Stelpurnar grátandi og hlæjandi en hún alveg stjörf Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2024 09:30 Leikmenn SR fagna sigrinum á Fjölni. Skautafélag Reykjavíkur Alexandra Hafsteinsdóttir lagði ómælda vinnu á sig til styrkja og bæta kvennalið Skautafélags Reykjavíkur. Á dögunum var sú vinna öll þess virði þegar liðið vann sögulegan sigur. Alexandra hefur æft íshokkí hjá SR frá tíu ára aldri. Átján ára gömul fór hún að þjálfa stúlknalið félagsins því hún taldi að ef ekkert yrði gert til að efla kvennaíshokkí myndi hún ekki hafa neitt félag til að spila fyrir. Ferlið að byggja upp kvennalið átti eftir að taka drjúgan tíma. Kvennalið SR hefur staðið í erfiðri baráttu við sterkari og reynslumeiri lið í mörg ár. Á dögunum borgaði allt erfiðið, þrautseigjan og baráttuhugurinn sig margfalt. Liðið vann þá sinn fyrsta leik í venjulegum leiktíma í sögunni. Væntanlega var það ekki neinn sem upplifði sigurinn eins sætan og Alexandra. „Tilfinningin var alveg ólýsanleg. Stelpurnar voru allar hoppandi af gleði, grátandi og hlæjandi og ég var bara sjálf alveg stjörf. Ég gat ekki hreyft mig og vissi ekki hvað ég átti að segja. Þetta var bara æðislegt og mér hefur aldrei liðið svona áður,“ sagði Alexandra Hafsteinsdóttir í viðtali við Aron Guðmundsson. SR vann 6-3 sigur á Fjölni þar sem sex mismunandi leikmenn skoruðu mörkin eða þær Friðrika Ragna Magnúsdóttir, Satu Niinimäki, Þóra Míla Sigurðardóttir, Ylfa Kristín Bjarnadóttir, Saga Sigurðardóttir og Arna Friðjónsdóttir. Árangurinn er ekki síður merkilegur vegna þess að meirihluti liðsins eru uppaldir leikmenn og enn að spila með yngri flokkum SR. Framtíðin er því svo sannarlega björt. „Fyrir mér var þetta talsvert meira en bara einn sigur þar sem að þetta hefur verið svo langur aðdragandi. Ég æfði alltaf ein með strákum og byrjaði mjög ung með meistaraflokki kvenna. Ég er ein eftir úr upprunalega kvennaliðinu,“ sagði Alexandra. „Langflestar af stelpunum sem eru í kvennaliðinu í dag byrjuðu að æfa hjá mér fyrir stuttu síðan. Mér þykir ofboðslega vænt um það að sjá þær ná svona miklum árangri,“ sagði Alexandra. „Við byrjuðum fyrir nokkrum árum með sérstakar stelpuæfingar hjá Skautafélaginu þar sem að það voru nánast engar stelpur í yngri flokkunum. Við reyndum að draga inn eins mikið af stelpum og við gátum og reyna að halda þeim í íþróttinni,“ sagði Alexandra. „Árið eftir að við byrjuðum með þessar stelpuæfingar þá hefði stelpunum fjölgað úr átta í fjörutíu í yngri flokkunum hjá okkur. Meirihlutinn af stelpunum í meistaraflokki í dag eru þessar stelpur sem byrjuðu bara fyrir stuttu síðan. Við höldum bara áfram okkar uppbyggingu í félaginu,“ sagði Alexandra. En hvaða áhrif hefur svona sigur á leikmenn? „Ég held að þetta hafi gefið okkur mjög mikið sjálfstraust. Við sjáum núna að við getum þetta alveg og það er allt hægt. Við eigum alveg roð í liðin sem eru fyrir í deildinni. Þetta er geggjað. Við vitum að við getum unnið leiki og höldum því áfram,“ sagði Alexandra. Það gerðu þær líka því SR stelpurnar fylgdu þessum sögulega sigri á Fjölni eftir með sigri á Íslandsmeisturum SA. Þær unnu þann leik 4-3 og mörkin skoruðu Satu Niinimäki, Friðrika Magnúsdóttir, Arna Friðjónsdóttir og April Orongan. Íshokkí Mest lesið „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Körfubolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Tottenham einu skrefi nær titli eftir sigur í norður Noregi Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjör: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Alfons mættur til norður Noregs til að styðja gömlu félagana á móti Tottenham Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Frá Eyjum til Ísraels „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjá meira
Alexandra hefur æft íshokkí hjá SR frá tíu ára aldri. Átján ára gömul fór hún að þjálfa stúlknalið félagsins því hún taldi að ef ekkert yrði gert til að efla kvennaíshokkí myndi hún ekki hafa neitt félag til að spila fyrir. Ferlið að byggja upp kvennalið átti eftir að taka drjúgan tíma. Kvennalið SR hefur staðið í erfiðri baráttu við sterkari og reynslumeiri lið í mörg ár. Á dögunum borgaði allt erfiðið, þrautseigjan og baráttuhugurinn sig margfalt. Liðið vann þá sinn fyrsta leik í venjulegum leiktíma í sögunni. Væntanlega var það ekki neinn sem upplifði sigurinn eins sætan og Alexandra. „Tilfinningin var alveg ólýsanleg. Stelpurnar voru allar hoppandi af gleði, grátandi og hlæjandi og ég var bara sjálf alveg stjörf. Ég gat ekki hreyft mig og vissi ekki hvað ég átti að segja. Þetta var bara æðislegt og mér hefur aldrei liðið svona áður,“ sagði Alexandra Hafsteinsdóttir í viðtali við Aron Guðmundsson. SR vann 6-3 sigur á Fjölni þar sem sex mismunandi leikmenn skoruðu mörkin eða þær Friðrika Ragna Magnúsdóttir, Satu Niinimäki, Þóra Míla Sigurðardóttir, Ylfa Kristín Bjarnadóttir, Saga Sigurðardóttir og Arna Friðjónsdóttir. Árangurinn er ekki síður merkilegur vegna þess að meirihluti liðsins eru uppaldir leikmenn og enn að spila með yngri flokkum SR. Framtíðin er því svo sannarlega björt. „Fyrir mér var þetta talsvert meira en bara einn sigur þar sem að þetta hefur verið svo langur aðdragandi. Ég æfði alltaf ein með strákum og byrjaði mjög ung með meistaraflokki kvenna. Ég er ein eftir úr upprunalega kvennaliðinu,“ sagði Alexandra. „Langflestar af stelpunum sem eru í kvennaliðinu í dag byrjuðu að æfa hjá mér fyrir stuttu síðan. Mér þykir ofboðslega vænt um það að sjá þær ná svona miklum árangri,“ sagði Alexandra. „Við byrjuðum fyrir nokkrum árum með sérstakar stelpuæfingar hjá Skautafélaginu þar sem að það voru nánast engar stelpur í yngri flokkunum. Við reyndum að draga inn eins mikið af stelpum og við gátum og reyna að halda þeim í íþróttinni,“ sagði Alexandra. „Árið eftir að við byrjuðum með þessar stelpuæfingar þá hefði stelpunum fjölgað úr átta í fjörutíu í yngri flokkunum hjá okkur. Meirihlutinn af stelpunum í meistaraflokki í dag eru þessar stelpur sem byrjuðu bara fyrir stuttu síðan. Við höldum bara áfram okkar uppbyggingu í félaginu,“ sagði Alexandra. En hvaða áhrif hefur svona sigur á leikmenn? „Ég held að þetta hafi gefið okkur mjög mikið sjálfstraust. Við sjáum núna að við getum þetta alveg og það er allt hægt. Við eigum alveg roð í liðin sem eru fyrir í deildinni. Þetta er geggjað. Við vitum að við getum unnið leiki og höldum því áfram,“ sagði Alexandra. Það gerðu þær líka því SR stelpurnar fylgdu þessum sögulega sigri á Fjölni eftir með sigri á Íslandsmeisturum SA. Þær unnu þann leik 4-3 og mörkin skoruðu Satu Niinimäki, Friðrika Magnúsdóttir, Arna Friðjónsdóttir og April Orongan.
Íshokkí Mest lesið „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Körfubolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Tottenham einu skrefi nær titli eftir sigur í norður Noregi Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjör: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Alfons mættur til norður Noregs til að styðja gömlu félagana á móti Tottenham Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Frá Eyjum til Ísraels „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjá meira