Móðir barnsins í haldi og málið rannsakað sem manndráp Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 2. febrúar 2024 15:17 Lögreglan hefur ekki viljað veita miklar upplýsingareftir að tilkynnt var um andlát sex ára barns á Nýbýlavegi í Kópavogi að morgni miðvikudags, enda er málið mjög viðkvæmt. vísir/arnar Andlát sex ára drengs í Kópavogi er rannsakað sem manndráp. Konan sem er í haldi lögreglu er móðir barnsins. Annað barn bjó á heimilinu og er það nú í viðeigandi úrræði barnaverndaryfirvalda. Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu í viðtali við fréttastofu. Hann segir lögreglu hafa ágæta mynd af því sem gerðist. „Rannsóknin beinist að því að barninu hafi verið ráðinn bani,“ segir Grímur. Mæðginin dvalið hér í á fjórða ár Konan sem er í haldi er móðir barnsins. Mæðginin hafa verið á landinu í þrjú til fjögur ár og njóta alþjóðlegrar verndar á Íslandi. „Þau bjuggu saman þarna, móðir með tvö börn.“ Eldra barnið var ekki í íbúðinni Eldra barnið var á leiðinni í skólann þegar lögreglu bar að garði á miðvikudagsmorgun og er nú í viðeigandi úrræði barnaverndaryfirvalda. Grímur segir að móðirin sjálf hafi hringt á lögreglu. Krufning hefur farið fram en niðurstöður liggja ekki fyrir að svo stöddu. Líkt og fram hefur komið gekkst konan undir geðmat stuttu eftir að hún var handtekin. Grímur segist ekki geta greint frá niðurstöðum þess. Aðspurður hvort lögregla eða barnaverndaryfirvöld hafi áður haft afskipti af konunni segist Grímur ekki vilja fara út í þau mál. Rannsókn miði ágætlega Hann segir konuna samstarfsfúsa en vill ekki greina frá því hvort hún hafi játað í málinu. „Rannsókn miðar ágætlega. Þetta er viðkvæmt mál og við höfum haldið að okkur höndum þegar kemur að upplýsingum til fjölmiðla og teljum að þær upplýsingar sem þurfa að koma séu nú fram komnar.“ Grímur segir fjölmarga hafa verið yfirheyrða í málinu. „Í svona málum eru yfirheyrðir þeir sem þurfa þykir. Auðvitað eru lang flestir og allir með réttarstöðu vitnis nema sú sem grunuð er um verknaðinn,“ segir Grímur og bætir við að það þurfi mögulega að yfirheyra fleiri. Lögreglumál Kópavogur Andlát barns á Nýbýlavegi Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu í viðtali við fréttastofu. Hann segir lögreglu hafa ágæta mynd af því sem gerðist. „Rannsóknin beinist að því að barninu hafi verið ráðinn bani,“ segir Grímur. Mæðginin dvalið hér í á fjórða ár Konan sem er í haldi er móðir barnsins. Mæðginin hafa verið á landinu í þrjú til fjögur ár og njóta alþjóðlegrar verndar á Íslandi. „Þau bjuggu saman þarna, móðir með tvö börn.“ Eldra barnið var ekki í íbúðinni Eldra barnið var á leiðinni í skólann þegar lögreglu bar að garði á miðvikudagsmorgun og er nú í viðeigandi úrræði barnaverndaryfirvalda. Grímur segir að móðirin sjálf hafi hringt á lögreglu. Krufning hefur farið fram en niðurstöður liggja ekki fyrir að svo stöddu. Líkt og fram hefur komið gekkst konan undir geðmat stuttu eftir að hún var handtekin. Grímur segist ekki geta greint frá niðurstöðum þess. Aðspurður hvort lögregla eða barnaverndaryfirvöld hafi áður haft afskipti af konunni segist Grímur ekki vilja fara út í þau mál. Rannsókn miði ágætlega Hann segir konuna samstarfsfúsa en vill ekki greina frá því hvort hún hafi játað í málinu. „Rannsókn miðar ágætlega. Þetta er viðkvæmt mál og við höfum haldið að okkur höndum þegar kemur að upplýsingum til fjölmiðla og teljum að þær upplýsingar sem þurfa að koma séu nú fram komnar.“ Grímur segir fjölmarga hafa verið yfirheyrða í málinu. „Í svona málum eru yfirheyrðir þeir sem þurfa þykir. Auðvitað eru lang flestir og allir með réttarstöðu vitnis nema sú sem grunuð er um verknaðinn,“ segir Grímur og bætir við að það þurfi mögulega að yfirheyra fleiri.
Lögreglumál Kópavogur Andlát barns á Nýbýlavegi Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira