Vill hanna varnir strax Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 29. janúar 2024 19:47 Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur vill sjá að strax verði farið að undirbúa viðbrögð við eldgosum sem gætu verið á næsta leyti. Vísir/Sigurjón Íbúar á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesi eru að sigla inn í óvissutíma að sögn eldfjallafræðings. Eldgosin séu að færast nær byggð og við því þurfi að bregðast. Um helgina tók jörð að hristast nærri Bláfjöllum. Um tuttugu jarðskjálftar mældust þá á svæðinu en sá stærsti var 3,1 að stærð. Nokkur eldstöðvakerfi eru allt frá Reykjanesi að Henglinum og segir Ármann Höskuldsson eldfjallafjallafræðingur þau öll tengjast og að jarðskjálftarnir um helgina séu til marks um að kerfið í heild sé komið í gang. „Um leið og það fer allt í gang þá mun gjósa á öllum þessum svæðum. Spurningin er bara hvað langan tíma tekur frá því það fer úr einu kerfi yfir í næsta.“ Íbúar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi öllu séu að sigla inn í óvissutímabil þegar kemur að jarðhræringum. „Sem getur varað í hundrað til þrjú hundruð ár. Við erum að fara að fá eldgosinu miklu nær okkur heldur en við erum vön.“ Hraun gæti runnið í hverfi í Hafnarfirði Ármann segir tölfræði og gögn hafa verið notuð til að reyna að sjá fyrir hvar vænta megi eldgosa og hvert hraun geti runnið. Í skýrslu sem hann vann ásamt hópi vísindamanna fyrir Landsnes vegna vinnu við Lyklafellslínu, sem til stóð að reisa, má finna myndir sem sýna hvar hraun gæti runnið við höfuðborgarsvæðið ef til eldgosa kemur. Þar sést að veikustu punktarnir eru þar sem yngstu hraunin hafa runnið til sjávar. „Náttúrulega langveikustu punktarnir eru svæðið sem kemur frá Krýsuvíkurkerfinu sem kemur niður Krýsuvíkurveginn og þá inn í Vallahverfið og iðnaðarhverfið þar og þangað niður eftir. Því að þangað geta farið hraun bæði sem kæmi upp í Krýsuvíkurkerfinu og hraun sem kæmi upp í Bláfjalla-Brennisteinskerfinu. Þau leita öll í farvegi þangað niður eftir.“ Mikilvægt sé að vinna sé hafin við að undirbúa og efla varnir á öllu svæðinu. „Við vitum það vel ef við skoðum svæðin vel og skoðum þá möguleika sem eru fyrir hendi hvað getur gerst og allt það. Við vitum líka að við getum vel farið að hanna varnir þannig að við séum viðbúin því þegar eitthvað kemur.“ Hann vill sjá að sérstakt rannsóknarsetur verði stofnað til að undirbúa viðbrögð við eldgosum þá sérstaklega með hönnun varnargarða í huga þar sem þeir hafi þegar sannað gildi sitt. „Til þess að við höfum þá bara heildaráætlun fyrir höfuðborgarsvæðið og Reykjanes ef allt fer á versta veg.“ Eldgos og jarðhræringar Reykjavík Garðabær Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Skoða þarf viðbrögð við eldgosi nærri höfuðborgarsvæðinu Eldfjallafræðingur segir jarðskjálftahrinuna um helgina nærri Bláfjöllum til marks um að allt kerfið sé komið af stað. 29. janúar 2024 13:21 „Ekki spurning um hvort það verði gos, heldur hvenær“ Þorvaldur Þórðarsson, eldfjallafræðingur, segist telja að skjálftahrina í Húsfellsbruna um helgina sé hluti af þeirri virkni sem er að eiga sér stað á Reykjanesskaga. Ekki sé spurning um hvort heldur hvenær muni gjósa í Brennisteinsfjöllum, þó hann telji ekki líkur á að það muni gerast á næstunni. 29. janúar 2024 17:21 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Sjá meira
Um helgina tók jörð að hristast nærri Bláfjöllum. Um tuttugu jarðskjálftar mældust þá á svæðinu en sá stærsti var 3,1 að stærð. Nokkur eldstöðvakerfi eru allt frá Reykjanesi að Henglinum og segir Ármann Höskuldsson eldfjallafjallafræðingur þau öll tengjast og að jarðskjálftarnir um helgina séu til marks um að kerfið í heild sé komið í gang. „Um leið og það fer allt í gang þá mun gjósa á öllum þessum svæðum. Spurningin er bara hvað langan tíma tekur frá því það fer úr einu kerfi yfir í næsta.“ Íbúar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi öllu séu að sigla inn í óvissutímabil þegar kemur að jarðhræringum. „Sem getur varað í hundrað til þrjú hundruð ár. Við erum að fara að fá eldgosinu miklu nær okkur heldur en við erum vön.“ Hraun gæti runnið í hverfi í Hafnarfirði Ármann segir tölfræði og gögn hafa verið notuð til að reyna að sjá fyrir hvar vænta megi eldgosa og hvert hraun geti runnið. Í skýrslu sem hann vann ásamt hópi vísindamanna fyrir Landsnes vegna vinnu við Lyklafellslínu, sem til stóð að reisa, má finna myndir sem sýna hvar hraun gæti runnið við höfuðborgarsvæðið ef til eldgosa kemur. Þar sést að veikustu punktarnir eru þar sem yngstu hraunin hafa runnið til sjávar. „Náttúrulega langveikustu punktarnir eru svæðið sem kemur frá Krýsuvíkurkerfinu sem kemur niður Krýsuvíkurveginn og þá inn í Vallahverfið og iðnaðarhverfið þar og þangað niður eftir. Því að þangað geta farið hraun bæði sem kæmi upp í Krýsuvíkurkerfinu og hraun sem kæmi upp í Bláfjalla-Brennisteinskerfinu. Þau leita öll í farvegi þangað niður eftir.“ Mikilvægt sé að vinna sé hafin við að undirbúa og efla varnir á öllu svæðinu. „Við vitum það vel ef við skoðum svæðin vel og skoðum þá möguleika sem eru fyrir hendi hvað getur gerst og allt það. Við vitum líka að við getum vel farið að hanna varnir þannig að við séum viðbúin því þegar eitthvað kemur.“ Hann vill sjá að sérstakt rannsóknarsetur verði stofnað til að undirbúa viðbrögð við eldgosum þá sérstaklega með hönnun varnargarða í huga þar sem þeir hafi þegar sannað gildi sitt. „Til þess að við höfum þá bara heildaráætlun fyrir höfuðborgarsvæðið og Reykjanes ef allt fer á versta veg.“
Eldgos og jarðhræringar Reykjavík Garðabær Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Skoða þarf viðbrögð við eldgosi nærri höfuðborgarsvæðinu Eldfjallafræðingur segir jarðskjálftahrinuna um helgina nærri Bláfjöllum til marks um að allt kerfið sé komið af stað. 29. janúar 2024 13:21 „Ekki spurning um hvort það verði gos, heldur hvenær“ Þorvaldur Þórðarsson, eldfjallafræðingur, segist telja að skjálftahrina í Húsfellsbruna um helgina sé hluti af þeirri virkni sem er að eiga sér stað á Reykjanesskaga. Ekki sé spurning um hvort heldur hvenær muni gjósa í Brennisteinsfjöllum, þó hann telji ekki líkur á að það muni gerast á næstunni. 29. janúar 2024 17:21 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Sjá meira
Skoða þarf viðbrögð við eldgosi nærri höfuðborgarsvæðinu Eldfjallafræðingur segir jarðskjálftahrinuna um helgina nærri Bláfjöllum til marks um að allt kerfið sé komið af stað. 29. janúar 2024 13:21
„Ekki spurning um hvort það verði gos, heldur hvenær“ Þorvaldur Þórðarsson, eldfjallafræðingur, segist telja að skjálftahrina í Húsfellsbruna um helgina sé hluti af þeirri virkni sem er að eiga sér stað á Reykjanesskaga. Ekki sé spurning um hvort heldur hvenær muni gjósa í Brennisteinsfjöllum, þó hann telji ekki líkur á að það muni gerast á næstunni. 29. janúar 2024 17:21