Fleiri innviðir í hættu Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 8. febrúar 2024 12:25 Víðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, sviðstjóri Almannavarna segir ljóst að heitavatnsleysi á Suðurnesjum verði talið í dögum. Svartasta sviðsmyndin sem teiknuð hafi verið upp sé að rætast. Rafmagns- og kaldavatnslagnir eru í hættu á að verða undir hrauni en þær eru á talsverðu dýpi og vonast er til að þær haldi. Rætt var við Víði í beinni útsendingu í aukafréttatíma Stöðvar 2, örfáum mínútum áður en hraun rann yfir Njarðvíkuræðina svokölluðu sem flytur heitt vatn til Suðurnesja. Þannig raungerðist svartasta sviðsmyndin að sögn Víðis. Þetta gerðist allt mjög hratt í morgun, gerðuð þið ráð fyrir þessu? „Svona tveimur tímum eftir að gos hófst í morgun sýndist okkur að hraunstraumarnir til vesturs væru að renna með Stóra Hagafelli og til norðurs. Síðan gerist það að það myndast hrauntröð sem hefur verið á mikilli ferð. Vísindamenn segja að hraðinn á henni hafi verið 800-1000 metrar á klukkustund sem er frekar hratt, og segir okkur að hraunið sé þunnfljótandi.“ Eru fleiri innviðir í hættu? „Já, Það er háspennulínan sem flytur rafmagn frá orkuverinu í Svartsengi. Það eru líka kaldavatnslagnir þarna sem hraun mun renna yfir en þær eru á talsverðu dýpi og við vonumst til að þær haldi.“ Viðbragðstíminn styttri með hverju gosi Víðir segir að unnið hafi verið dag og nótt undanfarið við að tengja nýja lögn. Í morgun var byrjað á bráðabirðalausnum til að verja hana, að hún þoli að hraun renni yfir hana „Ef það tekst þá verður þetta styttri tími sem það verður heitavatnslaust, en alltaf verður talið í einhverjum dögum sýnist okkur.“ Víðir segir atburðarásina hafa verið mjög hraða í morgun. Þrjátíu mínútum eftir fyrsta símtal frá Veðurstofunni til almannavarna hafi gosið verið hafið. Þá segir hann viðbragðstímann alltaf verða styttri með hverju gosi. Þó telji hann að hægt hefði verið að rýma Grindavíkurbæ ef fólk hefði verið í bænum, en svo reyndist ekki vera. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Suðurnesjabær Reykjanesbær Vogar Almannavarnir Tengdar fréttir Engir innviðir í hættu eins og stendur Víðir Reynisson sviðsstjóri hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra segir enga innviði í hættu eins og stendur. Hraunstraumurinn renni þó í áttina að Grindavíkurvegi en unnið er að því að fylla skarð í varnargarða við Grindavíkurveg. 8. febrúar 2024 09:29 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Rætt var við Víði í beinni útsendingu í aukafréttatíma Stöðvar 2, örfáum mínútum áður en hraun rann yfir Njarðvíkuræðina svokölluðu sem flytur heitt vatn til Suðurnesja. Þannig raungerðist svartasta sviðsmyndin að sögn Víðis. Þetta gerðist allt mjög hratt í morgun, gerðuð þið ráð fyrir þessu? „Svona tveimur tímum eftir að gos hófst í morgun sýndist okkur að hraunstraumarnir til vesturs væru að renna með Stóra Hagafelli og til norðurs. Síðan gerist það að það myndast hrauntröð sem hefur verið á mikilli ferð. Vísindamenn segja að hraðinn á henni hafi verið 800-1000 metrar á klukkustund sem er frekar hratt, og segir okkur að hraunið sé þunnfljótandi.“ Eru fleiri innviðir í hættu? „Já, Það er háspennulínan sem flytur rafmagn frá orkuverinu í Svartsengi. Það eru líka kaldavatnslagnir þarna sem hraun mun renna yfir en þær eru á talsverðu dýpi og við vonumst til að þær haldi.“ Viðbragðstíminn styttri með hverju gosi Víðir segir að unnið hafi verið dag og nótt undanfarið við að tengja nýja lögn. Í morgun var byrjað á bráðabirðalausnum til að verja hana, að hún þoli að hraun renni yfir hana „Ef það tekst þá verður þetta styttri tími sem það verður heitavatnslaust, en alltaf verður talið í einhverjum dögum sýnist okkur.“ Víðir segir atburðarásina hafa verið mjög hraða í morgun. Þrjátíu mínútum eftir fyrsta símtal frá Veðurstofunni til almannavarna hafi gosið verið hafið. Þá segir hann viðbragðstímann alltaf verða styttri með hverju gosi. Þó telji hann að hægt hefði verið að rýma Grindavíkurbæ ef fólk hefði verið í bænum, en svo reyndist ekki vera.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Suðurnesjabær Reykjanesbær Vogar Almannavarnir Tengdar fréttir Engir innviðir í hættu eins og stendur Víðir Reynisson sviðsstjóri hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra segir enga innviði í hættu eins og stendur. Hraunstraumurinn renni þó í áttina að Grindavíkurvegi en unnið er að því að fylla skarð í varnargarða við Grindavíkurveg. 8. febrúar 2024 09:29 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Engir innviðir í hættu eins og stendur Víðir Reynisson sviðsstjóri hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra segir enga innviði í hættu eins og stendur. Hraunstraumurinn renni þó í áttina að Grindavíkurvegi en unnið er að því að fylla skarð í varnargarða við Grindavíkurveg. 8. febrúar 2024 09:29