„Þið vitið ekki neitt um hvernig mitt hjarta slær“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. febrúar 2024 06:00 Kristján býður Jesus velkomin til starfa og óskar honum mikillar velgengni í starfi og búsetu á Íslandi. Kristján Berg Ásgeirsson, betur þekktur sem Fiskikóngurinn, gerir mikinn greinarmun á flóttafólki sem kemur til landsins til að vinna og þeim sem hanga á spena íslenska ríkisins. Meirihluti starfsfólks hans sé af erlendu bergi brotið. Hann gefur svokölluðu „góða fólki“ langt nef. Kristján fékk að heyra það á samfélagsmiðlum þegar hann opinberaði skoðun sína að hann vildi ekki tjaldbúðir á Austurvelli til að mótmæla sprengjuárásum Ísraela á Gaza. „Það hefur margt ljótt verið sagt um mig og mín fyrirtæki undanfarnar vikur. Bara af því að ég vildi ekki tjaldbúðir á Austurvelli!! Ég taldi það bara ekki passa við mína menningu og uppruna að leyfa slíkt þar. Taldi bara betra að hafa mótmælin öðruvísi og á öðrum stað,“ segir Kristján í Facebook-færslu. Kristrún ræddi fisk við formann Samfylkingarinnar á dögunum. Komst hann að því að Kristrún var aðeins einu ári eldri en fiskbúðin hans. Kristján rekur eina vinsælustu fiskbúð landsins við Sogaveg og hefur gert um árabil. Þá selur hann heita potta og hefur vakið athygli fyrir frumlegar auglýsingar í ljósvakanum þar sem hann hefur sjálfur verið í aðalhlutverki. Hann segir fáa vita hvernig hug hann beri til innflytjenda og flóttamanna. „Ég er algerlega á móti öllu flóttafólki, innflytjendum sem kemur hingað og hangir á spena íslenska ríkisins. Nennir ekki að vinna, fær íbúðir, tannlæknaþjónustu og annað frítt frá okkur skattgreiðendum svo mánuðum og eða árum skiptir. Þá segi ég NEI takk og vill það fólk í burtu af mínu landi,“ segir Kristján Berg. Ef taka á á móti fólki á annað borð þurfi að gera það vel, eða sleppa því. Hann birtir mynd af starfsmanni sínum að nafni Jesus sem kom til Íslands sem flóttamaður fyrir ári. „Ég var tilbúinn að ráða hann til vinnu fyrir mörgum mánuðum síðan, en vegna fokkings seinagangs hjá öllu sem ríkið tekur sér fyrir hendur og svarar seint og illa, þá hefur hann þurft að vera á spena hjá ríkinu í alltof langan tíma. Hefði verið hægt að spara nokkrar milljónir þar,“ segir Kristján. Útlendingamál voru til umræðu í Pallborðinu á Vísi í gær. Þar tókust Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Pírati á. Voru þau á öndverðum meiði um flest nema þá skoðun að kerfið við vinnslu umsókna um hæli hér á landi þurfi að vera skilvirkara og ganga hraðar. „Hvers vegna tekur þetta svona langan tíma?“ spyr Kristján. Ríkisstjórnin þurfi að axla ábyrgð og setja reglur strax. Girða sig í brók og vinna flóttamannamálin mun hraðar. Umsækjendur fái já eða nei á sem skemmstum tíma. „Ef svarið er já , þá þarf fólkið að getað fengið vinnu í einum grænum hvelli. Ekki að þurfa labba um göturnar í marga mánuði og á spena á kostnað skattgreiðanda.“ Sjálfur upplýsir Kristján að hann sé með 22 á launaskrá hjá sínu fyrirtæki. Níu eru Íslendingar en meirihlutinn er útlendingar. Flestir komu hingað til lands sem flóttamenn eða vegna fjölskyldutenginga. Þar er að finna fólk frá Víetnam, Kólumbíu, Ungverjalandi og Venesúela. Nýjasti starfsmaðurinn Jesus standi sig afbragðsvel í vinnu. Kristján lýsir honum sem jákvæðum, snyrtilegum, duglegum auk þess sem hann læri íslensku af miklum krafti. Palestínumenn hafa mótmælt á Austurvelli í nokkrar vikur vegna seinagangs íslenskra stjórnvalda við að sameina þá við fjölskyldur þeirra sem komast ekki brott frá Gaza vegna stríðs.Vísi/Vilhelm „Það eru menn eins og ég, sem tökum þetta fólk að okkur, sköffum þeim vinnu og gefum þeim tækifæri á að fá launaða vinnu, kennum þeim á íslensku handbrögðin og íslenska menningu, enda er fólkið meira í vinnunni en við nokkuð annað sem það gerir hér á landi,“ segir Kristján og skýtur til baka á „góða fólkið“ umtalaða sem hefur gagnrýnt hann fyrir skoðun hans á mótmælunum á Austurvelli. „Þessir starfsmenn mínir, þeir greiða svo skatta og sjá um sig sjálfir ef þau vilja vera hér á okkar landi. Eru sjálfbær og ekki á spena. Er það ekki eins og við viljum hafa þetta??“ spyr Kristján sem rekur eitt af mörgum fyrirtækjum sem ganga fyrir tilstilli erlends vinnuafls. Kristján elskar fisk en neyddist til að loka verslun sinni á Höfðabakka í fyrra vegna rekstrarerfiðleika. Hann er þó sannfærður um að það hafi verið góð ákvörðun. Hann vill að ríkisstjórnin setji stífar reglur sem hægt sé að vinna eftir og allir skilji. Tala minna og framkvæma meira. Þá er hann með skilaboð til fyrrnefnda „góða fólksins“: „Þið vitið ekki neitt um hvernig mitt hjarta slær.“ Fram hefur komið að fjölgun Íslendinga dugi ekki til þess að mæta eftirspurn eftir vinnuafli og eykst hlutfall erlends vinnuafls milli ára. Á árinu 2005 voru innflytjendur á aldrinum 20 til 59 ára 7% af fjölda starfandi á vinnumarkaði hér á landi. Nú er hlutfallið komið vel yfir tuttugu prósent. Samtök atvinnulífsins gáfu árið 2022 út að flytja þyrfti inn 12 þúsund starfsmenn næstu fjögur árin. Flóttafólk á Íslandi Átök í Ísrael og Palestínu Verslun Reykjavík Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Neytendur eigi meira inni Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira
Kristján fékk að heyra það á samfélagsmiðlum þegar hann opinberaði skoðun sína að hann vildi ekki tjaldbúðir á Austurvelli til að mótmæla sprengjuárásum Ísraela á Gaza. „Það hefur margt ljótt verið sagt um mig og mín fyrirtæki undanfarnar vikur. Bara af því að ég vildi ekki tjaldbúðir á Austurvelli!! Ég taldi það bara ekki passa við mína menningu og uppruna að leyfa slíkt þar. Taldi bara betra að hafa mótmælin öðruvísi og á öðrum stað,“ segir Kristján í Facebook-færslu. Kristrún ræddi fisk við formann Samfylkingarinnar á dögunum. Komst hann að því að Kristrún var aðeins einu ári eldri en fiskbúðin hans. Kristján rekur eina vinsælustu fiskbúð landsins við Sogaveg og hefur gert um árabil. Þá selur hann heita potta og hefur vakið athygli fyrir frumlegar auglýsingar í ljósvakanum þar sem hann hefur sjálfur verið í aðalhlutverki. Hann segir fáa vita hvernig hug hann beri til innflytjenda og flóttamanna. „Ég er algerlega á móti öllu flóttafólki, innflytjendum sem kemur hingað og hangir á spena íslenska ríkisins. Nennir ekki að vinna, fær íbúðir, tannlæknaþjónustu og annað frítt frá okkur skattgreiðendum svo mánuðum og eða árum skiptir. Þá segi ég NEI takk og vill það fólk í burtu af mínu landi,“ segir Kristján Berg. Ef taka á á móti fólki á annað borð þurfi að gera það vel, eða sleppa því. Hann birtir mynd af starfsmanni sínum að nafni Jesus sem kom til Íslands sem flóttamaður fyrir ári. „Ég var tilbúinn að ráða hann til vinnu fyrir mörgum mánuðum síðan, en vegna fokkings seinagangs hjá öllu sem ríkið tekur sér fyrir hendur og svarar seint og illa, þá hefur hann þurft að vera á spena hjá ríkinu í alltof langan tíma. Hefði verið hægt að spara nokkrar milljónir þar,“ segir Kristján. Útlendingamál voru til umræðu í Pallborðinu á Vísi í gær. Þar tókust Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Pírati á. Voru þau á öndverðum meiði um flest nema þá skoðun að kerfið við vinnslu umsókna um hæli hér á landi þurfi að vera skilvirkara og ganga hraðar. „Hvers vegna tekur þetta svona langan tíma?“ spyr Kristján. Ríkisstjórnin þurfi að axla ábyrgð og setja reglur strax. Girða sig í brók og vinna flóttamannamálin mun hraðar. Umsækjendur fái já eða nei á sem skemmstum tíma. „Ef svarið er já , þá þarf fólkið að getað fengið vinnu í einum grænum hvelli. Ekki að þurfa labba um göturnar í marga mánuði og á spena á kostnað skattgreiðanda.“ Sjálfur upplýsir Kristján að hann sé með 22 á launaskrá hjá sínu fyrirtæki. Níu eru Íslendingar en meirihlutinn er útlendingar. Flestir komu hingað til lands sem flóttamenn eða vegna fjölskyldutenginga. Þar er að finna fólk frá Víetnam, Kólumbíu, Ungverjalandi og Venesúela. Nýjasti starfsmaðurinn Jesus standi sig afbragðsvel í vinnu. Kristján lýsir honum sem jákvæðum, snyrtilegum, duglegum auk þess sem hann læri íslensku af miklum krafti. Palestínumenn hafa mótmælt á Austurvelli í nokkrar vikur vegna seinagangs íslenskra stjórnvalda við að sameina þá við fjölskyldur þeirra sem komast ekki brott frá Gaza vegna stríðs.Vísi/Vilhelm „Það eru menn eins og ég, sem tökum þetta fólk að okkur, sköffum þeim vinnu og gefum þeim tækifæri á að fá launaða vinnu, kennum þeim á íslensku handbrögðin og íslenska menningu, enda er fólkið meira í vinnunni en við nokkuð annað sem það gerir hér á landi,“ segir Kristján og skýtur til baka á „góða fólkið“ umtalaða sem hefur gagnrýnt hann fyrir skoðun hans á mótmælunum á Austurvelli. „Þessir starfsmenn mínir, þeir greiða svo skatta og sjá um sig sjálfir ef þau vilja vera hér á okkar landi. Eru sjálfbær og ekki á spena. Er það ekki eins og við viljum hafa þetta??“ spyr Kristján sem rekur eitt af mörgum fyrirtækjum sem ganga fyrir tilstilli erlends vinnuafls. Kristján elskar fisk en neyddist til að loka verslun sinni á Höfðabakka í fyrra vegna rekstrarerfiðleika. Hann er þó sannfærður um að það hafi verið góð ákvörðun. Hann vill að ríkisstjórnin setji stífar reglur sem hægt sé að vinna eftir og allir skilji. Tala minna og framkvæma meira. Þá er hann með skilaboð til fyrrnefnda „góða fólksins“: „Þið vitið ekki neitt um hvernig mitt hjarta slær.“ Fram hefur komið að fjölgun Íslendinga dugi ekki til þess að mæta eftirspurn eftir vinnuafli og eykst hlutfall erlends vinnuafls milli ára. Á árinu 2005 voru innflytjendur á aldrinum 20 til 59 ára 7% af fjölda starfandi á vinnumarkaði hér á landi. Nú er hlutfallið komið vel yfir tuttugu prósent. Samtök atvinnulífsins gáfu árið 2022 út að flytja þyrfti inn 12 þúsund starfsmenn næstu fjögur árin.
Flóttafólk á Íslandi Átök í Ísrael og Palestínu Verslun Reykjavík Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Neytendur eigi meira inni Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira