„Eins og að sjá Jordan í kvennærfatnaði“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2024 07:31 Dwayne Wade ræðir við áhorfendur þegar hann var heiðraður af Miami Heat. Hann mætti með naglalakk. Getty/Megan Briggs Þekktir íþróttakarlar hafa kosið það að tjá sig á sérstakan hátt og kannski til að storka stöðnuðum hugmyndum um karlmennsku. Dwyane Wade, fyrrum leikmaður Miami Heat í NBA-deildinni, vakti talsverða athygli á dögunum þegar hann var að halda upp á inntöku sína í heiðurshöll körfuboltans. Wade mætti uppáklæddur og glæsilegur til hátíðarinnar en fólk rak strax augun í það að hann var með rautt áberandi naglalakk. Íþróttakarlar hafa verið duglegir að fylla líkama sinn af húðflúrum í gegnum tíðina enda eitthvað sem hefur verið frá fyrstu tíð þótt tákn um karlmennsku. Wade og fleiri eru óhræddir að storka þessum venjum og sækja í skraut sem hingað til hefur oftast þótt tilheyra kvenfólkinu. Þetta vakti líka athygli blaðamannsins Andrew Lawrence á Guardian sem skrifar pistil um þessa nýju tísku hjá íþróttakörlum. Wade fékk á sig harða gagnrýni fyrir skrautið sitt og þá einkum úr svokölluðum karlrembuhornum samfélagsmiðlanna. Það þótti ekki við hæfi að hann væri að tjá sig öðruvísi en hefð er fyrir í heimi karlaíþróttanna. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport) Í Youtube þættinum It Is What It Is gekk rapparinn Ma$e mjög langt í gagnrýni sinni. Hann sagði að sjá Wade með naglalakkið væri í sama flokki „eins og að sjá Jordan í kvennærfatnaði. Þetta er að ganga af mér dauðum,“ sagði Ma$e. Wade er hættur að spila en einn mest spennandi ungi leikmaðurinn í ameríska fótboltanum, leikstjórnandinn Caleb Williams, fer sömu leið. Það er búist við því að hann verði valinn fyrstur í komandi nýliðavali og augun verða því á honum á næstu mánuðum. Caleb málar neglur sínar á leikdegi en hann er með því að heiðra móður sína sem er naglafræðingur. „Þú verður að halda höndunum ferskum. Það eru þær sem búa til allt gullið,“ sagði Caleb Williams aðspurður um þessa hefð sína. Lawrence fer betur yfir málið í grein sinni sem má finna hér. NBA Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Sjá meira
Dwyane Wade, fyrrum leikmaður Miami Heat í NBA-deildinni, vakti talsverða athygli á dögunum þegar hann var að halda upp á inntöku sína í heiðurshöll körfuboltans. Wade mætti uppáklæddur og glæsilegur til hátíðarinnar en fólk rak strax augun í það að hann var með rautt áberandi naglalakk. Íþróttakarlar hafa verið duglegir að fylla líkama sinn af húðflúrum í gegnum tíðina enda eitthvað sem hefur verið frá fyrstu tíð þótt tákn um karlmennsku. Wade og fleiri eru óhræddir að storka þessum venjum og sækja í skraut sem hingað til hefur oftast þótt tilheyra kvenfólkinu. Þetta vakti líka athygli blaðamannsins Andrew Lawrence á Guardian sem skrifar pistil um þessa nýju tísku hjá íþróttakörlum. Wade fékk á sig harða gagnrýni fyrir skrautið sitt og þá einkum úr svokölluðum karlrembuhornum samfélagsmiðlanna. Það þótti ekki við hæfi að hann væri að tjá sig öðruvísi en hefð er fyrir í heimi karlaíþróttanna. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport) Í Youtube þættinum It Is What It Is gekk rapparinn Ma$e mjög langt í gagnrýni sinni. Hann sagði að sjá Wade með naglalakkið væri í sama flokki „eins og að sjá Jordan í kvennærfatnaði. Þetta er að ganga af mér dauðum,“ sagði Ma$e. Wade er hættur að spila en einn mest spennandi ungi leikmaðurinn í ameríska fótboltanum, leikstjórnandinn Caleb Williams, fer sömu leið. Það er búist við því að hann verði valinn fyrstur í komandi nýliðavali og augun verða því á honum á næstu mánuðum. Caleb málar neglur sínar á leikdegi en hann er með því að heiðra móður sína sem er naglafræðingur. „Þú verður að halda höndunum ferskum. Það eru þær sem búa til allt gullið,“ sagði Caleb Williams aðspurður um þessa hefð sína. Lawrence fer betur yfir málið í grein sinni sem má finna hér.
NBA Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Sjá meira