Vindorka í þágu hverra? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar 8. febrúar 2024 11:01 Ástæða er til að vekja athygli á fyrirliggjandi frumvarpi umhverfis- orku, og loftslagsráðuneytis um vindorku. Að óbreyttu verður hvorki séð að frumvarpið hafi í för með sér samfélagslegan ábata í formi arðs til þjóðarinnar eða nærsamfélaga af nýtingu auðlindarinnar né sé það fallið til að stuðla að orkuskiptum. Hér er á ferð mál sem er svo vanbúið að undrum sætir. Verði ekki brugðist við verða alvarleg mistök í stjórnsýslu sjókvíaeldis endurtekin, sé tilgangurinn ekki beinlínis sá. Alþýðusamband Íslands hefur sent stjórnvöldum umsögn um málið og hana má einnig nálgast á vef ASÍ. Alþýðusambandið er ekki andvígt nýtingu vindorku (að uppfylltum skilyrðum) en fyrrnefnt frumvarp er með öllu óboðlegt og framlagning þess engan veginn tímabær. Frumvarpið kveður á um grundvallarbreytingu á orkumálum hér á landi. Íslensk orkuframleiðsla hefur hingað til að mestu verið í höndum hins opinbera, sem hefur skilað þjóðinni miklum arði (Landsvirkjun greiddi 20 milljarða í arð til ríkisins árið 2023). Málið er því hápólitískt í eðli sínu og varðar mikla hagsmuni. Ekki er forsvaranlegt að leggja fram svo ófullburða frumvarp um slíkt stórmál. Arður af auðlindinni ekki til þjóðarinnar eða nærsamfélaga Í fyrrnefndri umsögn gerir Alþýðusambandið fjölmargar athugasemdir við frumvarpið sem ég hvet fólk til að kynna sér. Hér ætla ég einkum að staldra við ófullnægjandi umgjörð málsins en raunar er það svo að í greinargerð með þingsályktunartillögu sem liggur frumvarpinu til grundvallar er lögð áhersla á hversu margt er ógert í málaflokknum og hversu skammt er kominn undirbúningur fyrir þær breytingar sem það felur í sér! Hér má nefna að hvorki liggur fyrir stefna né löggjöf um hvernig tryggja má réttláta hlutdeild þjóðarinnar í þeim ábata og arði sem til verður vegna vindorkuvera. Með öðrum orðum hefur ekkert verið gert í því skyni að innleiða sanngjarna og eðlilega gjaldtöku í tengslum við uppbyggingu og rekstur vindorkuvera. Þetta hlýtur að vekja sérstaka furðu og er þá ekki síst vísað til deilna um afnot af auðlindum í þjóðareigu sem landsmenn allir þekkja. Sveitarfélögum er, eðli málsins samkvæmt, umhugað um að ábati af vindorkuverkum skili sér til nærsamfélagsins. Ekkert liggur fyrir í því efni. Ábati landeigenda verður vísast umtalsverður og þannig eru skapaðir fjárhagslegir hvatar fyrir hagsmunavörslu í þágu fárra á kostnað heildarinnar. Hver verður áætlaður ábati sveitarfélaga með tilliti til tekna og atvinnutækifæra? Munu erlend orkufyrirtæki ef til vill flytja hagnaðinn úr landi? Um þessi lykilatriði er ekki fjallað. Megintilgangur um orkuskipti ekki uppfylltur Nokkra furðu vekur að útfærslu skortir hvað varðar þann megintilgang frumvarpsins að ná settum markmiðum stjórnvalda um orkuskipti og kolefnishlutleysi. Í 6. grein lagafrumvarpsins segir að við mat á virkjunarkostum skuli verkefnastjórn m.a. ganga úr skugga um að tiltekinn virkjunarkostur verði „liður í því að ná markmiðum Íslands við orkuskipti og kolefnishlutleysi.” Ekki er skýrt hvaða þætti ber að meta í þessu skyni eða hvernig tryggja skal að orka úr tiltekinni vindorkuvirkjun sé nýtt í verkefni eða atvinnustarfsemi sem er til þess fallin að stuðla að orkuskiptum eða ná markmiðum um kolefnishlutleysi. Þá er í frumvarpinu ekkert að finna um hvort og hvernig eftirlit með því að orkan sé nýtt til „grænna verkefna” skuli fara fram. Hér skiptir miklu að vindorkuver munu ein og sér ekki auka framboð raforku þar sem vindorka er sveiflukennd og krefst samsvarandi jöfnunarafls frá vatnsaflsvirkjunum. Ástæða er til að staldra við reynslu Norðmanna sem er sú að þvert á það sem að var stefnt hefur ekki reynst unnt að tryggja að vindorkan sé nýtt í verkefni tengd orkuskiptum og kolefnishlutleysi. Þá hlýst takmörkuð atvinnusköpun af vindorkuverum Íslenskur orkumarkaður stefnir hraðbyri í að verða opinn og frjáls þar sem orka gengur kaupum og sölum fyrir hæsta mögulega verð. Á slíkum markaði er ekkert sem tryggir að vindorkan verði nýtt í þágu orkuskipta eða kolefnishlutleysis. Þetta vekur enn frekari efasemdir um allan málatilbúnaðinn. Endurtekið efni Að lokum vil ég benda á úttekt Ríkisendurskoðunar á stjórnsýslu sjókvíaeldis frá í febrúarmánuði 2023. Þar segir í stuttu máli að umgjörð sjókvíaeldis við Íslandsstrendur hafi „einkennst af veikburða og brotakenndri stjórnsýslu sem var vart í stakk búin til að takast á við aukin umsvif í greininni á undanförnum árum. Breytingum á lögum um fiskeldi sem var ætlað að stuðla að vexti og viðgangi greinarinnar var ekki fylgt eftir með því að styrkja stjórnsýslu og eftirlit þeirra stofnana sem mest hefur mætt á.” Nákvæmlega hið sama er á ferð hvað varðar vindorkuna. Beinlínis er stefnt að því að endurtaka mistökin! Í núverandi mynd er vindorkufrumvarpið ótækt. Sú spurning hlýtur að vakna í þágu hverra það er lagt fram. Við blasir að orkan er ekki eins og hver önnur vara; hún er grunnforsenda samfélags og nútíma. Ég hvet almenning til að halda vöku sinni gagnvart græðginni sem ásælist orkuna eins og annað. Líkt og svo oft hér á landi stöndum við frammi fyrir því samfélagslega verkefni að koma í veg fyrir að hagsmunum heildarinnar sé fórnað í þágu útvaldra. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnbjörn A. Hermannsson ASÍ Vindorka Orkumál Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Ástæða er til að vekja athygli á fyrirliggjandi frumvarpi umhverfis- orku, og loftslagsráðuneytis um vindorku. Að óbreyttu verður hvorki séð að frumvarpið hafi í för með sér samfélagslegan ábata í formi arðs til þjóðarinnar eða nærsamfélaga af nýtingu auðlindarinnar né sé það fallið til að stuðla að orkuskiptum. Hér er á ferð mál sem er svo vanbúið að undrum sætir. Verði ekki brugðist við verða alvarleg mistök í stjórnsýslu sjókvíaeldis endurtekin, sé tilgangurinn ekki beinlínis sá. Alþýðusamband Íslands hefur sent stjórnvöldum umsögn um málið og hana má einnig nálgast á vef ASÍ. Alþýðusambandið er ekki andvígt nýtingu vindorku (að uppfylltum skilyrðum) en fyrrnefnt frumvarp er með öllu óboðlegt og framlagning þess engan veginn tímabær. Frumvarpið kveður á um grundvallarbreytingu á orkumálum hér á landi. Íslensk orkuframleiðsla hefur hingað til að mestu verið í höndum hins opinbera, sem hefur skilað þjóðinni miklum arði (Landsvirkjun greiddi 20 milljarða í arð til ríkisins árið 2023). Málið er því hápólitískt í eðli sínu og varðar mikla hagsmuni. Ekki er forsvaranlegt að leggja fram svo ófullburða frumvarp um slíkt stórmál. Arður af auðlindinni ekki til þjóðarinnar eða nærsamfélaga Í fyrrnefndri umsögn gerir Alþýðusambandið fjölmargar athugasemdir við frumvarpið sem ég hvet fólk til að kynna sér. Hér ætla ég einkum að staldra við ófullnægjandi umgjörð málsins en raunar er það svo að í greinargerð með þingsályktunartillögu sem liggur frumvarpinu til grundvallar er lögð áhersla á hversu margt er ógert í málaflokknum og hversu skammt er kominn undirbúningur fyrir þær breytingar sem það felur í sér! Hér má nefna að hvorki liggur fyrir stefna né löggjöf um hvernig tryggja má réttláta hlutdeild þjóðarinnar í þeim ábata og arði sem til verður vegna vindorkuvera. Með öðrum orðum hefur ekkert verið gert í því skyni að innleiða sanngjarna og eðlilega gjaldtöku í tengslum við uppbyggingu og rekstur vindorkuvera. Þetta hlýtur að vekja sérstaka furðu og er þá ekki síst vísað til deilna um afnot af auðlindum í þjóðareigu sem landsmenn allir þekkja. Sveitarfélögum er, eðli málsins samkvæmt, umhugað um að ábati af vindorkuverkum skili sér til nærsamfélagsins. Ekkert liggur fyrir í því efni. Ábati landeigenda verður vísast umtalsverður og þannig eru skapaðir fjárhagslegir hvatar fyrir hagsmunavörslu í þágu fárra á kostnað heildarinnar. Hver verður áætlaður ábati sveitarfélaga með tilliti til tekna og atvinnutækifæra? Munu erlend orkufyrirtæki ef til vill flytja hagnaðinn úr landi? Um þessi lykilatriði er ekki fjallað. Megintilgangur um orkuskipti ekki uppfylltur Nokkra furðu vekur að útfærslu skortir hvað varðar þann megintilgang frumvarpsins að ná settum markmiðum stjórnvalda um orkuskipti og kolefnishlutleysi. Í 6. grein lagafrumvarpsins segir að við mat á virkjunarkostum skuli verkefnastjórn m.a. ganga úr skugga um að tiltekinn virkjunarkostur verði „liður í því að ná markmiðum Íslands við orkuskipti og kolefnishlutleysi.” Ekki er skýrt hvaða þætti ber að meta í þessu skyni eða hvernig tryggja skal að orka úr tiltekinni vindorkuvirkjun sé nýtt í verkefni eða atvinnustarfsemi sem er til þess fallin að stuðla að orkuskiptum eða ná markmiðum um kolefnishlutleysi. Þá er í frumvarpinu ekkert að finna um hvort og hvernig eftirlit með því að orkan sé nýtt til „grænna verkefna” skuli fara fram. Hér skiptir miklu að vindorkuver munu ein og sér ekki auka framboð raforku þar sem vindorka er sveiflukennd og krefst samsvarandi jöfnunarafls frá vatnsaflsvirkjunum. Ástæða er til að staldra við reynslu Norðmanna sem er sú að þvert á það sem að var stefnt hefur ekki reynst unnt að tryggja að vindorkan sé nýtt í verkefni tengd orkuskiptum og kolefnishlutleysi. Þá hlýst takmörkuð atvinnusköpun af vindorkuverum Íslenskur orkumarkaður stefnir hraðbyri í að verða opinn og frjáls þar sem orka gengur kaupum og sölum fyrir hæsta mögulega verð. Á slíkum markaði er ekkert sem tryggir að vindorkan verði nýtt í þágu orkuskipta eða kolefnishlutleysis. Þetta vekur enn frekari efasemdir um allan málatilbúnaðinn. Endurtekið efni Að lokum vil ég benda á úttekt Ríkisendurskoðunar á stjórnsýslu sjókvíaeldis frá í febrúarmánuði 2023. Þar segir í stuttu máli að umgjörð sjókvíaeldis við Íslandsstrendur hafi „einkennst af veikburða og brotakenndri stjórnsýslu sem var vart í stakk búin til að takast á við aukin umsvif í greininni á undanförnum árum. Breytingum á lögum um fiskeldi sem var ætlað að stuðla að vexti og viðgangi greinarinnar var ekki fylgt eftir með því að styrkja stjórnsýslu og eftirlit þeirra stofnana sem mest hefur mætt á.” Nákvæmlega hið sama er á ferð hvað varðar vindorkuna. Beinlínis er stefnt að því að endurtaka mistökin! Í núverandi mynd er vindorkufrumvarpið ótækt. Sú spurning hlýtur að vakna í þágu hverra það er lagt fram. Við blasir að orkan er ekki eins og hver önnur vara; hún er grunnforsenda samfélags og nútíma. Ég hvet almenning til að halda vöku sinni gagnvart græðginni sem ásælist orkuna eins og annað. Líkt og svo oft hér á landi stöndum við frammi fyrir því samfélagslega verkefni að koma í veg fyrir að hagsmunum heildarinnar sé fórnað í þágu útvaldra. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun