Albert fengi hátt í milljón á dag Sindri Sverrisson skrifar 1. febrúar 2024 10:31 Albert Guðmundsson hefur skorað níu mörk í ítölsku A-deildinni í vetur, fyrir Genoa. Getty/Francesco Pecoraro Ítalskur blaðamaður segir ljóst að Fiorentina muni leggja fram nýtt tilboð í Albert Guðmundsson í dag og að hann sé búinn að ná samkomulagi um eigin kaup og kjör samþykki Genoa tilboð Fiorentina. Í dag er lokadagur félagaskiptagluggans í helstu knattspyrnudeildum Evrópu og lokast glugginn klukkan 19 á Ítalíu. Fiorentina þarf því að hafa hraðar hendur til að landa Alberti eftir að Genoa hafnaði 22 milljóna evra (tæplega 3,3 milljarða króna) tilboði í hann í gær. Samkvæmt ítalska blaðamanninum Nicolo Schira, sem sérhæfir sig í félagaskiptafréttum, ætlar Fiorentina að leggja fram nýtt tilboð. Þá segir Schira að Albert sé búinn að samþykkja samning við Fiorentina sem myndi gilda til 2028, með möguleika á árs framlengingu. Samningurinn myndi tryggja Alberti tvær milljónir evra í árslaun, eða jafnvirði tæplega 300 milljóna króna. Hann fengi því um 820.000 krónur á dag í laun. #Fiorentina are pushing to try to convince #Genoa to sell Albert #Gudmundsson. Viola will submit a new bid to Genoa and have already reached an agreement in principle with the icelandic player for a contract until 2028 ( 2M/year) with option for 2029. #transfers @violanews— Nicolò Schira (@NicoSchira) February 1, 2024 Ljóst er að Genoa tekur ekki í mál að fá minna en 25 milljónir evra fyrir Albert, jafnvirði 3,7 milljarða króna, og upphaflega fór félagið fram á 30 milljónir evra. Fiorentina er sem stendur í 6. sæti ítölsku A-deildarinnar, með 34 stig eftir 21 leik, og aðeins stigi á eftir Roma og tveimur á eftir Atalanta, í harðri baráttu um Evrópusæti og þá helst sæti í Meistaradeild Evrópu. Genoa er nýliði í deildinni en þó í 11. sæti með 28 stig, ekki síst vegna Alberts sem skorað hefur níu mörk á leiktíðinni en aðeins þrír leikmenn hafa skorað fleiri mörk í deildinni það sem af er. Albert, sem er 26 ára gamall, kom til Genoa frá AZ í Hollandi fyrir akkúrat tveimur árum. Ítalski boltinn Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira
Í dag er lokadagur félagaskiptagluggans í helstu knattspyrnudeildum Evrópu og lokast glugginn klukkan 19 á Ítalíu. Fiorentina þarf því að hafa hraðar hendur til að landa Alberti eftir að Genoa hafnaði 22 milljóna evra (tæplega 3,3 milljarða króna) tilboði í hann í gær. Samkvæmt ítalska blaðamanninum Nicolo Schira, sem sérhæfir sig í félagaskiptafréttum, ætlar Fiorentina að leggja fram nýtt tilboð. Þá segir Schira að Albert sé búinn að samþykkja samning við Fiorentina sem myndi gilda til 2028, með möguleika á árs framlengingu. Samningurinn myndi tryggja Alberti tvær milljónir evra í árslaun, eða jafnvirði tæplega 300 milljóna króna. Hann fengi því um 820.000 krónur á dag í laun. #Fiorentina are pushing to try to convince #Genoa to sell Albert #Gudmundsson. Viola will submit a new bid to Genoa and have already reached an agreement in principle with the icelandic player for a contract until 2028 ( 2M/year) with option for 2029. #transfers @violanews— Nicolò Schira (@NicoSchira) February 1, 2024 Ljóst er að Genoa tekur ekki í mál að fá minna en 25 milljónir evra fyrir Albert, jafnvirði 3,7 milljarða króna, og upphaflega fór félagið fram á 30 milljónir evra. Fiorentina er sem stendur í 6. sæti ítölsku A-deildarinnar, með 34 stig eftir 21 leik, og aðeins stigi á eftir Roma og tveimur á eftir Atalanta, í harðri baráttu um Evrópusæti og þá helst sæti í Meistaradeild Evrópu. Genoa er nýliði í deildinni en þó í 11. sæti með 28 stig, ekki síst vegna Alberts sem skorað hefur níu mörk á leiktíðinni en aðeins þrír leikmenn hafa skorað fleiri mörk í deildinni það sem af er. Albert, sem er 26 ára gamall, kom til Genoa frá AZ í Hollandi fyrir akkúrat tveimur árum.
Ítalski boltinn Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira