Tvíburar taka yfir hjá egypska landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2024 09:31 Mohamed Salah meiddist í öðrum leik Egypta og missti af restinni af Afríkukeppninni sem var mikið áfall fyrir liðið. Hér svekkir Salah sig í stúkunni. Getty/Visionhaus Markahæsti leikmaður egypska landsliðsins frá upphafi er tekinn við sem þjálfari landsliðsins eftir ófarir liðsins í Afríkukeppninni á dögunum. Hossam Hassan er nýr þjálfari landsliðsins og tvíburabróðir hans Ibrahim Hassan tekur enn fremur við sem liðsstjóri. Portúgalinn Rui Vitória var þjálfari liðsins en þurfti að taka pokann sinn eftir að slaka frammistöðu í Afríkukeppninni þar sem Egyptar unnu ekki leik og duttu út í sextán liða úrslitunum. Hossam Hassan skoraði á sínum tíma 68 mörk fyrir egypska landsliðið en það er tólf mörkum meira en Mohamed Salah sem er i öðru sætinu. Hassan lék 176 landsleiki frá 1985 til 2006 og er líka annar leikjahæsti maður landsliðsins frá upphafi. Egypt name record scorer Hossam Hassan as new coach https://t.co/K6EOifp71t pic.twitter.com/42ykfGB107— Reuters (@Reuters) February 6, 2024 Hassan hefur þjálfað nokkur egypsk félagslið sem og landslið Jórdaníu. Ibrahim Hassan var varnarmaður og er fimmti leikjahæsti leikmaður landsliðsins. Þeir spiluðu saman hjá mörgum félögum. Það var búist við því að Egyptar myndu ráða erlendan þjálfara og var Frakkinn Herve Renard meðal annars orðaður við starfið. Vitória hafði fengið fjögurra ára samning árið 2022 en náði ekki því besta fram hjá liðinu. Egyptar rétt skriðu upp úr riðlinum efir jafntefli í öllum þremur leikjum sínum á móti Mósambík. Gana og Grænhöfðaeyjum og töpuðu síðan í vítakeppni á móti Kongó í sextán liða úrslitunum. Miklu munaði auðvitað um það að Mohamed Salah meiddist aftan í læri í öðrum leiknum og aðalmarkvörðurinn Mohamed El Shenawy fór úr axlarlið í þriðja leiknum. Óheppnin var svo mikil að mati Egypta að þeir fórnuðu kú til að reyna að snúa lukkunni við. Það hafði ekki áhrif því liðið féll úr keppni í vítakeppni. Egyptar hafa unnið Afríkukeppnina oftast allra þjóða eða sjö sinnum en aldrei þó síðan að Mo Salah kom inn í landsliðið árið 2011. Síðast unnu þeir árið 2010. | .. . pic.twitter.com/nBuuzSJsJH— EFA.eg (@EFA) February 6, 2024 Egyptaland Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira
Hossam Hassan er nýr þjálfari landsliðsins og tvíburabróðir hans Ibrahim Hassan tekur enn fremur við sem liðsstjóri. Portúgalinn Rui Vitória var þjálfari liðsins en þurfti að taka pokann sinn eftir að slaka frammistöðu í Afríkukeppninni þar sem Egyptar unnu ekki leik og duttu út í sextán liða úrslitunum. Hossam Hassan skoraði á sínum tíma 68 mörk fyrir egypska landsliðið en það er tólf mörkum meira en Mohamed Salah sem er i öðru sætinu. Hassan lék 176 landsleiki frá 1985 til 2006 og er líka annar leikjahæsti maður landsliðsins frá upphafi. Egypt name record scorer Hossam Hassan as new coach https://t.co/K6EOifp71t pic.twitter.com/42ykfGB107— Reuters (@Reuters) February 6, 2024 Hassan hefur þjálfað nokkur egypsk félagslið sem og landslið Jórdaníu. Ibrahim Hassan var varnarmaður og er fimmti leikjahæsti leikmaður landsliðsins. Þeir spiluðu saman hjá mörgum félögum. Það var búist við því að Egyptar myndu ráða erlendan þjálfara og var Frakkinn Herve Renard meðal annars orðaður við starfið. Vitória hafði fengið fjögurra ára samning árið 2022 en náði ekki því besta fram hjá liðinu. Egyptar rétt skriðu upp úr riðlinum efir jafntefli í öllum þremur leikjum sínum á móti Mósambík. Gana og Grænhöfðaeyjum og töpuðu síðan í vítakeppni á móti Kongó í sextán liða úrslitunum. Miklu munaði auðvitað um það að Mohamed Salah meiddist aftan í læri í öðrum leiknum og aðalmarkvörðurinn Mohamed El Shenawy fór úr axlarlið í þriðja leiknum. Óheppnin var svo mikil að mati Egypta að þeir fórnuðu kú til að reyna að snúa lukkunni við. Það hafði ekki áhrif því liðið féll úr keppni í vítakeppni. Egyptar hafa unnið Afríkukeppnina oftast allra þjóða eða sjö sinnum en aldrei þó síðan að Mo Salah kom inn í landsliðið árið 2011. Síðast unnu þeir árið 2010. | .. . pic.twitter.com/nBuuzSJsJH— EFA.eg (@EFA) February 6, 2024
Egyptaland Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira