi viðræður. Ítrekaðar árásir á hermenn Frá því stríð Ísrael og Hamas hófst hafa að minnsta kosti sextíu árásir verið gerðar á bandaríska hermenn í Írak og Sýrlandi. Þær hafa verið gerðar með drónum, eldflaugum, bæði skamm- og langdrægum, og sprenguvörpum. Um síðustu helgi skutu meðlimir hóps sem kallast Kataib Hezbollah nokkrum langdrægum eldflaugum að stórri herstöð í Vesturhluta Íraks, þar sem bandarískir hermenn hafa þjálfað írakskar öryggissveitir. Þeirri árás var svarað með loftárásum gegn hópum tengdum Íran og féllu einhverjir meðlimir hópanna í þeim árásum. Ríkisstjórn Íraks mótmælti loftárásunum en meðlimir hennar hafa einnig mótmælt skæðri eldflaugaárás Írana á borgina Erbil í norðurhluta Íraks.
Írak Bandaríkin Hernaður Sýrland Íran Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira