Landhelgisgæslan greiddi Sportbátum tæpar þrjár milljónir Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 6. febrúar 2024 22:48 Ljóst er að fleiri en Skagfirðingasveitin hafa orðið fyrir barðinu á svikahreppum Sportbáta. Vísir/Vilhelm Landhelgisgæslan greiddi fyrirtækinu Sportbátum tæpar þrjár milljónir inn á Zodiak-bát fyrir sjómælingaskipið Baldur í nóvember í fyrra. Fyrirtækið er sagt hafa snuðað björgunarsveitina Skagfirðingasveit um níu milljónir. Vísir greindi frá því í morgun að Skagfirðingasveit hafi greitt Sportbátum níu milljónir fyrir Zodiak-bát og ýmis önnur tæki fyrir ári síðan. Í Facebook-færslu frá Björgunarsveitinni kom fram að enginn bátur hafi í raun verið pantaður og engin tæki verið sótt eða greitt. Sportbátar, sem er skráð í eigu Sigurðar Lúthers Gestssonar og Svanhildar Ingibjörnsdóttur, hafi því féflett björgunarsveitina. Fyrirtækið var samkvæmt heimildum fréttastofu úrskurðað gjaldþrota þann 18. janúar síðastliðinn. Hvorki hefur náðst í Sigurð né Svanhildi þrátt fyrir endurteknar tilraunir í dag og í kvöld. Áttu að greiða rest við afhendingu Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir í samtali við fréttastofu að gæslan hafi auk Skagfirðinganna átt í viðskiptum við Sportbáta. „Við greiddum inn á Zodiak-bát fyrir sjómælingaskipið Baldur í byrjun nóvember. Greiddum tæpar þrjár milljónir og gerðum ráð fyrir að fá bátinn öðru hvoru megin við áramótin,“ segir Ásgeir. Hann segir að restin hafi átt að greiðast við afhendingu. Frekari viðskipti við Sportbáta hafi ekki staðið til. „Við gerum síðan bara ráð fyrir því að við séum að fara að fá bátinn á sama tíma og við fáum póstinn um að fyrirtækið sé farið á hausinn,“ segir Ásgeir. Hann segir framhaldið nú í höndunum á lögfræðisviði gæslunnar. Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Tengdar fréttir Skagfirðingasveit segist svikin um níu milljónir króna Svo virðist sem fyrirtækið Sportbátar stundi afar vafasama viðskiptahætti svo ekki sé meira sagt. Björgunarsveitin Skagfirðingasveit segir fyrirtækið hafa svikið sig um andvirði hálfs Zodiak-báts og tæki samanlagt að andvirði níu milljóna. 6. febrúar 2024 11:56 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Sjá meira
Vísir greindi frá því í morgun að Skagfirðingasveit hafi greitt Sportbátum níu milljónir fyrir Zodiak-bát og ýmis önnur tæki fyrir ári síðan. Í Facebook-færslu frá Björgunarsveitinni kom fram að enginn bátur hafi í raun verið pantaður og engin tæki verið sótt eða greitt. Sportbátar, sem er skráð í eigu Sigurðar Lúthers Gestssonar og Svanhildar Ingibjörnsdóttur, hafi því féflett björgunarsveitina. Fyrirtækið var samkvæmt heimildum fréttastofu úrskurðað gjaldþrota þann 18. janúar síðastliðinn. Hvorki hefur náðst í Sigurð né Svanhildi þrátt fyrir endurteknar tilraunir í dag og í kvöld. Áttu að greiða rest við afhendingu Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir í samtali við fréttastofu að gæslan hafi auk Skagfirðinganna átt í viðskiptum við Sportbáta. „Við greiddum inn á Zodiak-bát fyrir sjómælingaskipið Baldur í byrjun nóvember. Greiddum tæpar þrjár milljónir og gerðum ráð fyrir að fá bátinn öðru hvoru megin við áramótin,“ segir Ásgeir. Hann segir að restin hafi átt að greiðast við afhendingu. Frekari viðskipti við Sportbáta hafi ekki staðið til. „Við gerum síðan bara ráð fyrir því að við séum að fara að fá bátinn á sama tíma og við fáum póstinn um að fyrirtækið sé farið á hausinn,“ segir Ásgeir. Hann segir framhaldið nú í höndunum á lögfræðisviði gæslunnar.
Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Tengdar fréttir Skagfirðingasveit segist svikin um níu milljónir króna Svo virðist sem fyrirtækið Sportbátar stundi afar vafasama viðskiptahætti svo ekki sé meira sagt. Björgunarsveitin Skagfirðingasveit segir fyrirtækið hafa svikið sig um andvirði hálfs Zodiak-báts og tæki samanlagt að andvirði níu milljóna. 6. febrúar 2024 11:56 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Sjá meira
Skagfirðingasveit segist svikin um níu milljónir króna Svo virðist sem fyrirtækið Sportbátar stundi afar vafasama viðskiptahætti svo ekki sé meira sagt. Björgunarsveitin Skagfirðingasveit segir fyrirtækið hafa svikið sig um andvirði hálfs Zodiak-báts og tæki samanlagt að andvirði níu milljóna. 6. febrúar 2024 11:56