Grípa til aðgerða vegna hálfnakins blaðamanns Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. febrúar 2024 13:31 Stuðningsmenn eru oft berir að ofan í stúkunni í Afríkukeppninni en það þykir að sjálfsögðu ekki boðlegt í blaðamannastúkunni. Getty/Ulrik Pedersen Allt of margir fjölmiðlamenn hafa misst sig á leikjum Afríkukeppninnar í knattspyrnu í ár þar sem fagmennska og virðing fyrir kollegum sínum hefur oft fokið út um gluggann. Svo slæmt var ástandið orðið að afríska knattspyrnusambandið taldi sig þurfa að setja saman nýjar reglur um rétta hegðun stéttarinnar á leikjum keppninnar. Það hefur verið mikið að frétta af mótinu enda mikið af óvæntum úrslitum þar sem margar af bestu knattspyrnuþjóðum álfunnar hafa dottið snemma úr keppni. Fréttir af látum í blaðamannastúkunni hafa engu að síður stolið senunni. Þar hafa fjölmiðlamenn orðið uppvísir af ofbeldi, svívirðingum, slagsmálum og þá vakti einn þeirra mikla athygli þegar hann dansaði hálfnakinn um blaðamannastúkuna. „Það var einhver að dansa nakinn um blaðamannastúkuna. Það gengur ekki,“ sagði fjölmiðlafulltrúi afríska knattspyrnusambandsins, CAF. Sambandið gaf út nýjar reglur til að koma í veg fyrir „ófagmannlega og ósæmilega hegðun“ eins og það er orðað í tilkynningunni. Unruly behaviour from AFCON reporters provokes CAF clampdown - ESPN https://t.co/K4SCRXYQWu— Sid Lowe (@sidlowe) February 3, 2024 „CAF hefur tekið eftir því að tilfellum með ófagmannlegri og ósæmilegri hegðun hefur fjölgað mikið meðal nokkurra fjölmiðlamanna á vinnusvæði fjölmiðlamanna á Afríkumótinu. CAF hitti skipuleggjendur mótsins og lögregluna til að ræða stöðuna og nauðsynlegar aðgerðir,“ sagði í tilkynningunni. „Við gerum okkur grein fyrir því að við erum öll áhugafólk um fótbolta með mikla ástríðu fyrir landsliði okkar en fjölmiðlamenn verða engu að síður að sýna fagmennsku,“ sagði í tilkynningunni en sambandið hefur staðfest fréttir af villtum fagnaðarlátum og svívirðingum í garð kollega. Þeir fjölmiðlamenn sem verða uppvísir af ósæmilegri hegðun missa hér eftir fjölmiðlaréttindi sín á mótinu. Það fer ekkert á milli að fjölmiðlamaðurinn sem dansaði næstum því nakinn um fjölmiðlastúkuna til að svekkja kollega sína hafi verið kornið sem fyllti mælinn. Hann var frá Fílabeinsströndinni og var að fagna sigri á meisturum Senegal. Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Svo slæmt var ástandið orðið að afríska knattspyrnusambandið taldi sig þurfa að setja saman nýjar reglur um rétta hegðun stéttarinnar á leikjum keppninnar. Það hefur verið mikið að frétta af mótinu enda mikið af óvæntum úrslitum þar sem margar af bestu knattspyrnuþjóðum álfunnar hafa dottið snemma úr keppni. Fréttir af látum í blaðamannastúkunni hafa engu að síður stolið senunni. Þar hafa fjölmiðlamenn orðið uppvísir af ofbeldi, svívirðingum, slagsmálum og þá vakti einn þeirra mikla athygli þegar hann dansaði hálfnakinn um blaðamannastúkuna. „Það var einhver að dansa nakinn um blaðamannastúkuna. Það gengur ekki,“ sagði fjölmiðlafulltrúi afríska knattspyrnusambandsins, CAF. Sambandið gaf út nýjar reglur til að koma í veg fyrir „ófagmannlega og ósæmilega hegðun“ eins og það er orðað í tilkynningunni. Unruly behaviour from AFCON reporters provokes CAF clampdown - ESPN https://t.co/K4SCRXYQWu— Sid Lowe (@sidlowe) February 3, 2024 „CAF hefur tekið eftir því að tilfellum með ófagmannlegri og ósæmilegri hegðun hefur fjölgað mikið meðal nokkurra fjölmiðlamanna á vinnusvæði fjölmiðlamanna á Afríkumótinu. CAF hitti skipuleggjendur mótsins og lögregluna til að ræða stöðuna og nauðsynlegar aðgerðir,“ sagði í tilkynningunni. „Við gerum okkur grein fyrir því að við erum öll áhugafólk um fótbolta með mikla ástríðu fyrir landsliði okkar en fjölmiðlamenn verða engu að síður að sýna fagmennsku,“ sagði í tilkynningunni en sambandið hefur staðfest fréttir af villtum fagnaðarlátum og svívirðingum í garð kollega. Þeir fjölmiðlamenn sem verða uppvísir af ósæmilegri hegðun missa hér eftir fjölmiðlaréttindi sín á mótinu. Það fer ekkert á milli að fjölmiðlamaðurinn sem dansaði næstum því nakinn um fjölmiðlastúkuna til að svekkja kollega sína hafi verið kornið sem fyllti mælinn. Hann var frá Fílabeinsströndinni og var að fagna sigri á meisturum Senegal.
Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira