Skoða þarf viðbrögð við eldgosi nærri höfuðborgarsvæðinu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 29. janúar 2024 13:21 Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir mikilvægt að gera áætlanir um hvernig verði brugðist við ef það gýs nærri höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Einar Eldfjallafræðingur segir jarðskjálftahrinuna um helgina nærri Bláfjöllum til marks um að allt kerfið sé komið af stað. Um tuttugu jarðskjálftar mældust í Heiðmörk á laugardag og sunnudag á svæði sem kallast Húsfellsbruni og er hraunsvæði nærri Bláfjöllum. Stærsti jarðskjálftinn mældist 3,1 að stærð og barst Veðurstofu tilkynning um að hann hefði fundist í Breiðholtinu. Engir jarðskjálftar hafa mælst á svæðinu í dag. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir skjálftana um helgina tengjast jarðhræringunum á Reykjanesi. „Þetta er náttúrulega bara áframhald á þessari spennulosun á Reykjanesskaganum og Bláfjallakerfið er hluti af þessum kerfum sem fer í gang og það er bara eðlilegt að það fari að gefa eftir.“ Það sem nú sjáist sé byrjunin á því ferli sem sé farið í gang. „Fyrsti kaflinn er að sjá þessa skjálfta og svo væntanlega með tíð og tíma förum við að sjá einhverja kviku safnast þarna undir.“ Jarðskjálftarnir séu til marks um að allt svæðið sé vaknað. Ármann segir ferlið geta tekið langan tíma. „Við vitum að þessi spennulosun svona eins og þetta gerðist síðast þá tók það einhver þrjú hundruð ár að losa um.“ Þá segir hann mikilvægt að huga vel að öryggismálum á öllu svæðinu með eldgos í huga. „Menn bara skoði hvað hægt er að gera ef til eldsumbrota kemur og það fer eitthvað að ógna byggð. Það þýðir ekki að við séum að hvetja til þess að menn fari að byggja risastóra varnargarða en það er allt í lagi að byrja að hanna þá. Skoða hvernig þeir eiga að vera og hvernig við viljum beina hrauninu ef það kemur til byggða ef við ætlum að beina því fram hjá byggingum eða öðrum innviðum. Það er bara mjög mikilvægt að fara í þá skoðun þannig að menn séu klárir þegar þar að kemur.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Reykjavík Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Sjá meira
Um tuttugu jarðskjálftar mældust í Heiðmörk á laugardag og sunnudag á svæði sem kallast Húsfellsbruni og er hraunsvæði nærri Bláfjöllum. Stærsti jarðskjálftinn mældist 3,1 að stærð og barst Veðurstofu tilkynning um að hann hefði fundist í Breiðholtinu. Engir jarðskjálftar hafa mælst á svæðinu í dag. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir skjálftana um helgina tengjast jarðhræringunum á Reykjanesi. „Þetta er náttúrulega bara áframhald á þessari spennulosun á Reykjanesskaganum og Bláfjallakerfið er hluti af þessum kerfum sem fer í gang og það er bara eðlilegt að það fari að gefa eftir.“ Það sem nú sjáist sé byrjunin á því ferli sem sé farið í gang. „Fyrsti kaflinn er að sjá þessa skjálfta og svo væntanlega með tíð og tíma förum við að sjá einhverja kviku safnast þarna undir.“ Jarðskjálftarnir séu til marks um að allt svæðið sé vaknað. Ármann segir ferlið geta tekið langan tíma. „Við vitum að þessi spennulosun svona eins og þetta gerðist síðast þá tók það einhver þrjú hundruð ár að losa um.“ Þá segir hann mikilvægt að huga vel að öryggismálum á öllu svæðinu með eldgos í huga. „Menn bara skoði hvað hægt er að gera ef til eldsumbrota kemur og það fer eitthvað að ógna byggð. Það þýðir ekki að við séum að hvetja til þess að menn fari að byggja risastóra varnargarða en það er allt í lagi að byrja að hanna þá. Skoða hvernig þeir eiga að vera og hvernig við viljum beina hrauninu ef það kemur til byggða ef við ætlum að beina því fram hjá byggingum eða öðrum innviðum. Það er bara mjög mikilvægt að fara í þá skoðun þannig að menn séu klárir þegar þar að kemur.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Reykjavík Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Sjá meira