Tjá sig ekki um þjóðerni hinna handteknu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. janúar 2024 12:02 Grímur Grímsson er yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu. Vísir/Arnar Mennirnir þrír sem handteknir voru eftir aðgerð lögreglu við Fjölbrautarskólann í Breiðholti í vikunni hafa verið látnir lausir. Lögregla verst allra frétta af málinu. Það var á fimmtudaginn sem þrír voru handteknir í aðgerðum lögreglu við Fjölbrautarskólann í Breiðholti. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild staðfestir í samtali við fréttastofu að mennirnir hafi verið látnir lausir en að öðru leyti hefur lögregla varist allra frétta af málinu og ekki veitt fjölmiðlum viðtal. Einn var handtekinn vegna hótana um að ráðast inn í skólann en hinir tveir voru handteknir á vettvangi, eftir að lögregla sá þá sitja inni í bíl íklædda stunguvestum. Þeir reyndust einnig vera með leikfangabyssur í fórum sínum. Þeirra handtaka er þó ekki tengd hótuninni. Á samfélagsmiðlum hafa sögur verið á kreiki um atburðarásina, mennirnir meðal annars sagðir hælisleitendur. Þeir eigi að hafa gengið um skólann með leikfangabyssurnar á meðan nemendur hafi verið læstir inni í stofum sínum í tvo klukkutíma. Þetta hefur skólameistari FB þvertekið fyrir og segir engan mannanna hafa komið inn í skólann á neinum tímapunki. Grímur sagðist í samtali við fréttastofu ekki geta tjáð sig um þjóðerni mannanna, og að atburðarásin væri meðal þess sem til rannsóknar væri hjá lögreglu. Lögreglumál Reykjavík Framhaldsskólar Tengdar fréttir „Þetta er hreinasti skáldskapur“ Skólameistari Fjölbrautaskólans í Breiðholti segist ekkert skilja í sögusögnum sem fóru af stað í kjölfar lögregluaðgerðar við skólann í gær. Maður sem hótaði að gera árás í skólanum kom aldrei inn fyrir veggi hans þennan dag. 26. janúar 2024 18:40 Blæs á sögusagnir og segir algjöra ró hafa verið innan veggja skólans Skólastjórnendur Fjölbrautaskólans í Breiðholti segja allt hafa verið með kyrrum kjörum í skólanum í gær eftir að honum var lokað í kjölfar þess að stjórnendum bárust upplýsingar um að fyrrverandi nemandi hyggðist koma í skólann og valda miska. 26. janúar 2024 13:58 Hlupu upp til handa og fóta vegna manna með leikfangabyssur Lögregla var með mikið viðbragð við Fjölbrautaskólann í Breiðholti um klukkan 14. Tveir tvítugir menn voru handteknir á vettvangi og færðir á lögreglustöð. Þeir voru með leikfangabyssur og klæddir stunguvestum. Einn hafði áður verið handtekinn á heimili sínu eftir að hafa uppi alvarlegar hótanir um ofbeldi á samfélagsmiðlum. 25. janúar 2024 14:22 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Sjá meira
Það var á fimmtudaginn sem þrír voru handteknir í aðgerðum lögreglu við Fjölbrautarskólann í Breiðholti. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild staðfestir í samtali við fréttastofu að mennirnir hafi verið látnir lausir en að öðru leyti hefur lögregla varist allra frétta af málinu og ekki veitt fjölmiðlum viðtal. Einn var handtekinn vegna hótana um að ráðast inn í skólann en hinir tveir voru handteknir á vettvangi, eftir að lögregla sá þá sitja inni í bíl íklædda stunguvestum. Þeir reyndust einnig vera með leikfangabyssur í fórum sínum. Þeirra handtaka er þó ekki tengd hótuninni. Á samfélagsmiðlum hafa sögur verið á kreiki um atburðarásina, mennirnir meðal annars sagðir hælisleitendur. Þeir eigi að hafa gengið um skólann með leikfangabyssurnar á meðan nemendur hafi verið læstir inni í stofum sínum í tvo klukkutíma. Þetta hefur skólameistari FB þvertekið fyrir og segir engan mannanna hafa komið inn í skólann á neinum tímapunki. Grímur sagðist í samtali við fréttastofu ekki geta tjáð sig um þjóðerni mannanna, og að atburðarásin væri meðal þess sem til rannsóknar væri hjá lögreglu.
Lögreglumál Reykjavík Framhaldsskólar Tengdar fréttir „Þetta er hreinasti skáldskapur“ Skólameistari Fjölbrautaskólans í Breiðholti segist ekkert skilja í sögusögnum sem fóru af stað í kjölfar lögregluaðgerðar við skólann í gær. Maður sem hótaði að gera árás í skólanum kom aldrei inn fyrir veggi hans þennan dag. 26. janúar 2024 18:40 Blæs á sögusagnir og segir algjöra ró hafa verið innan veggja skólans Skólastjórnendur Fjölbrautaskólans í Breiðholti segja allt hafa verið með kyrrum kjörum í skólanum í gær eftir að honum var lokað í kjölfar þess að stjórnendum bárust upplýsingar um að fyrrverandi nemandi hyggðist koma í skólann og valda miska. 26. janúar 2024 13:58 Hlupu upp til handa og fóta vegna manna með leikfangabyssur Lögregla var með mikið viðbragð við Fjölbrautaskólann í Breiðholti um klukkan 14. Tveir tvítugir menn voru handteknir á vettvangi og færðir á lögreglustöð. Þeir voru með leikfangabyssur og klæddir stunguvestum. Einn hafði áður verið handtekinn á heimili sínu eftir að hafa uppi alvarlegar hótanir um ofbeldi á samfélagsmiðlum. 25. janúar 2024 14:22 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Sjá meira
„Þetta er hreinasti skáldskapur“ Skólameistari Fjölbrautaskólans í Breiðholti segist ekkert skilja í sögusögnum sem fóru af stað í kjölfar lögregluaðgerðar við skólann í gær. Maður sem hótaði að gera árás í skólanum kom aldrei inn fyrir veggi hans þennan dag. 26. janúar 2024 18:40
Blæs á sögusagnir og segir algjöra ró hafa verið innan veggja skólans Skólastjórnendur Fjölbrautaskólans í Breiðholti segja allt hafa verið með kyrrum kjörum í skólanum í gær eftir að honum var lokað í kjölfar þess að stjórnendum bárust upplýsingar um að fyrrverandi nemandi hyggðist koma í skólann og valda miska. 26. janúar 2024 13:58
Hlupu upp til handa og fóta vegna manna með leikfangabyssur Lögregla var með mikið viðbragð við Fjölbrautaskólann í Breiðholti um klukkan 14. Tveir tvítugir menn voru handteknir á vettvangi og færðir á lögreglustöð. Þeir voru með leikfangabyssur og klæddir stunguvestum. Einn hafði áður verið handtekinn á heimili sínu eftir að hafa uppi alvarlegar hótanir um ofbeldi á samfélagsmiðlum. 25. janúar 2024 14:22