Hló og grét þegar hún seldi fyrir milljón á einum degi Rakel Sveinsdóttir skrifar 30. janúar 2024 07:00 Gerður Huld Arinbjarnardóttir, eigandi og framkvæmdastjóri Blush, bæði hló og grét þegar hún seldi kynlífstæki í fyrsta sinn fyrir milljón á einum degi. Enda hafði hún farið í gegnum ýmislegt áður en sá áfangi náðist. Meðal annars að vinna bug á efasemdum og lágu sjálfsmati og átta sig á því að auðvitað gæti hún hugsað stórt! Vísir/EINAR „Jú það kom alveg tími þar sem ég efaðist. Hvort ég ætti að halda áfram eða hætta. Kannski gæti ég þetta ekkert, mér fannst ég ekki nógu sæt eða vita nógu mikið og svo framvegis,“ segir Gerður Huld Arinbjarnardóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Blush. „En sem betur fer áttaði ég mig á því að fyrst og fremst þurfti ég að vinna í sjálfri mér og mínu sjálfstrausti. Sem ég svo sannarlega gerði,“ segir Gerður og hlær. Síðar í samtali segir hún: „Ég vissi reyndar ekki hvernig ég ætti að segja mömmu og pabba að ég hefði eytt öllum peningunum sem ég hafði safnað fyrir íbúð, í námskeið fyrir sjálfa mig. En innan árs hafði ég fengið það fjármagn margfalt til baka. Því í þessari sjálfsvinnu jókst ekki bara sjálfstraustið, heldur lærði ég líka að ég má alveg hugsa stórt!“ Síðustu árin hefur Blush mælst eitt af framúrskarandi fyrirtækjum landsins samkvæmt mælingum Creditinfo. Þá hefur Blush ýmist hlotið verðlaun eða eftirtekt á ýmsum öðrum vettvangi. Til dæmis hefur Blush mælst sérstaklega hátt í ánægjumælingum Maskínu, sem þýðir að viðskiptavinir fyrirtækisins eru viljugir til þess að mæla með Blush við vini og vandamenn. Þá hafa auglýsingar Blush vakið athygli og unnið hina eftirsóttu lúðra Ímark. „Þegar ég byrjaði vissi ég samt ekki neitt. Ekki einu sinni hver væri munurinn á víbrador og dildó,“ segir Gerður og bætir við: En ég gleymi því aldrei þegar ég seldi kynlífstæki fyrir milljón á einum degi. Þá bæði hló ég og grét.“ Gerður í Blush Við höfum flest heyrt nafnið hennar og fáir vita ekki að fyrirtækið Blush er kynlífstækjaverslun. Enda hefur Gerður verið ótrúlega dugleg að koma fyrirtækinu á framfæri í fjölmiðlum síðustu árin. Og sett markið hátt. Um mælingar Creditinfo segir hún meðal annars: „Þetta er ótrúlega mikilvægur áfangi fyrir mig. Því sjáðu til: Að reka kynlífstækjaverslun er ekki það sama og að reka bara eitthvað fyrirtæki. Ímyndin virðist sú hjá sumum að rekstur kynlífstækjaverslunar lúti ekki sömu reglum og annar rekstur; Að greiða starfsfólki laun, að greiða skatta og gjöld og svo framvegis. Sem við svo sannarlega gerum.“ Gerður er ástfangin upp fyrir haus en hefur alveg farið í gegnum súrt og sært til að ná þeim árangri að Blush og hún sjálf hljóti verðlaun og viðurkenningar og jafnvel efast um sjálfan sig á alla enda og kanta. Síðustu árin hefur Blush mælst eitt af framúrskarandi fyrirtækjum landsins samkvæmt mælingum Creditinfo. Áfangi sem fæst fyrirtæki á Íslandi ná en mörg dreymir um. Blush hefur þó farið í gegnum tímanna tvenna. Líka gjaldþrot og að þurfa að byrja upp á nýtt. „Sem betur fer vann ég í sjálfri mér. Því með auknu sjálfstrausti og þessari sjálfsvinnu sem ég fór markvisst í, lærði ég það sem þurfti til. Til dæmis að þora að koma fram í fjölmiðlum, að skrifa greinar um kynlífstæki og ýmislegt sem ég áður hafði ekki haft hugrekki til að gera.“ Enda svo margt mannlegt sem truflaði vegferðina. Þykkir flöskubotnar Þegar æskuárin eru rifjuð upp, segir Gerður til dæmis frá því að um tíma hafi hún verið uppnefnd gleraugnaglámur. „Ég var með plús fimm eða sex eða eitthvað og flöskubotnarnir í gleraugunum voru svona þykkir….,“ skýrir Gerður út með höndunum. Frá ellefu ára aldri ólst Gerður upp í Kópavogi þar sem hún býr enn. Gerður er samt fædd á Akureyri árið 1989 og á tvær eldri systur. „Ég var samt örverpi því þær eru tíu og ellefu árum eldri en ég.“ Þegar Gerður var sex ára flutti fjölskyldan í Breiðholtið í Reykjavík og síðar í Salarhverfið í Kópavogi. Svo skemmtilega vill til að í dag býr Gerður í húsi sem foreldrar hennar byggðu árið 2007 í Salahverfinu. „Þetta er hús á tveimur hæðum. Við búum uppi en pabbi niðri,“ skýrir Gerður út en sambýlismaður hennar er Jakob Fannar Hansen flugmaður. Gerður viðurkennir að hafa um tíma aðeins farið að vesenast á unglingsárunum. Að hanga með krökkunum í sjoppunni. Reykja. Að skrópa í skólanum. „Skynsemin var samt alltaf undirliggjandi. Ég er með bullandi lesblindu og átti ekki auðvelt með skólann. En þótt ég færi að hanga í sjoppunni og allt það var ég samt að passa upp á að sígarettustubbarnir væru ekki út um allt eftir okkur og fór ekki einu sinni að drekka fyrr en vel eftir tvítugt. Prófaði reyndar þegar ég var sautján ára en var frekar í þeim hópi að koma fullum vinum og vinkonum heim.“ Bjartasta vonin með fimm í öllu Í útskrift 10.bekkjar, fékk Gerður óvænta en frábæra hvatningu. „Ég fékk fimm í öllu í samræmdu prófunum. En í útskriftinni var tilkynnt að ég hafði verið valin af samnemendum mínum Bjartasta vonin. Þessi viðurkenning hafði rosalega mikil áhrif á mig og ég man að ég hugsaði að nú þyrfti ég að fara að ákveða hvað ég ætlaði að gera í lífinu.“ Gerður segist nokkuð viss um að þátttaka hennar í söngvakeppni Samfés í þrjú ár hafi haft áhrif á þessa kosningu. Enda ætlaði hún sér að verða söngkona. Í fyrstu var unnið út frá því að markhópur Blush væru konur á aldrinum 18-25 ára. Í dag er öldin önnur. Flest fólk er orðið mun upplýstara um kynheilbrigði og þær leiðir sem hægt er að fara til að auka unað á kynlífi og nú er markhópurinn sterkastur sem er 35 ára og eldri. En það hefur líka kostað blóð svita og tár að ná þeim árangri að breyta ímynd og ásýnd fyrirtækis sem selur kynlífstæki þannig að neytendur upplifi fyrirtækið á mjög jákvæðan hátt.Vísir/Einkasafn, Vilhelm „Ég var samt ekkert vinsælasta stelpan í skólanum eða neitt svoleiðis. Þannig að þessi viðurkenning hafði mikil og jákvæð áhrif á mig og þess vegna segi ég alltaf að við eigum alls ekki að hætta með þessa kosningu í skólum. Sjálf mun ég aldrei gleyma tilfinningunni sem fylgdi því að hugsa: Vá, þau hafa fyrir alvöru trú á mér!“ Hefur unnið „alls staðar“ Vegna lesblindunnar byrjaði Gerður á því að velta fyrir sér í hvaða nám hún gæti farið sem ekki kallaði á mikið bóklegt nám. „Ég var fljót að átta mig á því að draumurinn um að verða söngkona væri ekki málið. Enda bara einn af hverjum milljón söngvurum sem ná að skapa sér tekjur til að lifa á af söng.“ Gerður ákvað því að gerast hárgreiðslukona. „Ég var samt fljót að átta mig á því að það væri ekki rétta leiðin fyrir mig. Því hárgreiðslan er líkamlega erfið vinna og í hreinskilni sagt, þá hef ég alltaf glímt við það líkamlega að geta ekki erfiðað of mikið. Það er bara staðreynd.“ Gerður varð ung mamma, en náði fyrir þann tíma og næstu árin á eftir, að vinna á ótrúlega mörgum stöðum. „Jakob segir stundum við mig: Hvar hefur þú eiginlega ekki unnið? Því ég hef unnið alls staðar í alvörunni,“ segir Gerður og skellihlær. Í kjölfarið fylgir löng upptalning vinnustaða: Landspítalinn, Subway, Dominos, Hópkaup, leikskóla, elliheimili, fataverslun, K100 og svo mætti lengi telja. „Ég var mjög leitandi en þegar að ég var að vinna á K100 í auglýsingasölu áttaði ég mig á því að sölumennskan á ótrúlega vel við mína styrkleika.“ Gerður varð mamma aðeins tvítug og segir það hafa verið meðvitaða ákvörðun. Hana langaði að verða mamma! Lengi vel var lager Blush heima í stofu, sem stundum gat verið vandræðalegt þegar gestum bar að garði. Um tíma var heimilið eins og járnbrautastöð viðskiptavina sem vildu skoða kynlífstæki fyrir kaup.Vísir/EINAR Nítján ára verður Gerður ólétt. „En svo það sé tekið fram þá var það engin slysni heldur plönuð ólétta. Ég vildi ekkert meir en að verða mamma og sá fyrir mér að eignast tvö til þrjú börn. Að verða mamma var því hlutverk sem ég tók meðvitaða ákvörðun um á þessum aldri,“ segir Gerður sem þá þegar var komin í sambúð með barnsföður sínum. Sonurinn Hektor fæddist árið 2009 en fljótlega eftir að hann fæddist, fór Gerður að velta fyrir sér hvað hún ætti að gera eftir fæðingarorlof. Svo fallegt kynlífstæki Gerður segir að það að fara í sjálfstæðan rekstur hafi snemma blundað í sér en áður en Blush var stofnað, voru hún og vinkona hennar Rakel Ósk Orradóttir heillengi að velta fyrir sér hvers konar fyrirtæki þær gætu stofnað. „Í dag segi ég alltaf við fólk: Finndu vandamál í þínu eigin daglega lífi og leystu það. Því það gerði Blush. Hugmyndirnar okkar Rakelar voru samt ekkert í þá veru. Við vorum til dæmis að spá í að fara af stað með skóverslun. Því við elskum báðar skó.“ Einn daginn segir Rakel Ósk hins vegar óvænt við Gerði: „Heyrðu, ég var að kaupa mér kynlífstæki. Ég verð að sýna þér það.“ Gerður missti andlitið. Mér varð algjörlega ofboðið. Í alvöru? Eitt var að hún hefði verið að kaupa sér kynlífstæki en annað var að hún ætlaði að sýna mér það. Ég einfaldlega átti ekki til orð.“ Gerður hlær þegar hún heldur frásögninni áfram. „Rakel kemur síðan með svona hringlaga egg til mín með gulláferð sem var ofboðslega fallegt. Í raun svo fallegur gripur að mér fannst frekar að hún væri að sýna mér einhverja hönnunarvöru selda í Epal en ekki kynlífstæki.“ Það kom því ekkert annað til greina en að Gerður myndi prófa að kaupa sér eitthvað undratæki sjálf. „Við fórum saman í kynlífstækjaverslun, alveg ákveðnar í að kaupa eitthvað gott tæki fyrir mig. En Ómægod! Þvílík upplifun sem það var að koma inn í svona verslun,“ segir Gerður og skellir uppúr. ,,Í búðinni var karlmaður að afgreiða, það var nú strax eitt. Síðan blöstu við klámmyndir út um allt og í einu horninu í loftinu var túpusjónvarp þar sem verið var að spila einhverja klámmynd.“ Tómhentar út en gáfust ekki upp Þetta var árið 2010 eða 2011 að sögn Gerðar og þótt vinkonurnar hafi labbað tómhentar út úr búðinni, gáfust þær ekki upp heldur fundu úrval kynlífstækja á erlendri netverslunarsíðu. Gerður var uppnefnd gleraugnaglámur sem barn, er með bullandi lesblindu og átti ekki auðvelt með nám. Við stofnun Blush fékk hún 200 þúsund króna lán frá pabba sínum og viðurkennir að það hafi verið frekar erfitt að segja honum að hugmyndin væri að fara að selja kynlífstæki. En lánið fékk hún frá pabba! Þegar Gerður var búin að velja sér tæki til kaups og tilbúin til að borga, kom upp babb í bátinn: Vörurnar voru ekki sendar til Íslands. „Við fórum þá að vafra eitthvað um á síðunni að reyna að finna hvernig við gætum keypt vörur þaðan þegar við rekumst á síðu þar sem á stóð: Do you want to become a retailer?“ Og kviss bamm búmm: Vinkonurnar slóu til, fylltu út formið og sóttu um. Fyrstu ár Blush Nokkrum dögum síðar voru Gerður og Rakel Ósk orðnir formlegir söluaðilar kynlífstækja á Íslandi. „Fyrsta pöntunin voru samt bara einhver tíu kynlífstæki fyrir nánasta vinkonuhópinn,“ segir Gerður og brosir. Til að stofna fyrirtækið formlega, þurfti þó að slá smá lán. „Við áttum engan pening þannig að ég fór til pabba og bað hann um að lána okkur 200 þúsund krónur því að við værum að stofna fyrirtæki. Og þá spurði hann: Hvers konar fyrirtæki?“ segir Gerður og skellihlær. Því við tóku mjög vandræðalegar sekúndur. Mér fannst mjög vandræðalegt að segja pabba að við ætluðum að fara að selja kynlífstæki. Hummaði og mummaði og hálf stamaði lágróma út úr mér hver hugmyndin væri. En þá sagði hann bara: Já, það er nú eflaust margt vitlausara en það.“ Lánið fengu þær og salan á kynlífstækjunum var hugsum þannig að hún færi fram í heimakynningum. „Ég gleymi aldrei fyrstu heimakynningunni,“ segir Gerður og sýpur hveljur. „Því það seldist ekki eitt tæki.“ Sem var mikið áfall fyrir vinkonurnar. „Auðvitað kom salan síðar en lengi vel var þetta ekki rekstur að skila neinu, við einfaldlega borguðum með rekstrinum. Sjálf var ég til dæmis í þremur öðrum vinnum samhliða, starfaði sem móttökuritari hjá Landspítalanum, við að elda hádegis- og kvöldmat fyrir mann sem réði mig í það og stundum heimilisþrif þar líka, til viðbótar var ég að selja Salatmaster.“ Gerður og barnsfaðirinn slitu samvistum og um ári eftir að Blush var stofnað, ákvað Rakel Ósk að hætta. Gerður nefnir sérstaklega tvær ákvarðanir sem hafa reynst henni hvað best í lífinu. Annars vegar að eyða öllu sparifénu sínu í heilsársnámskeið hjá Tony Robbins. Hins vegar að fá sambýlismann sinn Jakob Fannar Hansen, í reksturinn með sér í Blush. „Rakel fékk starfstilboð sem hún þáði og vildi einbeita sér að. Sem var mjög skynsamlegt, bæði fyrir hana og okkur. Því eftirá að hyggja, er ég ekki viss um að það hefði verið hægt að halda Blush úti lengi með tveimur aðilum í rekstrinum. Reksturinn stóð ekki einu sinni undir einni manneskju.“ Í litlu samfélagi segir Gerður að ýmsar kjaftasögur hafi farið af stað. „Maður heyrði sögur um að það hefði allt farið í hnút hjá okkur, vinslit og allt. Sem er bara bull því við Rakel erum enn bestu vinkonur og styðjum hvor aðra heilshugar í öllu sem við erum að gera, hvor um sig.“ Gerður og Tony Robbins Gerður segir svolítið fyndið hvað það eru margir sem halda að hún hafi alltaf vitað svo mikið um kynlífstæki. „Sem var alls ekki. Ég vissi ekki neitt og þetta var því jafn nýtt fyrir mér og öðrum.“ Smám saman jókst þekkingin og reynslan, en reksturinn var samt ekkert að taka við sér. „Að reka EHF fyrirtæki stendur náttúrulega fyrir: Ekkert helvítis frí. Og þannig var þetta. Maður vann og vann en reksturinn gekk illa. Árið 2014 er ég á leiðinni í þrot og langt niðri andlega. Sjálfsmatið mitt var hreinlega ekkert.“ Svo vildi þó til að Gerður fer á þessum tíma á sitt fyrsta námskeið hjá Tony Robbins. Sem einfaldlega skýrist af því að þáverandi kærastinn hennar var að fara í annað sinn. „Hann fékk 2 fyrir 1 miða. Þannig að ég skellti mér með og sá þá i staðinn um að borga hótelið,“ segir Gerður og hlær. Námskeiðið reyndist mikilfengleg hugljómun fyrir Gerði. „Allt í einu sá ég tækifærin í allt öðru ljósi. Efasemdirnar um sjálfan mig hurfu og ég áttaði mig á að auðvitað gæti ég þetta allt.“ Um ári síðar, ákvað Gerður að skella sér aftur á sama námskeið. Þá ein. „Það námskeið var haldið í Amsterdam og þegar ég var þar, náðu þeir að selja mér þá hugmynd að skrá mig í heilsársprógram hjá Tony Robbins, sem gekk þannig fyrir sig að í eitt ár var ég að vinna í sjálfum mér víðs vegar um heiminn.“ Það sem gerði það að verkum að Gerður gat gert það var einkum tvennt: „Ég var með verslunarstjóra í Hamraborg en þá var ég komin með verslunina þangað. Síðan tók sonur minn upp á því vilja flytja á Akureyri til pabba síns.“ Sem í fyrstu bætti í sjálfsefann hjá Gerði. „Ég byrjaði á því að hugsa: Nei það er auðvitað ómögulegt. Ég er mamman! Samþykkti það þó, handviss um að hann myndi koma aftur innan fárra mánuða. Sem hann gerði ekki því hann býr þar enn og hefur blómstrað á Akureyri frá fyrsta degi,“ segir Gerður og ljómar fyrir hönd sonarins. Gerður segir að í raun hafi hún varið jafn miklum tíma í að vinna í sjálfum sér og í uppbyggingu fyrirtækisins. Enda fór boltinn að rúlla hratt þegar sjálfsöryggið var komið og hugrekkið til að koma fram í fjölmiðlum og fleira. Þegar Gerður hóf sína sjálfsvinnu, var hún langt niðri andlega og fyrirtækið á leið í þrot.Vísir/EINAR „Námskeiðið sem ég fór á var samt rosalega dýrt. Ég borgaði fyrir það með sparifénu sem ég hafði safnað á löngum tíma og átti að vera fyrir íbúð. Því það er svolítið samfélagslegt á Íslandi að um leið og þú verður fullorðin áttu að vinna og vinna og kaupa þér íbúð,“ segir Gerður en bætir við: „Að eyða peningunum frekar í þetta námskeið held ég samt að sé ein sú besta ákvörðun sem ég hef tekið í lífinu.“ Fullnægingin Þótt fyrirtækið hafi farið í þrot árið 2014, ákvað Gerður að láta ekki deigan síga heldur frekar að halda áfram. Og má segja að fyrirtækið hafi frá því þá, verið í blússandi vexti. Eitthvað sem Gerður segir sjálfsvinnuna að miklu leyti að þakka. Eftir að hafa rekið fyrirtækið heiman frá í nokkur ár, kom að því að leigja verslunarhúsnæði undir reksturinn. Ég var alltaf með lagerinn inn í stofu og oft var heimilið eins og járnbrautastöð þar sem fólk var að koma heim til mín til að skoða kynlífstæki og kaupa. Sem gat alveg verið vandræðalegt. Til dæmis þegar sonurinn var að spyrja hvort það mætti koma vinur heim að leika. Þá svaraði ég kannski Nei ástin mín, það er ekki hægt í dag. Því þá var ég kannski nýbúin að fá sendingu og stofan hreinlega yfirfull af kynlífstækjum!“ Fyrsta búðin var 36 fermetra verslunarhúsnæði í Hamraborg. „Það má segja að það húsnæði hafi sprungið á fyrsta degi. Því það var alveg brjálað að gera. Árið 2019 fluttum við í 150-180 fermetra húsnæði sem var líka í Hamraborg. Sagan endurtók sig: Reksturinn sprengi húsnæðið utan af sér á no time.“ Árið 2021 fluttist Blush í nýtt og glæsilegt húsnæði að Dalvegi, en þar er verslunin til húsa í dag. „Áherslan frá upphafi hefur verð glæsileiki. Og það er margt annað sem hefur verið alveg skýrt frá byrjun. Til dæmis það að viðskiptavinir fái alltaf 30 sekúndur sem rými til að skoða eftir að þeir koma inn og áður en við bjóðum fram aðstoð okkar.“ Gerður segir erlenda aðila í geiranum marga hverja verða hálf orðlausa þegar þeir skoða Blush. „Sko, svo ég skýri út hvers vegna þá er það svo langt frá því að vera sjálfgefið að fyrirtæki sem selur kynlífstæki sé að hljóta svona mörg verðlaun eins og við, sem teljast til verðlauna á almennum markaði. Erlendir aðilar sem ég þekki hafa margir hlotið alls kyns verðlaun líka. En það eru þá viðurkenningar veittar innan kynlífstækjageirans.“ Ýmislegt hefur þó kallað á að hugsa út fyrir boxið. „Ég mátti til dæmis varla auglýsa og má enn í dag ekki auglýsa á Facebook eða Google svo eitthvað sé nefnt. Í upphafi var það líka þannig að ef ég fékk vefborða á vefmiðli, þá var hann bara birtur einhvers staðar neðarlega og helst aðeins ef innihald greinarinnar tengdist kynlífi. Það eru alls konar svona hindranir sem urðu á veginum, ekki bara það að eiga ekki pening.“ Hindranir reynast þó oftar en ekki lán í óláni. „Ég fór því af stað á Snapchat og áður en ég vissi af var ég komin með 25 þúsund manns sem voru dag eftir dag að horfa á mig kynna eitthvað kynlífstæki!“ segir Gerður og hlær. Byrjuðu á konunum Á þeim rúma áratug frá því að Gerður byrjaði að selja kynlífstæki, segir hún margt hafa breyst. „Ég vil meina að Blush hafi haft mikil áhrif á það hvernig fólk tengir kynlífstæki meira í dag við kynheilbrigði og unað í kynlífi sem eitthvað jákvætt. Þessi ímynd var allt önnur þegar ég byrjaði.“ Í fyrstu var áherslan sérstaklega á konur. „Það er frábært út af fyrir sig að selja vörur sem auka á unað kvenna. Að geta sagt við konur að það séu kynlífstæki í boði sem einaldlega tryggi að þær fái fullnægingu. Til dæmis egg eða sogtæki.“ Karlmenn eru samt í dag æ meiri áhersla í vöru- og þjónustuúrvali segir Gerður. „Lengi vel var ekki verið að horfa á þennan hóp. Í dag er þetta breytt og við með mikið af vörum til að auka á unað karlmanna við sjálfsfróun eða í kynlífi. Til dæmis typpahring eða múffu.“ Að eiga dótakassa með kynlífstækjum þykir líka sjálfsagt í dag. „Í dag er þetta ekki lengur þannig að fólk á í mesta lagi eitt kynlífstæki. Heldur dótakassa. Í dag tölum við líka um kynlífstæki fyrir pör, ekki bara konur og karla.“ Aldurshópurinn hefur líka breyst. Ekki lengur perralegt „Í fyrstu vorum við mest að horfa til kvenna á aldrinum 18-25 ára. Því við héldum að þar væri eftirspurnin mest. Það er alls ekki. Besti viðskiptavinahópurinn í dag er fólk sem er 35 ára og eldra, ekki síst fólk sem er komið yfir fimmtugt.“ Gerður telur meira en breytta umræðu eiga þátt í þessu. „Fólk er meðvitaðra um kynheilbrigði í dag og veit að það að rækta kynlífið sitt með kynlífstækjum til að auka á unað er eðilegt og jákvætt. Enda oft þörf á því. Fólk er að vinna mikið og að reka heimili, sem þýðir að við getum verið dauðþreytt og misvel upplögð fyrir kynlíf. Að eiga kynlífstæki hjálpar til við þetta.“ Gerður viðurkennir að stór hluti samtala hennar og Jakobs snúist um vinnuna. Hún segir þau samt dugleg að rækta sambandið, til dæmis að fara í árlegar paraferðir sem ganga ekki út á neitt annað en að njóta þess að vera saman sem par. Gerður segir þau líka dugleg að láta sig dreyma og um þessar mundir er parið að byggja sér hús. Viðhorf fólks hefur líka breyst mikið að sögn Gerðar. „Það er ekkert perralegt í dag og meiri skilningur á því að fólk má vera alls konar. Kynlíf og sjálfsfróun í dag er ekki neikvæð umræða.“ Ástin í lífi Gerðar Gerður og Jakob kynntust fyrir átta árum. „Við vorum vinir í um þrjú ár áður en við byrjuðum saman. Ég var meira að segja oft að hjálpa honum við að deita,“ segir Gerður og hlær. Parið kynntist þó á djamminu þar sem Jakob gerði sér dælt við Gerði. „Honum fannst ég sæt og sá fyrir sér eitthvað gott til glóðarinnar. En ég var frekar nýhætt í sambandi og ekkert á þeim buxunum að fara að slá mér upp. Við urðum síðan svo góðir vinir að við einfaldlega vildum ekki skemma þann vinskap.“ Þannig að töluðuð þið um að vera ekki saman? „Já,“ svarar Gerður og brosir. Ástin finnur sér þó sína leið og smátt og smátt gerðist það að vinskapurinn þróaðis í ástarsamband. „Þegar við vorum búin að vera að slá okkur upp um tíma gerði ég mér grein fyrir að ég var orðin ástfangin af Jakobi,“ segir Gerður og bætir við: ,,Þannig að ég einaldlega sagði við hann: Veistu, ég er orðin það skotin í þér að annað hvort byrjum við saman með því að fara að deita formlega. Eða við hættum að vera saman.“ Og hvað sagði Jakob þá? „Ég er laus á laugardaginn,“ segir Gerður og skellir uppúr. Frá því þá, hefur parið verið óaðskiljanlegt. Má segja í orðsins fyllstu merkingu því í dag rekur parið Blush saman. „Ég myndi segja að það hafa fengið Jakob með mér í Blush sé líka ein af mínum bestu ákvörðunum í lífinu. Því styrkleikarnir okkar eru ólíkir og það gerir okkur líka að svo frábæru teymi.“ Það var þó tilviljun að Gerður fékk Jakob með sér í lið. Því hann var að vinna fyrir Wow sem eins og kunnugt er, fór í þrot. En eruð þið þá alltaf að tala um vinnuna? „Ég skal alveg viðurkenna að stór hluti af samtölunum okkar snýst um vinnuna. En við erum líka dugleg að gera alls konar annað. Fara saman í golf eða í árlegar paraferðir sem eru eingöngu til þess ætlaðar að njóta þess að vera saman sem par.“ Sjálfsvinna og rekstur Gerður segist ótrúlega stolt og ánægð með það sem hún hefur áunnið síðustu ár og áratug. Meðal annars því að vera í dag stjórnarkona hjá Ölgerðinni. „Ég vissi ekkert um rekstur þegar ég fór af stað og eitt af því sem ég kunni heldur ekkert á var að vera með starfsfólk í vinnu, engin mannauðsmál höfðu verið í fyrri störfum á minni könnu,“ segir Gerður þegar hún tekur dæmi um verkefni sem hafa reynst henni áskoranir að takast á við. „Enda segi ég oft við hópinn minn: Þið verðið að muna að ég er að gera þetta í fyrsta sinn. Ég kann þetta ekki heldur.“ Sjálf segist hún sannfærð um að hafa brennt sig á ýmsu sem margir atvinnurekendur geta samsvarað sig við. „Til dæmis í upphafi að ráða helst bara vinkonur í vinnu. Eða að verða besta vinkona þeirra sem fóru að vinna hjá mér. Eða að halda að starfsfólkið mitt teldi það jafn eðlilegt og skemmtilegt og mér að vera að vinna allan sólahringinn ef þess þurfi. Það tók mig langan tíma að átta mig á að auðvitað er það ekki þannig fyrir neinn nema í mesta lagi þann sem er að byggja upp sitt eigið fyrirtæki,“ segir Gerður og hlær. ÍHún segist ekkert vita hvað framtíðin beri í skauti sér en að hún og Jakob séu dugleg að láta sig dreyma um alls konar. Jafnvel að búa erlendis, þó ekki væri nema hluta úr ári. „Við erum farin að framleiða kynlífstæki undir okkar eigin merki sem heitir Reset. Enn sem komið er, erum við ekki tilbúin til þess að á Evrópumarkað. Til þess þurfum við lengi tíma, meiri reynslu og fleiri vörur. En mögulega gæti það verið ein leiðin í framtíðinni að fara. Að hasla sér völl með eigin framleiðslu erlendis.“ Gerður segist reyndar meðvituð um það að oft hljómi hún eins og trúboði þegar talið best að kynlífstækjum. „Ég hef alltaf elskað mest að vinna við eitthvað sem er nærandi fyrir fólk, eitthvað sem gefur. Enda upplifi ég sölu á kynlífstækjum sem mína köllun. Í alvöru. Þetta er ekki bara draumastarfið mitt heldur einfaldlega mín persónulega köllun. Enda er það ótrúlega hvetjandi að selja fallegar vörur sem hafa það markmið að auka á unað fólks í sjálfsfróun og kynlífi.“ En ekki síður segist hún sannfærð um að sjálfsvinnan hennar hafi skipt sköpum. Ég segi líka oft við fólk: Ég hef varið jafn miklum tíma í að byggja upp reksturinn og ég hef varið í að byggja mig sjálfa upp. Sem er ekkert síður verðmæt vegferð og í raun verkefni sem klárast aldrei.“ Verslun Kynlíf Stjórnun Vinnustaðurinn Geðheilbrigði Tengdar fréttir Selja kolefniseiningu sem tryggir stúlkum í Sambíu menntun og samsvarar einu tonni af CO2 Það kann að hljóma undarlega að með því að kaupa kolefniseiningar af fyrirtækinu SoGreen, ná fyrirtæki að slá tvær flugur í einu höggi: Að kolefnisjafna starfsemina sína annars vegar og styðja við menntun ungra stúlkna í Sambíu hins vegar. 25. janúar 2024 07:00 „Salan var algjörlega háð því hvað Þórólfur sagði á fundum“ „Helgi var einkaþjálfari þegar að við kynntumst og í viðskiptafræði í háskólanum. Við gerðum samkomulag um að ég væri hjá honum í líkamsrækt þrisvar í viku og síðan kom hann til mín á mánudögum klukkan fimm og ég kenndi honum forritun og fleira fyrir tölvukúrsana hans. Síðan borðaði hann með okkur,“ segir Maron Kristófersson framkvæmdastjóri Aha.is þegar hann rifjar upp kynni hans og meðstofnanda hans, Helga Má Þórðarsonar. 8. janúar 2024 07:01 Öll familían alltaf að tala um vinnuna, líka mamma og pabbi „Nei alls ekki,“ svarar Hrafnhildur Hermannsdóttir aðspurð um það hvort eiginmaðurinn Kristófer Júlíus Leifsson, annar stofnandi Eldum rétt, hafi þá strax verið svona góður í að elda. 27. nóvember 2023 07:01 „Einu sinni var ég svo blankur að ég átti ekki fyrir mat“ „Mamma sendi mér styrkinn úr lánasjóðnum í umslagi með pósti. Hún pakkaði peningunum inn í álpappír,“ segir Eyjólfur Pálsson stofnandi Epal þegar hann rifjar upp námsárin sín í Danmörku. 5. nóvember 2023 08:00 „Þarna sátum við Pétur eins og útspýtt hundskinn að reyna að verja okkur“ Það er eins og spennusaga að heyra um baráttu Nox Medical við það að verja einkaleyfið sitt. Þar sem stóri aðilinn ætlaði sér einfaldlega að drepa þann litla. 2. nóvember 2023 07:00 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
„En sem betur fer áttaði ég mig á því að fyrst og fremst þurfti ég að vinna í sjálfri mér og mínu sjálfstrausti. Sem ég svo sannarlega gerði,“ segir Gerður og hlær. Síðar í samtali segir hún: „Ég vissi reyndar ekki hvernig ég ætti að segja mömmu og pabba að ég hefði eytt öllum peningunum sem ég hafði safnað fyrir íbúð, í námskeið fyrir sjálfa mig. En innan árs hafði ég fengið það fjármagn margfalt til baka. Því í þessari sjálfsvinnu jókst ekki bara sjálfstraustið, heldur lærði ég líka að ég má alveg hugsa stórt!“ Síðustu árin hefur Blush mælst eitt af framúrskarandi fyrirtækjum landsins samkvæmt mælingum Creditinfo. Þá hefur Blush ýmist hlotið verðlaun eða eftirtekt á ýmsum öðrum vettvangi. Til dæmis hefur Blush mælst sérstaklega hátt í ánægjumælingum Maskínu, sem þýðir að viðskiptavinir fyrirtækisins eru viljugir til þess að mæla með Blush við vini og vandamenn. Þá hafa auglýsingar Blush vakið athygli og unnið hina eftirsóttu lúðra Ímark. „Þegar ég byrjaði vissi ég samt ekki neitt. Ekki einu sinni hver væri munurinn á víbrador og dildó,“ segir Gerður og bætir við: En ég gleymi því aldrei þegar ég seldi kynlífstæki fyrir milljón á einum degi. Þá bæði hló ég og grét.“ Gerður í Blush Við höfum flest heyrt nafnið hennar og fáir vita ekki að fyrirtækið Blush er kynlífstækjaverslun. Enda hefur Gerður verið ótrúlega dugleg að koma fyrirtækinu á framfæri í fjölmiðlum síðustu árin. Og sett markið hátt. Um mælingar Creditinfo segir hún meðal annars: „Þetta er ótrúlega mikilvægur áfangi fyrir mig. Því sjáðu til: Að reka kynlífstækjaverslun er ekki það sama og að reka bara eitthvað fyrirtæki. Ímyndin virðist sú hjá sumum að rekstur kynlífstækjaverslunar lúti ekki sömu reglum og annar rekstur; Að greiða starfsfólki laun, að greiða skatta og gjöld og svo framvegis. Sem við svo sannarlega gerum.“ Gerður er ástfangin upp fyrir haus en hefur alveg farið í gegnum súrt og sært til að ná þeim árangri að Blush og hún sjálf hljóti verðlaun og viðurkenningar og jafnvel efast um sjálfan sig á alla enda og kanta. Síðustu árin hefur Blush mælst eitt af framúrskarandi fyrirtækjum landsins samkvæmt mælingum Creditinfo. Áfangi sem fæst fyrirtæki á Íslandi ná en mörg dreymir um. Blush hefur þó farið í gegnum tímanna tvenna. Líka gjaldþrot og að þurfa að byrja upp á nýtt. „Sem betur fer vann ég í sjálfri mér. Því með auknu sjálfstrausti og þessari sjálfsvinnu sem ég fór markvisst í, lærði ég það sem þurfti til. Til dæmis að þora að koma fram í fjölmiðlum, að skrifa greinar um kynlífstæki og ýmislegt sem ég áður hafði ekki haft hugrekki til að gera.“ Enda svo margt mannlegt sem truflaði vegferðina. Þykkir flöskubotnar Þegar æskuárin eru rifjuð upp, segir Gerður til dæmis frá því að um tíma hafi hún verið uppnefnd gleraugnaglámur. „Ég var með plús fimm eða sex eða eitthvað og flöskubotnarnir í gleraugunum voru svona þykkir….,“ skýrir Gerður út með höndunum. Frá ellefu ára aldri ólst Gerður upp í Kópavogi þar sem hún býr enn. Gerður er samt fædd á Akureyri árið 1989 og á tvær eldri systur. „Ég var samt örverpi því þær eru tíu og ellefu árum eldri en ég.“ Þegar Gerður var sex ára flutti fjölskyldan í Breiðholtið í Reykjavík og síðar í Salarhverfið í Kópavogi. Svo skemmtilega vill til að í dag býr Gerður í húsi sem foreldrar hennar byggðu árið 2007 í Salahverfinu. „Þetta er hús á tveimur hæðum. Við búum uppi en pabbi niðri,“ skýrir Gerður út en sambýlismaður hennar er Jakob Fannar Hansen flugmaður. Gerður viðurkennir að hafa um tíma aðeins farið að vesenast á unglingsárunum. Að hanga með krökkunum í sjoppunni. Reykja. Að skrópa í skólanum. „Skynsemin var samt alltaf undirliggjandi. Ég er með bullandi lesblindu og átti ekki auðvelt með skólann. En þótt ég færi að hanga í sjoppunni og allt það var ég samt að passa upp á að sígarettustubbarnir væru ekki út um allt eftir okkur og fór ekki einu sinni að drekka fyrr en vel eftir tvítugt. Prófaði reyndar þegar ég var sautján ára en var frekar í þeim hópi að koma fullum vinum og vinkonum heim.“ Bjartasta vonin með fimm í öllu Í útskrift 10.bekkjar, fékk Gerður óvænta en frábæra hvatningu. „Ég fékk fimm í öllu í samræmdu prófunum. En í útskriftinni var tilkynnt að ég hafði verið valin af samnemendum mínum Bjartasta vonin. Þessi viðurkenning hafði rosalega mikil áhrif á mig og ég man að ég hugsaði að nú þyrfti ég að fara að ákveða hvað ég ætlaði að gera í lífinu.“ Gerður segist nokkuð viss um að þátttaka hennar í söngvakeppni Samfés í þrjú ár hafi haft áhrif á þessa kosningu. Enda ætlaði hún sér að verða söngkona. Í fyrstu var unnið út frá því að markhópur Blush væru konur á aldrinum 18-25 ára. Í dag er öldin önnur. Flest fólk er orðið mun upplýstara um kynheilbrigði og þær leiðir sem hægt er að fara til að auka unað á kynlífi og nú er markhópurinn sterkastur sem er 35 ára og eldri. En það hefur líka kostað blóð svita og tár að ná þeim árangri að breyta ímynd og ásýnd fyrirtækis sem selur kynlífstæki þannig að neytendur upplifi fyrirtækið á mjög jákvæðan hátt.Vísir/Einkasafn, Vilhelm „Ég var samt ekkert vinsælasta stelpan í skólanum eða neitt svoleiðis. Þannig að þessi viðurkenning hafði mikil og jákvæð áhrif á mig og þess vegna segi ég alltaf að við eigum alls ekki að hætta með þessa kosningu í skólum. Sjálf mun ég aldrei gleyma tilfinningunni sem fylgdi því að hugsa: Vá, þau hafa fyrir alvöru trú á mér!“ Hefur unnið „alls staðar“ Vegna lesblindunnar byrjaði Gerður á því að velta fyrir sér í hvaða nám hún gæti farið sem ekki kallaði á mikið bóklegt nám. „Ég var fljót að átta mig á því að draumurinn um að verða söngkona væri ekki málið. Enda bara einn af hverjum milljón söngvurum sem ná að skapa sér tekjur til að lifa á af söng.“ Gerður ákvað því að gerast hárgreiðslukona. „Ég var samt fljót að átta mig á því að það væri ekki rétta leiðin fyrir mig. Því hárgreiðslan er líkamlega erfið vinna og í hreinskilni sagt, þá hef ég alltaf glímt við það líkamlega að geta ekki erfiðað of mikið. Það er bara staðreynd.“ Gerður varð ung mamma, en náði fyrir þann tíma og næstu árin á eftir, að vinna á ótrúlega mörgum stöðum. „Jakob segir stundum við mig: Hvar hefur þú eiginlega ekki unnið? Því ég hef unnið alls staðar í alvörunni,“ segir Gerður og skellihlær. Í kjölfarið fylgir löng upptalning vinnustaða: Landspítalinn, Subway, Dominos, Hópkaup, leikskóla, elliheimili, fataverslun, K100 og svo mætti lengi telja. „Ég var mjög leitandi en þegar að ég var að vinna á K100 í auglýsingasölu áttaði ég mig á því að sölumennskan á ótrúlega vel við mína styrkleika.“ Gerður varð mamma aðeins tvítug og segir það hafa verið meðvitaða ákvörðun. Hana langaði að verða mamma! Lengi vel var lager Blush heima í stofu, sem stundum gat verið vandræðalegt þegar gestum bar að garði. Um tíma var heimilið eins og járnbrautastöð viðskiptavina sem vildu skoða kynlífstæki fyrir kaup.Vísir/EINAR Nítján ára verður Gerður ólétt. „En svo það sé tekið fram þá var það engin slysni heldur plönuð ólétta. Ég vildi ekkert meir en að verða mamma og sá fyrir mér að eignast tvö til þrjú börn. Að verða mamma var því hlutverk sem ég tók meðvitaða ákvörðun um á þessum aldri,“ segir Gerður sem þá þegar var komin í sambúð með barnsföður sínum. Sonurinn Hektor fæddist árið 2009 en fljótlega eftir að hann fæddist, fór Gerður að velta fyrir sér hvað hún ætti að gera eftir fæðingarorlof. Svo fallegt kynlífstæki Gerður segir að það að fara í sjálfstæðan rekstur hafi snemma blundað í sér en áður en Blush var stofnað, voru hún og vinkona hennar Rakel Ósk Orradóttir heillengi að velta fyrir sér hvers konar fyrirtæki þær gætu stofnað. „Í dag segi ég alltaf við fólk: Finndu vandamál í þínu eigin daglega lífi og leystu það. Því það gerði Blush. Hugmyndirnar okkar Rakelar voru samt ekkert í þá veru. Við vorum til dæmis að spá í að fara af stað með skóverslun. Því við elskum báðar skó.“ Einn daginn segir Rakel Ósk hins vegar óvænt við Gerði: „Heyrðu, ég var að kaupa mér kynlífstæki. Ég verð að sýna þér það.“ Gerður missti andlitið. Mér varð algjörlega ofboðið. Í alvöru? Eitt var að hún hefði verið að kaupa sér kynlífstæki en annað var að hún ætlaði að sýna mér það. Ég einfaldlega átti ekki til orð.“ Gerður hlær þegar hún heldur frásögninni áfram. „Rakel kemur síðan með svona hringlaga egg til mín með gulláferð sem var ofboðslega fallegt. Í raun svo fallegur gripur að mér fannst frekar að hún væri að sýna mér einhverja hönnunarvöru selda í Epal en ekki kynlífstæki.“ Það kom því ekkert annað til greina en að Gerður myndi prófa að kaupa sér eitthvað undratæki sjálf. „Við fórum saman í kynlífstækjaverslun, alveg ákveðnar í að kaupa eitthvað gott tæki fyrir mig. En Ómægod! Þvílík upplifun sem það var að koma inn í svona verslun,“ segir Gerður og skellir uppúr. ,,Í búðinni var karlmaður að afgreiða, það var nú strax eitt. Síðan blöstu við klámmyndir út um allt og í einu horninu í loftinu var túpusjónvarp þar sem verið var að spila einhverja klámmynd.“ Tómhentar út en gáfust ekki upp Þetta var árið 2010 eða 2011 að sögn Gerðar og þótt vinkonurnar hafi labbað tómhentar út úr búðinni, gáfust þær ekki upp heldur fundu úrval kynlífstækja á erlendri netverslunarsíðu. Gerður var uppnefnd gleraugnaglámur sem barn, er með bullandi lesblindu og átti ekki auðvelt með nám. Við stofnun Blush fékk hún 200 þúsund króna lán frá pabba sínum og viðurkennir að það hafi verið frekar erfitt að segja honum að hugmyndin væri að fara að selja kynlífstæki. En lánið fékk hún frá pabba! Þegar Gerður var búin að velja sér tæki til kaups og tilbúin til að borga, kom upp babb í bátinn: Vörurnar voru ekki sendar til Íslands. „Við fórum þá að vafra eitthvað um á síðunni að reyna að finna hvernig við gætum keypt vörur þaðan þegar við rekumst á síðu þar sem á stóð: Do you want to become a retailer?“ Og kviss bamm búmm: Vinkonurnar slóu til, fylltu út formið og sóttu um. Fyrstu ár Blush Nokkrum dögum síðar voru Gerður og Rakel Ósk orðnir formlegir söluaðilar kynlífstækja á Íslandi. „Fyrsta pöntunin voru samt bara einhver tíu kynlífstæki fyrir nánasta vinkonuhópinn,“ segir Gerður og brosir. Til að stofna fyrirtækið formlega, þurfti þó að slá smá lán. „Við áttum engan pening þannig að ég fór til pabba og bað hann um að lána okkur 200 þúsund krónur því að við værum að stofna fyrirtæki. Og þá spurði hann: Hvers konar fyrirtæki?“ segir Gerður og skellihlær. Því við tóku mjög vandræðalegar sekúndur. Mér fannst mjög vandræðalegt að segja pabba að við ætluðum að fara að selja kynlífstæki. Hummaði og mummaði og hálf stamaði lágróma út úr mér hver hugmyndin væri. En þá sagði hann bara: Já, það er nú eflaust margt vitlausara en það.“ Lánið fengu þær og salan á kynlífstækjunum var hugsum þannig að hún færi fram í heimakynningum. „Ég gleymi aldrei fyrstu heimakynningunni,“ segir Gerður og sýpur hveljur. „Því það seldist ekki eitt tæki.“ Sem var mikið áfall fyrir vinkonurnar. „Auðvitað kom salan síðar en lengi vel var þetta ekki rekstur að skila neinu, við einfaldlega borguðum með rekstrinum. Sjálf var ég til dæmis í þremur öðrum vinnum samhliða, starfaði sem móttökuritari hjá Landspítalanum, við að elda hádegis- og kvöldmat fyrir mann sem réði mig í það og stundum heimilisþrif þar líka, til viðbótar var ég að selja Salatmaster.“ Gerður og barnsfaðirinn slitu samvistum og um ári eftir að Blush var stofnað, ákvað Rakel Ósk að hætta. Gerður nefnir sérstaklega tvær ákvarðanir sem hafa reynst henni hvað best í lífinu. Annars vegar að eyða öllu sparifénu sínu í heilsársnámskeið hjá Tony Robbins. Hins vegar að fá sambýlismann sinn Jakob Fannar Hansen, í reksturinn með sér í Blush. „Rakel fékk starfstilboð sem hún þáði og vildi einbeita sér að. Sem var mjög skynsamlegt, bæði fyrir hana og okkur. Því eftirá að hyggja, er ég ekki viss um að það hefði verið hægt að halda Blush úti lengi með tveimur aðilum í rekstrinum. Reksturinn stóð ekki einu sinni undir einni manneskju.“ Í litlu samfélagi segir Gerður að ýmsar kjaftasögur hafi farið af stað. „Maður heyrði sögur um að það hefði allt farið í hnút hjá okkur, vinslit og allt. Sem er bara bull því við Rakel erum enn bestu vinkonur og styðjum hvor aðra heilshugar í öllu sem við erum að gera, hvor um sig.“ Gerður og Tony Robbins Gerður segir svolítið fyndið hvað það eru margir sem halda að hún hafi alltaf vitað svo mikið um kynlífstæki. „Sem var alls ekki. Ég vissi ekki neitt og þetta var því jafn nýtt fyrir mér og öðrum.“ Smám saman jókst þekkingin og reynslan, en reksturinn var samt ekkert að taka við sér. „Að reka EHF fyrirtæki stendur náttúrulega fyrir: Ekkert helvítis frí. Og þannig var þetta. Maður vann og vann en reksturinn gekk illa. Árið 2014 er ég á leiðinni í þrot og langt niðri andlega. Sjálfsmatið mitt var hreinlega ekkert.“ Svo vildi þó til að Gerður fer á þessum tíma á sitt fyrsta námskeið hjá Tony Robbins. Sem einfaldlega skýrist af því að þáverandi kærastinn hennar var að fara í annað sinn. „Hann fékk 2 fyrir 1 miða. Þannig að ég skellti mér með og sá þá i staðinn um að borga hótelið,“ segir Gerður og hlær. Námskeiðið reyndist mikilfengleg hugljómun fyrir Gerði. „Allt í einu sá ég tækifærin í allt öðru ljósi. Efasemdirnar um sjálfan mig hurfu og ég áttaði mig á að auðvitað gæti ég þetta allt.“ Um ári síðar, ákvað Gerður að skella sér aftur á sama námskeið. Þá ein. „Það námskeið var haldið í Amsterdam og þegar ég var þar, náðu þeir að selja mér þá hugmynd að skrá mig í heilsársprógram hjá Tony Robbins, sem gekk þannig fyrir sig að í eitt ár var ég að vinna í sjálfum mér víðs vegar um heiminn.“ Það sem gerði það að verkum að Gerður gat gert það var einkum tvennt: „Ég var með verslunarstjóra í Hamraborg en þá var ég komin með verslunina þangað. Síðan tók sonur minn upp á því vilja flytja á Akureyri til pabba síns.“ Sem í fyrstu bætti í sjálfsefann hjá Gerði. „Ég byrjaði á því að hugsa: Nei það er auðvitað ómögulegt. Ég er mamman! Samþykkti það þó, handviss um að hann myndi koma aftur innan fárra mánuða. Sem hann gerði ekki því hann býr þar enn og hefur blómstrað á Akureyri frá fyrsta degi,“ segir Gerður og ljómar fyrir hönd sonarins. Gerður segir að í raun hafi hún varið jafn miklum tíma í að vinna í sjálfum sér og í uppbyggingu fyrirtækisins. Enda fór boltinn að rúlla hratt þegar sjálfsöryggið var komið og hugrekkið til að koma fram í fjölmiðlum og fleira. Þegar Gerður hóf sína sjálfsvinnu, var hún langt niðri andlega og fyrirtækið á leið í þrot.Vísir/EINAR „Námskeiðið sem ég fór á var samt rosalega dýrt. Ég borgaði fyrir það með sparifénu sem ég hafði safnað á löngum tíma og átti að vera fyrir íbúð. Því það er svolítið samfélagslegt á Íslandi að um leið og þú verður fullorðin áttu að vinna og vinna og kaupa þér íbúð,“ segir Gerður en bætir við: „Að eyða peningunum frekar í þetta námskeið held ég samt að sé ein sú besta ákvörðun sem ég hef tekið í lífinu.“ Fullnægingin Þótt fyrirtækið hafi farið í þrot árið 2014, ákvað Gerður að láta ekki deigan síga heldur frekar að halda áfram. Og má segja að fyrirtækið hafi frá því þá, verið í blússandi vexti. Eitthvað sem Gerður segir sjálfsvinnuna að miklu leyti að þakka. Eftir að hafa rekið fyrirtækið heiman frá í nokkur ár, kom að því að leigja verslunarhúsnæði undir reksturinn. Ég var alltaf með lagerinn inn í stofu og oft var heimilið eins og járnbrautastöð þar sem fólk var að koma heim til mín til að skoða kynlífstæki og kaupa. Sem gat alveg verið vandræðalegt. Til dæmis þegar sonurinn var að spyrja hvort það mætti koma vinur heim að leika. Þá svaraði ég kannski Nei ástin mín, það er ekki hægt í dag. Því þá var ég kannski nýbúin að fá sendingu og stofan hreinlega yfirfull af kynlífstækjum!“ Fyrsta búðin var 36 fermetra verslunarhúsnæði í Hamraborg. „Það má segja að það húsnæði hafi sprungið á fyrsta degi. Því það var alveg brjálað að gera. Árið 2019 fluttum við í 150-180 fermetra húsnæði sem var líka í Hamraborg. Sagan endurtók sig: Reksturinn sprengi húsnæðið utan af sér á no time.“ Árið 2021 fluttist Blush í nýtt og glæsilegt húsnæði að Dalvegi, en þar er verslunin til húsa í dag. „Áherslan frá upphafi hefur verð glæsileiki. Og það er margt annað sem hefur verið alveg skýrt frá byrjun. Til dæmis það að viðskiptavinir fái alltaf 30 sekúndur sem rými til að skoða eftir að þeir koma inn og áður en við bjóðum fram aðstoð okkar.“ Gerður segir erlenda aðila í geiranum marga hverja verða hálf orðlausa þegar þeir skoða Blush. „Sko, svo ég skýri út hvers vegna þá er það svo langt frá því að vera sjálfgefið að fyrirtæki sem selur kynlífstæki sé að hljóta svona mörg verðlaun eins og við, sem teljast til verðlauna á almennum markaði. Erlendir aðilar sem ég þekki hafa margir hlotið alls kyns verðlaun líka. En það eru þá viðurkenningar veittar innan kynlífstækjageirans.“ Ýmislegt hefur þó kallað á að hugsa út fyrir boxið. „Ég mátti til dæmis varla auglýsa og má enn í dag ekki auglýsa á Facebook eða Google svo eitthvað sé nefnt. Í upphafi var það líka þannig að ef ég fékk vefborða á vefmiðli, þá var hann bara birtur einhvers staðar neðarlega og helst aðeins ef innihald greinarinnar tengdist kynlífi. Það eru alls konar svona hindranir sem urðu á veginum, ekki bara það að eiga ekki pening.“ Hindranir reynast þó oftar en ekki lán í óláni. „Ég fór því af stað á Snapchat og áður en ég vissi af var ég komin með 25 þúsund manns sem voru dag eftir dag að horfa á mig kynna eitthvað kynlífstæki!“ segir Gerður og hlær. Byrjuðu á konunum Á þeim rúma áratug frá því að Gerður byrjaði að selja kynlífstæki, segir hún margt hafa breyst. „Ég vil meina að Blush hafi haft mikil áhrif á það hvernig fólk tengir kynlífstæki meira í dag við kynheilbrigði og unað í kynlífi sem eitthvað jákvætt. Þessi ímynd var allt önnur þegar ég byrjaði.“ Í fyrstu var áherslan sérstaklega á konur. „Það er frábært út af fyrir sig að selja vörur sem auka á unað kvenna. Að geta sagt við konur að það séu kynlífstæki í boði sem einaldlega tryggi að þær fái fullnægingu. Til dæmis egg eða sogtæki.“ Karlmenn eru samt í dag æ meiri áhersla í vöru- og þjónustuúrvali segir Gerður. „Lengi vel var ekki verið að horfa á þennan hóp. Í dag er þetta breytt og við með mikið af vörum til að auka á unað karlmanna við sjálfsfróun eða í kynlífi. Til dæmis typpahring eða múffu.“ Að eiga dótakassa með kynlífstækjum þykir líka sjálfsagt í dag. „Í dag er þetta ekki lengur þannig að fólk á í mesta lagi eitt kynlífstæki. Heldur dótakassa. Í dag tölum við líka um kynlífstæki fyrir pör, ekki bara konur og karla.“ Aldurshópurinn hefur líka breyst. Ekki lengur perralegt „Í fyrstu vorum við mest að horfa til kvenna á aldrinum 18-25 ára. Því við héldum að þar væri eftirspurnin mest. Það er alls ekki. Besti viðskiptavinahópurinn í dag er fólk sem er 35 ára og eldra, ekki síst fólk sem er komið yfir fimmtugt.“ Gerður telur meira en breytta umræðu eiga þátt í þessu. „Fólk er meðvitaðra um kynheilbrigði í dag og veit að það að rækta kynlífið sitt með kynlífstækjum til að auka á unað er eðilegt og jákvætt. Enda oft þörf á því. Fólk er að vinna mikið og að reka heimili, sem þýðir að við getum verið dauðþreytt og misvel upplögð fyrir kynlíf. Að eiga kynlífstæki hjálpar til við þetta.“ Gerður viðurkennir að stór hluti samtala hennar og Jakobs snúist um vinnuna. Hún segir þau samt dugleg að rækta sambandið, til dæmis að fara í árlegar paraferðir sem ganga ekki út á neitt annað en að njóta þess að vera saman sem par. Gerður segir þau líka dugleg að láta sig dreyma og um þessar mundir er parið að byggja sér hús. Viðhorf fólks hefur líka breyst mikið að sögn Gerðar. „Það er ekkert perralegt í dag og meiri skilningur á því að fólk má vera alls konar. Kynlíf og sjálfsfróun í dag er ekki neikvæð umræða.“ Ástin í lífi Gerðar Gerður og Jakob kynntust fyrir átta árum. „Við vorum vinir í um þrjú ár áður en við byrjuðum saman. Ég var meira að segja oft að hjálpa honum við að deita,“ segir Gerður og hlær. Parið kynntist þó á djamminu þar sem Jakob gerði sér dælt við Gerði. „Honum fannst ég sæt og sá fyrir sér eitthvað gott til glóðarinnar. En ég var frekar nýhætt í sambandi og ekkert á þeim buxunum að fara að slá mér upp. Við urðum síðan svo góðir vinir að við einfaldlega vildum ekki skemma þann vinskap.“ Þannig að töluðuð þið um að vera ekki saman? „Já,“ svarar Gerður og brosir. Ástin finnur sér þó sína leið og smátt og smátt gerðist það að vinskapurinn þróaðis í ástarsamband. „Þegar við vorum búin að vera að slá okkur upp um tíma gerði ég mér grein fyrir að ég var orðin ástfangin af Jakobi,“ segir Gerður og bætir við: ,,Þannig að ég einaldlega sagði við hann: Veistu, ég er orðin það skotin í þér að annað hvort byrjum við saman með því að fara að deita formlega. Eða við hættum að vera saman.“ Og hvað sagði Jakob þá? „Ég er laus á laugardaginn,“ segir Gerður og skellir uppúr. Frá því þá, hefur parið verið óaðskiljanlegt. Má segja í orðsins fyllstu merkingu því í dag rekur parið Blush saman. „Ég myndi segja að það hafa fengið Jakob með mér í Blush sé líka ein af mínum bestu ákvörðunum í lífinu. Því styrkleikarnir okkar eru ólíkir og það gerir okkur líka að svo frábæru teymi.“ Það var þó tilviljun að Gerður fékk Jakob með sér í lið. Því hann var að vinna fyrir Wow sem eins og kunnugt er, fór í þrot. En eruð þið þá alltaf að tala um vinnuna? „Ég skal alveg viðurkenna að stór hluti af samtölunum okkar snýst um vinnuna. En við erum líka dugleg að gera alls konar annað. Fara saman í golf eða í árlegar paraferðir sem eru eingöngu til þess ætlaðar að njóta þess að vera saman sem par.“ Sjálfsvinna og rekstur Gerður segist ótrúlega stolt og ánægð með það sem hún hefur áunnið síðustu ár og áratug. Meðal annars því að vera í dag stjórnarkona hjá Ölgerðinni. „Ég vissi ekkert um rekstur þegar ég fór af stað og eitt af því sem ég kunni heldur ekkert á var að vera með starfsfólk í vinnu, engin mannauðsmál höfðu verið í fyrri störfum á minni könnu,“ segir Gerður þegar hún tekur dæmi um verkefni sem hafa reynst henni áskoranir að takast á við. „Enda segi ég oft við hópinn minn: Þið verðið að muna að ég er að gera þetta í fyrsta sinn. Ég kann þetta ekki heldur.“ Sjálf segist hún sannfærð um að hafa brennt sig á ýmsu sem margir atvinnurekendur geta samsvarað sig við. „Til dæmis í upphafi að ráða helst bara vinkonur í vinnu. Eða að verða besta vinkona þeirra sem fóru að vinna hjá mér. Eða að halda að starfsfólkið mitt teldi það jafn eðlilegt og skemmtilegt og mér að vera að vinna allan sólahringinn ef þess þurfi. Það tók mig langan tíma að átta mig á að auðvitað er það ekki þannig fyrir neinn nema í mesta lagi þann sem er að byggja upp sitt eigið fyrirtæki,“ segir Gerður og hlær. ÍHún segist ekkert vita hvað framtíðin beri í skauti sér en að hún og Jakob séu dugleg að láta sig dreyma um alls konar. Jafnvel að búa erlendis, þó ekki væri nema hluta úr ári. „Við erum farin að framleiða kynlífstæki undir okkar eigin merki sem heitir Reset. Enn sem komið er, erum við ekki tilbúin til þess að á Evrópumarkað. Til þess þurfum við lengi tíma, meiri reynslu og fleiri vörur. En mögulega gæti það verið ein leiðin í framtíðinni að fara. Að hasla sér völl með eigin framleiðslu erlendis.“ Gerður segist reyndar meðvituð um það að oft hljómi hún eins og trúboði þegar talið best að kynlífstækjum. „Ég hef alltaf elskað mest að vinna við eitthvað sem er nærandi fyrir fólk, eitthvað sem gefur. Enda upplifi ég sölu á kynlífstækjum sem mína köllun. Í alvöru. Þetta er ekki bara draumastarfið mitt heldur einfaldlega mín persónulega köllun. Enda er það ótrúlega hvetjandi að selja fallegar vörur sem hafa það markmið að auka á unað fólks í sjálfsfróun og kynlífi.“ En ekki síður segist hún sannfærð um að sjálfsvinnan hennar hafi skipt sköpum. Ég segi líka oft við fólk: Ég hef varið jafn miklum tíma í að byggja upp reksturinn og ég hef varið í að byggja mig sjálfa upp. Sem er ekkert síður verðmæt vegferð og í raun verkefni sem klárast aldrei.“
Verslun Kynlíf Stjórnun Vinnustaðurinn Geðheilbrigði Tengdar fréttir Selja kolefniseiningu sem tryggir stúlkum í Sambíu menntun og samsvarar einu tonni af CO2 Það kann að hljóma undarlega að með því að kaupa kolefniseiningar af fyrirtækinu SoGreen, ná fyrirtæki að slá tvær flugur í einu höggi: Að kolefnisjafna starfsemina sína annars vegar og styðja við menntun ungra stúlkna í Sambíu hins vegar. 25. janúar 2024 07:00 „Salan var algjörlega háð því hvað Þórólfur sagði á fundum“ „Helgi var einkaþjálfari þegar að við kynntumst og í viðskiptafræði í háskólanum. Við gerðum samkomulag um að ég væri hjá honum í líkamsrækt þrisvar í viku og síðan kom hann til mín á mánudögum klukkan fimm og ég kenndi honum forritun og fleira fyrir tölvukúrsana hans. Síðan borðaði hann með okkur,“ segir Maron Kristófersson framkvæmdastjóri Aha.is þegar hann rifjar upp kynni hans og meðstofnanda hans, Helga Má Þórðarsonar. 8. janúar 2024 07:01 Öll familían alltaf að tala um vinnuna, líka mamma og pabbi „Nei alls ekki,“ svarar Hrafnhildur Hermannsdóttir aðspurð um það hvort eiginmaðurinn Kristófer Júlíus Leifsson, annar stofnandi Eldum rétt, hafi þá strax verið svona góður í að elda. 27. nóvember 2023 07:01 „Einu sinni var ég svo blankur að ég átti ekki fyrir mat“ „Mamma sendi mér styrkinn úr lánasjóðnum í umslagi með pósti. Hún pakkaði peningunum inn í álpappír,“ segir Eyjólfur Pálsson stofnandi Epal þegar hann rifjar upp námsárin sín í Danmörku. 5. nóvember 2023 08:00 „Þarna sátum við Pétur eins og útspýtt hundskinn að reyna að verja okkur“ Það er eins og spennusaga að heyra um baráttu Nox Medical við það að verja einkaleyfið sitt. Þar sem stóri aðilinn ætlaði sér einfaldlega að drepa þann litla. 2. nóvember 2023 07:00 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Selja kolefniseiningu sem tryggir stúlkum í Sambíu menntun og samsvarar einu tonni af CO2 Það kann að hljóma undarlega að með því að kaupa kolefniseiningar af fyrirtækinu SoGreen, ná fyrirtæki að slá tvær flugur í einu höggi: Að kolefnisjafna starfsemina sína annars vegar og styðja við menntun ungra stúlkna í Sambíu hins vegar. 25. janúar 2024 07:00
„Salan var algjörlega háð því hvað Þórólfur sagði á fundum“ „Helgi var einkaþjálfari þegar að við kynntumst og í viðskiptafræði í háskólanum. Við gerðum samkomulag um að ég væri hjá honum í líkamsrækt þrisvar í viku og síðan kom hann til mín á mánudögum klukkan fimm og ég kenndi honum forritun og fleira fyrir tölvukúrsana hans. Síðan borðaði hann með okkur,“ segir Maron Kristófersson framkvæmdastjóri Aha.is þegar hann rifjar upp kynni hans og meðstofnanda hans, Helga Má Þórðarsonar. 8. janúar 2024 07:01
Öll familían alltaf að tala um vinnuna, líka mamma og pabbi „Nei alls ekki,“ svarar Hrafnhildur Hermannsdóttir aðspurð um það hvort eiginmaðurinn Kristófer Júlíus Leifsson, annar stofnandi Eldum rétt, hafi þá strax verið svona góður í að elda. 27. nóvember 2023 07:01
„Einu sinni var ég svo blankur að ég átti ekki fyrir mat“ „Mamma sendi mér styrkinn úr lánasjóðnum í umslagi með pósti. Hún pakkaði peningunum inn í álpappír,“ segir Eyjólfur Pálsson stofnandi Epal þegar hann rifjar upp námsárin sín í Danmörku. 5. nóvember 2023 08:00
„Þarna sátum við Pétur eins og útspýtt hundskinn að reyna að verja okkur“ Það er eins og spennusaga að heyra um baráttu Nox Medical við það að verja einkaleyfið sitt. Þar sem stóri aðilinn ætlaði sér einfaldlega að drepa þann litla. 2. nóvember 2023 07:00