Skoða þarf viðbrögð við eldgosi nærri höfuðborgarsvæðinu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 29. janúar 2024 13:21 Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir mikilvægt að gera áætlanir um hvernig verði brugðist við ef það gýs nærri höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Einar Eldfjallafræðingur segir jarðskjálftahrinuna um helgina nærri Bláfjöllum til marks um að allt kerfið sé komið af stað. Um tuttugu jarðskjálftar mældust í Heiðmörk á laugardag og sunnudag á svæði sem kallast Húsfellsbruni og er hraunsvæði nærri Bláfjöllum. Stærsti jarðskjálftinn mældist 3,1 að stærð og barst Veðurstofu tilkynning um að hann hefði fundist í Breiðholtinu. Engir jarðskjálftar hafa mælst á svæðinu í dag. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir skjálftana um helgina tengjast jarðhræringunum á Reykjanesi. „Þetta er náttúrulega bara áframhald á þessari spennulosun á Reykjanesskaganum og Bláfjallakerfið er hluti af þessum kerfum sem fer í gang og það er bara eðlilegt að það fari að gefa eftir.“ Það sem nú sjáist sé byrjunin á því ferli sem sé farið í gang. „Fyrsti kaflinn er að sjá þessa skjálfta og svo væntanlega með tíð og tíma förum við að sjá einhverja kviku safnast þarna undir.“ Jarðskjálftarnir séu til marks um að allt svæðið sé vaknað. Ármann segir ferlið geta tekið langan tíma. „Við vitum að þessi spennulosun svona eins og þetta gerðist síðast þá tók það einhver þrjú hundruð ár að losa um.“ Þá segir hann mikilvægt að huga vel að öryggismálum á öllu svæðinu með eldgos í huga. „Menn bara skoði hvað hægt er að gera ef til eldsumbrota kemur og það fer eitthvað að ógna byggð. Það þýðir ekki að við séum að hvetja til þess að menn fari að byggja risastóra varnargarða en það er allt í lagi að byrja að hanna þá. Skoða hvernig þeir eiga að vera og hvernig við viljum beina hrauninu ef það kemur til byggða ef við ætlum að beina því fram hjá byggingum eða öðrum innviðum. Það er bara mjög mikilvægt að fara í þá skoðun þannig að menn séu klárir þegar þar að kemur.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Reykjavík Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Fleiri fréttir Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Sjá meira
Um tuttugu jarðskjálftar mældust í Heiðmörk á laugardag og sunnudag á svæði sem kallast Húsfellsbruni og er hraunsvæði nærri Bláfjöllum. Stærsti jarðskjálftinn mældist 3,1 að stærð og barst Veðurstofu tilkynning um að hann hefði fundist í Breiðholtinu. Engir jarðskjálftar hafa mælst á svæðinu í dag. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir skjálftana um helgina tengjast jarðhræringunum á Reykjanesi. „Þetta er náttúrulega bara áframhald á þessari spennulosun á Reykjanesskaganum og Bláfjallakerfið er hluti af þessum kerfum sem fer í gang og það er bara eðlilegt að það fari að gefa eftir.“ Það sem nú sjáist sé byrjunin á því ferli sem sé farið í gang. „Fyrsti kaflinn er að sjá þessa skjálfta og svo væntanlega með tíð og tíma förum við að sjá einhverja kviku safnast þarna undir.“ Jarðskjálftarnir séu til marks um að allt svæðið sé vaknað. Ármann segir ferlið geta tekið langan tíma. „Við vitum að þessi spennulosun svona eins og þetta gerðist síðast þá tók það einhver þrjú hundruð ár að losa um.“ Þá segir hann mikilvægt að huga vel að öryggismálum á öllu svæðinu með eldgos í huga. „Menn bara skoði hvað hægt er að gera ef til eldsumbrota kemur og það fer eitthvað að ógna byggð. Það þýðir ekki að við séum að hvetja til þess að menn fari að byggja risastóra varnargarða en það er allt í lagi að byrja að hanna þá. Skoða hvernig þeir eiga að vera og hvernig við viljum beina hrauninu ef það kemur til byggða ef við ætlum að beina því fram hjá byggingum eða öðrum innviðum. Það er bara mjög mikilvægt að fara í þá skoðun þannig að menn séu klárir þegar þar að kemur.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Reykjavík Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Fleiri fréttir Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Sjá meira