Nígería í úrslit eftir vítaspyrnukeppni Smári Jökull Jónsson skrifar 7. febrúar 2024 19:52 Victor Osimhen og félagar hans eru komnir í úrslit Afríkukeppninnar. Vísir/Getty Nígería er komið í úrslitaleik Afríkukeppninnar eftir dramatískan sigur á Suður-Afríku. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2013 sem Nígería kemst í úrslitaleikinn. Fyrri hálfleikur í leiknum í kvöld var tíðindalítill en um miðjan síðari hálfleikinn fengu Nígeríumenn vítaspyrnu eftir góðan sprett Victor Osimhen sem fór framhjá þremur leikmönnum Suður-Afríku áður en hann var tekinn niður í teignum. Á vítapunktinn steig William Troost-Ekong og hann skoraði naumlega en boltinn fór undir Ronwen Williams í marki Suður-Afríku. Það var allt sem stefndi í sigur Nígeríu og þegar örfáar mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma tókst þeim að skora á nýjan leik og sæti í úrslitaleiknum virtist í höfn. Þá tók VAR hins vegar við stjórnartaumunum. Myndbandsdómari skoðaði atvik sem varð í teig Nígeríumanna rétt áður en þeir skoruðu og niðurstaðan var sú að markið var dæmt af og í staðinn fengu Suður-Afríkumenn vítaspyrnu. Teboho Mokoena steig fram fyrir skjöldu og skoraði úr vítaspyrnunni og jafnaði metin í 1-1. Því þurfti að grípa til framlengingar. Þar fengu bæði lið tækifæri til að skora. Þegar fimm mínútur voru eftir af framlengingunni fékk Gomolemo Kekana rautt spjald fyrir að taka Terem Moffi niður sem slapp í gegnum vörn Suður-Afríku. Nígeríumönnum tókst ekki að nýta sér liðsmuninn síðustu mínúturnar og því þurfti vítaspyrnukeppni til að skera úr um úrslitin. Suður-Afríkumenn klikkuðu tvisvar í fyrstu þremur umferðunum og Nígeríumenn einu sinni. Suður-Afríka skoraði úr sinni fjórðu spyrnu en það gerði Kelechi Ihenacho líka fyrir Nígeríu og tryggði liðinu því sæti í úrslitum Afríkukeppninnar í fyrsta sinn síðan árið 2013. Það kemur í ljós síðar í kvöld hvort það verður Fílabeinsströndin eða Kongó sem verður andstæðingur Nígeríu í úrslitum. Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Í beinni: Man Utd - Ipswich | Enda ófarirnar? Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Newcastle | Alvöru slagur á Anfield Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Í beinni: Man Utd - Ipswich | Enda ófarirnar? Í beinni: Tottenham - Man City | Spurs á siglingu Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Sjá meira
Fyrri hálfleikur í leiknum í kvöld var tíðindalítill en um miðjan síðari hálfleikinn fengu Nígeríumenn vítaspyrnu eftir góðan sprett Victor Osimhen sem fór framhjá þremur leikmönnum Suður-Afríku áður en hann var tekinn niður í teignum. Á vítapunktinn steig William Troost-Ekong og hann skoraði naumlega en boltinn fór undir Ronwen Williams í marki Suður-Afríku. Það var allt sem stefndi í sigur Nígeríu og þegar örfáar mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma tókst þeim að skora á nýjan leik og sæti í úrslitaleiknum virtist í höfn. Þá tók VAR hins vegar við stjórnartaumunum. Myndbandsdómari skoðaði atvik sem varð í teig Nígeríumanna rétt áður en þeir skoruðu og niðurstaðan var sú að markið var dæmt af og í staðinn fengu Suður-Afríkumenn vítaspyrnu. Teboho Mokoena steig fram fyrir skjöldu og skoraði úr vítaspyrnunni og jafnaði metin í 1-1. Því þurfti að grípa til framlengingar. Þar fengu bæði lið tækifæri til að skora. Þegar fimm mínútur voru eftir af framlengingunni fékk Gomolemo Kekana rautt spjald fyrir að taka Terem Moffi niður sem slapp í gegnum vörn Suður-Afríku. Nígeríumönnum tókst ekki að nýta sér liðsmuninn síðustu mínúturnar og því þurfti vítaspyrnukeppni til að skera úr um úrslitin. Suður-Afríkumenn klikkuðu tvisvar í fyrstu þremur umferðunum og Nígeríumenn einu sinni. Suður-Afríka skoraði úr sinni fjórðu spyrnu en það gerði Kelechi Ihenacho líka fyrir Nígeríu og tryggði liðinu því sæti í úrslitum Afríkukeppninnar í fyrsta sinn síðan árið 2013. Það kemur í ljós síðar í kvöld hvort það verður Fílabeinsströndin eða Kongó sem verður andstæðingur Nígeríu í úrslitum.
Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Í beinni: Man Utd - Ipswich | Enda ófarirnar? Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Newcastle | Alvöru slagur á Anfield Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Í beinni: Man Utd - Ipswich | Enda ófarirnar? Í beinni: Tottenham - Man City | Spurs á siglingu Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Sjá meira