Heilaflaga Neuralink Musk grædd í fyrsta einstaklinginn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. janúar 2024 07:13 Fyrsta markmið Neuralink verður að gera mönnum kleift að stjórna tölvubúnaði, til dæmis símum, með hugsuninni einni saman. Getty/NurPhoto/Jonathan Raa Auðjöfurinn og frumkvöðullinn Elon Musk hefur greint frá því að fyrirtæki hans Neuralink hafi nú í fyrsta sinn grætt þráðlausa tölvuflögu í heila manneskju. Aðgerðin er sögð hafa gengið vel og flagan sent frá sér skilaboð um taugastarfsemi sjúklingsins. Markmið Neuralink er að þróa tækni til að tengja mannsheilann við tölvur, meðal annars með það að markmiði að lækna flókna taugasjúkdóma. Eftirlitsyfirvöld í Bandaríkjunum gáfu grænt ljós á ígræðsluna í maí í fyrra, þegar þau lögðu blessun sína yfir sex ára verkefni þar sem róbóti verður notaður til að koma fyrir 64 þráðum, sem hver um sig er þynnri en mannshár, fyrir á svæði heilans sem stjórnar „ætluðum hreyfingum“. Samkvæmt Neuralink gera þræðirnir flögunni kleift að safna og senda áfram upplýsingar um það hvernig viðkomandi einstaklingur hyggst hreyfa sig. Musk segir fyrstu vöru fyrirtækisins munu verða kallaða Telepathy en hún muni gera einstaklingum kleift að stjórna síma sínum eða fartölvu með hugsuninni einni saman. Fyrstu notendur tækninnar verði einstaklingar sem hafi misst hendur sínar. Athafnamaðurinn hefur einnig vísað til vísindamannsins Stephen Hawking, sem þjáðist af taugahrörnunarsjúkdómi og notaði tölvu til að tjá sig. „Ímyndið ykkur ef Stephen Hawking hefði getað tjáð sig hraðar en hraðritari eða uppboðshaldari. Það er markmiðið.“ Neuralink verður í harðri samkeppni við önnur fyrirtæki sem ætla sér svipaða hluti og hafa þegar, og fyrir nokkuð löngu síðan, grætt tölvuflögur í mannsheila. BBC greindi frá. Tækni Vísindi Heilbrigðismál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Sjá meira
Aðgerðin er sögð hafa gengið vel og flagan sent frá sér skilaboð um taugastarfsemi sjúklingsins. Markmið Neuralink er að þróa tækni til að tengja mannsheilann við tölvur, meðal annars með það að markmiði að lækna flókna taugasjúkdóma. Eftirlitsyfirvöld í Bandaríkjunum gáfu grænt ljós á ígræðsluna í maí í fyrra, þegar þau lögðu blessun sína yfir sex ára verkefni þar sem róbóti verður notaður til að koma fyrir 64 þráðum, sem hver um sig er þynnri en mannshár, fyrir á svæði heilans sem stjórnar „ætluðum hreyfingum“. Samkvæmt Neuralink gera þræðirnir flögunni kleift að safna og senda áfram upplýsingar um það hvernig viðkomandi einstaklingur hyggst hreyfa sig. Musk segir fyrstu vöru fyrirtækisins munu verða kallaða Telepathy en hún muni gera einstaklingum kleift að stjórna síma sínum eða fartölvu með hugsuninni einni saman. Fyrstu notendur tækninnar verði einstaklingar sem hafi misst hendur sínar. Athafnamaðurinn hefur einnig vísað til vísindamannsins Stephen Hawking, sem þjáðist af taugahrörnunarsjúkdómi og notaði tölvu til að tjá sig. „Ímyndið ykkur ef Stephen Hawking hefði getað tjáð sig hraðar en hraðritari eða uppboðshaldari. Það er markmiðið.“ Neuralink verður í harðri samkeppni við önnur fyrirtæki sem ætla sér svipaða hluti og hafa þegar, og fyrir nokkuð löngu síðan, grætt tölvuflögur í mannsheila. BBC greindi frá.
Tækni Vísindi Heilbrigðismál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Sjá meira