Bjarni skipað 23 vinkonur í sendiherrastöður miðað við höfðatölu Bjarki Sigurðsson og Hólmfríður Gísladóttir skrifa 9. febrúar 2024 07:01 Úr Pallborðinu í gær. Frá vinstri: Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, og Nína Helgadóttir, teymisstjóri hjá Rauða krossinum. Vísir Heitar umræður sköpuðust um útlendingamál og stöðu fólks á Gasa, sem komið er með dvalarleyfi á Íslandi, í Pallborðinu á Vísi í gær. Samstaða náðist um fátt, fyrir utan að stytta þarf málsmeðferðartíma hjá hælisleitendum. Rætt var um álag á kerfið í heild sinni vegna fjölda hælisleitenda og flóttafólks. Nína Helgadóttir, teymisstjóri hjá Rauða krossinum, segir þennan hóp oft sagðan bera ábyrgð á álagi á kerfið, sem það geri ekki í raun. Til að mynda væri atvinnulífið að flytja fullt af erlendu vinnuafli hingað til lands. „Þessi hópur er að ósekju gerður að blóraböggli fyrir almenna álagið á kerfið. Teljum við að einhverju leyti. Móttaka flóttafólks skapar álag á afmarkaða hluta kerfisins eins og skólakerfin og slíkt. En það má líka setja það fram þannig að verklagið hérna við að taka á móti flóttafólki, það er kannski úr sér gengið,“ segir Nína. Hér fyrir neðan má sjá Pallborðið í heild sinni. Klippa: Pallborðið: Útlendingamálin í brennidepli Vilja bæði stytta málsmeðferðartímann Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, og Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, deildu hart en voru þó sammála um að það þyrfti að stytta málsmeðferðartíma hælisleitenda, þó af mismunandi ástæðum. „Arndís, sem er mjög áfram um að greiða leið þessa fólks inn til landsins almennt... Þá vill hún ekki að við einföldum kerfið, hún reynir að tala um að við séum alltaf að flækja það. Því einfaldleikinn í hennar huga er að hleypa þessu fólki inn. Þar erum við ekki sammála og við viljum reyna að færa málsmeðferðartímann, sérstaklega í þessum vafamálum sem eru fjölmörg, reyna að færa hann til miklu skemmri vegar svo þetta fólk fari út aftur,“ segir Jón. Vill ekki tala um hlutföll Jón nefndi ítrekað að Ísland tæki hlutfallslega á móti langflestum Palestínumönnum. Arndís gaf lítið fyrir þau rök. „Það er ofboðslega lítill fjöldi á bak við öll þessi hlutföll. Það var einhver brandari sem gekk á internetinu um það hversu margar vinkonur Bjarni Benediktsson hefði skipað í sendiherrastöður ef við færum miðað við höfðatölu. Mig minnir að það hafi verið 23 eða 28, sem sýnir fáránleikann í því að vera alltaf að tala um höfðatölu. Fólk kemur hingað því það telur sig geta fengið tækifæri. Breytingarnar sem er verið að gera á kerfinu snúast um það að fæla fólk frá,“ segir Arndís. Pallborðið Hælisleitendur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Fleiri fréttir Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Sjá meira
Rætt var um álag á kerfið í heild sinni vegna fjölda hælisleitenda og flóttafólks. Nína Helgadóttir, teymisstjóri hjá Rauða krossinum, segir þennan hóp oft sagðan bera ábyrgð á álagi á kerfið, sem það geri ekki í raun. Til að mynda væri atvinnulífið að flytja fullt af erlendu vinnuafli hingað til lands. „Þessi hópur er að ósekju gerður að blóraböggli fyrir almenna álagið á kerfið. Teljum við að einhverju leyti. Móttaka flóttafólks skapar álag á afmarkaða hluta kerfisins eins og skólakerfin og slíkt. En það má líka setja það fram þannig að verklagið hérna við að taka á móti flóttafólki, það er kannski úr sér gengið,“ segir Nína. Hér fyrir neðan má sjá Pallborðið í heild sinni. Klippa: Pallborðið: Útlendingamálin í brennidepli Vilja bæði stytta málsmeðferðartímann Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, og Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, deildu hart en voru þó sammála um að það þyrfti að stytta málsmeðferðartíma hælisleitenda, þó af mismunandi ástæðum. „Arndís, sem er mjög áfram um að greiða leið þessa fólks inn til landsins almennt... Þá vill hún ekki að við einföldum kerfið, hún reynir að tala um að við séum alltaf að flækja það. Því einfaldleikinn í hennar huga er að hleypa þessu fólki inn. Þar erum við ekki sammála og við viljum reyna að færa málsmeðferðartímann, sérstaklega í þessum vafamálum sem eru fjölmörg, reyna að færa hann til miklu skemmri vegar svo þetta fólk fari út aftur,“ segir Jón. Vill ekki tala um hlutföll Jón nefndi ítrekað að Ísland tæki hlutfallslega á móti langflestum Palestínumönnum. Arndís gaf lítið fyrir þau rök. „Það er ofboðslega lítill fjöldi á bak við öll þessi hlutföll. Það var einhver brandari sem gekk á internetinu um það hversu margar vinkonur Bjarni Benediktsson hefði skipað í sendiherrastöður ef við færum miðað við höfðatölu. Mig minnir að það hafi verið 23 eða 28, sem sýnir fáránleikann í því að vera alltaf að tala um höfðatölu. Fólk kemur hingað því það telur sig geta fengið tækifæri. Breytingarnar sem er verið að gera á kerfinu snúast um það að fæla fólk frá,“ segir Arndís.
Pallborðið Hælisleitendur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Fleiri fréttir Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Sjá meira