Það er íþyngjandi að þurfa að vaska upp eftir partý Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar 30. janúar 2024 10:30 Nú hefur umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra látið vinna skýrslu um svokallaða gullhúðun í innleiðingum á EES tilskipunum með tilvísan í lög nr. 55/1991. Lögin kveða á um að sérstaklega skuli tekið fram ef gengið er lengra en lágmarkskröfur gera ráð fyrir. Í skýrslunni er skoðað hvenær gengið hefur verið lengra og hvenær hefði þurft að rökstyðja það betur. Því skal fagna að aukins gagnsæis sé að vænta á Alþingi og ég vona að fleiri svona skýrslur verði unnar í öðrum ráðuneytum. Einnig hefði gjarnan mátt skoða hvort einhver innleiðing á EES regluverki sé ófullnægjandi og nái ekki markmiðum sínum – sem undirrituð hefur grun um að sé einnig algengara en margir halda. En það er ekki það sem þessi grein fjallar um. Í kjölfar nýju skýrslunnar um gullhúðun efndu Samtök Iðnaðarins til viðburðar með yfirskriftina „Íþyngjandi regluverk á færibandi”. Ég vil staldra við orðið íþyngjandi. Hér er oft um að ræða regluverk um umhverfismál og það sem kallað er gullhúðun og íþyngjandi er oftar en ekki umhverfi og náttúru í hag. Rökstuðning má greinilega bæta í greinargerðum en við vitum öll að síðustu ár hefur ríkt eitt allsherjar jarðefnaeldsneytis- og auðlindafyllerí. Sem betur fer eru gestirnir í því partýi að tínast út einn af öðrum; bara þeir allra drykkfeldustu sitja enn sem fastast og tala um eftirpartý fullt af tækifærum fyrir Ísland í kjölfar loftslagsbreytinga. Við hin vitum að þetta eftirpartý er ekki til, við horfum í kring um okkur og það er drasl og skítur út um allt. Það ER mjög íþyngjandi að þurfa að taka til en við getum öll verið sammála um að ekki er hægt að fresta því endalaust. Reyndar er best að taka til sem fyrst því þá getum við jafnvel farið að sofa í hreinu húsi og vaknað þeim mun hressari daginn eftir. Það er líka mjög íþyngjandi að taka til í viðskiptalífinu, stjórnmálunum og okkar persónulegu lifnaðarháttum svo að við getum stefnt að jákvæðum framförum í sátt við umhverfi og náttúru. Þess vegna má alls ekki gleyma að íþyngjandi aðgerðunum getur einnig fylgt ávinningur fyrir okkur öll. Höfundur er formaður Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður María Þorbjarnardóttir Loftslagsmál Stjórnsýsla Utanríkismál Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Nú hefur umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra látið vinna skýrslu um svokallaða gullhúðun í innleiðingum á EES tilskipunum með tilvísan í lög nr. 55/1991. Lögin kveða á um að sérstaklega skuli tekið fram ef gengið er lengra en lágmarkskröfur gera ráð fyrir. Í skýrslunni er skoðað hvenær gengið hefur verið lengra og hvenær hefði þurft að rökstyðja það betur. Því skal fagna að aukins gagnsæis sé að vænta á Alþingi og ég vona að fleiri svona skýrslur verði unnar í öðrum ráðuneytum. Einnig hefði gjarnan mátt skoða hvort einhver innleiðing á EES regluverki sé ófullnægjandi og nái ekki markmiðum sínum – sem undirrituð hefur grun um að sé einnig algengara en margir halda. En það er ekki það sem þessi grein fjallar um. Í kjölfar nýju skýrslunnar um gullhúðun efndu Samtök Iðnaðarins til viðburðar með yfirskriftina „Íþyngjandi regluverk á færibandi”. Ég vil staldra við orðið íþyngjandi. Hér er oft um að ræða regluverk um umhverfismál og það sem kallað er gullhúðun og íþyngjandi er oftar en ekki umhverfi og náttúru í hag. Rökstuðning má greinilega bæta í greinargerðum en við vitum öll að síðustu ár hefur ríkt eitt allsherjar jarðefnaeldsneytis- og auðlindafyllerí. Sem betur fer eru gestirnir í því partýi að tínast út einn af öðrum; bara þeir allra drykkfeldustu sitja enn sem fastast og tala um eftirpartý fullt af tækifærum fyrir Ísland í kjölfar loftslagsbreytinga. Við hin vitum að þetta eftirpartý er ekki til, við horfum í kring um okkur og það er drasl og skítur út um allt. Það ER mjög íþyngjandi að þurfa að taka til en við getum öll verið sammála um að ekki er hægt að fresta því endalaust. Reyndar er best að taka til sem fyrst því þá getum við jafnvel farið að sofa í hreinu húsi og vaknað þeim mun hressari daginn eftir. Það er líka mjög íþyngjandi að taka til í viðskiptalífinu, stjórnmálunum og okkar persónulegu lifnaðarháttum svo að við getum stefnt að jákvæðum framförum í sátt við umhverfi og náttúru. Þess vegna má alls ekki gleyma að íþyngjandi aðgerðunum getur einnig fylgt ávinningur fyrir okkur öll. Höfundur er formaður Landverndar.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun