Hart deilt um fyrirhugaða sumarlokun Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. febrúar 2024 07:02 Bókasöfn í Reykjavík verða lokuð til skiptis þrjár vikur í senn í sumar. Vísir/Vilhelm Hart var deilt um fyrirhugaða sumarlokun einstakra almenningsbókasafna borgarinnar á borgarstjórnarfundi í vikunni. Fulltrúar Sósíalistaflokksins segja borgaryfirvöld á hættulegri vegferð en meirihlutinn segir þjónustuna þá mestu á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í fundargerð borgarstjórnar. Þar var tillaga Sósíalistaflokksins um að hætt verði við fyrirhugaða sumarlokun bókasafna Reykjavíkur felld af fulltrúum meirihlutans. Vinstri græn og Flokkur fólksins studdu tillöguna en Sjálfstæðisflokkurinn sat hjá. Gert er ráð fyrir því að bókasöfnin verði lokuð til skiptis í þrjár vikur í sumar. Er það sett fram í kjölfar hagræðingarkröfu en áætlað er að sparnaðurinn verði 21 milljón króna. Á hverjum tíma fjögur söfn opin Í bókun sinni vegna málsins segja borgarfulltrúar meirihlutans að Borgarbókasafn Reykjavíkur sé lykilstofnun í menningarlífi borgarinnar. Það þjóni íbúum um alla borg með átta útibúum í öllum borgarhlutum. Í sumar muni hvert útibú loka í alls þrjár vikur. Á hverjum tíma verði hinsvegar að lágmarki fjögur söfn opin og gjarnan meirihluti þeirra, að því er segir í bókuninni. Borgarbókasafnið muni þannig áfram bjóða betri þjónustu en tíðkast annars staðar á höfuðborgarsvæðinu og lætur meirihlutinn þess getið að aðeins í Reykjavík séu bókasöfn opin á sunnudögum. Eins og olía á eld Borgarfulltrúar Sósíalistaflokksins lögðu fram bókun vegna málsins. Þar segja þau að borgaryfirvöld séu á hættulegri vegferð þar sem þrengt sé að starfsemi mikilvægra samfélagslegra stofnana. Segir í bókuninni að ekkert bendi til þess að niðurskurðarstefna borgarinnar verði endurskoðuð enda sé jafnan bætt við nýjum niðurskurði í hvert sinn sem illa árar, sem verði æ oftar. Borgarfulltrúar Flokks fólksins og Vinstri grænna taka í svipaðan streng. Vinstri græn segja að um skaðlegar sparnaðaraðgerðir sé að ræða sem skili tiltölulega litlu miðað við mikilvægi bókasafnanna sem menningarstofnanna. Fulltrúi Flokks fólksins segir það að skerða opnunartíma bókasafna eins og að hella olíu á eld í baráttunni við að viðhalda íslenskri tungu. Bent er á að skólabókasöfn séu lokuð á sumrin. „Það að loka bókasöfnunum rýrir möguleika barna á að nálgast bækur og sérstaklega á þetta við um börn frá efnaminni heimilum þar sem foreldrar hafa ekki hafa ráð á að kaupa bækur fyrir börn sín. Þetta er alvarlegt í ljósi neikvæðrar niðurstöðu í PISA. Lestrarfærni og málskilningur barna byggist á því að börn lesi allt árið um kring.“ Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Á Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis Sjá meira
Þetta kemur fram í fundargerð borgarstjórnar. Þar var tillaga Sósíalistaflokksins um að hætt verði við fyrirhugaða sumarlokun bókasafna Reykjavíkur felld af fulltrúum meirihlutans. Vinstri græn og Flokkur fólksins studdu tillöguna en Sjálfstæðisflokkurinn sat hjá. Gert er ráð fyrir því að bókasöfnin verði lokuð til skiptis í þrjár vikur í sumar. Er það sett fram í kjölfar hagræðingarkröfu en áætlað er að sparnaðurinn verði 21 milljón króna. Á hverjum tíma fjögur söfn opin Í bókun sinni vegna málsins segja borgarfulltrúar meirihlutans að Borgarbókasafn Reykjavíkur sé lykilstofnun í menningarlífi borgarinnar. Það þjóni íbúum um alla borg með átta útibúum í öllum borgarhlutum. Í sumar muni hvert útibú loka í alls þrjár vikur. Á hverjum tíma verði hinsvegar að lágmarki fjögur söfn opin og gjarnan meirihluti þeirra, að því er segir í bókuninni. Borgarbókasafnið muni þannig áfram bjóða betri þjónustu en tíðkast annars staðar á höfuðborgarsvæðinu og lætur meirihlutinn þess getið að aðeins í Reykjavík séu bókasöfn opin á sunnudögum. Eins og olía á eld Borgarfulltrúar Sósíalistaflokksins lögðu fram bókun vegna málsins. Þar segja þau að borgaryfirvöld séu á hættulegri vegferð þar sem þrengt sé að starfsemi mikilvægra samfélagslegra stofnana. Segir í bókuninni að ekkert bendi til þess að niðurskurðarstefna borgarinnar verði endurskoðuð enda sé jafnan bætt við nýjum niðurskurði í hvert sinn sem illa árar, sem verði æ oftar. Borgarfulltrúar Flokks fólksins og Vinstri grænna taka í svipaðan streng. Vinstri græn segja að um skaðlegar sparnaðaraðgerðir sé að ræða sem skili tiltölulega litlu miðað við mikilvægi bókasafnanna sem menningarstofnanna. Fulltrúi Flokks fólksins segir það að skerða opnunartíma bókasafna eins og að hella olíu á eld í baráttunni við að viðhalda íslenskri tungu. Bent er á að skólabókasöfn séu lokuð á sumrin. „Það að loka bókasöfnunum rýrir möguleika barna á að nálgast bækur og sérstaklega á þetta við um börn frá efnaminni heimilum þar sem foreldrar hafa ekki hafa ráð á að kaupa bækur fyrir börn sín. Þetta er alvarlegt í ljósi neikvæðrar niðurstöðu í PISA. Lestrarfærni og málskilningur barna byggist á því að börn lesi allt árið um kring.“
Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Á Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis Sjá meira