Myndaveisla: Menningarþyrstir fengu listrænt D-vítamín Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 30. janúar 2024 12:00 Það var líf og fjör á opnun samsýningarinnar D-vítamín í Hafnarhúsinu. SAMSETT Margt var um manninn á Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu síðastliðið fimmtudagskvöld. Menningarþyrstir gestir komu þangað að sækja sér auka skammt af skapandi orku úr myndlistarlífi samtímans hérlendis á samsýningunni D-vítamín. Á sýningunni kemur saman úrval upprennandi listamanna með glæný og nýleg verk í anda þeirrar hefðar sem mótast hefur í áralangri sýningarröð Listasafns Reykjavíkur í D-sal. Nýverið var þar haldin fimmtugasta sýningin og ákveðið var að bregða aðeins út af vananum af því tilefni. Nú teygir verkefnið sig út fyrir veggi D-salar og öll efri hæð Hafnarhúss er undirlögð. Í fréttatilkynningu segir: „Með hliðsjón af því sem er í deiglunni um þessar mundir má hér á sýningunni greina ýmsa sameiginlega þræði. Auk þrotlausrar tilraunamennsku með efni og miðla er listamönnum umhugað um að halda á lofti mennskunni í einhvers konar viðbragði við ört vaxandi einsleitni, sjálfvirkni, fjöldaframleiðslu og gervigreind. Verkin draga fram hið einstaklingsbundna, líkamann, sköpunargáfu, tilfinningagreind, handverk, frásagnarlist og arfleifð. Þessir þættir og fleiri endurspegla dýpt tilverunnar og margbreytileika einstaklinga í nútímasamfélagi. Sýningaröðin í D-sal hóf göngu sína árið 2007. Þar hefur listamönnum sem hafa mótandi áhrif á íslenska myndlistarsenu verið boðið að halda sína fyrstu einkasýningu í opinberu safni. Samsýningin nú, D-vítamín, er unnin af sérfræðingum safnsins úr fjölda innsendra tillagna.“ Listamenn sýningarinnar eru Halla Einarsdóttir, Hákon Bragason, Hrefna Hörn Leifsdóttir, Joe Keys, Katrín Agnes Klar, Kristín Karólína Helgadóttir, Kristín Morthens, Lukas Bury, Weronika Balcerak, Nína Óskarsdóttir, Ragnhildur Weisshappel, Sigrún Gyða Sveinsdóttir, Sólbjört Vera Ómarsdóttir, Una Margrét Árnadóttir og Þórður Hans Baldursson. Sýningarstjórar eru Aldís Snorradóttir, Becky Forsythe, Björk Hrafnsdóttir og Þorsteinn Freyr Fjölnisson. Hér má sjá nokkrar vel valdar myndir af opnuninni: Hermigervill hélt uppi stuðinu.Róbert Reynisson Einar Þorsteinsson borgarstjóri hélt tölu. Róbert Reynisson Halla Einarsdóttir, Hákon Bragason, Hrefna Hörn Leifsdóttir, Joe Keys, Katrín Agnes Klar, Kristín Karólína Helgadóttir, Kristín Morthens, Lukas Bury, Weronika Balcerak, Nína Óskarsdóttir, Ragnhildur Weisshappel, Sigrún Gyða Sveinsdóttir, Sólbjört Vera Ómarsdóttir, Una Margrét Árnadóttir og Þórður Hans Baldursson standa að samsýningunni en hér má sjá brot af hópnum.Róbert Reynisson Steinunn Vala Pálsdóttir, meðlimur Viibra Flutes. Hún kom að listaverki Þórðar Hans á sýningunni. Róbert Reynisson Sýningarstjórarnir Björk Hrafnsdóttir, Þorsteinn Freyr Fjölnisson, Aldís Snorradóttir og Becky Forsythe ásamt Ólöfu K. Sigurðardóttur safnstjóra. Róbert Reynisson Ólöf K. Sigurðardóttir ávarpar gesti sem voru á öllum aldri. Róbert Reynisson Salka Rósinkranz, Hákon Bragason og Björk Hrafnsdóttir. Róbert Reynisson Sólbjört Vera og Almar Atlason.Róbert Reynisson Gestir virða fyrir sér verk Kristínar Karólínu.Róbert Reynisson Þórður Hans fékk tónlistarkonurnar Steiney Sig, Sigrúnu Gyðu og Steinunni Völu Pálsdóttur til að vera hluti af listaverkinu. Róbert Reynisson Listamenn notast við alls kyns miðla á sýningunni. Róbert Reynisson Ellen Calmon og Heiða Björg Hilmisdóttir skemmtu sér vel í góðra vina hópi. Róbert Reynisson Elsa Jónsdóttir, Hlynur Helgi Hallgrímsson og Þórdís Hulda Árnadóttir.Róbert Reynisson Kasia og Alexandra.Róbert Reynisson Listakonan Halla Einarsdóttir lék listir sínar fyrir áhorfendur. l Sigrún Gyða er bæði með tónverk á sýningunni og syngur í verki Þórðar Hans.Róbert Reynisson Þessar voru ánægðar með sýninguna. Róbert Reynisson Mammút meðlimirnir og tónlistarkonurnar Alexandra Baldursdóttir og Katrína Mogensen ásamt listakonunni Kristínu Morthens í miðjunni.Róbert Reynisson Það var líf og fjör í Hafnarhúsinu. Róbert Reynisson Markús Þór Andrésson og Birta Guðjónsdóttir brostu breitt.Róbert Reynisson Jón Helgi Hólmgeirsson, vöruhönnuður, Vigdís Hafliðadóttir, söngkona, Hörður Sveinsson, ljósmyndari og Vigdís dóttir hans.Róbert Reynisson Líf og fjör.Róbert Reynisson Myndlist Menning Sýningar á Íslandi Samkvæmislífið Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Á sýningunni kemur saman úrval upprennandi listamanna með glæný og nýleg verk í anda þeirrar hefðar sem mótast hefur í áralangri sýningarröð Listasafns Reykjavíkur í D-sal. Nýverið var þar haldin fimmtugasta sýningin og ákveðið var að bregða aðeins út af vananum af því tilefni. Nú teygir verkefnið sig út fyrir veggi D-salar og öll efri hæð Hafnarhúss er undirlögð. Í fréttatilkynningu segir: „Með hliðsjón af því sem er í deiglunni um þessar mundir má hér á sýningunni greina ýmsa sameiginlega þræði. Auk þrotlausrar tilraunamennsku með efni og miðla er listamönnum umhugað um að halda á lofti mennskunni í einhvers konar viðbragði við ört vaxandi einsleitni, sjálfvirkni, fjöldaframleiðslu og gervigreind. Verkin draga fram hið einstaklingsbundna, líkamann, sköpunargáfu, tilfinningagreind, handverk, frásagnarlist og arfleifð. Þessir þættir og fleiri endurspegla dýpt tilverunnar og margbreytileika einstaklinga í nútímasamfélagi. Sýningaröðin í D-sal hóf göngu sína árið 2007. Þar hefur listamönnum sem hafa mótandi áhrif á íslenska myndlistarsenu verið boðið að halda sína fyrstu einkasýningu í opinberu safni. Samsýningin nú, D-vítamín, er unnin af sérfræðingum safnsins úr fjölda innsendra tillagna.“ Listamenn sýningarinnar eru Halla Einarsdóttir, Hákon Bragason, Hrefna Hörn Leifsdóttir, Joe Keys, Katrín Agnes Klar, Kristín Karólína Helgadóttir, Kristín Morthens, Lukas Bury, Weronika Balcerak, Nína Óskarsdóttir, Ragnhildur Weisshappel, Sigrún Gyða Sveinsdóttir, Sólbjört Vera Ómarsdóttir, Una Margrét Árnadóttir og Þórður Hans Baldursson. Sýningarstjórar eru Aldís Snorradóttir, Becky Forsythe, Björk Hrafnsdóttir og Þorsteinn Freyr Fjölnisson. Hér má sjá nokkrar vel valdar myndir af opnuninni: Hermigervill hélt uppi stuðinu.Róbert Reynisson Einar Þorsteinsson borgarstjóri hélt tölu. Róbert Reynisson Halla Einarsdóttir, Hákon Bragason, Hrefna Hörn Leifsdóttir, Joe Keys, Katrín Agnes Klar, Kristín Karólína Helgadóttir, Kristín Morthens, Lukas Bury, Weronika Balcerak, Nína Óskarsdóttir, Ragnhildur Weisshappel, Sigrún Gyða Sveinsdóttir, Sólbjört Vera Ómarsdóttir, Una Margrét Árnadóttir og Þórður Hans Baldursson standa að samsýningunni en hér má sjá brot af hópnum.Róbert Reynisson Steinunn Vala Pálsdóttir, meðlimur Viibra Flutes. Hún kom að listaverki Þórðar Hans á sýningunni. Róbert Reynisson Sýningarstjórarnir Björk Hrafnsdóttir, Þorsteinn Freyr Fjölnisson, Aldís Snorradóttir og Becky Forsythe ásamt Ólöfu K. Sigurðardóttur safnstjóra. Róbert Reynisson Ólöf K. Sigurðardóttir ávarpar gesti sem voru á öllum aldri. Róbert Reynisson Salka Rósinkranz, Hákon Bragason og Björk Hrafnsdóttir. Róbert Reynisson Sólbjört Vera og Almar Atlason.Róbert Reynisson Gestir virða fyrir sér verk Kristínar Karólínu.Róbert Reynisson Þórður Hans fékk tónlistarkonurnar Steiney Sig, Sigrúnu Gyðu og Steinunni Völu Pálsdóttur til að vera hluti af listaverkinu. Róbert Reynisson Listamenn notast við alls kyns miðla á sýningunni. Róbert Reynisson Ellen Calmon og Heiða Björg Hilmisdóttir skemmtu sér vel í góðra vina hópi. Róbert Reynisson Elsa Jónsdóttir, Hlynur Helgi Hallgrímsson og Þórdís Hulda Árnadóttir.Róbert Reynisson Kasia og Alexandra.Róbert Reynisson Listakonan Halla Einarsdóttir lék listir sínar fyrir áhorfendur. l Sigrún Gyða er bæði með tónverk á sýningunni og syngur í verki Þórðar Hans.Róbert Reynisson Þessar voru ánægðar með sýninguna. Róbert Reynisson Mammút meðlimirnir og tónlistarkonurnar Alexandra Baldursdóttir og Katrína Mogensen ásamt listakonunni Kristínu Morthens í miðjunni.Róbert Reynisson Það var líf og fjör í Hafnarhúsinu. Róbert Reynisson Markús Þór Andrésson og Birta Guðjónsdóttir brostu breitt.Róbert Reynisson Jón Helgi Hólmgeirsson, vöruhönnuður, Vigdís Hafliðadóttir, söngkona, Hörður Sveinsson, ljósmyndari og Vigdís dóttir hans.Róbert Reynisson Líf og fjör.Róbert Reynisson
Myndlist Menning Sýningar á Íslandi Samkvæmislífið Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira