Héldu fyrir munninn þegar eigin þjóðsöngur var spilaður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. febrúar 2024 08:00 Chancel Mangulu Mbemba, leikmaður Kongó, sést hér halda fyrir munninn og setja tvo putta upp að gagnauganu þegar þjóðsöngurinn var spilaður. Getty/Ulrik Pedersen Leikmenn landsliðs Kongó vöktu allir sem einn athygli á hryllilegu ástandi í heimalandinu þegar þeir spiluðu einn stærsta fótboltaleikinn í sögu þjóðarinnar i gærkvöldi. Kongó var að spila undanúrslitaleik í Afríkukeppninni á móti Fílabeinsströndinni. Leikurinn tapaðist á endanum 1-0 og því spila Kongómenn um þriðja sætið. Fyrir leikinn töluðu leikmennirnir um ástandið í landi þeirra og að þeir stæðu með fórnarlömbum ofbeldis heima fyrir. Þær vildu líka vekja alþjóða athygli á stöðu mála sem þeir svo gerðu. The DR Congo players & manager gesture during the national anthem ahead of their AFCON semifinal match against Ivory Coast.Currently there is major conflict in the eastern region of the DR Congo. pic.twitter.com/sS2S6CZQpO— CBS Sports Golazo (@CBSSportsGolazo) February 7, 2024 Leikmennirnir héldu fyrir munninn þegar þjóðsöngurinn þeirra var spilaður og auk þess sem þeir settu tvo fingur við gagnaugað. Þetta á að tákna það að verið sé að drepa fólk í Kongó en að enginn tali um það. Kongó hafði áður slegið út Egyptaland og Gíneu í sextán liða og átta liða úrslitunum. Þetta er Lýðstjórnarlýðveldið Kongó eða Austur-Kongó en það er mikill óstöðugleiki og pólitísk átök í landinu eftir ágreining um niðurstöður kosninga í fyrra. Stjórnvöld eru líka að glíma við skæruliðasamtök í austurhluta landsins. Austur-Kongó er í Mið-Afríku og er þriðja stærsta land álfunnar. Það hefur áður heitið Belgíska Kongó, Kongó-Kinsasa og Saír (til 1997). Það á landamæri að Lýðveldinu Kongó í vestri, Mið-Afríkulýðveldinu og Suður-Súdan í norðri, Úganda, Rúanda, Búrúndí og Tansaníu í austri, og Sambíu og Angóla í suðri. Íbúar Kongó eru yfir 90 milljónir talsins. Landið er fimmtánda fjölmennasta land heims og það fjórða fjölmennasta í Afríku. Bardagar í landinu hafa hrakið margar milljónir á flótta. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports Golazo (@cbssportsgolazo) Afríkukeppnin í fótbolta Austur-Kongó Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Í beinni: Álftanes - Þór Þ. | Lið í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppni Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Amanda mætt aftur „heim“ Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Fleiri fréttir Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Sjá meira
Kongó var að spila undanúrslitaleik í Afríkukeppninni á móti Fílabeinsströndinni. Leikurinn tapaðist á endanum 1-0 og því spila Kongómenn um þriðja sætið. Fyrir leikinn töluðu leikmennirnir um ástandið í landi þeirra og að þeir stæðu með fórnarlömbum ofbeldis heima fyrir. Þær vildu líka vekja alþjóða athygli á stöðu mála sem þeir svo gerðu. The DR Congo players & manager gesture during the national anthem ahead of their AFCON semifinal match against Ivory Coast.Currently there is major conflict in the eastern region of the DR Congo. pic.twitter.com/sS2S6CZQpO— CBS Sports Golazo (@CBSSportsGolazo) February 7, 2024 Leikmennirnir héldu fyrir munninn þegar þjóðsöngurinn þeirra var spilaður og auk þess sem þeir settu tvo fingur við gagnaugað. Þetta á að tákna það að verið sé að drepa fólk í Kongó en að enginn tali um það. Kongó hafði áður slegið út Egyptaland og Gíneu í sextán liða og átta liða úrslitunum. Þetta er Lýðstjórnarlýðveldið Kongó eða Austur-Kongó en það er mikill óstöðugleiki og pólitísk átök í landinu eftir ágreining um niðurstöður kosninga í fyrra. Stjórnvöld eru líka að glíma við skæruliðasamtök í austurhluta landsins. Austur-Kongó er í Mið-Afríku og er þriðja stærsta land álfunnar. Það hefur áður heitið Belgíska Kongó, Kongó-Kinsasa og Saír (til 1997). Það á landamæri að Lýðveldinu Kongó í vestri, Mið-Afríkulýðveldinu og Suður-Súdan í norðri, Úganda, Rúanda, Búrúndí og Tansaníu í austri, og Sambíu og Angóla í suðri. Íbúar Kongó eru yfir 90 milljónir talsins. Landið er fimmtánda fjölmennasta land heims og það fjórða fjölmennasta í Afríku. Bardagar í landinu hafa hrakið margar milljónir á flótta. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports Golazo (@cbssportsgolazo)
Afríkukeppnin í fótbolta Austur-Kongó Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Í beinni: Álftanes - Þór Þ. | Lið í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppni Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Amanda mætt aftur „heim“ Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Fleiri fréttir Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Sjá meira