Spilar ekki með Kielce meðan rannsókn á nauðgun stendur yfir Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. febrúar 2024 17:00 Benoit Kounkoud kom til Kielce fyrir tæpum tveimur árum. getty/Marius Becker Benoit Kounkoud spilar ekki með pólska handboltaliðinu Kielce meðan frönsk yfirvöld eru með mál hans til rannsóknar. Kounkoud var handtekinn á skemmtistað í París, rúmum sólarhring eftir að hann varð Evrópumeistari með franska landsliðinu. Hann var sakaður um að hafa reynt að nauðga ungri konu á skemmtistaðnum. Kounkoud var yfirheyrður þegar runnið hafði af honum og svo sleppt úr haldi í kjölfarið. Rannsókn á málinu heldur hins vegar áfram og lögregla reynir meðal annars að safna fleiri vitnisburðum. Kounkoud leikur með pólska meistaraliðinu Kielce. Eftir að hann var handtekinn sendi félagið frá sér yfirlýsingu að það tæki málið alvarlega og fordæmdi allt ofbeldi. Brugðist yrði við með viðeigandi hætti um leið og opinberar upplýsingar um málið lægju fyrir en að svo stöddu komnu máli myndi félagið ekki tjá sig frekar. Kielce sendi hins vegar frá sér stutta yfirlýsingu á samfélagsmiðlum í dag þar sem fram kom að Kounkoud myndi ekki spila með liðinu á meðan rannsókn á máli hans stæði yfir hjá frönskum yfirvöldum. KS Iskra Kielce S.A. informuje, e Benoit Kounkoud zosta odsuni ty od reprezentowania barw klubu w meczach naszej dru yny do czasu wyja nienia sprawy przez w adze francuskie.— Industria Kielce (@kielcehandball) February 2, 2024 Kounkoud kom til Kielce frá Paris Saint-Germain sumarið 2022. Þar leikur hann með íslenska landsliðsmanninum Hauki Þrastarsyni. Kounkoud var notaður sparlega á Evrópumótinu í Þýskalandi þar sem hann skoraði fimm mörk í jafn mörgum leikjum. EM 2024 í handbolta Franski handboltinn Pólski handboltinn Frakkland Kynferðisofbeldi Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Fleiri fréttir Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ Sjá meira
Kounkoud var handtekinn á skemmtistað í París, rúmum sólarhring eftir að hann varð Evrópumeistari með franska landsliðinu. Hann var sakaður um að hafa reynt að nauðga ungri konu á skemmtistaðnum. Kounkoud var yfirheyrður þegar runnið hafði af honum og svo sleppt úr haldi í kjölfarið. Rannsókn á málinu heldur hins vegar áfram og lögregla reynir meðal annars að safna fleiri vitnisburðum. Kounkoud leikur með pólska meistaraliðinu Kielce. Eftir að hann var handtekinn sendi félagið frá sér yfirlýsingu að það tæki málið alvarlega og fordæmdi allt ofbeldi. Brugðist yrði við með viðeigandi hætti um leið og opinberar upplýsingar um málið lægju fyrir en að svo stöddu komnu máli myndi félagið ekki tjá sig frekar. Kielce sendi hins vegar frá sér stutta yfirlýsingu á samfélagsmiðlum í dag þar sem fram kom að Kounkoud myndi ekki spila með liðinu á meðan rannsókn á máli hans stæði yfir hjá frönskum yfirvöldum. KS Iskra Kielce S.A. informuje, e Benoit Kounkoud zosta odsuni ty od reprezentowania barw klubu w meczach naszej dru yny do czasu wyja nienia sprawy przez w adze francuskie.— Industria Kielce (@kielcehandball) February 2, 2024 Kounkoud kom til Kielce frá Paris Saint-Germain sumarið 2022. Þar leikur hann með íslenska landsliðsmanninum Hauki Þrastarsyni. Kounkoud var notaður sparlega á Evrópumótinu í Þýskalandi þar sem hann skoraði fimm mörk í jafn mörgum leikjum.
EM 2024 í handbolta Franski handboltinn Pólski handboltinn Frakkland Kynferðisofbeldi Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Fleiri fréttir Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ Sjá meira