Eggjum grýtt og unglingar handteknir á Austurvelli Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. febrúar 2024 20:09 Krökkunum var heitt í hamsi á mótmælunum á Austurvelli í dag. Vísir/Arnar Tveir voru handteknir á fjölmennum mótmælum skólabarna á Austurvelli í dag. Krakkarnir kröfðust vopnahlés á Gasa og að íslensk stjórnvöld kæmu fjölskyldusameiningum til framkvæmda. Forsætisráðherra viðurkennir að málið þyrfti skjóta afgreiðslu en flókin framkvæmd tefji fyrir. Hagskælingar gengu út úr tíma rétt fyrir hálf ellefu í morgun. Mótmælaskiltum var útdeilt og svo var haldið fylktu liði til mótmæla. „Nýja ríkisstjórn strax“ og „Burt með Bjarna Ben“ er á meðal þess sem stóð á skiltum krakkanna. Á sama tíma og krakkarnir gengu til mótmæla á Austurvelli mótmælti fámennur hópur fyrir utan ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu, þar sem ríkisstjórnarfundur fór fram. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var innt eftir stöðu á fjölskyldusameiningum að loknum ríkisstjórnarfundi. Hún segir framkvæmdina velta á því hvort hægt verði að senda fulltrúa íslenskra stjórnvalda til Egyptalands til að aðstoða fólk yfir landamærin. Samtal sé í gangi við Norðurlöndin um slíka aðgerð. Þarf þetta mál ekki að fá skjóta afgreiðslu? „Jú, og það hefur auðvitað verið til umræðu. Það hefur verið rætt hér á vettvangi ríkisstjórnar og ráðherranefnda en það er líka svo að framkvæmdin virðist vera flókin, þannig að það hefur tafið málið.“ Og upp úr klukkan ellefu höfðu Hagskælingar sameinast nemendum úr öðrum skólum fyrir framan Alþingishúsið. Viðtöl við unga mótmælendur og svipmyndir frá deginum má sjá í kvöldfrétt Stöðvar 2 hér fyrir ofan. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Reykjavík Tengdar fréttir Tveir drengir handteknir á mótmælum barna Tveir drengir voru handteknir á Austurvelli í morgun á mótmælum nemenda í Hagaskóla. Vitni segja engan sérstakan aðdraganda hafa verið að handtöku drengjanna. Yfirlögregluþjónn segir þá hafa ekki hlýtt fyrirmælum, hindrað störf lögreglu og framið skemmdarverk. 6. febrúar 2024 14:33 Eggjum kastað í þinghúsið Einstaklingar úr hópi grunnskólabarna, sem komu saman til mótmæla á Austurvelli fyrr í dag, hafa kastað eggjum í Alþingishúsið. 6. febrúar 2024 12:10 Gengu út úr tíma í Hagaskóla og fóru í verkfall fyrir Palestínu Nemendur í Hagaskóla gengu í morgun út úr tíma og fóru í „skólaverkfall fyrir Palestínu“. Krakkarnir vilja að ríkisstjórnin bregðist við og sameini fjölskyldur en lýsa aðgerðinni einnig sem stuðningsyfirlýsingu. 6. febrúar 2024 12:02 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Hagskælingar gengu út úr tíma rétt fyrir hálf ellefu í morgun. Mótmælaskiltum var útdeilt og svo var haldið fylktu liði til mótmæla. „Nýja ríkisstjórn strax“ og „Burt með Bjarna Ben“ er á meðal þess sem stóð á skiltum krakkanna. Á sama tíma og krakkarnir gengu til mótmæla á Austurvelli mótmælti fámennur hópur fyrir utan ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu, þar sem ríkisstjórnarfundur fór fram. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var innt eftir stöðu á fjölskyldusameiningum að loknum ríkisstjórnarfundi. Hún segir framkvæmdina velta á því hvort hægt verði að senda fulltrúa íslenskra stjórnvalda til Egyptalands til að aðstoða fólk yfir landamærin. Samtal sé í gangi við Norðurlöndin um slíka aðgerð. Þarf þetta mál ekki að fá skjóta afgreiðslu? „Jú, og það hefur auðvitað verið til umræðu. Það hefur verið rætt hér á vettvangi ríkisstjórnar og ráðherranefnda en það er líka svo að framkvæmdin virðist vera flókin, þannig að það hefur tafið málið.“ Og upp úr klukkan ellefu höfðu Hagskælingar sameinast nemendum úr öðrum skólum fyrir framan Alþingishúsið. Viðtöl við unga mótmælendur og svipmyndir frá deginum má sjá í kvöldfrétt Stöðvar 2 hér fyrir ofan.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Reykjavík Tengdar fréttir Tveir drengir handteknir á mótmælum barna Tveir drengir voru handteknir á Austurvelli í morgun á mótmælum nemenda í Hagaskóla. Vitni segja engan sérstakan aðdraganda hafa verið að handtöku drengjanna. Yfirlögregluþjónn segir þá hafa ekki hlýtt fyrirmælum, hindrað störf lögreglu og framið skemmdarverk. 6. febrúar 2024 14:33 Eggjum kastað í þinghúsið Einstaklingar úr hópi grunnskólabarna, sem komu saman til mótmæla á Austurvelli fyrr í dag, hafa kastað eggjum í Alþingishúsið. 6. febrúar 2024 12:10 Gengu út úr tíma í Hagaskóla og fóru í verkfall fyrir Palestínu Nemendur í Hagaskóla gengu í morgun út úr tíma og fóru í „skólaverkfall fyrir Palestínu“. Krakkarnir vilja að ríkisstjórnin bregðist við og sameini fjölskyldur en lýsa aðgerðinni einnig sem stuðningsyfirlýsingu. 6. febrúar 2024 12:02 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Tveir drengir handteknir á mótmælum barna Tveir drengir voru handteknir á Austurvelli í morgun á mótmælum nemenda í Hagaskóla. Vitni segja engan sérstakan aðdraganda hafa verið að handtöku drengjanna. Yfirlögregluþjónn segir þá hafa ekki hlýtt fyrirmælum, hindrað störf lögreglu og framið skemmdarverk. 6. febrúar 2024 14:33
Eggjum kastað í þinghúsið Einstaklingar úr hópi grunnskólabarna, sem komu saman til mótmæla á Austurvelli fyrr í dag, hafa kastað eggjum í Alþingishúsið. 6. febrúar 2024 12:10
Gengu út úr tíma í Hagaskóla og fóru í verkfall fyrir Palestínu Nemendur í Hagaskóla gengu í morgun út úr tíma og fóru í „skólaverkfall fyrir Palestínu“. Krakkarnir vilja að ríkisstjórnin bregðist við og sameini fjölskyldur en lýsa aðgerðinni einnig sem stuðningsyfirlýsingu. 6. febrúar 2024 12:02