Hugsanlegt að öfgamenn á Íslandi verði hryðjuverkamenn Jón Þór Stefánsson skrifar 7. febrúar 2024 22:02 Sigríður Björk Guðjónsdóttir er Ríkislögreglustjóri. Vísir/Vilhelm Hugsanlegt er að hér á landi séu einstaklingar, sem aðhyllast ofbeldisfulla og öfgafulla hugmyndafræði, gætu þróað með sér getu og ásetning til að fremja hryðjuverk. Þrátt fyrir það eru engar vísbendingar um að hryðjuverkahópar séu starfandi á Íslandi, né að samfélag öfgafullra trúarhópa hafi myndast á Íslandi. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í skýrslu greiningadeildar ríkislögreglustjóra sem varðar hryðjuverkaógn á Íslandi. Þar segir jafnframt að „engar vísbendingar eru um að íslenskir hryðjuverkahópar séu starfræktir erlendis.“ Núverandi hættustig vegna hryðjuverkaógnar er á þriðja þrepi af fimm sem stendur, en það þýðir að „aukin ógn“ sé á hryðjuverkum. Þrepin eru eftirfarandi: Lágmarks ógn, engar vísbendingar eru um hryðjuverkaógn og engar upplýsingar um hvorki ásetning né getu til að fremja hryðjuverk. Takmörkuð ógn, hugsanlega er ógn til staðar, takmörkuð geta eða ásetningur. Aukin ógn, til staðar er ásetningur og/eða geta og hugsanleg skipulagning hryðjuverka. Alvarleg ógn, til staðar er þekkt ógn. Vitað er um ásetning, getu og skipulagningu. Mjög alvarleg ógn, tiltekin ógn er til staðar. Vitað er um ásetning, getu og skipulagningu og hugsanlega er hryðjuverkaárás yfirvofandi. Í skýrslu greiningadeildar ríkislögreglustjóra segir að „hin strategíska hryðjuverkaógn“ sem sé verið að meta samandstandi af tveimur meginþáttum. Annars vegar er það bein ógn af hryðjuverkum, það er framkvæmd hryðjuverka eða hótun um slíkt. Undir það fellur undirbúningur og skipulagning hryðjuverka. Hins vegar sé það óbein ógn. En það er aðild að, hvatning til eða stuðningur við hryðjuverkastarfsemi. Undir það fellur öflun liðsmanna, innræting ofbeldisfullrar öfgahyggju og fjármögnun hryðjuverkastarfsemi. Fram kemur að á Íslandi sé lítill hópur sem aðhyllist öfgafulla hugmyndafræði. Ríkislögreglustjóri búi yfir upplýsingum um einstaklinga hérlendis sem aðhyllist slíkt. Þá segir að á hverju ári berist lögreglunni tugir tilkynninga um alvarlegar hótanir gegn ráðamönnum og stofnunum. Einn til tveir gerendur með heimatilbúin vopn Komi til þess að framið verði hryðjuverk á Íslandi er líklegast að heimatilbúnum og einföldum vopnum verði beitt, segir í skýrslunni. „Ljóst er að heimatilbúin vopn og einföld vopn á borð við farartæki gætu hæglega verið tiltæk þeim sem ráðgerðu hryðjuverk á Íslandi. Í slíku tilfelli er líklegast að um væri að ræða einn eða tvo gerendur. Afar ósennilegt er hins vegar talið að hryðjuverkahópar fremji hryðjuverk á Íslandi við núverandi aðstæður.“ Þá segir að Ísland sé ekki talið vera skotmark hryðjuverkasamtaka á borð við Ríki íslams og Al-Kaída eða ofbeldisfullra öfgahópa sem styðja málstað þeirra. Í skýrslunni er bæði minnst á ofbeldisfullan íslamisma og ofbeldisfulla hægriöfgahyggju. Því er haldið fram að veikleikar Íslands til þess að takast á við hryðjuverkaógn varði meðal annars heimildir lögreglunnar til að afla og miðla upplýsingum og gögnum. Hryðjuverkamálið og maðurinn á Akureyri Í skýrslunni er bæði minnst á hryðjuverkamálið svokallaða og mál manns sem var handtekinn á Akureyri á dögunum og í kjölfarið fluttur úr landi ásamt fjölskyldu sinni. Þess má geta að hryðjuverkamálið verður tekið til aðalmeðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun, en sakborningar málsins voru handteknir í september 2022. Tekið er fram að hryðjuverkamálið sé fyrsta málið þar sem rannsókn vegna tilraunar til hryðjuverka hefur litið dagsins ljós, sem og að það sé fyrsta málið sem tengist hryðjuverkum þar sem ákæra hefur verið gefin út. Um mál mannsins sem var vísað úr landi er minnst á að lögregla hafi fengið veður af meintri tengingu hans við hryðjuverkasamtök í gegnum erlenda samstarfsaðila. Lögreglumál Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglan Tengdar fréttir Segir almennan lesskilning duga til að sjá að dómarinn sé ekki vanhæfur Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður annars sakborningsins í hryðjuverkamálinu svokallaða, er hjartanlega ósammála niðurstöðu Landsréttar um að Daði Kristjánsson dómari sé vanhæfur. Dómaranum hefur verið gert að víkja frá málinu. 15. nóvember 2023 21:17 Gætum séð aukningu í svipuðum aðgerðum og á Akureyri Handtaka manns á Akureyri sem er tengdur ISIS-hryðjuverkasamtökunum er einsdæmi hér á landi. Afbrotafræðingur segir aðgerðum sem þessari geta fjölgað hér á landi á næstu árum með fjölgun flóttamanna. 13. janúar 2024 13:01 Mest lesið Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem kemur fram í skýrslu greiningadeildar ríkislögreglustjóra sem varðar hryðjuverkaógn á Íslandi. Þar segir jafnframt að „engar vísbendingar eru um að íslenskir hryðjuverkahópar séu starfræktir erlendis.“ Núverandi hættustig vegna hryðjuverkaógnar er á þriðja þrepi af fimm sem stendur, en það þýðir að „aukin ógn“ sé á hryðjuverkum. Þrepin eru eftirfarandi: Lágmarks ógn, engar vísbendingar eru um hryðjuverkaógn og engar upplýsingar um hvorki ásetning né getu til að fremja hryðjuverk. Takmörkuð ógn, hugsanlega er ógn til staðar, takmörkuð geta eða ásetningur. Aukin ógn, til staðar er ásetningur og/eða geta og hugsanleg skipulagning hryðjuverka. Alvarleg ógn, til staðar er þekkt ógn. Vitað er um ásetning, getu og skipulagningu. Mjög alvarleg ógn, tiltekin ógn er til staðar. Vitað er um ásetning, getu og skipulagningu og hugsanlega er hryðjuverkaárás yfirvofandi. Í skýrslu greiningadeildar ríkislögreglustjóra segir að „hin strategíska hryðjuverkaógn“ sem sé verið að meta samandstandi af tveimur meginþáttum. Annars vegar er það bein ógn af hryðjuverkum, það er framkvæmd hryðjuverka eða hótun um slíkt. Undir það fellur undirbúningur og skipulagning hryðjuverka. Hins vegar sé það óbein ógn. En það er aðild að, hvatning til eða stuðningur við hryðjuverkastarfsemi. Undir það fellur öflun liðsmanna, innræting ofbeldisfullrar öfgahyggju og fjármögnun hryðjuverkastarfsemi. Fram kemur að á Íslandi sé lítill hópur sem aðhyllist öfgafulla hugmyndafræði. Ríkislögreglustjóri búi yfir upplýsingum um einstaklinga hérlendis sem aðhyllist slíkt. Þá segir að á hverju ári berist lögreglunni tugir tilkynninga um alvarlegar hótanir gegn ráðamönnum og stofnunum. Einn til tveir gerendur með heimatilbúin vopn Komi til þess að framið verði hryðjuverk á Íslandi er líklegast að heimatilbúnum og einföldum vopnum verði beitt, segir í skýrslunni. „Ljóst er að heimatilbúin vopn og einföld vopn á borð við farartæki gætu hæglega verið tiltæk þeim sem ráðgerðu hryðjuverk á Íslandi. Í slíku tilfelli er líklegast að um væri að ræða einn eða tvo gerendur. Afar ósennilegt er hins vegar talið að hryðjuverkahópar fremji hryðjuverk á Íslandi við núverandi aðstæður.“ Þá segir að Ísland sé ekki talið vera skotmark hryðjuverkasamtaka á borð við Ríki íslams og Al-Kaída eða ofbeldisfullra öfgahópa sem styðja málstað þeirra. Í skýrslunni er bæði minnst á ofbeldisfullan íslamisma og ofbeldisfulla hægriöfgahyggju. Því er haldið fram að veikleikar Íslands til þess að takast á við hryðjuverkaógn varði meðal annars heimildir lögreglunnar til að afla og miðla upplýsingum og gögnum. Hryðjuverkamálið og maðurinn á Akureyri Í skýrslunni er bæði minnst á hryðjuverkamálið svokallaða og mál manns sem var handtekinn á Akureyri á dögunum og í kjölfarið fluttur úr landi ásamt fjölskyldu sinni. Þess má geta að hryðjuverkamálið verður tekið til aðalmeðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun, en sakborningar málsins voru handteknir í september 2022. Tekið er fram að hryðjuverkamálið sé fyrsta málið þar sem rannsókn vegna tilraunar til hryðjuverka hefur litið dagsins ljós, sem og að það sé fyrsta málið sem tengist hryðjuverkum þar sem ákæra hefur verið gefin út. Um mál mannsins sem var vísað úr landi er minnst á að lögregla hafi fengið veður af meintri tengingu hans við hryðjuverkasamtök í gegnum erlenda samstarfsaðila.
Lögreglumál Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglan Tengdar fréttir Segir almennan lesskilning duga til að sjá að dómarinn sé ekki vanhæfur Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður annars sakborningsins í hryðjuverkamálinu svokallaða, er hjartanlega ósammála niðurstöðu Landsréttar um að Daði Kristjánsson dómari sé vanhæfur. Dómaranum hefur verið gert að víkja frá málinu. 15. nóvember 2023 21:17 Gætum séð aukningu í svipuðum aðgerðum og á Akureyri Handtaka manns á Akureyri sem er tengdur ISIS-hryðjuverkasamtökunum er einsdæmi hér á landi. Afbrotafræðingur segir aðgerðum sem þessari geta fjölgað hér á landi á næstu árum með fjölgun flóttamanna. 13. janúar 2024 13:01 Mest lesið Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Sjá meira
Segir almennan lesskilning duga til að sjá að dómarinn sé ekki vanhæfur Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður annars sakborningsins í hryðjuverkamálinu svokallaða, er hjartanlega ósammála niðurstöðu Landsréttar um að Daði Kristjánsson dómari sé vanhæfur. Dómaranum hefur verið gert að víkja frá málinu. 15. nóvember 2023 21:17
Gætum séð aukningu í svipuðum aðgerðum og á Akureyri Handtaka manns á Akureyri sem er tengdur ISIS-hryðjuverkasamtökunum er einsdæmi hér á landi. Afbrotafræðingur segir aðgerðum sem þessari geta fjölgað hér á landi á næstu árum með fjölgun flóttamanna. 13. janúar 2024 13:01