Áfram Grindavík! Tómas Ellert Tómasson skrifar 30. janúar 2024 07:30 Við Íslendingar höfum þurft í gegnum aldir alda að eiga við all hrikalega krafta móður jarðar. Þau allra verstu á landnámstímum væntanlega móðuharðindin í kjölfar Skaftárelda, djöfulganginn í systrunum Heklu og Kötlu auk frændanna í Vatnajökli, Bárðarbungu og Öræfajökli. Á nútíma og innan mannsaldra höfum við fengið vel að kenna á kröftum móður jarðar. Um allt land, suður, vestur, austur og norður, enginn óhultur. Persónulega fékk ég að upplifa Suðurlandsskjálftana 2000 og 2008, í langan tíma á eftir verður að viðurkennast að ég var mjög skelkaður vegna þeirrar upplifunar. Sem betur fer lenti ég ekki í neinu stór eignatjóni, en það tók mig tíma að jafna mig eftir hristinginn. Mikið eignatjón varð eftir þessa mjólkurhristinga á suðurlandi sem Viðlagatrygging greiddi tjónþolum með sem sanngjörnustum hætti út, auðvitað voru ekki allir ánægðir með sitt tjónamat. En það er bara eins og það er og venjulegast hægt að koma slíkum málum í lögformlegan farveg. Einnig fékk ég að finna harkalega fyrir gasmenguninni sem varð í kjölfar gossins í Holuhrauni 2014 búandi á Höfn í Hornafirði á þeim tíma. Og í dag bý ég ofan á stærsta hrauni landsins sem runnið hefur á nútíma á jörðinni úr einu gosi og það gos er ættað úr Bárðarbungukerfinu. Þjórsárhrauninu mikla sem rann fyrir um 8500 árum, en það rann ofan af hálendinu skammt vestan Bárðarbungu og til sjávar milli Ölfusár og Þjórsár. Getur það gerst aftur? Veit það ekki. Ætla ég að flytja mig vegna þessa? Nei! Til ykkar Grindvíkingar Grindvíkingar, ég veit að ykkur líður ekki vel við þær aðstæður sem nú eru uppi þegar móðir jörð hefur tekið stjórnina og völdin af ykkur. Hef fengið að heyra í nokkrum ykkar sl. daga og mánuði, hljóðið er þungt, skiljanlega. Fáir skilja hvað á ykkur er lagt þessi misserin. Þeir fáu sem skilja, hafa lent í svipuðum aðstæðum. Þó ég fari ekki lengra aftur í tímann, en þá skilja þeir sem upplifðu Heimaeyjargosið 1973, Kröflueldana 1975-1984, Snjóflóðin á Flateyri og Súðavík, Suðurlandsskjálftana 2000 og 2008 og skriðuföllin á Seyðisfirði 2020 hvað þið eruð að ganga í gegnum þessi dægrin. Kæru Grindvíkingar mér fannst ég knúinn til að rita þessi orð til ykkar, ekki aðeins vegna þess að ég á góða vini og félaga í ykkar hópi heldur frekar vegna þess að mér þykir vænt um ykkur sem samfélag. Ég upplýsi það hér og nú að ég hef öfundað ykkur af því kröftuga samfélagi sem þið hafið byggt upp og standið fyrir og munuð gera áfram í svo sem hvaða mynd það verður í framtíðinni. Áfram Grindavík! Höfundur er byggingarverkfræðingur og íbúi á Selfossi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Ellert Tómasson Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Við Íslendingar höfum þurft í gegnum aldir alda að eiga við all hrikalega krafta móður jarðar. Þau allra verstu á landnámstímum væntanlega móðuharðindin í kjölfar Skaftárelda, djöfulganginn í systrunum Heklu og Kötlu auk frændanna í Vatnajökli, Bárðarbungu og Öræfajökli. Á nútíma og innan mannsaldra höfum við fengið vel að kenna á kröftum móður jarðar. Um allt land, suður, vestur, austur og norður, enginn óhultur. Persónulega fékk ég að upplifa Suðurlandsskjálftana 2000 og 2008, í langan tíma á eftir verður að viðurkennast að ég var mjög skelkaður vegna þeirrar upplifunar. Sem betur fer lenti ég ekki í neinu stór eignatjóni, en það tók mig tíma að jafna mig eftir hristinginn. Mikið eignatjón varð eftir þessa mjólkurhristinga á suðurlandi sem Viðlagatrygging greiddi tjónþolum með sem sanngjörnustum hætti út, auðvitað voru ekki allir ánægðir með sitt tjónamat. En það er bara eins og það er og venjulegast hægt að koma slíkum málum í lögformlegan farveg. Einnig fékk ég að finna harkalega fyrir gasmenguninni sem varð í kjölfar gossins í Holuhrauni 2014 búandi á Höfn í Hornafirði á þeim tíma. Og í dag bý ég ofan á stærsta hrauni landsins sem runnið hefur á nútíma á jörðinni úr einu gosi og það gos er ættað úr Bárðarbungukerfinu. Þjórsárhrauninu mikla sem rann fyrir um 8500 árum, en það rann ofan af hálendinu skammt vestan Bárðarbungu og til sjávar milli Ölfusár og Þjórsár. Getur það gerst aftur? Veit það ekki. Ætla ég að flytja mig vegna þessa? Nei! Til ykkar Grindvíkingar Grindvíkingar, ég veit að ykkur líður ekki vel við þær aðstæður sem nú eru uppi þegar móðir jörð hefur tekið stjórnina og völdin af ykkur. Hef fengið að heyra í nokkrum ykkar sl. daga og mánuði, hljóðið er þungt, skiljanlega. Fáir skilja hvað á ykkur er lagt þessi misserin. Þeir fáu sem skilja, hafa lent í svipuðum aðstæðum. Þó ég fari ekki lengra aftur í tímann, en þá skilja þeir sem upplifðu Heimaeyjargosið 1973, Kröflueldana 1975-1984, Snjóflóðin á Flateyri og Súðavík, Suðurlandsskjálftana 2000 og 2008 og skriðuföllin á Seyðisfirði 2020 hvað þið eruð að ganga í gegnum þessi dægrin. Kæru Grindvíkingar mér fannst ég knúinn til að rita þessi orð til ykkar, ekki aðeins vegna þess að ég á góða vini og félaga í ykkar hópi heldur frekar vegna þess að mér þykir vænt um ykkur sem samfélag. Ég upplýsi það hér og nú að ég hef öfundað ykkur af því kröftuga samfélagi sem þið hafið byggt upp og standið fyrir og munuð gera áfram í svo sem hvaða mynd það verður í framtíðinni. Áfram Grindavík! Höfundur er byggingarverkfræðingur og íbúi á Selfossi.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun