Laun hækkað um tíu prósent en kaupmáttur aðeins eitt Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. janúar 2024 18:25 Laun hafa haldið í við verðlagið, en ekki mikið meira en það. Vísir/Vilhelm Launavísitala hækkaði um 9,8 prósent á milli áranna 2022 og 2023 en kaupmáttur launa jókst um eitt prósent á sama tíma. Síðustu ár hafa laun sölu- og afgreiðslufólks hækkað mest en laun stjórnenda og sérfræðinga minnst. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans sem birt var í dag, og unnin af starfsfólki hagfræðideildar bankans. Þar segir að launavísitalan hafi ekki hækkað jafn mikið á einu ári frá árinu 2016, en þá nam hækkunin rúmum ellefu prósentum. Þá segir að launahækkanir á fyrri hluta síðasta árs megi rekja til kjarasamninga sem gerðir voru í byrjun ársins og undir lok síðasta árs. Viðræðurnar hafi teygt sig fram yfir mitt ár og launahækkanirnar því komið smám saman inn í vísitöluna. Á seinni hluta ársins varð launaskrið í hverjum mánuði á bilinu 0,2 prósent til 0,9 prósent. Allt önnur staða en 2016 „Launaþróun segir þó aðeins hálfa söguna og til þess að átta sig á þróun lífskjara er hjálplegra að horfa á kaupmátt launa, þ.e. hversu mikið af vörum og þjónustu hægt er að kaupa fyrir launin. Árið 2016 hækkuðu laun um 11,4 prósent og kaupmáttur þeirra jókst um 9,5 prósent, enda var verðbólga þá óvenjulítil. Á síðasta ári hækkaði verðlag um 8,7 prósent á meðan laun hækkuðu um 9,8 prósent og kaupmáttur jókst því aðeins um rúmt eitt prósent,“ segir í Hagsjánni. Vísitala kaupmáttar hafi því haldist nokkuð stöðug síðustu árin þótt launavísitalan hafi hækkað hratt. Launin hafi þannig lítið annað gert en að halda í við verðlag, en á sama tíma átt þátt í að viðhalda því. Spenna kyndi undir hækkanir Þá kemur fram að þrálát verðbólga myndi verða til þess fallin að auka hættuna á að víxlverkun hækkandi launa og verðlags festist í sessi. „Væntingar um verðbólgu hafa einnig mikið að segja. Ef launafólk sér fram á áframhaldandi verðbólgu má búast við að það krefjist meiri launahækkana en ella til þess að verja kaupmátt. Ef fyrirtæki búast við hækkandi verðlagi og hækkandi launum eru þau líklegri til að verðsetja vörur hærra.“ Eins kemur fram að spenna á vinnumarkaði kyndi undir launahækkanir, og þar með verðbólguþrýsting, þar sem launafólk sé í betri samningsstöðu á spenntum vinnumarkaði. Laun stjórnenda hækkað minnst Í Hagsjánni er farið yfir launaþróun frá mars 2019, rétt áður en lífskjarasamningar voru samþykktir, og fram í október 2023. Þróunin er sundurliðuð eftir starfsstéttum og atvinnugreinum. Á tímabilinu sem um ræðir hafa laun hækkað mest í greinum tengdum veitinga- og gistirekstri. Launahækkanir hjá þjónustu-. sölu- og afgreiðslufólki hafa hækkað mest, eða um 51,9 prósent. Skammt á eftir eru laun verkafólks sem hækkað hafa um 51,4 prósent. Minnstar eru hækkanirnar meðal sérfræðinga, um 34,5 prósent, og stjórnenda. Laun þeirra hafa hækkað um 28,3 prósent. „Þessi munur á launaþróun ólíkra starfstétta og atvinnugreina er ekki tilviljun. Á tímabilinu sem hér er til skoðunar hefur markmið kjarasamninga, sérstaklega lífskjarasamninganna, verið að hækka hlutfallslega mest laun þeirra launalægstu, svo sem með krónutöluhækkunum og þaki á launahækkanir. Á sama tíma hefur verið kröftug eftirspurn eftir starfsfólki í greinum tengdum ferðaþjónustunni, svo sem gisti- og veitingarekstri, sem ýtir sérstaklega undir launahækkanir í þeim geira, og minnst eftirspurn eftir starfsfólki í fjármála- og tryggingastarfsemi. Um þessar mundir virðist eftirspurn eftir starfsfólki þó mest í byggingariðnaði og næstmest iðnaði og framleiðslu. Hlutfallsleg launaþróun ólíkra hópa hefur þó verið nokkuð jafnari eftir síðustu kjaraviðræður en á tímabilinu frá 2019 og fram að síðustu áramótum. Í lok janúar losna kjarasamningar á stærstum hluta vinnumarkaðarins eftir stutt samningstímabil. Enn ríkir mikil óvissa um framhaldið og útlit fyrir að viðræður Samtaka atvinnulífsins og breiðfylkingar stærstu félaga ASÍ séu í hnút þótt þær hafi á tímabili virst ganga vel.“ Vinnumarkaður Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Fjármál heimilisins Mest lesið Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Endurskoða áform um 1,5 milljarða skattahækkun Tekjur meiri af erlendum ferðamönnum og færri starfandi í ferðaþjónustu Sjá meira
Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans sem birt var í dag, og unnin af starfsfólki hagfræðideildar bankans. Þar segir að launavísitalan hafi ekki hækkað jafn mikið á einu ári frá árinu 2016, en þá nam hækkunin rúmum ellefu prósentum. Þá segir að launahækkanir á fyrri hluta síðasta árs megi rekja til kjarasamninga sem gerðir voru í byrjun ársins og undir lok síðasta árs. Viðræðurnar hafi teygt sig fram yfir mitt ár og launahækkanirnar því komið smám saman inn í vísitöluna. Á seinni hluta ársins varð launaskrið í hverjum mánuði á bilinu 0,2 prósent til 0,9 prósent. Allt önnur staða en 2016 „Launaþróun segir þó aðeins hálfa söguna og til þess að átta sig á þróun lífskjara er hjálplegra að horfa á kaupmátt launa, þ.e. hversu mikið af vörum og þjónustu hægt er að kaupa fyrir launin. Árið 2016 hækkuðu laun um 11,4 prósent og kaupmáttur þeirra jókst um 9,5 prósent, enda var verðbólga þá óvenjulítil. Á síðasta ári hækkaði verðlag um 8,7 prósent á meðan laun hækkuðu um 9,8 prósent og kaupmáttur jókst því aðeins um rúmt eitt prósent,“ segir í Hagsjánni. Vísitala kaupmáttar hafi því haldist nokkuð stöðug síðustu árin þótt launavísitalan hafi hækkað hratt. Launin hafi þannig lítið annað gert en að halda í við verðlag, en á sama tíma átt þátt í að viðhalda því. Spenna kyndi undir hækkanir Þá kemur fram að þrálát verðbólga myndi verða til þess fallin að auka hættuna á að víxlverkun hækkandi launa og verðlags festist í sessi. „Væntingar um verðbólgu hafa einnig mikið að segja. Ef launafólk sér fram á áframhaldandi verðbólgu má búast við að það krefjist meiri launahækkana en ella til þess að verja kaupmátt. Ef fyrirtæki búast við hækkandi verðlagi og hækkandi launum eru þau líklegri til að verðsetja vörur hærra.“ Eins kemur fram að spenna á vinnumarkaði kyndi undir launahækkanir, og þar með verðbólguþrýsting, þar sem launafólk sé í betri samningsstöðu á spenntum vinnumarkaði. Laun stjórnenda hækkað minnst Í Hagsjánni er farið yfir launaþróun frá mars 2019, rétt áður en lífskjarasamningar voru samþykktir, og fram í október 2023. Þróunin er sundurliðuð eftir starfsstéttum og atvinnugreinum. Á tímabilinu sem um ræðir hafa laun hækkað mest í greinum tengdum veitinga- og gistirekstri. Launahækkanir hjá þjónustu-. sölu- og afgreiðslufólki hafa hækkað mest, eða um 51,9 prósent. Skammt á eftir eru laun verkafólks sem hækkað hafa um 51,4 prósent. Minnstar eru hækkanirnar meðal sérfræðinga, um 34,5 prósent, og stjórnenda. Laun þeirra hafa hækkað um 28,3 prósent. „Þessi munur á launaþróun ólíkra starfstétta og atvinnugreina er ekki tilviljun. Á tímabilinu sem hér er til skoðunar hefur markmið kjarasamninga, sérstaklega lífskjarasamninganna, verið að hækka hlutfallslega mest laun þeirra launalægstu, svo sem með krónutöluhækkunum og þaki á launahækkanir. Á sama tíma hefur verið kröftug eftirspurn eftir starfsfólki í greinum tengdum ferðaþjónustunni, svo sem gisti- og veitingarekstri, sem ýtir sérstaklega undir launahækkanir í þeim geira, og minnst eftirspurn eftir starfsfólki í fjármála- og tryggingastarfsemi. Um þessar mundir virðist eftirspurn eftir starfsfólki þó mest í byggingariðnaði og næstmest iðnaði og framleiðslu. Hlutfallsleg launaþróun ólíkra hópa hefur þó verið nokkuð jafnari eftir síðustu kjaraviðræður en á tímabilinu frá 2019 og fram að síðustu áramótum. Í lok janúar losna kjarasamningar á stærstum hluta vinnumarkaðarins eftir stutt samningstímabil. Enn ríkir mikil óvissa um framhaldið og útlit fyrir að viðræður Samtaka atvinnulífsins og breiðfylkingar stærstu félaga ASÍ séu í hnút þótt þær hafi á tímabili virst ganga vel.“
Vinnumarkaður Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Fjármál heimilisins Mest lesið Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Endurskoða áform um 1,5 milljarða skattahækkun Tekjur meiri af erlendum ferðamönnum og færri starfandi í ferðaþjónustu Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf