Frambjóðandi óskar eftir samskiptaskapara Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. febrúar 2024 09:49 Sigríður Hrund Pétursdóttir, forsetaframbjóðandi. Sigríður Hrund Pétursdóttir, forsetaframbjóðandi og athafnakona, óskar eftir því að ráða samskiptaskapara fyrir framboð sitt, til sigurvegferðar. Þetta auglýsir Sigríður á tengslanetsvefnum Linkedin. Sigríður segist í samtali við Vísi ekki vera að leita að nýjum samskiptastjóra, um sé að ræða aðra stöðu. Hödd Vilhjálmsdóttir almannatengill sagði starfi sínu lausu sem samskiptastjóri Sigríðar í janúar. Hödd sagði í samtali við Vísi við tilefnið að þær Sigríður hefðu ekki séð verkefnið sömu augum. Sigríður Hrund tilkynnti forsetaframboð sitt þann 12. janúar síðastliðinn í afmælisveislu sinni á Kjarvalsstöðum. Hún sagði við tilefnið tíma kominn á það aftur að forseti yrði titluð „Frú forseti.“ Landsleikurinn hafinn Í auglýsingu sinni á Linkedin segir Sigríður að umsóknarfrestur sé til 10. febrúar næstkomandi. Hún spyr hvort viðkomandi tengi við ýmsa kosti. Nefnir hún meðal annars kraft og taktfestu í verkefnum, sköpunargleði, óttaleysi eða hugrekki, tjáningarfrelsi, mildi og styrk. Þá segir hún það kost ef viðkomandi hafi í farteskinu framúrskarandi viðhorf með kímniblik í auga og nefnir hún fleira til. Einstaka lipurð í textagerð á íslensku sem og ensku, en ekki Chat GPT-4 og haldbært tengslanet sem hæfir verkefninu, eða færni um að skapa það hratt. Loks þarf viðkomandi að hafa grjót í maganum sem haggist ekki þó öldugangur aukist um stundarsakir. „Landsleikurinn er hafinn. Þú kemur inn á í næstu sókn, tekur boltann á lofti með annarri hendi, skoppar ekki oftar en tvisvar í gólfi, tekur hraðahlaup fram og – skorar. Áfram Ísland!“ Sigríður Hrund birti starfsauglýsingu vegna starfsins. Frétt uppfærð kl. 10:39. Fram kom í upprunalegri útgáfu fréttarinnar að Sigríður væri án samskiptastjóra. Það hefur verið leiðrétt. Forsetakosningar 2024 Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Sigríður Hrund býður sig fram til forseta Sigríður Hrund Pétursdóttir, fjárfestir og fyrrverandi forseti Félags kvenna í atvinnulífinu, hyggst bjóða sig fram til forseta Íslands. 12. janúar 2024 18:42 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Þekkt baráttukona hinseginréttinda myrt í Pétursborg Erlent Skelkuðum ferðamönnum komið til bjargar Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Þetta auglýsir Sigríður á tengslanetsvefnum Linkedin. Sigríður segist í samtali við Vísi ekki vera að leita að nýjum samskiptastjóra, um sé að ræða aðra stöðu. Hödd Vilhjálmsdóttir almannatengill sagði starfi sínu lausu sem samskiptastjóri Sigríðar í janúar. Hödd sagði í samtali við Vísi við tilefnið að þær Sigríður hefðu ekki séð verkefnið sömu augum. Sigríður Hrund tilkynnti forsetaframboð sitt þann 12. janúar síðastliðinn í afmælisveislu sinni á Kjarvalsstöðum. Hún sagði við tilefnið tíma kominn á það aftur að forseti yrði titluð „Frú forseti.“ Landsleikurinn hafinn Í auglýsingu sinni á Linkedin segir Sigríður að umsóknarfrestur sé til 10. febrúar næstkomandi. Hún spyr hvort viðkomandi tengi við ýmsa kosti. Nefnir hún meðal annars kraft og taktfestu í verkefnum, sköpunargleði, óttaleysi eða hugrekki, tjáningarfrelsi, mildi og styrk. Þá segir hún það kost ef viðkomandi hafi í farteskinu framúrskarandi viðhorf með kímniblik í auga og nefnir hún fleira til. Einstaka lipurð í textagerð á íslensku sem og ensku, en ekki Chat GPT-4 og haldbært tengslanet sem hæfir verkefninu, eða færni um að skapa það hratt. Loks þarf viðkomandi að hafa grjót í maganum sem haggist ekki þó öldugangur aukist um stundarsakir. „Landsleikurinn er hafinn. Þú kemur inn á í næstu sókn, tekur boltann á lofti með annarri hendi, skoppar ekki oftar en tvisvar í gólfi, tekur hraðahlaup fram og – skorar. Áfram Ísland!“ Sigríður Hrund birti starfsauglýsingu vegna starfsins. Frétt uppfærð kl. 10:39. Fram kom í upprunalegri útgáfu fréttarinnar að Sigríður væri án samskiptastjóra. Það hefur verið leiðrétt.
Forsetakosningar 2024 Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Sigríður Hrund býður sig fram til forseta Sigríður Hrund Pétursdóttir, fjárfestir og fyrrverandi forseti Félags kvenna í atvinnulífinu, hyggst bjóða sig fram til forseta Íslands. 12. janúar 2024 18:42 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Þekkt baráttukona hinseginréttinda myrt í Pétursborg Erlent Skelkuðum ferðamönnum komið til bjargar Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Sigríður Hrund býður sig fram til forseta Sigríður Hrund Pétursdóttir, fjárfestir og fyrrverandi forseti Félags kvenna í atvinnulífinu, hyggst bjóða sig fram til forseta Íslands. 12. janúar 2024 18:42